Þjóðviljinn - 20.02.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.02.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. febrúar 1955 — ÞJÓÐVIUINN — (5 . Þegar nýnazistar og aðrir hernaðarsinnar reyndu að halda fimd í Hamborg fyrir skömmu til að fagna væntanlegri hervæðingu Vestur-Þýzkalands var verkamönn- um þar nóg boðið. 30.000 manns fóru fylktu liði um göturnar með blys og spjöld, sem á voru letruð mótmæli gegn hervœöingu og nazisma. Lögregluliöið reyndi að dreifa göngunni en fékk ekki við neitt ráðið. Myndin sýnir kröfugöngumenn brjótast í gegnum eina varðlínu lögreglunnar. Yiirgnæfcmdi meirihluti Þjóð- verja andvígur hervæðingu FylkisþingiS i Bremen krefst samninga wð Sovétrikin um sameiningu Það hefur nú sýnt sig svart á hvltu að mikill meiri- hluti almennings í Vestur-Þýzkalandi er andvígur her- væöingu landshlutans og innlimun hans í Atlanzhafs- bandalagið. Þetta hefur sýnt sig 1 prófkosningum, sem fram hafa farið í Vestur-Þýzkalandi. „P-vítamín" í appelsínimt og sítrÓEmm visismr bug á vírassjúkdénmns Efni, sem fundizt hafa í kjarnahólfum appelsína og sítróna, munu gera kleift að lækna kvef, inflúensu og aöra vírussjúkdóma á skömmum tíma, segir í frétt frá Bandaríkjunum. Það er sósíaldemókrataflokk- urinn sem beitir sér fyrir próf- kosningunum. Þeim er þannig háttað, að. leitað er álits hvers kjósanda í nokkrum kjördæm- um, sínu í hverjum landshluta. Kjósendur eru beðnir að segja álit sitt á því, hvort þeir vilji heldur að hervæðingarsamning- arnir séu fullgiltir eða að teknir séu upp samningar við Sovétrík- in um sameiningu Þýzkalands. 105.000 í Dortmund Eitt kjördæmið sem prófkosn- ingin fer fram í er iðnaðarborg- in Dortmund. Þar hafa 3000 sósí- aldemókratar verið sendir út af örkinni til að heimsækja hvern einasta kjósanda og leita álits hans á hervæðingunni. Þegar síðast fréttist höfðu 105.000 kjós- endur látið í ljós andstöðú gegn hervæðingunni með því að rita nafn sitt undir Þýzka ávarpið, sem samþykkt var á fundi verka- lýðs- og kirkjuleiðtoga í Páls- kirkjunni í Frankfurt fyrir skömmu. Prófkosningunni í Dort- mund lýkur í dag. Theodor Blank Aðeins 1.5% með hervæðingu f Hamborg hefur prófkosning farið fram í hverfunum Altona, Ottensen og Lurup. Niðurstaðan varð að 88.6%' kjósenda lýstu yfir andstöðu gegn hervæðingunni, 9.9% vildii engá afstöðu taka og einungis 1.5% voru fylgjandi hervæðingunni. Hermálaráðherrann hrópaður niður Baráttan um hervæðinguna hitnar stöðugt í VestUr-Þýzka- landi. Sósíaldemókrátdr, komm- únistar og verkalýðsfélögiri hafa haldið fundi um landið þvert og endilangt til þess að mótmæla fullgildingu hervæðingarsamn- inganna. Fundahöldin höfðu slík áhrif að ríkisstjórnin þorði ekki annað en hefja gagnsókn. Adenauer forsætisráðherra hefur sjálfur haldið nokkra fundi til að tala máli hervæð- ingarinnar og aðrir ráðherrar gera slíkt hið sama. En árang- urinn hefur verið sá að vekja enn meiri athygli á hinni hörðu andstöðu gegn hervæðingunni. Þegar Theodor Blank,' tilvonandi hermálaráðherra Adenauers, sem stjórnar undirbúningi undir her- væðinguna, ætlaði að taka til máls á fundi í Freiburg á mið- vikudaginn, var honum varnað máls, Áheyrendur blístruðu og hlógu og þess á milli höfðu tal- kórar svo hátt að ekki heyrðist orð af því sem Blank var að segja. Neyddist hann til að flýja fundinn undir lögregluvernd. Vill fjórveldafund Fylkisþingin í Vestur-Þýzka- landi eru nú farh'i að íátd hér- væðingarmálið til 'sín taka. Réið fylkisþingið í Bremen á vaðið. Það samþykkti í síðustu viku með atkvæðum sósialdemókrata og kommúnista ályktun, þar sem þess er krafizt að hætt verði við að hervæða Vestur- Þýzkaland en í þess stað verði haldinn f jórveldafundur um sameiningu landsins. Stormurinn kom svo óvænt, að enginn tími vannst til að sigla skipum út úr höfriinni. Særiskt ‘ flutningaskiþ, Norr- land, kastaðist upp að bryggju og komu tvö stór göt á það. Attlee viil vinna með Aiþýðu-Kina Attlee, leiðtogi brezka Verka- mannaflokksins, sagði í ræðu, sem hann hélt í Newcastle í gær, að flokkur hans legði mikla á- herzlu á góðá sambúð og sam- vinnu Bretlands og Kína. Hann sagði ennfremur, að skýrsla brezku stjórnarinnar um hervæðingUna, þar sem tilkynnt var að Bretar ætluðu að hefja framleiðslu á vetnissprengjum, bæri með sér, að styrjaldir væru nú orðnar- algerlega tilgangslaus- ar, enginn gaétí borið sigur úr býtum í kjarnorkustríði. Hafnar eru tilraunir með ný kjarnorkuvopn í Nevada í Bandaríkjunum. Þær féíiu þó niður í gær vegna óhágstæðs veðurs. fckt Efni þessi hafa ýmis einkenni vítamína og hafa því verið köll- uð „p-vítamín“, en hið vís- indalega nafn þeirra er bíó- flavonoíð. Læknismáttur þeirra er aðallega fólginn í því, að þau styrkja veggi háræðanna. Sérstakt þing um bíóflavonoíðin Þessi ' efrii hafá vakið svo mikla athygli," að um þau hef- ur verið haldin sérstök ráð- stefria vísindamanna og var hún á vegum vísindaakademí- unnar í New York. Undanfarið hafa birzt fjöl- margar skýrslur um þessi efni í læknaritum fyrir vestan. Svo virðist að þau geti aulc áður- nefndrá sjúkdóma læknað vissa tegund áf dreri. Læknarnir Morton S. Bisk- lind og William C. Martin skýrá frá því, að áf 69 sjúklingum sem þeir reyndu að lækna með bíóflavonoíðum hafi öllum nema -þrem batnað. Gegn mörgum sjúkdómum Þessir menn voru haldnir ýmsum sjúkdómum, þ.á.m. „venjulegu kvefi“, kverkabólgu og inflúensu. Þeir voru læknað- Áhöfnin gat bjargað sér í land,- en skipið sökk og stendur yfir- byggingin ein upp úr. Stórt bandarískt olíuflutn- ingaskip valt á hliðina og ítalskt skip sökk. Margir bátar brotnuðu í spón og skemmdir urðu á flestum skipum í höfn- inni. 20.000 lestá bandarískt flug- vélaskip lá inni á höfninni, þegar óveðrið dundi yfir, en það tókst með naumindum að sigla því út úr henni og urðu engar skemmdir á því. Teknir ínnan 200 mOoa laiielgi Perúsk varðskip tóku í gær fjóra bandaríska togara, sem voru að veiðum innan hinnar 200 mílna landhelgi, sem Perú- stjórn hefur lýst yfir. Var farið með þá til háfnar. Tveir baridarískir togarar hafa áður • verið tekriir innan 200 mílna landhelginnar, en var' sleppt eftir að þeir höfðu greitt 5000 dollara sekt. ir með bíóflavonoíðum og c- vítamíni og lækningin tók að- eins 8-48 klukkustundir. Það er ekki sannað, að það hafi verið lyfinu að kenna, að þrem sjúklingum batnaði ekki. Læknar drer Augnlæknirinn dr. Walter B. Loewe skýrir frá þvi í tíma- riti augn-, nef- og eyrnalækna, að 25 sjúklingum, sem gefin voru „p-vítamín“, c-vítamín og viss önnur efni Við dreri (star- blindu), hafi batnað mikið eða fengið fulla heilsu. Dr. Boris Sokoloff, sem hef- ur notað hið nýja lyf geg.i inflúensu af völdum A-vírus- ar, segir að það stytti lækning- artímann stórum. Fundust árið 1936 Bíóflavonoíðin fundust þegar árið 1936, en það er fyrst nú, að af þeim er fengin svo mikii reynsla, að lækningamáttur þeirra verður ekki dreginn í efa. Eins og áður segir er hana aðallega fólgin í þvi, að þaa styrkja háræðaveggina. Vírusar grafa sig inn í hár- æðaveggi bólgusjúklinga. Þeir eru veikbyggðir fyrir og springa því og efni úr blóðina berást þannig inn í vefina sem umhverfis eru. Það er þetta sem veldur bólgunni. Bíóflavonoíðin styrkja hár- æðaveggina og vinna því á móti þólgusjúkdómunum við upptök þeirra. Tveir fangaverðir í Austurríkc voru á dögunum dæmdir í hegningarvinnu fyrir að gera steininn sem þeir stjórnuðu —• þar sem bæði sátu karlar og konur — að stofnun sem engu líkist meira en káta fangelsimx í Strauss-óperettunni Leðurblök- unni. Fangar sem látnir voru lausir flýttur sér sem mest þeir máttu að gera eitthvað af ser til þess að komast aftur í dýrð- ina. Fangaverðirnir leyfðu föngura sínum að koma og fara eins og þeim sýndist og hafa með sér kræsingar og vín í klefana. Karlar og konur héldu stórfeng- legar veizlur saman. Fanga- hljómsveit lék fyrir dansi og auð- vitað voru fangaverðirnir heið- ursgestir. Körlum og kónum var leyft a& gægjast inn um skráargatið i baðherberginri þégar einhver aS hinu kyninu var í baði. Elskenc- ur áttu víst griðland í kjallar- anum og á háaloftinu í fangeir- inu. Skipskaðar í Geaixa- höfn vegna óveðurs 4000 lesta særukt skip sökk, bandarískt olíuskip valt á hliðina Miklir skipaskaðar urðu í höfninni i Genúa í ofsaroki, sem skall skyndilega á í gærkvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.