Þjóðviljinn - 20.02.1955, Blaðsíða 1
Gull-antílópan,
hin frábæra róssneska barna-
kvikmynd og aðrar rússneskar
myndir verða sýndar enn einu
sinni í Gamla bíói kl. 3 í dag.
Eysfeinn synir fram á fölsun visitölunnar:
Fjárlög segjcs: Ai 40.000 kr. árs-
launum fara 17.000 í ríkissjóð
Vísitalan segir: Af 40.000 kr. árslaumim
fara 3.759 kr. I ríkissjóð
Oliklegt a ð mynduð verði
f rönsk stjirn á næstunni
Ekhert samkomulag á fundi borgaraflekka
og sósíaldemókrata — Faure reynir
Litlar líkur eru taldar til þess, aö stjórnarkreppan í
Frakklandi leysist á næstunni. Coty forseti fól í gær Ed-
gar Faure að reyna stjórnarmyndun.
Eins og Þjóðviljinn hefur áður sagt frá sýna fjárlög
að bein og óbein opinber gjöld fimm manna fjölskyldu
með 40.000 kr. árstekjur nema að meðaltali 17.100 kr. á
ári. f gær sendi Eysteinn Jónsson hins vegar frá sér til-
kynningu um það að hann tæki aðeins af slíkri fjöl-
skyldu kr. 3.759 miðað viö vísitölugrundvöllinn. Sýna þær
upplýsingar aðeins hversu stórlega grundvöllur vísitöl-
unnar er' falsaður, hversu sáralitla hugmynd hann .gfefur
um neyzlu manna og útgjöld.
Eysteinn hefur fengið Hag-
stofu fslands til að reikna út
hve mikið af launatekjum verka-
manna færi í tolla og skatta til
xíkissjóðs, miðað við hjón og
tvö börn í heimili og 40.113.00
árstekjur. Eru niðurstöðurnar
pær að slík fjölskylda greiði kr.
2.195.00 í tolla og söluskatt en
464.00 kr. í tekjuskatt. Þá nemi
álagning Tóbakseinkasölunnar
og Áfengisverzlunarinnar kr.
1.100 og komist þannig upphæð-
in í hæsta lagi upp í kr. 3.759.00.
Þessi fjölskylda fái svo aftur á
móti úr ríkissjóði kr 1.582 —
.þannig að raunverulega hirði
Eysteinn aðeins af henni rúmar
2000 kr. á ári! Útreikningar þess-
2000 krónur til
sjómanna
í Eyjum
Stjórn Verkalyðsfélagsins
í Hveragerði sampykkti á
fundi sínum í fyrrakvöld að
leggja fram úr félagssjóði
2000 krónur til sjómanna í
Vestmannaeyjum.
í sambandi við pessa frétt
má geta pess, að Hvergerð-
ingar voru peir einu auk
Vestmannaeyinga, sem
sögðu upp samningum sin-
um við útgerðarmann um
fiskverðið. Nýir samningar
hafa enn ekki verið gerðir
en búizt er við að samninga-
fundur verði haldinn annað
kvöld.
ir eru eins og áður segir byggð-
ir á grundvelli vísitölunnar og
því sem þar segir um neyzlu
verkamanna.
Hvað segja fjárlögin?
En það er til önnur heim-
ild, og hún óvéfengjanleg: fjár-
lög Eysteins Jónssonar sjálfs.
Þar stendur svart á hvítu hversu
mikið hann leggur á þegnana, og
alkunnugt er að skattheimtan fer
alltaf fram úr áætlun. Miðað
við fjárlög þessa árs litur dæmið
þannig út miðað við fimm manna
fjölskyldu með 40.000 kr. árs-
tekjur:
Atflutningskjöld á
vörur kr. 6.050.00
Söluskattur — 3.567.00
Ýmiskonar aukagjöld
í rikissjóð — 800.00
Bátagjaldeyrir og
bílaskattur — 5.000.00
Tryggingariðg j ald,
sjúkrasamlag, náms-
bókagjald o. fl. — 1.400.00
Tekjuskattur — 283.00
Samtals kr. 17.100
Þannig greiðir slík fjölskylda
samkvæmt beinu lagaboði að
meðaltali kr. 42.75 af hverjum
100 kr. sem henni áskotnast. Og
þegar þess er gætt að útsvar
sl’íkrar fjölskyldu í bæjum lands-
ins er 2—3 þúsundir verður ljóst
að rétt um helmingur teknanna
er af slíkri fjölskyldu tekinn og
allar þarfir sínar verður hún að
greiða af helmingi launanna.
100 milljónir umfram
barfir
Eysteinn Jónsson getur manna
sízt véfengt þessar tölur, þvi
þær eru teknar beint úr reikn-
ingum hans. Tölur Hagstofunn-
ar sýna það eitt hversu stórgöll-
uð vísitalan er, hversu sáralitla
hugmynd hún gefur um neyzlu
manna og óhjákvæmileg út-
gjöld. Ef tekjur Eysteins væru
í rauninni aðeins rúmar • tvær
þúsundir króna á fjölskyldu með
40.000 kr. árstekjur, væru fjár-
lög hans eintóm vitleysa sem
engan veginn fengi staðizt. En
reynslan sýnir að fjárlögin
standast og miklu meira en það;
á hverju ári hirðir Eysteinn
Jónsson af almenningi 100 millj-
ónir króna umfram þarfir!
Landskjálftinn varð í fylkinu
Balúsjistan, sem er eitt mesta
landskjálftasvæði heims.
Þegar síðast fréttist var vitað,
að 12 manns höfðu beðið bana
í höfuðborg fylkisins, Quetta, en
30 slasazt, en engar fréttir höfðu
borizt frá öðrum bæjum í fylk-
Áður hafði Coty rætt við leið-
toga borgaraflokkanna og sósí-
aldemókrata, hvern í sínu lagi.
Þeir héldu sameiginlegan fund
í gær að beiðni forsetans og
var ætlunin að reyna að finna
grundvöll að samvinnu um
stjórn, sem hefði meirihluta að
baki sér.
Ekkert samkomulag varð á
fundinum og þykir því næsta
ólíklegt að Edgar Faure muni
takast stjórnarmyndunin.
V
Þrem hefur mistekizt.
Edgar Faure, sem er 46 ára
gamall og hefur átt sæti í þrem
síðustu stjórnum Frakklands,
var fjármálaráðherra og síðar
utanríkisráðherra í fráfarandi
stjórn Mendes-France. Hann er
úr Róttæka flokknum..
Hann er sá þriðji sem reynir
að leysa stjómarkreppuna.
Fyrst reyndi íhaldsmaðurinn
Pinay að mynda stjóm mið-
flokka og hægriflokka, síðan
Pflimlin úr miðflokki kaþólskra
MRP að mynda stjóm mið-
inu, en óttazt að þar hefði orðið
mikið manntjón.
25.000 fórust
Það var í Balúsjistan sem einn
hryllilegasti landskjálfti á seinni
tímum varð. Það var árið 1935,
en þá fórust 25.000 manns.
flokka einna, og síðas't sósíal-
demókratinn Pineau að mynda
stjóm miðflokka og vinstri-
flokka án kommúnista. Það
virðast því ekki vera margir
möguleikar eftir.
Þingið synjaði stjórn Pineaus
um traust með 312 atkv. gegn
268 í gærmorgun eftir '10
klukkustunda langar umræður.
Kosningar
í Hretlandi
Reutersfréttastofan skýrði frá
því í gær, að allar líkur bentu til
þess að þingkosningar yrðu í
Bretlandi að hausti. Miklar radd-
ir eru uppi í íhaldsflokknum um,
að stjórnin eigi að nota tækifær-
ið til að rjúfa þing og láta fara
fram kosningar, meðan árar jafn
vel í landinu og nú.
Þingkosningar eiga að réttu
lagi ekki að fara fram í Bret-
landi fyrr en á næsta ári.
Verbóðir brenna
á Hellissandi
Hellissandi í gær.
Um kl. 2 í fyrrinótt kom upp
eldur í tveim skúrbyggingum,
sem notaðar voru sem verbúðir
og beitingahús fyrir 3 báta.
Brunnu skúrarnir, sem Hrað-
frystihúsið hér á staðnum átti, til
kaldra kola og einnig eyðilagð-
ist mikið af velðarfærum. Hús
voru vátryggð en veiðarfærin
ekki og er því tjón eigendanna
tilfinnanlegt. Ókunnugt er um
eldsupptök.
íhaldið segisthafa rænt þjóðina
20 millj. kr. með róð rabanninu í Eyjum
Mikið mannt jón í land-
skjálfta í Pakistan
Óttazt er að mikið manntjón hafi orðið í landskjálfa,
sem varð í vesturhluta Pakistans í gær.
Afvopnunarfund-
ur í London
Brezka stjórnin tilkynnti í
gær, að stjórnir Sovétríkjanna,
Kanada, Frakklands og Banda-
rikjanna hefði þegið boð hennar
um að taka þátt í fundi undir-
nefndar afvopnunarnefndar SÞ
sem hún hefur boðað til í London
í vikulokin.
Nutting aðstoðarutanríkisráð-
herra verður fulltrúi Bretlands,
Henry Cabot Lodge fulltrúi
Bandarikjanna, Jules Moch full-
trúl Frakklands og Gromiko full-
trúi Sovétríkjanna.
Morgunblaðið heldur enn á-
fram að sleikja sár sín eftir
ósigurinn í Vestmannaeyjiun.
Og í gær er huggunin þessi:
„Vegna þessarar deilu hefur
þjóðarbúið orðið fyrir stórkost-
legu tjóni. Lauslega áætlað
minnkar útflutuingsverðmæti
sjávarafurða frá Vestmanna-
eyjum um rúmlega 20 milljón-
ir.“ Tjón þetta stafar sem kuim-
ugt er af því einu að útgerðar-
memi í Eyjum héldu uppi á eig-
in spýtur róðrarbanni allan
janúar og héldu síðan áfram
í hálfan mánuð í viðbót í þelrri
fánýtu von að kúga sjómenn.
Og þetta tjón hrekkur ekki
til. Um sömu mundir var allur
farskipaflotinn stöðvaður í
þeim tilgangi að kúga mat-
reiðslu- og framreiðslumenn, og
hlauzt af því milljónatap. í
bæði þessi skipti voru ekki
teknar upp neinar alvarlegar
viðræður við launþega fyrr en
eftir langa stöðvun framleiðsl-
unnar.
Öll þjóðin hefur mótmælt
þessum vinnubrögðum bæði i
ár og undanfarin ár. Það er
glæpsamlegt athæfi að ræða
ekki alvarlega við verklýðssam-
tökin í átökum fyrr en komið er
til framleiðslustöðvunar.
Reynslan sýnir að það er von-
laust að ætla að kúga verk-
lýðssamtökin, og syna dæmin
frá Vestmannaeyjum og far-
skipadeilunni það bezt, en þar
áttu í hlut ijæsta fámenn verk-
lýðsfélög sem fengu ágætar
kjarabætur. Það verður aldrei
undan því komizt að semja við
alþýðusamtökin lun réttlætis-
kröfur þeirra.
Þetta verða ríkisstjórnin og
atvinnurekendur að gera sér
Ijóst, livort sem þeim líkar bet-
ur eða ver. Nú eru framundan
stórfelld átök, sem öflugustu
verklýðsfélög landsins, þ. á m.
Dagbrún, Iðja og iðnaðar-
mannafélögin í Reykjavík,
standa að. Félögin hafa þegar
sent kröfur sínar og tjáð sig
reiðubúin til samninga án taf-
ar. Þessa samninga verður að
taka upp þegar í stað, nota
hverja stund og kanna til hlít-
ar hvort ekki er hægt að semja
án þess að til viiinustöðvunar
komi. Þessa ályktun dregur
þjóðin öll af Vestmannaeyja-
deilunni og farskipastöðvunimii,
og láti ríkisstjórnin sér ekki
skiljast þetta ber hún ein alla
ábyrgð.