Þjóðviljinn - 20.02.1955, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Erich Maria REMAKQUE:
(íS'SES'íM' * • *
• •. og úetjja
GO. dagur
að. Aðeins augun höfðu lit, þau voru tærblá og dökk.
Þau minntu Gráber á augu sem hann hafði séð ein-
hvers staðar áður en mundi ekki hvar. „Verður þú að
fara aftur á vígstöövarnar?“ spurði Pohlmann loks.
„Ég gæti neitaö að fara. Þá ýrði ég hengdur eða
skotinn. Og ég gæti gerzt liðhlaupi. Þá yrði mér fljót-
lega náö — upplýsingaþjónustan og slefberarnir myndu
sjá um þaö. Og hvar gæti ég falizt? Hver sem skyti
yfir mig skjólshúsi legði líf sitt í hættu. Auk þess myndu
þeir hefnast á foreldrum mínum,. Þau yrðu áreiöanú
lega sett í fangabúðir. Þar myndú ‘ þani deyja. Hvað
get ég annað gert? Fariö á vígstöðvamar án þess aö
bera hönd fyrir höfuð mér? Það væri sjálfsmorð".
Klukka fór að slá. Gráber hafði ekki tekið eftir henni
fyrr. Það var gömul gólfklukka í horni bakvið hurð-
ina. Hljómur hennar var djúpur og draugalegur, gaf
allt í einu til kynna rás tímans í gröfnu herberginu.
„Og það er ekki um annaö að ræða?“ spurði Pohl-
mann.
„Ég get skaðað sjálfan mig. Slíkt kemst því nær alltaf
upp. Refsingin er hin sama og fyrir liðhlaup".
„Gætirðu ekki fengið þig fluttan til? Hingaö heim?“
„Nei, ég er mjög heilsuhraustur og sterkur. Og ég
lít ekki á það sem neitt svar við spurningu minni. Það
væri aðeins undankoma en enginn lausn. Það er líka
hægt að vera samsekur á skrifstofum, finnst þér ekki“.
„Jú“. Pohlmann neri saman höndum. „Sekt“, sagði
hann lágt. „Enginn veit hvenær hún byrjar og hvenær
hún endar. Líka má segja að hún byrji alls staðar og
endi hvergi. En ef til vill er það alveg öfugt. Og með-
sektí Hver getur dæmt um hana? Guö einn“.
Gráber hreyfði sig óþolinmóðlega. „Guð ætti að
minnsta kosti aö vita eitthvað um hana“, svaraöi hann.
„Annars hefði engin synd verið í upphafi. Meðsektin
nær yfir þúsundir kynslóða. En hvar upphefst hin per-
sónulega ábyrgö? Viö getum ekki falið okkur bakvið
þá staðreynd að við séirm að hlýðnast skipunum. Eða
getum við þaö?“
„Það er þvingun. Ekki aðeins skipanir".
Gráber beið. „Píslarvottarnir á fyrstu tímum kristn-
innar gengust ekki undir þvingun“, sagði Pohlmann
hikandi.
„Við erum engir píslarvottar. En hvar upphefst sekt-
in?“ spurði Gráber. „Hvenær verður það sem venjulega
er kallað hetjudáð að morði? Þegar maður trúir ekki
lengur á stefnuna bakvið það eða tilganginn? Hvar eru
mörkin?“
Pohlmann leit á Gráber með þjáningarsvip. „Hvemig
get ég sagt þér það? Það er of mikil ábyrgð. Ég get
ekki tekið ákvörðun um það fyrir þig“.
„Verður hver og einn aö ákveöa það sjálfur?"
„Ég geri ráð fyrir því. Hvaö annað?“
Gráber þagði. Hvers vegna held ég áfram að spyrja?
hugsaði hann. Ég sit hér allt í einu eins og dómari en
ekki eins og sakborningur. Hvers vegna er ég að kvelja
þennan gamla mann og kalla hann til ábyrgðar fyi'ir
það sem hann kenndi mér einu sinni og það Sem ég
hef Isert síðan? Þarí ég enn á svari að halda? Er ég
ekki búinn að svara sjálfum mér? Hann leit á Pohl-
mann. Hann gat gert sér í hugarlund hvernig hann
hímdi í herbergi sínu dag eftir dag, í myrkrinu eöa
daufri lampaglætunni, eins og í katakombu í Rómar-
borg fornaldarinnar, rekinn úr starfi, bíðandi eftir
handtöku, leitandi huggunar í bókum sínum. „Þú hef-
ur rétt fyrir þér“, sagði hann. „AÖ spyrja annan ráöa
er venjulega gert til að komast undan aö taka ákvörö-
un sjálfur. Auk þess bjóst ég varla við svari frá þér.
f rauninni var ég aö spyrja sjálfan mig. Stundum er það
ekki hægt nema spyrja einhvern annan um leið“.
Pohlmann hristi höfuðiö. „Þú hefur fullan rétt til
að spyrja. Sekt!“ sagði hann meö skyndilegum ofsa.
„Hváð veizt þú um sekt? Þú varst ungur og þeir fylltu
þlg með eitruðum áróðri áður en þú varðst fær um
að dæma. En við — við sáum það og létum þaö gerast!
Hver var orsökin? Hjartaharka? Kæruleysi? Fátækt?
Eigingirni? Örvænting? Og hvemig gat þetta orðið slík-
ur meinvættur? Heldurðu að ég hugsi ekki um þetta á
hverjum degi?“
Gráber áttaði sig allt í einu á því, hvaö augu Pohl-
manns minntu hann á. Þau minntu hann á augun í
Rússanum sem hann hafði skotið. Hann reis á fætur.
„Ég verð aö fara“, sagði hann. „Þakka þér fyrir aö leyfa
mér að koma inn og tala við þig“.
Hann tók húfuna sína. Pohlmann reis á fætur. „Hvað
ætlastu fyrir, Gráber?"
„Ég veit þaö ekki. Ég hef enn tvær vikur til um-
hugsunar. Það er langur tími þegar maður er vanur
því aö lifa aðeins fyrir andartakið".
„Komdu aftur. Komdu aftur áður en þú ferð. Lofaðu
mér því“.
„Ég lofa því“.
„Það koma ekki margir“, tautaði Pohlmann.
Gráber sá litla ljósmynd standa milli bókanna hjá
glugganum. Það var af manni á hans aldri, klæddum
einkennisbúningi. Hann minntist þess að Pohlmann átti
son. En á þessum tímum var viturlegt að spyrja engra
spurninga.
„Sendu Fresenburg kveðju mína, ef þú skrifar hon-
um“, sagði Pohlmann. .
„Já. Talaöiröu við hann á sama hátt og við mig
áöanSK.C rH. ..JB :: ..
„Já“. !•■.
„Ég vildi óska aö þú hefðir talað þannig við mig fyrr“.
„Heldurðu að það'háfi gert Fresenburg auðveldara
fyrir?“
„Nei“, sagði Gráber. „Þvert á móti“.
Pohlmann kinkaði kolli. „Ég hafði ekkert aö segja
þér. En ég vildi ekki gefa þessi svör sem ekkert eru
nema undanbrögð. Þau eru mörg til. Öll slétt og felld
<s>-
Þorskréttir
Austurindíuþor skur:
1 kg beinlaus og roðlaus þorsk-
ur þveginn og þurrkaður, skor-
inn í hæfilega bita sem velt er
upp úr hveiti, blönduðu karry.
Fiskurinn þvínæst brúnaður
báðum megin í smjöri eða
smjörlíki á pönnu og síðan
lagður í eldfast mót. Stórum,
fínsöxuðum brúnuðum lauk
Sjómannakraginn enn
Sjómannakraginn sem svo
mikið bar á í sumartízkunni er
mjög vinsæll í vetrartízkunni
líka. Á myndinni er hann
sýndur úr léttu ullarefni og
það er fallegra en ætla mætti.
Það stafar meðal annars af því
að þessi stóri kragi er saum-
aður úr sama efni og kjóllinn.
Kjólar með svona krögum
hafa einmitt flegnu hálsmálin
sem nú eru svo mikið í tízku,
en auðvelt er að nota peysur
innanundir.
stráð yfir. Soðið upp af pönn-
unni með nokkrum dl fisksoði
af roði og beinum og í soðið
bætt 1 tsk af karry áður en
því er hellt yfir fiskinn í fat-
inu. Lok sett yfir og fiskurinn
látinn malla í ofni ca. 10 mín-
útur við vægan hita. Hrísgrjón
eða lítil rúnnstykki borin fram
með.
Þorsbur í fati:
1 kg þorskur roðlaus og bein-
laus, skorinn í hæfilega bita og
þeir lagðir í botn á smurðu
móti. Yfir bitana dreift 100
gr smjöri í litlum bitum; 1 dl
góðu tómatpuré og 2 msk sítr-
ónusafa dreift yfir, salti og
hvítum pipar stráð á og fatið
sett í meðalheitan ofn og haft
þar þangað til fiskurinn er
meyr, ca. 20 mínútur. Soðnar
kartöflur eða rúnnstykki borin
fram með.
Kreólaþorskur:
1 kg þorskur roðlaus og bein-
laus, skolaður og þurrkaður,
skorinn í litla bita sem lagðir
eru í vel smurt eldfast mót.
Smjörbitum dreift yfir og fatið
sett inn í ofn við vægan hita
í ca. stundarfjórðung. Vökv-
anum úr fatinu ausið yfir fisk-
inn öðru hverju. Roð og bein
soðið í dálitlu vatni, 1 dl hvít-
víni, salti, pipar, lauk og nokkr-
um lárviðarlaufum. 50 g smjör-
líki og 50 g hveiti bakað upp,
þynnt með síuðu fisksoðinu og
safa af 200 g sveppum; 1 msk
tómatpuré, 2 msk rjóma, svepp-
irnir, 12 flysjaðar olífur, salti
og pipar bætt í og þegar rétt-
urinn er borinn fram er sós-
unni hellt yfir fiskinn í fatinu.
Horn eða rúnnstykki borin
fram með.
Öðru sinni var Wessel eitt-
hvað að slarka með kunningj-
um sínum úti á götu síðia
nætur. Sungu þeir við raust
og fóru hvergi feimu’ega. En
þá höfðu nýlega ver:ð sett
viðurlög við því í lögregju-
samþykkt borgarinnar að
menn færu með hávað'a á göt-
um um nætur. Nú heyrðu !ög-
reglumenn fljctlega í þeim
Wessel og félögum hans, og
komu þeir á vettvang Voru
þeir eigi blíðir ásýndum og
spurði einn þeirra grimmilegri
röddu, hvort be’m væri ekki
kunnugt um að 'viðurlög lægju
við því að syngia á götum
úti er menn væru á heimleið
síðla nætur.
Jú jú, mikil ósköp, en við er-
um bara alls ekki n heimleið,
svaraði Wessel.
sem innislopp líka, en því
skyldu konurnar ekki gera slíkt
hið sama? Sama flíkin getur
verið gagnleg í báðum tilfell-
um, ef í hana er valið rétt efni
og snið.
Glæsilegar rendur
Hér er mynd af glæsi egum
og freistandi innislopp, sem er
mjög hentugur um leið. Hann
er úr rauð- og hvítröndóttu
frottéefni, sem mjög auðve't er
að þvo, og auk þess er hann
þannig í sniðinu að þeð má
bæði nota hann sem innisiopp
og baðslopp. Karlmennirnir
hafa hingað til gert mest af
því að nota baðsloppinn sinn