Þjóðviljinn - 01.03.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.03.1955, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 1. marz 1955 Auðlindir og lífskjör Framhald af 7. síðu. arútveg, þá. .• afkastar liver hönd meiru heldur en með því að beita henni við nokk- nrn skapaðan hlut annan, að stóriðju ekki undantekinni, að minnsta kosti þegar um tog- arana er að rseða. Við verðum þess vegna að gera okkur það Ijóst, ef við ætlum að bæta okkar þjóðarhag, leggja raun- hæfan grundvöll að bættum lífskjörum í landinu, þá verð- um við í öllum slíkum áætl- unum að reikna með mikilli aukningu sjávarútvegsins. Allar okkar ágætu áætlan- ir og fyrirætlanir og fram- kvæmdir viðvíkjandi raforku- verum, áburðarverksmiðju, sementsverksmiðju og öllu slíku, þetta yrði yfirbygging, sem jafnvel gæti sligað okk- ur, ef við héldum áfram að vanrækja að treysta þann grundvöll, sem þetta allt sam- an byggist á, sjávarútveginn, sem framleiðir 95% af öllura útflutningsverðmætum lands- manna og skapar þar með gjaldeyrinn fyrir flest það, sem við þurfum að flytja inn í landið. ^ Að móta nýja stefnu Og ég held, að það sé ákaf- lega nauðsynlegt, þegar við nú af gefnu tilefni ræðum um stefnu okkar viðvíkjandi atvinnulífinu og aukningu þess í framtíðinni, að við ger- um okkur það ljóst, að aukn- Lng framleiðslugrundvallar ís- lenzka þjóðfélagsins hefur verið vanrækt á undanförnum 6-7 árum og fyrsta, stóra verkefnið, sem liggur fyrir þeim aðilum, sem eiga að móta stefnuna á næstunni, það er að sjá til þess, að það verði bætt úr þessari van- rækslu, að sjávarútvegur okk- ar, landbúnaður okkar verði stóraukinn jafnliliða því scm við undirbyggjum iðnað okkar og við leggjum grund- völl að komandi stóriðju. Við skulum muna það, að það hef- ur enginn nýr togari verið keyptur frá þvi 1948 og vél- bátaflotinn hefur máski stað- ið í stað. Bátasmíði innan- lands hefur að miklu leyti lagzt niður um nokkur ár, þó vonandi sé að verið sé nú að byrja aftur. Þetta eru, þrátt fyrir mjög miklar og ánægjulegar fram- farir í landbúnaði okkar og iðnaði, ákaflega alvarlegar staðreyndir. Við þurfum þess vegna nú hér á Alþingi að móta hvaða stefnu eigi að taka um at- vinnulíf Islands á næstunni. Við þurfum að gera okkur grein fyrir, hvað við leggjum fyrir þær stofnanir og þá sér- fræðinga, sem eiga að annast um gerð áætlana okkar og framkvæma stefnuna í ein- stökum atriðum. Við þurfum að gera okkur fulla grein fyr- ir, hvað við ætlum að leggja fyrir þá. ^ Við eruin sjöíalt hærri Sjávarútvegurinn er sem stendur mesti auðgjafi okkar. Eins og oft hefur verið tekið fram, en ég held, að það verði aldrei tekið of oft fram, þá eru afköst hvers íslenzks sjó- manns sjöfalt meiri heldur en sjómannsins hjá þeirri þjóð, sem næst kemur okkur í ver- öldinni. Við þurfum hér ekki að miða við fólksfjölda að tiltölu eins og við stundum erum að gera og stundum er gert gys að okkur fyrir, við tölum hér aðeins um fjölda sjómanna. íslendingar standa fremst allra þjóða í veröld- inn, hvað snertir fiskafla á hvern sjómann, sem veiðar stundar. Nemur meðaltalið um 70 tonnum á hvern sjómann. Næsta ríkið, sem ég býst við sé Noregur, er með 10 tonn. Við erum þarna sjöfalt hærri, og á hverju byggist þetta? Þetta byggist á því, að af þeim milli 4-6000, venjulega svona um 5000 manns, sem vinna á íslenzka fiskiskipa- flotanum, þá vinna 1200 manns á togurunum. Og þeir 1200 menn framleiðá helm- inginn af fiskafla okkar eða einhvers staðar frá 150 tonn- um upp í 240 tonn á hvern sjómann, og það er það, sem gerir gæfumuninn í þessum efnum. Það er'það, sem skap- ar þessa gífurlegu yfirburði okkar. Það eru góðu fiski- miðin okkar, stórvirku tæk- in okkar og duglegu sjómenn- irnir okkar. En þetta þýðir um leið, vegna þess að vinn- an er uppspretta auðsins í þessum efnum, að við verðum fyrst og fremst að einbeita okkur að þeim greinum, þar sem vinnan og vinnuaflið gef- ur mest í aðra hönd, því að með því leggjum við beztan grundvöll að auðæfum þjóðar- innar í heild. Þess vegna verð- um við að auka togaraflotann. Dvalarheimili aldraðra sjómanna Minningarspjöld fást hjá: Happdrætti D.A.S. Austur- stræti 1, sími 7757 — Veiðar- færaverzlunin Verðandi, sími 3786 — Sjómannafélag Reykja- víkur, sími 1915 — Jónas Bergman, Háteigsveg 52, sími 4784 — Tóbaksbúðin Boston, Laugaveg 8, sími 3383 — Bókaverzlunin Fróði, Leifs- gata 4 — Verzlunin Lauga- teigur, Laugateig 24, sími 81666 — Ólafur Jóhannsson, Sogabletti 15, sími 3096 — Nesbúðin, Nesveg 39 — Guðm. Andrésson gullsm., Laugaveg 50 sími 3769 Bókaverzlun V. Long, 9288. —----------—• tun mecúö si&uumoaraiiðaii Miimingar- kortin eru til sölu í skrifstofu Sós- íalistaflokksins, Þórsgötu 1; afgr. Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustig 21 og í Bókaverzlun Þor- valdar Bjarnasonar í Hafn- arfirði Kuup ■ Sala ■ >" Kaupum kopar og eir Málmiðjan, Þverholti 15. Mun’ð kalda borðið að Röðli. — RöðulL Nýbakaðar kökur með nýlöguðu kaffi. — Röðulsbar. Kvensilfur smíðað, gyllt og gert við. Trú- iofunarhringar smíðaðir eftir pöntun. — Þorsteinn Finn- bjarnarson, gullsmiður, Njáls- götu 48 (horni Vitastígs og Njálsgötu). Fyrst til okkar Húsgagnaverzlunin Þórsgötu 1 Munið Kaffisöluna Hafnarstræti 16. 0 tvarpsviðgerðir Radió, Veltusundi 1. Sími 80300. Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun og fasteignasala, Vonarstræti 12, sími 5999 og 80065. Sendibílastöðin h.f. Ingólfsstræti 11. — Sími 5113. Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi- daga frá kl. 9.00-20.00. Saumavélaviðgerðir Skrifstofuvélaviðgerðir Sylgja. Laufásveg 19, sími 2656. Heimasími: 82035. Sendibílastöðin Þröstur h.f. Sími 81148 1395 Nýja sendibílastöðin Sími 1395 Lj ósmyndastof a Viðgerðir á rafmagnsmótorum og heimilistækjum. Raftækjavinnustofan Skinfaxi (Klapparstíg 30. — Sími 6484. Og það er hrópað á okkur alls staðar utan af landinu að fá fleiri togara. Við þurfum að auka fiskiðjuverin, við þurfum að byggja okkur báta og það í stórum stíl hér inn- anlands. Við þurfum að færa út landhelgina og við þurf- um að tryggja þannig aðbún- að, að þeim mönnum, sem á sjónum vinna, að íslenzkir menn sækist eftir því að vera á togurunum og vélbátunum og að íslenzkur maður skipi þar hvert rúm. Það þýðir, að það þarf að verða eftirsókn- arverðara að vera togarasjó- maður heldur en t.d. heildsali í Reykjavík. Við stöndum líka við byrj- un þróunarinnar í landbúnaði okkar, sem áreiðanlega á eft- ir að taka stórfelldum stakka- skiptum við þá vélbyltingu, sem í honum er hafin. Við verðum varir við það sama í landbúnaðinum eins og í sjáv- arútveginum, að fólkið flýr frá honum, og við þurfum að skapa þann breytta aðbún- að þar, að því fólki sem þar vinnur, að menn sældst eftir því að vera þar. Það þýðir, að við þurfum að bæta að- stöðu þeirra manna, sem í þessum atvinnugreinum eru. ^ Það er hreint verzlunaratriði Síðast en ekki sízt: við vit- um að í fossum okkar og hverum, æins og svo mikið er nú farið að tala um, eigum við gífurlegar auðsuppsprett- ur, sem við þurfum að koma okkur niður á hvernig við ættum að nota, tæknilega, eins og Hermann Jónasson kom nú reyndar inn á, en sem við líka þurfum að koma okk- ur niður á, hvemig við ætl- um að hagnýta þjóðhags- og þjóðfélagslega. Ég vil segja það strax sem mína skoðun: ég álít að það geti verið allt i lagi fyrir okkur — og jafn- vel ágætt — að taka útlend lán tíl þess að virkja sjálfir fossa okkar og koma upp stóriðju við þá, ef við getum fengið slík lán, í fyrsta lagi með , sæmilegum vöxtum, án þess að vextímir séu slíkir að starf íslenzkra manna við þessa stóriðju verði þrældóm- ur fyrir erlent bankaauðvald, og í öðru lagi, ef við getum fengið slík lán án þess að þurfa að ganga inn á nokkur pólitísk skilyrði í sambandi við þau, sem sé að það sé hreint verzlunaratriði fyrir okkur að taka þau. Hitt vil ég taka fram, að ég álít betra að við bíðum með fossa okk- ar og þær auðlindir, sem í þeim eru, og ef við reynumst ekki menn tíl þess sjálfir að hagnýta þá, þá eftirlátum við þá börnum okkar, heldur en við förum að selja þá erlend- um félögum á Ieigu. Því að hættar í því sambandi er sú, að þau eriendu félög, sem slíka fossa tækju á leigu eða orku þeirra, sölsuðu undir sig fólk og Frón, tækju mennina og landið á leigu líka, með þeim áhrifum sem peningarn- ir, sérstaklega mildð fjár- magn, hefur í okkar þjóðfé- lagi nú á tímum. Við þurfum að taka ákvarðanir um, hvað við ætlum að gera í þessum efnum, en svo miklar auð- lindir á íslandi eru enn þá ónotaðar í sjó sínum og mold, að við getum með skynsam- legri hagnýtingu á þeim auð- lindum gefið öllum landsins börnum góð lífskjör, án þess að þurfa að seilast til þess að stofna framtíðaryfirráðum okkar yfir auðlindum foss- anna og hverapna í voða með því að gefa útlendum auðfé- lögum að einhverju leyti tök á þeim. — Síðan lagði Einar fram eftirfarandi breytingar- tillögox við tillögu Hermanns: Áætlanir um þróun atvinnulíísins „Alþingi ályktar að kjósa sjö manna milliþinganefnd. — Verkefni nefndarinnar skal vera að rannsaka og gera til- lögur um hversu auka skuli núverandi atvinnuvegi lands- ins að mannafla og fram- leiðslu, sem og hverjar nýjar atvinnugreinar skuli skapa til framleiðslu- og atvinnuaukn- ingar og hvernig bezt megi hagnýta auðæfi lands og sjáv- ar í þjónustu þjóðarinnar. Skulu tillögur nefndarinnar bæði fjalla um tæknihlið og rekstursfyrirkomulag at- vinnuveganna og ber nefnd- inni einnig að gera áætlanir um þróun atvinnulífsins á næstunni, ef hún álítur það heppilegt. Nefndinni er heimil- að að ráða sérfróða menn til að vinna úr gögnum, sem fyr- ir hendi eru eða að vísinda- legum rannsóknum, eftir því sem hún telur nauðsynlegt vegna starfa sinna. Nefndin skal hafa aðgang að öllum op- inberum stofnunum atvinnu- veganna: Fiskifélagi íslands, Búnaðarfélaginu, Iðnaðarmála- stofnuninni, Hagstofunni og öðrum slíkum, og skulu þær láta henni í té þær upplýsing- ar er þær geta og vinna að þeim verkefnum er hún fel- ur þeim. Nefndin skal kosin á þann hátt að þingflokkarnir fimm tilnefna hver um sig einn mann, en tveir eru kosn- ir með hlutfallskosningu í sameinuðu þingi. Nefndar- kostnaður greiðist úr ríkis- sjóði“. Enski skurðiæknirinn dr. Arnold S. Aldis talar á samkomu í Dómkii-kjunni í kvöld kl. 8.30. Séra Jóhann Hannesson túlkar. Kristinn Hallsson og kvennakór K.F.U.K. syngja. Öllum heimill aðgangur. Kristilegt stúdentafélag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.