Þjóðviljinn - 01.03.1955, Page 7
Þriðjudagur 1. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Auðlindir Islands
og lífskjjör þjóðarinnar
Ég álit, að sú tillaga, sem
Hermann Jónasson hefur lagt
hér fram og félagar hans, sé
mjög merkileg og beri Alþingi
að taka vel undir hana og
beri frekar að bæta við hana
og auka verkefni þeirrar
nefndar, sem hann leggur til,
að komið sé á laggirnar.
-jfc- Skipulagsnefnd
atvinnumála
Það er rétt, eins og Her-
mann Jónasson ræddi um, að
það er ekki í fyrsta skipti,
sem lagt er til að skipa slíka
nefnd hér hjá okkur. Fyrsta
nefndin í þessum efnum, sem
sett var, var skipulagsnefnd
atvinnumála,. eða Rauðka, eins
og hún var nú fyrst kölluð
af andstæðingunum, til háðs,
en tók það upp svo að segja
sem heiðursheiti síðar, á tím-
um Framsóknar- og Alþýðu-
flokksstjórnarinnar 1934-37.
Hún fékkst við mjög merki-
legt viðfangsefni og tóku þátt
í henni margir af mest áber-
andi stjómmálamönnum lands-
ins, og þær hugmyndir, sem
settar voru fram í skýrslu
Rauðku, hafa ekki einu sinni
allar komizt í framkvæmd enn
sem komið er. Skipulagsnefnd
atvinnumála vann undir mjög
erfiðum kringumstæðum, á-
hrifum heimskreppunnar, á-
hrifum þeirrar almennu
kreppu auðvaldsskipulagsins í
veröldinni, og^átti þar að auki
við það að búa, að þeirri
stjórn, sem hafði forgöngu
um að skipa hana, Framsókn-
ar- og Alþýðuflokksstjóm-
inni, voru þegar í upphafi
skapaðar mjög erfiðar kring-
umstæður með því lánsbanni,
sem brezku bankarnir komu
á hér á íslandi, og með þeim
húsífjum, sem brezk verzlun-
aryfirvöld ollu íslendingum
með takmörkuninni á fisksöl-
unni í Englandi þá, þó að
hún væri með öðrum hætti
en nú.
Engu að síður, þá var þar
með gerð fyrsta tilraunin í
þessum efnum.
'jA' Áætlanir og fram-
kvæmdir
Næsta skrefið, sem stigið
var í sambandi við þessi mál,
og sem um munaði, vom þær
ráðstafanir, sem gerðar voru
af nýsköpunarstjórninni og
nýfcyggingarráði. Með þeim
ráðstöfunum, sem þá voru
gerðar, voru í fyrsta skipti
stigin þau spor að búa til al-
veg ákveðnar áætlanir um
þjóðarbúskap íslendinga á
vissum sviðum og láta ekki
aðeins við þær áætlanir sitja
heldur líka framkvæma þær.
Þá vom gerðar ráðstafanir til
að auka togaraflota íslend-
inga með áætlunum sem gerð-
ar voru, og þær áætlanir vom
líka að mjög miklu leyti fram-
kvæmdar. Þá vom gerðar á-
ætlanir um að auka stórum
vélbátaflota Islendinga, og
þær áætlanir vom fram-
kvæmdar. Þá voru gerðar á-
ætlanir um að auka vemlega
afköst hraðfrystihúsanna á
íslandi og að byggja ný fisk-
iðjuver, og þær áætlanir voru
framkvæm'dar. Og það vom
geroar samþykktir um að vél-
væða miklu betur en verið
hafði íslenzka iðnaðinn, ekki
sízt járniðnaðinn, og þær á-
ætlanir voru framkvæmdar.
Og það var gerð áætlun um
flutningaskipaflotannn ís-
lenzka, sem þá þótti allstór-
fengleg, þegar hún var gerð,
og var framkvæmd meira en
100%.
M.ö.o: Það voru gerðar á-
ætlanir og það vom gerðar
ráðstafanir til að framkvæma
hluti, sein atvinnuiíf Islands
byggist á í dag. Þó að sú
nefnd, nýbyggingarráð, sem
þá starfaði, hafi aðeins starf-
að í um 2 ár, og sú stjórn,
sem stjórnaði þessum fram-
kvæmdum, hafi aðeins setið
að völdum í 2 ár, þá er það
samt svo, að grundvöllurinn
að framleiðslulífi Islands,
hvað snertir sjávarútveginn
og iðnaðinn, er að allmiklu
leyti þeirra verk, og ég býst
við, ef það væri farið ná-
kvæmlega út í að reikna það
viðvíkjandi sjávariiH-eginum,
að 90% byggist á því, sem
þá var ákveðið og framkvæmt.
^ Sumir vildu bíða
tvö ár
Það voru að ýmsu leyti góð-
ar aðstæður til þess að fram-
kvæma þetta. Það var sá mun-
ur, að sú stjóm, sem þá sat
að völdum, hafði viljann til
þess að vinna að þessu, og sá,
að ef það átti að undirbyggja
þjóðfélagslegar umbætur á ís-
landi, þá varð að byrja á því
að auka framleiðslutækin og
þar með afköst landsmanna,
og hún hafði yfir nokkru fé
að ráða, sem fékkst notað í
þessu augnamiði, og hún opn-
aði markaði fyrir þeim af-
urðum, sem átti að framleiða
með þeim framleiðslutækjum,
sem verið var að kaupa og
sýndi fram á, að það væri
hægt að skapa markaði fyrir
allt það, sem ísland gæti
framleitt.
Sú ríkisstjórn og það ný-
byggiugarráð, sem þá hafði
með þessa hluti að gera, tóku
þá ákvörðun að ráðast í tog-
arakaupin, þegar allir brezk-
ir útgerðarmenn og allir ís-
lenzkir útgerðarmenn, eða svo
að segja allir, voru á þeirri
skoðun, að það væri ekki rétt
að kaupa togara til íslands,
og viidu bíða I hálft annað
til tvö ár eftir slíku. Þá hafði
íslenzk stjórn og íslenzknefnd
þá fyrirhyggju að sjá um að
gera þessa hluti og gera þá í
tíina.
^ Annað upp á ten-
ingnum
Eftir að nýbyggingarráð
var lagt niður og nýsköpun-
arstjórnin hafði farið frá, kom
það mjög greinilega í ljós, að
hjá þeim aðilum, sem á árinu
1947 tóku að skipta sér af
íslenzkum stjórnmálum, var
ekki vilji til þess að auka
sjávarútveg Islendinga. Við
urðum þá varir við það, að
Ameríkanarnir og þeirra full-
trúar hér á Islandi lögðust á
móti aukningu sjávarútvegs-
ins. Það kom greinilega í ljós
m.a. af því, að sá maður, sem
nú um skeið hefur verið
ráðunautur þeirra ríkisstjórna,
sem undanfarin ár hafa setið
að völdum, um íslenzkt at-
vinnulíf, Benjamín Eiriksson,
lagði fram tillögur um fram-
leiðslulífið hér á íslandi, sem
fólu það í sér, að hefðu slík-
ar tillögur verið gildandi 1944
og 1945, þá hefði þótt fásinna
að ráðast í það að kaupa tog-
araflotann íslenzka. Og það
sýndi sig, að þessi afstaða
hans var afstaða húsbænd-
anna, þegar það kom í ljós, að
Marshallstofnunin ameríska
neitaði þeirri ríkisstjórn, sem
sat að völdum 1947-48, um
lán út á þá 10 togara, sem
hún tók ákvörðun um að
kaupa til viðbótar við ný-
sköpunartogarana. Sú ríkis-
stjórn varð að taka lán í
Bretlandi fyrir 10 togurum,
sem keyptir voru til viðbótar,
vegna þess að Marshalllánið
fékkst ekki. Það liafði sem sé
komið í ljós, að hjá þeim
amerísku máttarvöldum var
andstaða gegn þessari miklu
aukningu á íslenzka sjávarút-
veginum, sem tekin hafði ver-
ið ákvörðun um.
^ Fjárhagsráð —
áætlunarbúskapur
1947, þegar breytt var um
stefnu í þessum efnum, var
sett nýtt ráð á laggirnar,
fjárhagsráð. Þá fóru fram
umræður hér á Alþingi um
hvert verkefni þessa ráðs
skyldi vera, og það stóð í 2.
grein þeirra laga sem þá voru
samþykkt, að þetta ráð skyldi
undirbúa áætlunarbúskap hér
á Islandi, þó að hins vegar
væri vitað, að innan þáver-
andi stjórnarherbúða væri
engan veginn samkomulag um
slíkt.
Ég vil aðeins minna á það
í dag, að gefnu tilefni úr
ræðu Hermanns Jónassonar,
þar sem hann kom inn á, að
miklar umbætur þyrftu lang-
an undirbúning og góðan, að
það var tækifæri þá, 1947, til
að gera þann undirbúning.
Við umræðurnar um lagafrum
varp þáverandi ríkisstjórnar
um fjárhagsráð, lagði ég fram
tillögur í neðrideild um hvert
hlutverk þess ráðs skyldi vera
þar sem því var beinlínis fal-
ið eftirfarandi:
„Höfuðtakmark ráðsins skal
vera að tryggja sem full-
komnasta hagnýtingu auð-
linda, framleiðslutækja, vinnu-
afls og fjármagns þjóðarinn-
ar á grundvelli beztu rann-
sókna á þessum sviðum, sem
hægt er að gera á hverjum
tíma“. Síðan lagði ég til að
fjárhagsráð skyldi ljúka við
að framkvæma þá áætlun,
sem nýbyggingarráð hafði
gert um aukningu sjávarút-
vegsins fram til 1950 og hafa
lokið nýsköpun sjávarútvegs-
ins á þeim tíma með stofnun
allmarga fiskiðjuverka, auk
þess sem þyrfti að koma upp
togurum og vélbátum, og síð-
an lagði ég til, að á tímabil-
inu 1950—1955 skyldi haf-
izt handa um stóriðju á Is-
landi.
Að koma upp stór-
iðju
Tillögur mínar, sem voru
við 5. grein í þáverandi lög-
um, hljóðuðu á þessa leið með
leyfi hæstv. forseta:
„Fjárhagsráð skal undirbúa
sem eitt aðalverkefni sitt upp-
komu stóriðju í landinu á
grundvelli ódýrrar raforku,
og skal því leggja höfuðá-
herzlu á að láta fram fara
nauðsynlegar undirbúnings-
rannsóknir og tilraunir til
þess að hægt verði á tímabil-
inu 1950-55 að reisa slík raf-
orkuver, er geti framleitt ork-
una ódýrast og svo mikla, að
hún nægi til sköpunar stór-
iðju hér sem til reksturs vél-
rekins landbúnaðar og fisk-
iðju. Skal hvort tveggja at-
huga til hlítar að reisa stærstu
vatnsvirk.iunarstöð, er völ sé
á með tilliti til framleiðslu
mikillar, ódýrrar orku sem og
að hagnýta gufuhverina og
jarðhitann í framleiðsluþarfir.
Sérstaklega ber fjárhagsráði
að sjá um, að viðkomandi
ríkisstofnun láti rannsaka til
fulls virkjunarskilyrði við
Urriðafoss i Þjórsá.
Þá skal ráðið annast rann-
sóknir á því, hverjum grein-
um stóriðju sé vænlegast að
koma hér upp bæði til fram-
leiðslu fyrir innlendan mark-
að, svo sem áburðarverk-
smiðju og til útflutnings, og
skuli í því sambandi einnig
rannsakaðir möguleikar til
innflutnings hráefna til þess
að vinna úr slíku hér svo og
til vinnslu hvers konar efna
úr sjó“. Síðan hélt tillagan
áfram um eflingu innlends
iðnaðar.
^ Þær voru nefndar
skýjaborgir
Það voru útvarpsumræður
um þetta mál, þegar það kom
fyrir þá, og það var lagzt
mjög mikið á móti öllum þeim
hugmyndum, sem ég var þá
með um stóriðjuna, og þóttu
skýjaborgir. Ég lield hins
vegar, að hefði þá verið byrj-
að að vinna að því af fullum
krafti að undirbúa og fram-
kvæma rannsóknir á grund-
velli stóriðju hér á íslandi, þá
hefðum við getað verið komn-
ir Iengra lieldur en við erum
nú í dag, þegar Hermann Jón-
asson og félagar hans verða
nú að leggja fram tillögu
að nýju um nýja nefnd til
þess að taka þessi mál til at-
hugunar. Og þegar þessi til-
laga nú kemur fram til að
bæta úr þörf, sem hefur ver-
ið vanrækt að bæta úr á und-
anförnum árum, þá skulum
við gera okkur það ljóst, að
á undanförnum 7 árum hafa
ríkisstjórnir íslands haft
margfalt meira fé úr að spila,
bæði af gjafafé og öðru, held-
ur en því, sem nýsköpunar-
stjórnin Iiafði úr að spila á
sínum tíma. Og samt hefur
það fé, sem á þessum 6-7 ár-
um hefur verið til ráðstöfun-
ar fyrir ríkisstjórnir Islands
ekki verið notað til að auka
að neinum verulegum mun
framleiðslutækin á Islandi eða
grundvöll atvinnulífs okkar.
Við verðum að muna eftir því,
að þó raforkuvér okkar fvið
Sog og Laxá séu góð þá eru
þau fyrst og fremst hlutur,
sem eykur svo að segja okk-
ar lífsnautn, en sem skapar
okkur ekki í stórum stíl þær
afurðir, sem við getum flutt
út úr landinu og tekið inn
stórfé fyrir.
'jAr Sjávarútvegurinn er
undirstaðan
Við verðum að muna það,
þrátt fyrir alla okkar drauma
um stóriðju á næstunni, að
í dag er sjávarútvcguriim enn-
þá sá grundvöllur, sem gefur
Islendingum mest í aðra hönd
vegna þess að með því að
beita okkar vinnuafli við sjáv-
Framhald á 10. síðu.
Er þingsálykfunartiHaga Hermanns Jénasson-
ar o. f!. um afhuganir á sfofnun nýrra afvinnu-
greina kom fil umræðu á Aiþingi í fyrri vikur
fiutfs Einar Oigeirsson ianga og merka ræðu
um filiöguna; fer hér á effir meirihiufi hennar.