Þjóðviljinn - 04.03.1955, Side 9

Þjóðviljinn - 04.03.1955, Side 9
I Föstudagur 4. marz 19S5 — ÞJÓÐVILJINN — (9 r 'ÍK ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI FRtMANN UELGASON r _ Sundmot Armanns og Ægis Helga Haialdsdóttir setti airnað met sitt á mótinu — Heigi Sigurðsson bæðti met sitt í 400 m skriðsundi og Sigurður Sigurðsson irá Akranesi setti tvö drengjamet Síðari dagur Síðari dagur Sundmóts Ár- manns og Ægis var ekki síður viðburðaríkur en sá fyrri. Þeg- ar í fyrsta sundinu, 400 m skriðsundi, bætti Helgi Sig- urðsson met sitt um 1.1 sek. og synti á 5.00.3. Östrand keppti nú í ,,sérgrein“ sinni, og synti frá þeim Helga og Ara með jöfnum skriði og eftir 250 m er hann kominn um 15— 18 m á undan þeim en eftir það dró lítið sundur með Helga og Östrand. Helga setur met 100 m skriðsundskeppnin var ákaflega spennandi. Helga hafði þar örugga forustu og var hún ásamt Ingu Árnadótt- ur á undan Birgittu en á síð- ustu 5 m vantaði Ingu örlítið meira úthald og kom 2/10 á eftir Birgittu í mark. Helga bætti met sitt um 7/10 úr sek. og sýnir það vel hve frábær sundkona hún er. Þorsteinn Löve á mettíma í 100 m bringusundi Einhver skemmtilegasta keppni kvöldsins var keppnin í '100 m bringusundi karla og þá fyrst og fremst viðureign Þor- steins Löve við Rolf hinn sænska. Hraðinn er sýnilega mjög mikill í sundinu, þó eru þeir jafnir eftir 25 m og 50 m. Vitað var að bezti tími Rolfs var 1.13.1 svo annaðhvort synti Þorsteinn yfirnáttúrlega eða Rolf var ekki upplagður. Og þetta heldur áfram, þeir eru svo að segja jafnir á 75 m en þá átti Svíinn meira út- hald og kom í mark á tímanum 1.14.0 en Þorsteinn á mettíma Sigurðar Þingeyings 1.15.7. Vel af sér vikið af kringlukastar- anum okkar! Rolf Junefelt synti einnig 50 m flugsund og varð langfyrst- ur eða 5/10 undir íslenzka met- inu. Synti hann með sama sundlagi og Krog frá Noregi gerði í fyrra. (Sporðslag með fótum). Efniíegir utanbæjarmenn Það vekur ekki litla athygli hve glæsilegan þátt utanbæjar- sundmenn eiga í móti þessu. Sérstaklega þó yngri kynslóðin. Sigurður frá Akranesi setur þrjú drengjamet á mótinu og eftir að hafa sett met í 50 m bringusundi fer hann í 100 m bringusund fullorðinna og bæt- ir met sitt frá deginum áður um nærri tvær sek! og tryggir sér þriðja sæti á undan svo góðum sundmönnum sem Magnúsi Guðmundssyni úr Keflavik og Ólafi Guðmunds- syni úr Ármanni. Þá lofa góðu Helgi Hannesson, líka frá Í.A., Ragnar Eðvaldsson K.F.K., Birgir Dagbjartsson úr Hafn- arfirði og Sigurður Friðriksson U.M.F.K. svo nokkur nöfn séu nefnd. Því miður hafa Reykja- víkurfélögin ekki svo stóran hóp efnilegra manna ef dæma skal eftir þessu móti, og er það alvarleg áminning til for- ustumanna sundsins hér og sundfólksins sjálfs að nota að- stöðuna og timann vel. Efni- viður ætti að vera hér ekki síð- ur og kennaraval ekki lakara. Forustumenn sundsins verða svo að finna ástæðuna til þessa ástands. Sundknattleikurinn milli Norður- og Suðurbæjar fór þannig að Norðurbæingar unnu eftir mjög jafnan leik. Þeir Östrand og Junefelt léku hvor með sínu liði. Urslit 400 m skriðsivnd karla Per O. Östrand 4.46.2 Helgi Sigurðsson Ægi 5.00.3 Ari Guðmundsson Ægi 5.08.9 100 m skriðsund kvenna Helga Haraldsdóttir KR 1.13.0 íslandsmeistaramótin í hand- knattleik innanhúss fyrir III. fl. og meistaraflokk standa yfir eins og áður hefur verið getið. Hafa leikar farið þannig: III. flokluir: ÍR — Valur 11:10 Fram — FH 18:4 KR — Þróttur 11:4 Fram — Ánnann 12:9 Meistaraflokkur Valur — KR 26:24 FH — Víkingur (B-deild) 27:23 ÍR — Þróttur 24:20 Fram — Ármann 23:17 Valur — ÍR 19:16 KR — Fram 23:23 Ármann — Þróttur 32:9 Valur — Fram 19:15. Eftir þessa leiki, en mótið er um það bil hálfnað hefur Valur bezta sigurmöguleika. Hafa Valsmenn sigrað bæði KR og Fram sem eru með sterkustu liðunum. Þó vel hafi gengið fyr- ir Val fellur liðið ekki vel sam- an. En það á sterka einstak- linga og góðar skyttur. ÍR-liðið fellur vel saman er sýnilega 1 æfingu. Er það fram- tíðarlið með unga menn fulla af áhuga. Leikur þess við Val sýndi að það eru töggur í pilt- um þessum og mátti þar ekki miklu muna. Sveit KR er lakari en í fyrra. Svipar að sumu leyti til Vals, sterkir einstaklingar, sem þó eru seinir að komast í gang. Virðast þeir ekki í æfingu, og er sama um marga aðra að segja. Fram er í framför. Teflir nú fram nýjum mönnum, sem styrkja liðið en þa(5 leikur nú létt og oft með goðum sam- leik. Birgitta Ljunggren Svíþj. 1.15.7 Inga Árnadóttir U.M.F.K. 1.15.9 50 m baksund karla Jón Helgason Í.A. 33.3 Gylfi Guðmundsson Í.R. 33.8 Guðjón Þórarinsson Á. 35.5 100 m bringusund karla Rolf Junefelt Sviþjóð 1.14.0 Þorsteinn Löve KR 1.15.7 Sigurður Sigurðsson ÍA 1.18.5 50 m flugsund karla Rolf Junefelt 32.1 Pétur Kristjánson Á. 33.1 Þorsteinn Löve 35.5 UNGLINGASUND 50 m bringusund drengja Sigurður Sigurðsson ÍA 35.2 Ágúst Þorsteinsson Á 37.4 50 in skriðsund drengja Helgi Hannesson ÍA 29.5 Ragnar Eðvaldsson KFK 31.3 Þorfinnur Egilsson UMFK 32.8 Þróttur er lakari en í fyrra, leikur liðsins er of einhæfur og snýst of mikið um einn mann, Guðmund Axelsson, en þetta á að vera flokksleikur fyrst og fremst. Lið Ármanns er ennfremur sundurlaust og snýst fullmikið um Karl Jóhannsson, sem er rangt, þó Karl sé góður. Víkingsliðið er nokkuð í mol- um sem ekki er óeðlilegt þar sem tveir af beztu leikmönn- um þess hafa farið í önnur fé- lög. Eru það þeir Ásgeir Magn- ússon sem fór í Val og Reynir Þórðarson sem gekk í KR og eru þegar byrjaðir að keppa þar. Víkingsliðið vann sem kunn- ugt er Hraðkeppnismótið í haust, og virðist því óeðlilegt að þeir skuli yfirgefa flokkinn, þegar svona vel gengur. Sé það flótti frá félagslegum erfiðleik- um í Víkingi, eru það ekki karl- mannleg viðbrögð. Fyrri hluti leiks Vikings var góður og sýndu þeir þá undra góð til- þrif, en eins og oft áður vantaði þá jafnvægi er á leið og töpuðu á því. Lið FH er skipað sterkum einstaklingum, þeir eru hraðir og ákafir en vantar meiri hugs- un í leik sinn. Þetta er vissu- lega framtíðarlið svo ungir sem þeir eru. Í kvöld fara þessir leikir fram: HI. fl. Þróttur — ÍR. Meistarafl. ÍR — Ármann og Valur — Þróttur. Leikur ÍR og Ármanns ætti að geta orðið skemmtilegur og jafn eftir leikjum þessara fé- laga í mótinu áður að dæma. IlaiftdknattleiksmeistaramóÉ- ið heldur álram i kvöld Gunnar M. Magnitss: Börnm frá Víðigerði Fyrir lækninguna ætlaði hann að ’taka tíundu hverja kind og biðja bændurna að geyma hana fyrir sig, meðan hann væri á ferðalaginu. En þegar hann væri búinn að fá 300 kindur, ætlaði! hann að smala saman öllu fénu og flytja það hingað. Svo ætlaði hann að kaupa allar þessar flatir og þessi holt, og á meðan hann væri í ferðalaginu ætlaði hann að láta danskan mann ganga um holt- in með fræ 1 poka og láta dreifa því og sá um öll holtin, svo að þarna yrði 'tún, þegar hann kaemi með fjárhópinn. Því næst ætlaði hann að safna saman öllu grjótinu, bæði stórum og smáum steinum úr holt- unum og byggja stóran grjótgarð kringum allt' landið, sem hann ætti. Geiri sagði, að það gæti líka vel verið, að hann byggði þarna kindalækningaskóla. En Stjáni langi hélt, að það væri ekki vist, að svona margar kindur yrðu veikar og ekkert víst, að bændur vildu borga með kindum, nema þá Orðsending Gunnars Benediktssonar oft hefur verið þörf mann- dóms og æðruleysis í menn- ingarforustu okkar, en nú er nauðsyn. Það kemur reyndar upp úr kafinu í orðsendingu þinni til Jóhannesar, að ástæðan fyr- ir þögn þinni eru ekki annir einar. „Ég nennti ekki að svara Gunnari þá“, segir þú. Þá minnist maður þess, að um daginn telur Þjóðviljinn ykkur ungu listamennina, sem Æskulýðsfylkingin kynnti á sunnudaginn, „boðbera nýrra viðhorfa, með svipuðum hætti og Þórbei'gur í Bréfi til Láru fyrir meira en 30 árum“. Mér þykir mjög átakanlegt, að Þjóðviljinn skyldi láta þetta frá sér fara, því að með því er verið að blekkja fólkið um menningarsögulegan stórvið- burð. Með ykkur og höfund- inum að Bréfi til Láru er enga hliðstæðu að finna, nema ef segja mætti, að þið væruð að innleiða nýtt tjáningar- form, sem ég tel þó næsta hæpið nema að mjög tak- mörkuðu leyti, en það verður ekki nánar rætt í þessum línum. En svo mikilli stílbylt- ingu sem Bréf til Láru var upphaf að, þá gætti enn meir í því bréfi hinnar hugmynda- legu byltingar, sem bréfið var þrungið af, og bersögl- innar og hinnar ljósu og nöktu framsetningar og kraftsins og eldmóðsins, sem hinir römmustu íhaldshausar gátu ekki einu sinni látið sem vind um eyrun þjóta. En þótt ég telji það hina mestu fjarstæðu að jafna áhrifum ykkar nú við áhrifin af Bréfi til Láru, þá er það einlæg ósk mín ykkur til handa, og af heilum hug ræð ég ykkur til að taka hann til fyrirmyndar um ákveðin atriði. Þegar ráð- izt var að Bréfi til Láru eða öðrum ritum hans, þá sagði hann aldrei, að hann nennti ekki að svara. Hann svaraði, og með svörum sínum skóp hann ný listaverk. Eldvígsl- an og Opið bréf til séra Árna Sigurðssonar voru svör við gagnrýni, sem bók hans sætti. Gagnrýnina gerði hann að til- efni til að koma nýjum hug- myndum á framfæri. Þannig ætþi hverjum.. ungum hug-. sjónamanni að vera farið. Hann á að taka því fegins hendi, ef gagnrýni gefur hon- um nýtt tilefni til að koma boðskap sínum á framfæri, og þá frá nýrri hlið í nýju ljósi. Fátt er vænlegra til að halda hlutunum í hreyfingu, en það er þó heitasta ósk allra á- hugamanna um menningar- mál. — Gunnar líenediktsson. ★ Athugasemd í ofanritaðri grein birtir Gunnar Benediktsson hluta úr setningu í frétt hér í blaðinu fyrir nokkru. Setningin er þannig öll: „Eru þeir á ýms- an hátt boðberar nýrra við- horfa, með svipuðum hætti og Þórbergur í Bréfi til Láru fyrir meira en 30 árum — og hafa enda vakið nokkurn gust í kringum sig, þótt ekki verði jafnað við storm Þórbergs“ (feitletraður er hlutinn sem Gunnar birtir). Þykir Gunnari mjög átakanlegt að Þjóðvilj- inn skyldi láta þetta frá sér fara; og mætti það kannski til sanns vegar færa, ef hann hefur aðeins séð hinn feit- letraða hluta setningarinnar — og þar að auki sennilega misskilið hann. Ég, sem skrif- aði fréttina, átti aðeins við það að þeir fulltrúar yngri skáldakynslóðar sem um var rætt væru „á ýmsan hátt“ boð- berar nýrra viðhorfa með svipuðum hætti og Þórbergur var boðberi nýrra viðhor.fa á sínum tíma. í þessum orð- um fólst enginn samjöfnuður af neinu tagi, annar en sá að báðir væru boðberar nýrra viðhorfa. Og mér kæmi ekki til hugar að setja verk nokk- urs ungs höfundar um þessar mundir á bekk með Bréfi til Láru. En hafi ég tekið klaufa- lega til orða, eiga lesendur rétt á útskýringu. — B. B.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.