Þjóðviljinn - 04.03.1955, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 04.03.1955, Qupperneq 5
Föstudaf.ur 4. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Bílí láfinn hr Vm daginn efndi Större Fœrdselssikkerhed, dönsk sam- tök sem berjast fyrir meira öryggi í umferðinni, til ný- stárlegrar sýningar í Kaupmannahöfn. Bíl var lyft upp í 25 metra hæð og hann látinn detta niður á steypu- plötu. Þetta fall svarar til þesa að bíl sé ekið með 80 km hraða á vegg. Myndirnar hér að neðan voru teknar rétt áður en og um leið og bíllinn kom til jarðar. Á- neðstu myndinni sést, hvernig hann tætist í sundur. vera uppspuni frá réfum Brezka landvam&ráðaneytið st&ðið að stórlygum um meðferð stríðsfanga í Kóreu Komið hefur í ljós aö bæklingur sem brezka landvama- ráöuneytiö gaf út í síðustu viku um illa meöferö á brezk- um stríösföngum í Kóreu er uppspuni frá rótum. Brezku sorpblöðin, svö sem Daily Mail, gleyptu við bæklingnum og gerðu mikið veður af honum daginn eftir að hann kom út. En þegar hin ábyrgari blöð tóku að grafast fyrir um heimildir fyrir því sem í bæklingnum seg- ir gripu þau í tómt. Það sýndi sig að hinar átakanlegu sögur um hverskonar pyndingar á föngunum eru skáldskapur nokk- urra embættismanna í brezka landvarnaráðuneytinu, sem aldrei hafa til Kóreu komið. Engin nöfn. Það sem vakti grunsemdir at- hugulla blaðamanna var að hvergi í bæklingnum er nefnt nafn eins einasta brezks fanga í Kóreu. Lýst er nákvæmlega að I einn fangi hafi verið sveltur, öðrum misþyrmt o. s. frv. en ekki eitt einasta nafn nefnt. Engin leið var því að hafa upp á fórnarlömbunum og fá nánari fréttir hjá þeim. Fyrirspurnum vísað á bug. Blaðamenn fóru þá til land- varnaráðuneytisins og báðu um nöfn og heimilisföng einhverra af þeim mönnum, sem orðið hefðu að þola pyndingarnar í bílnum var komið fyrir kvikmyndavél og hún látin taka mynd af fallinu. Þótt ótrúlegt kunni að virðast heppnaðist að búa svo vel um vélina að hún var ó- skemmd eftir. Verður því hægt að skeyta myndir af þessum „árekstri“ inn í danska umferðakvikmynd sem verið er að taka. —o— sem lýst er í bæklingi ráðu- neytisins. — Við nefnum engin nöfn. sagði þá embættismaður sá, sem varð fyrir svörum af hálfu ráðuneytisins. — Hvers vegna? spurðu blaða- mennirnir. — Við kærum okkur bara ekk- ert um að nefna nein nöfn. Meira var ekki að hafa hjá ráðuneytinu. Hreinar fjarstæður. Þessar einkennilegu undirtekt- ir vöktu sem vonlegt var grun- semdir um að ráðuneytið hefðt einhverju að leyna um tilkomu pyndingabæklingsins. Við ná- kvæma athugun á honum korn. líka í ljós, að sumar pjmdinga- sögurnar eru svo fáránlegar að skáldskaparmörkin á þeim eni auðsæ. Til dæmis er ein á þá leið, að fangar hafi verið geymd- ir • mánuðum saman í tréstokk- um sem verið hafi 1,5 metrar á lengd, 90 sm á breidd og 60 sm á dýpt. Tilgangurinn Ijós. Þegar fangarnir komu heim til Bretlands frá Kóreu birtusi: viðtöl við hundruð þeirra i brezkum blöðum. Þar kvörtuðu. margir undan misjöfnum aðbún- aði en hvergi var minnzt á pyndingar. Nú þegar hálft ann- að ár er liðið síðan fangarnir komu birtir svo landvarnarráðu- neytið „skýrslu“ sína, sem við nánari athugun reynist tilbún- ingur. Markmiðið er augljóst,. að æsa brezkan almenning gegn Kínverjum, sem höfðu flestalla brezku hermennina í haldi. Ein- mitt um þessar mundir er and- staða brezkrar alþýðu gega stríðsstefnu Bandaríkjastjórnat? gagnvart Kínverjum magnáðrfi en nokru sinni fyrr. Þá tekur landvarnaráðuneyti íhaldsmanna. það til bragðs að koma á fram- færi við blöðin safni af heima- tilbúnum sögum af hryðjuverk- um Kínverja á brezkum föng- um. Vinnubrögðin eru nákvæm- lega þau sömu og þegar brezku togaraútgerðarmennirnir gérðu, Bob Rivett skipstjóra út og létu hann ljúga því að 50 frétta- mönnum í London að nýja frið- unarlínan við strendur íslands ætti sök á þvi að 40 brezkir sjó- menn drukknuðu. Þessum rógE um íslendinga var komið á frara færi einmitt þegar útgerðar- mennirnir áttu .í vök að verjasti með löndunarbann sitt. - -’ÍM'-ltí Ui ltKilHf* Svona leit bíllinn út eftir fallið. Þetta var Buickbíll frá 1934. Hann styttist um 1.60 metra og allt brotnaði sem brotnað gat. Tveim vaxbrúðum var fest í framsœtið með ólum, þœr héldu en þar sem gólfið fór úr bílnum hefði engin björg verið að þeim ef um menn hefði verið að ræða. Tilgangurinn með sýningunni var að minna alla sem bílum stjórna á, hvílíka ábyrgð þeir bera á eigin lifi og 'annarra. spratur *•» im u n i' itf ttir i n « crc Þegar hið nýkjörna þing' Jamaica kom saman fyrir nokkrum dögum átti undarlegí: sjónarspil sér stað fyrir fram- an þinghúsið. Framhald á 10. síðu«

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.