Þjóðviljinn - 20.02.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.02.1955, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Framíærsluíulltrúarnir leggja leið sína í herskálatverfin: Kol og olía boðin sem náðargjöf íhalds- ins eða persónulegur velgerningur! íhaldið felldi tvisvar að koma tilkynningu um að- stoðina á framfæri með opinberri auglýsingu FöUcið, sem íhaldið hefur með svikum sínum og að- gerðaleysi í húsnœðismálunum, dæmt til að hafast við í braggahverfum Reykjavíkur hefur síðutsu dagana orð- iö fyrir nýstárlegum og óvœntum heimsóknum. Gljá- fœgðir lúxusbílar hafa svifið miUi hinna lágreistu braggabygginga og út úr þeim stígið framfærslufulltrúar Reykjavíkurbœjar, flytjandi íbúunum þann boðskap að íhaldið hafi litið til þess í náð sinni og ákveöið að veita því aðstoð í forvii kola eða olíu til þess að það verði ekki mnkulsa í frosthörkunum. í flestum tilfellum gefa fram- færslufulltrúarnir íhaldsmeiri- hlutanum dýrðina en fyrir kemur þó að þeir breeða fyrir sig öðrum tóni. Þá eru þeir maettir sem vinir og persónulegir velgérðar- menn fjölskyldunnar sem ekki fundu nokkra ró fyrr en þeir höfðu gengið úr skugga um líðan hennar og þarfir. „Já, hefðirðu ekki gott af að fá kolapoka eða olíutunnu". Sérstaklega halda þeir kolunum fast að fólki, jafn- vel þótt ekki sé hægt að nota þau vegna þess að olíukynding er fyrir í bragganum. En þeir kunna ráð við því, þessir boð- berar mannkærleikans og hjálp- seminnar: „Það er þó altént hægt að selja kolin og þú hefur áreiðanlega not fyrir aurana, blessuð". Tillagan var felld en framkvæmd samt! Þessi vinnubrögð eru athygl- isverð og einkennandi fyrir í- haldið. í bæjarstjórn hreyfði Þór- unn Magnúsdóttir, formaður Samtaka herskálabúa málinu fyrst. Flutti hún tillögu um að þurfandi fólki í herskálunum yrði séð fyrir aðstoð til að gera við skemmda bragga og sömuleið- is'fjárhagsaðstoð til upphitunar. íhaldið snerist öndvert við og felldi tillöguna. Nokkru síðar upplýstist í framfærslunefnd, þar sem Þórunn hreyfði málinu enn, að farið væri að veita þá aðstoð sem tillagan gerði ráð fyrir. Síð- ar skýrði borgarstjóri bæjarráði frá þessum upplýsingum og gat þess að 70 fjölskyldur fyrir utan þær sem væru á framfæri bæjarins, hefðu fengið aðstoð. .1 Of veigamikil ákvörðun! Og á þessum bæjarráðsfundi flutti Guðmundur Vigfússon til- lögu um að bærinn tilkynnti her- skálabúum með opinberri auglýs- ingu að aðstoðin væri veitt, þannig að enginn þyrfti að verða útundan vegna skorts á vitneskju um málið. Ekki treysti íhaldið í bæjarráði sér til að taka svo veigamikla ákvörðun án utanað- komandi aðstoðar og samþykkti að vísa tillögunni til umsagnar Magnúsar V. Jóhannssonar, yfir- framfærslufulltrúa. Enn fellt Á fundi bæjarstjórnar s.l. fimmtudag tók Sig. Guðgeirsson tillöguna upp og las þá borgar- stjóri yfir bæjarfulltrúum álits- gerð yfirframfærslufulltrúa, en niðurstaða hans var í stuttu máli sú að algjör óþarfi væri að aug- lýsa hjálpina opinberlega, þar sem ætla mætti að öllum væri nógsamlega kunnugt um hana af blaðaskrifum! Og íhaldið drap tillöguna í annað sinn. Ekki réttur heldur ölmusa Tilgangurinn er kominn í ljós. Aðstoðin við braggabúana má að dómi íhaldsins ekki undir nein- um kringumstæðum vera réttur heldur skal hún vera náðargjöf þess eða persónulegur velgem- ingur af hálfu framfærslufulltrú- anna. íhaldinu þótti óþarfi og sóun að auglýsa aðstoðina opin- berlega í blöðum eða á annan venjulegan hátt. Hitt þótti því mesta snjallræði að kaupa leigu- bíla undir framfærslufulltrúana og senda þá út í herskálahverfin til þess að tilkynna fólkinu per- sónulega hve náðarfaðmur íhalds- ins væri breiður eða hve vel þeir vektu sjálfir yfir þörfum þess og velferð. Þetta þykir þægilegt upp á seinni tímann, þegar húsbænd- urnir og sendimenn þeirra þurfa kannski á „lítilfjörlegri“ aðstoð að 'halda til þess að „bjarga“ höfuðstaðnum frá „glundroða og upplausn“ eða þjóðinni allri frá „öngþveiti og stjómleysi"!! En hvað segja bæjarbúar um það siðferði eða þá' fjármála- speki sem í þessum vinnubrögð- um eru fólgin? Guðjón Einarsson Long fimmtugur á morgun „Blaðaumsagnir46 utvega úrklippur úr innlendum og erlendum blöðum Fyrirtækið Blaðaumsagnir tók til starfa 1. febrúar 1952 og hefur því starfað í þrjú ár. Tilgangur og starf þess er að safna úrklippum um ýmis efni úr dagblöðum landsins. Þessu er þannig fyrirkomið, að menn gerast áskrifendur að einhverju vissu efni og fá þá allt sent, sem um það efni er ritað í blöðin. Dagblöðin eru spegill þjóðar- innar, er sýnir öll þau mál í ljósi samtíðarinnar, sem efst eru á baugi hverju sinni. Er óþarft að taka það fram, hve verðmæt heimildarrit slíkar blaðagreinar verða, er tímar líða. Fyrirtæki, félög og einstak- lingar safna úrklippum úr dag- blöðum. Einkafyrirtæki og op- inberar stofnanir safna öllu dagblaðaefni, sem fjallar um viðkomandi stofnanir, störf þeirra og rekstur. Einstakling- ar safna öllu dagblaðaefni um hugðarefni sín, en þau eru eins mörg og íbúar þessa lands. Blaðaumsagnir vinna úr um þrjátíu blöðum, sem gefin eru út víðs vegar um landið. Á hverja grein, sem klippt er úr blaði og viðskiptavinur fær, er límdur blaðhaus, sem ber með sér, úr hvaða blaði greinin er og hvenær hún birtist. Fram til þessa hefur aðeins verið hægt að útvega úrklipp- ur úr íslenzkum blöðum, en nú getur fyrirtækið einnig boðið viðskiptamönnum sínum úr- klippur úr erlendum blöðum. Nú þegar er hægt að útvega úrklippur úr dönskum, enskum, norskum og sænskum blöðum, og innan skamms mun einnig verða hægt að útvega úrklipp- ur úr flestum öðrum Evrópu- blöðum svo og bandarískum. Á kvöldvöktum við umbrot Þjóðviljans 1938—1941 kynnt- ist ég frænda mínum frá Seyð- isfirði, Guðjóni Einarssyni Long. Á þeim árum áttu kvöld- vaktir til að teygja sig ískyggi- lega fram eftir nóttu, því prent smiðjan litla við Hverfisgötu var með öllu óviðbúin því að prenta dagblað, þó ekki væri nema fjórar síður. En lengri hefðu þær vaktir oft orðið ef Guðjón hefði ekki gengið þar að verki með því kappi og á- huga sem einkennir starf hans hvar sem er. Það leið ekki á löngu þangað til við urðum beztu kunningjar, auk frænd- seminnar sem við spauguðum með í tíma og ótíma. „Viljans merki“ á Akranesi Kvikmyndin „Viljans rnerki" hefur nú verið sýnd á þrem stöð- um, í Reykjavík, Hafnarfirði og á Selfossi, og hafa tæplega 5000 manns séð hana. Hafa kaupfé- lögin tekið upp þann hátt, að bjóða almenningi að sjá mynd- ina ókeypis hvert á sinu félags- svæði, og sáu til dæmis 2500 manns myndina í Hafnarfirði. í dag, sunnudag, verður mynd- in sýnd á Akranesi og býður Kaupfélag Suður-Borgfirðinga öllum bæjarbúum til sýninganna í Bíóhöllinni kl. 2.30, 5, 6, 7 og 8 og er sýningin klukkan 6 fyr- ir börn. Á frumsýningunni flyt- ur Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, ávarp. Úrklippur úr sænskum blöð- um, þar sem getið er um sænsku frumsýninguna á þessari mynd, hafa nú borizt hingað. Fara blöð- in mjög lofsamlegum orðum um myndina og telja hana vera hina ágætustu kynningu fyrir ísland. Guðjón er fæddur á Seyðis- firði 21. febrúar 1905, sonur Einars Jóliannssonar Long og fyrri konu hans Jónínu G. Jóns- dóttur. Guðjón hóf prentnám á Seyðisfirði í ágúst 1923 og lauk námi 1928. Það ár fór hann, suður og stundaði sjómennsku og prentstörf í Vestmannaeyj- um og Reykjavík. Árin 1930, til 1935 vann hann ekki að prentstörfum en 1935 stofnaði hann prentsmiðjuna Víkings- prent með Birni Jónssyni og Stefáni Björnssyni og vann þar til ársins 1941. Næstu ár var hann vélsetjari við Morgun- blaðið, en gerðist vélsetjari í Prentsmiðju Þjóðviljans 1945 og var þar að starfi þar til seint á árinu 1949. Þá fór hann í Ingólfsprent um skeið, en vinnur nú í Félagsprentsmiðj- unni. Guðjón kvæntist 4. okt. 1930 Ingunni S. Guðmundsdóttur, trésmiðs í Reykjavík, ágætri konu, og eiga, þau þrjú mann- vænleg börn Jónínu, Sigurð og Georg. Þessar fáu línur eru skrifað- ar til þess að þakka Guðjóni handtok hans við Þjóðviljann fyrr og síðar, og flytja honum beztu árnaðaróskir í tilefni merkisdagsins á morgun, —■ fimmtugsafmælisins. S. G. Fjðlbreytt kvöld- skemmtun Þróttar N.k. þriðjudagskvöld efnir Knattspymufélagið Þróttur til fjölbreyttrar skemmtunar í Austurbæjarbíói. Koma þar fram margir beztu listamenn og skemmtikraftar bæjarins, m.a. Guðrún Á. Símonar og Magnús Jónsson sem syngja dúett úr -Z p i # óperum og óperettum með und- L.I.L. motmælir ummæl- weik Friý sh,a»d- syngur Smarakvartettmn i Reykjavík nokkur lög með að- lllYl 1 1|Ti<^'7h n ^arls Billich, Hjálmar Wlll WI alyilUlllúl M. tlllO Gíslason fer með gamanvísur, Öskubuskur syngja vinsæl dæg- „L.Í.Ú. lítur mjög alvarlegum augum á ummæli brezka uriög. Þá skemmtir Hallbjörg sendiherrans í yfirlýsingu, sem hann birti i dagblööun- Bjarnadóttir og hraðteiknarinn. AllT FYRIR KjÖTVERZLANtR tó.Sw HTeitUOn Gr,1,>í;Cl. 3. »ln, 00360. ^íí^iinn incjarópjö ll SJ.RS. um og ríkisútvarpinu 10. þ.m., þess efnis, að brezkum og íslenzkum sjómönnum muni virðast svo, „aö skipum og skipshöfnum sé hættara viö óveörum í opnu hafi vegna þess, aö reglurnar frá 1952 geri bæöi íslenzkum og erlend- um skipum erfiöara aö leita landvars, þegar stormar nálgast'. Reglunum um rétt útlendra og innlendra botnvörpuskipa til að leita landvars undan veðri var ekkert breytt árið 1952, þegar flóar og firðir voru frið- aðir fyrir botnvörpu- og drag- nótaveiðum og landhelgin færð út um eina sjómílu til verndar fiskistofninum. Að áliti íslenzkra togaraskip- stjóra hafa þær reglur, sem gilda um rétt skipa til að leita landvars undan veðríi, aldrei orðið til neinnar hindrunar því, að hægt væri að gera það, þeg- ar þess var þörf. Framangreind ummæli sendi- herrans verða því, án þess að til þess væri ætlazt, til þess að ýta undir þann róg, sem íslend- ingar eru bornir í brezkum blöð- um, í sambandi við hin hörmu- legu sjóslys, sem urðu, er togar- arnir ,,LORELLA“ og „RODE- RIGO“ fórust. L. í. Ú. harmar, að sambúð og eðlilegum viðskiptum íslend- inga og Breta skuli hafa vérið spillt árum saman, af aðilum, sem hafa það að markmiði, að bola íslendingum burt af brezka fiskimarkaðinum og hafa gripið til ofbeldis og svívirðilegs rógs, til þess að koma fram þessu á formi sínu, án þess að brezk stjórnarvöld hafi hafizt handa til þess að hindra þessar aðgerðir Skorar L. í. Ú. á íslenzk stjórnarvöld að gera brezku rik- isstjórninni ljóst, hve afdrifarík- ar afleiðingar áframhaldandi af- skiptaleysi af hennar hálfu, gagnvart framferði brezkra tog- araeigenda, muni hafa á við- skipti og sambúð íslendinga og Breta í framtíðinni.“ Þróttur er yngsta knatt- spyrnufélagið í bænum, aðeins 5 ára gamalt, en starfar af miklum krafti. Félagið hyggst senda 2 knattspyrnuflokka til útlanda á sumri komanda og hefur mikinn hug á að reisa fé- lagsheimili. Rennur allur ágóði af skemmtuninni á þriðjudags- kvöldið í félagsheimilissjóð. aöoaosiía!!) - Ctjóir vet - Drjúqt - Hr«inl«gt - þaecjilecjt ÚTBREIDIÐ ÞJÖÐVILJANN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.