Þjóðviljinn - 04.03.1955, Síða 7
Föstudagur 4. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Við búum við þingræðis-
stjórnskipulag íslendingar,
sem jafnframt hefur verið
nefnt lýðræðisskipulag. And-
stæðihgar sósialista telja
þetta vera hið fullkomnasta
þjóðfélagsform til eflingar
mannréttindum og almennri
farsæld. Þó finnst hvergi á
jörðinni þingræðisríki er sanni
þessa fullyrðingu. í engu
þingræðislandi liefur böli fá-
tæktarinnar verið útrýmt — í
engu þeirra hnekkt valdi og
kúgun einkaauðvaldsins.
Hér er þó ekki þingræðinu
í sjálfu sér um að kenna,
heldur misbeitingu þess í
höndum ágjarnra auðvalds-
sinna, og í öðru lagi, að al-
þýðan notfærir sér ekki þá
möguleika til lýðræðis, sem
þingræðið raunar veitir henni.
Á meðan þingræðið er á
slíkum villigötum nefna sósí-
alistar skipulagið öðrum þræði
auðvalds- eða arðránsskipu-
lag. Er það vissulega rétt-
nefni, því rangur og spilltur
málstaður verður þar ríkj-
andi vald í krafti fjármagns,
sem rænt er af þeim verð-
mætum, sem vinnandi stéttir
framleiða af gæðum lands og
sjávar; en auðvaldsskipulag-
ið löghelgar þetta rán.
Hagfræðingar auðvaldsins
viðurkenna að þetta þjóðfé-
lagsástand sé siðferðislega
rangt, en telja að ágirndin
í mannseðlinu sé aflgjafi at-
hafna og framfara. Þessi
kenning er sama eðlis og
kenning kirkjunnar þjóna um
auðmýkt gagnvart ranglæt-
inu. Báðar þjóna þær þeim
málstað sem kenndur hefur
verið við djöfulinn.
Alþingi er sá vettvangur
sem skipa skal málefnum þjóð-
arinnar, og það gefur að
skilja á hvem veg það er
gert þegar meirihluti alþing-
ismanna em málsvarar ein-
staklinga og flokka sem
byggja pólitíska og efnahags-
lega velgengni sína á arð-
ráni.
Af ótta við að þjóðin vakni
til skilnings á misbeitingu
þingræðisins og eðli auðvalds-
ins, hafa foringjar auðvalds-
stuðningsmenn þeirra í öðmm
flokkum í gangi volduga á-
róðurskvöm sem eys lygum
og blekkingum útyfir þjóðina.
I heiðarleik sínum tekur
meirihluti þjóðarinnar þennan
áróður fyrir góða og gilda
vöm og neitar að trúa því
að mennimir sem hún trúði
til pólitískra forráða, séu slík
siðferðisleg lítilmenni sem á-
róðurinn þó ber vitni.
Á meðan draugatrú ríkti í
landinu var það gjarnan hátt-
ur þeirra sem draughrædd-
astir vora sjálfir að reyna að
hræða aðra. Þetta hafa hrædd-
ir foringjar auðvaldsins líka
tek'ð sér fyrir hendur. í
sambandi við „varnarmálin“
svonefndu hafa þessir for-
ingjar nú síðast með nýjum
liðskosti: Þjóðvarnarforust-
unni, hrætt þjóðina á Ráð-
stjómarríkjunum og ógnum
sem þaðan mundu stafa, en í
sambandi við innanlandsmálin
á Sósíalistaflokknum og hans
,,austræna“ eðli. Þannig leið-
ir hræddur hræddan, og í-
myndunaraflið kallar fram ó-
skapnaði í ýmsum myndum
eins og títt er þegar hræðsl-
an er ráðandi í mannshugan-
um.
Það sem vekur auðvaldinu
mesta skelfingu er, að sá
stóri hluti þjóðarinnar sem
myndar Sósialistaflokkinn
neitar að láta hræða sig.
Þetta fólk hugsar sjálft og
beitir eigin dómgreind. Það
hefur skilning á því sem hef-
ur gerzt í mannkynssögunni,
því sem er að gerast og mun
gerast. Það er staðráðið í að
leysa af þjóðinni ok óttans
svo að hún megi verða frjáls
og finna þrótt og manndóm
sjálfrar sín. Þessvegna beitir
auðvaldið nú einangrunarpóli-
tík sinni gegn Sósíalista-
flokknum samkvæmt erlendum
fyrirmyndum.
Það sýnir eiginlegan mann-
dóm sósíalista að þeir skyldu
standast þunga þessarar ein-
angrunar og kúgunarherferð-
ar, ekki sízt vegna þess að
fram kom nýr flokkur, Þjóð-
varnarflokkurinn, sem breiddi
út sinn faðm og bað alla að
koma til sín sem þreyttir
Sérstaklega biðlaði hann til
„sakleysingjanna“ sem af
„misskilningi" fylgdu „Mosk-
vuagentunum“ í „Kommún-
istaflokknum“. Kom strax í
ljós að þarna var á ferðinni .
tækifærisflokkur gamall að
eðli og siðferði.
En þegar til kom reyndust
nær allir fyrri kjósendur Sósí-
alistafloksins vera „Moskvu-
kommúnistar" svo að ekki afl-
aði Þjóðvarnarflokkurinn mik-
ið á þeim miðum. Þrátt fyrir
það var tækifærisbrölt Þjóð-
varnarforingjanna óhappaverk
í stjórnmálasögu íslands á ör-
lagatímum, og átti að leiða til
þess að íslenzkir sósíalistar
yrðu ofurseldir kúgun og of-
beldi auðvaldsins.
Sósíalistar hafa nú hafið
sókn á stjórnmálasviðinu og
eru að sprengja af sér ein-
angrunarf jötra auðvaldsliðs-
ins. Alþýðu landsins er nú
líka að verða ljóst að ekki
tekst að mynda róttæka lýð-
ræðisstjórn í landinu án þátt-
töku Sósíalistaflokksins. Sósí-
alistar hafa alltaf síðan á ný-
sköpunarárunum verið reiðu-
búnir til þátttöku í róttækri
umbótastjórn í þágu alls þess
fólks sem eflir alþjóðarhag
með störfum sínum á sviði
atvinnulífs og menningarmála.
En foringjar Framsóknar
og Alþýðuflokksins, sem kenna
sig við alþýðufólk í landinu,
hafa hafnað allri samvinnu
við sósíalista þegar þeir hafa
rétt fram hönd til samstarfs.
Þrátt fyrir það hefur Sósíal-
istaflokkurinn verið knýjandi
afl í þjóðfélaginu sem neytt
hefur auðvaldsliðið til að gefa
að nokkru gaum þörfum al-
mennings. Ef tækist að fjötra
þetta afl mundi margt illt á
eftir fara fyrir alþýðu þessa
lands.
Hvaða fólk er það svo sem
myndar Sósíalistaflokkinn og
er svona „hættulegt“ í þjóð-
félaginu ? Þetta fólk er ó-
breytt starfsfólk til sjávar og
sveita, þá mennta- og lista-
menn og enn það fólk sem
valizt hefur til forystu fyrir
flokkinn. Þetta fólk þekkir fá-
tæktina af eigin-'haun, og hef-
ur við erfið lífskjör unnið að
velferð Islands. Enginn sósí-
alisti hefur nokkru sinni svik-
ið málstað þess.
I vitund og áróðri auðvalds-
ins er þetta fólk svona hættu-
legt vegna þess að það með
stjórnmálasamtökum sínum,
Sósíalistaflokknum, stefnir að
afnámi arðráns og spillingar,
sem dæmir fólk til fátæktar
og óhamingju á tímum sem
bjóða öll ytri skilyrði til al-
mennrar hagsældar. Og því er
brigzlað um landráð af því
að það neitar að taka þátt í
hinu ógeðslega níði um Ráð-
stjómarríkin, en hefur hins-
vegar trú á, að þar sé verið
að byggja upp fullkomnari
þjóðfélög en þekkjast meðal
þingræðisþjóðfélaga auðvalds-
ins.
Margsinnis hefur verið skor-
að á auðvaldsliðið að sanna
landráðabrigzl sín á hendur
sósíalistum, en aldrei er orðið
við þeirri áskorun. Aftur á
móti er áróðúrslygakvörnin
látin ganga með fyllstu mögu-
legum afköstum. Er þá áróð-.
urshráefnið að mestu sótt
austur í álfur og birtar það-
an falsaðar myndir. Er allt
íj? iná-í éjálíetæðisflokknum ög-*v værú á‘'„göfiilu-'utflofekunuíöiú iffústur þár undir stjórn
OLGEIR LÚTHERSSON:
VINNANDI
STÍTTIR
ÍSLANDS
verða að snúa bökunt santan
í baráttunni gegn spillingu og arðráni
auðvaldsins
Sirkus í Moskvu
Við íslendingar höfum haft \
lítil og mjög ófullkomin
kynni af því sem fram fer í hringleikaliúsum, en er-
lendis eru þau einhverjir vinsœlustu skemmtistaðir al- \
mennings. Einhver fullkomnasti sirkus heims er í
Moskvu, og þaðan er þessi mynd af nœsta ótrúlegum
loftfimleikum.
kommúnista eitt kvalanna hel-
víti, sem íslenzkir „kommún-
istar“ þó dásama. Þarf þá
ekki lengur vitnannna við um
það hverskonar fólk það er
sem fylgir Sósíalistaflokkn-
um. Jafnvel hinir sárfátæku
Þjóðvamarforingjar leggja
þarna til eldsneyti af litilli
getu en góðum vilja. Innan
um öll ógeðslegheitin er svo
öðm hvoru blandað guðsorði
og má þá segja að hræsnin
og loddaraskapurinn hafi náð
hámarki.
Takið eftir: „-----Og vér
kristnir menn, kirkjan. Vér
vitum. Vér emm þess um-
komnir að kenna heiminum
lög guðsríkisins. Vér kunn-
um Fjallræðuna, kunnum kær-
leiksboðorð kristindómsins,
segjum og skrifum þrátt og
títt: Komið og lærið þessi
lög, breytið eftir þessari
ræðu-------“.
Já, er ekki auðséð að auð-
valdsliðið og Þjóðvamarfor-
ustan kann Fjallræðuna! Því-
líkt hyldýpi óskammfeilni og
hræsni! Á hér vel við niðurlag
ívitnaðrar predikunar: „-----
Guðsríki mun frá yður tekið
verða og gefið þeim, sem bera
ávöxtu þess“.
Gengi auðvaldsins er nú
með vaxandi blóma í landinu
jafnhliða því að hagur al-
mennings þrengist. Er þetta
eðlileg afleiðing af stefnu
þeirra ríkisstjórna sem far-
ið hafa með völd eftir ný-
sköpunarstjómina. Enginn
þurfti að undrast þessa þró-
un Tiefði Sjálfstæðisflokkur-
inn farið einn með völd á
þessu tímabili, því eins og
kunnugt er er hann brjóst-
vöm sérhagsmuna og arðráns
í þjóðfélaginu. En þarna hafa
einnig að verki verið Alþýðu-
flokkurinn og Framsókn. Al-
þýðuflokkurinn lirökklaðist þé
úr stjórn þegar foringjar hans
sáu fram á að hann mundi
ekki lífi halda í þeirri vist.
En framsóknarforingjarnir
hreykja sér enn af broslegu
mikillæti á gullhaug auðvalds-
ins og þykjast ráða sjálfir
hvað þeir njóti unaðssemd-
anna þar lengi. Við sjáum
hvað situr. Trúlega láta kjós-
endur þeirra sig þetta ein-
hverju skipta.
Samvinnuhreyfingin skaufc
rótum meðal fátækra, kúg-
aðra bænda Islands fyrir
meira en heilli öld. Hún var
uppreisn þeirra og sjálfs-
bjargarviðleitni á félagslegum
grundvelli. Þessi hreyfing
varð bændunum heilagt vé;
síðar varð hún lyftistöng
djarfra,' vinstrisinnaðra stjóm-
málamanna á vegum Fram-
sóknarflokksins.
En það gerist mörg harm-
saga í lífinu og ein sú saga
er saga samvinnuhreyfingar-
innar í viðjum Framsóknar-
flokksins á síðustu og verstu
tímum. Nú er henni ekki leng-
ur beitt til sóknar gegn yfir-
stétt og auðvaldi, heldur eru
hinir æðstu „samvinnumenn“
sjálfir orðnir yfirstétt og
auðvald í náinni samvinnu við
hin sömu öfl, sem samvinnu-
hreyfingunni var upphaflega
stefnt gegn.
Núverandi foringjar Fram-
sóknarflokksins, sem lyfzfc
hafa til valda af lotnum herð-
um bænda, virðast nú ekki
eiga annað áhugamál meira
: -Frámh. á 10. síðu.