Þjóðviljinn - 04.03.1955, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 04.03.1955, Qupperneq 11
Föstudagur 4. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMAKQUE: Að eísha • • . .. • ogr deyja 70. dagur „Vatnsglös eru réttu glösin fyrir kampavín. Þannig diTikkum viö' þa'ö í París“. „Varst þú í París?“ „Já, í upphafi stríðsins". Elísabet sótti glösin og hnipraöi sig við hlið hans. Hann opnaöi flöskuna varlega. Vínið rann niður í glösin og freyddi og ólgaði. „Hvaö varstu lengi í París?“ spuröi hún. „Nokkrar vikur“. „Hataöi fólkiö ykkur mjög mikið?“ „Ég veit þaö ekki. Ef til vill. Ég varö ekki mikið var við það. Au'övitaö vildum viö ekki sjá það heldur. Viö trúðum enn flestu því sem okkur haföi veriö kennt. Við vildum ljúka stríðinu af í skyndi og sitja í sólskin- inu á götunum fyrir framan kaffihúsin og drekka vín framandi þjóöa. Viö vorum mjög ungir“. „Ungir — þú segir þetta eins og þaö hefði verið fyrir mörgum árum“. ’ " „Þannig finnst mér þa'ö líka“. „Ertu þá ekki ungur lengur?“ „Jú, en á annan hátt“. Elísabet lyfti glasinu sínu móti ljósinu sem barst inn i um gluggann. Hún hristi þaö og horföi á vínið freyða. Gráber sá axlir hennar, bylgjaö hárið, bakið og hrygg- inn me'ð mjúkum skuggum — hún þurfti ekki aö fara að hugsa um allt þetta aftúr. Hún var óháð þessu her- bergi, vinnu sinni og frú Lieser þegar hún var nakin. Hún tilheyr'öi hreyfingunni utan viö gluggarm, flöktandi nóttinni, ólgu blóösins og hinum annarlegu tilfinning- um eftir á, hrópunum úti fyrh’, jafnvel hinum látnu sem veriö var aö grafa upp — en hún tilheyr'öi ekki tilviljuninni, tómleikanum, einmanakenndinni. Ekki lengur! Það var eins og hún hefði fleygt af sér dular-' gervi og fylgdi nú án eftirþanka öllum þeim lögmálum sem hún hafði ekki vitað í gær aö voru til. „Ég vildi ég hefði veriö meö þér 1 París“, sagði hún. „Ég vildi við gætum farið þangað núna og þaö væri ekki stríö. Myndu þeir hleypa okkur þangaö?“ „Ef til vill. Við eyöilögðum ekkert í París“. „En í Frakklandi?“ „Ekki eins mikið og í hinum löndunum. Það gekk svo fljótt“. „Ef til vill hafið þiö eyöilagt nóg til þess að þeir haldi áfram að hata okkur í mörg ár“. „Já, ef til vill. Maður gleymir miklu í langri styrjöld. Ef til vill hata þeir okkur“. „Ég vildi viö gætum fariö til einhvers annars lands. Einhvers lands þar sem ekkert hefur veriö eyðilagt“. „Þaö eru ekki mörg slík lönd til lengur“, sagöi Gráber. „Er eitthvaö til aö drekka?“ „Já. Nóg. Hvert hefuröu komiö annaö?“ „Til Afríku“. „Líka til Afríku? Þú hefur séð margt“. „Já“, sagði Gráber. „En ekki á þann veg sem mig dreymdi um einu sinni“. Elísabet teygði sig eftir flöskunni og hellti í glösin. Gráber horföi á hana. Allt virtist dálítið óraunverulegt, og þaö var ekki eingöngu vegna þess aö þau höfðu verið aö drekka. Orö þeirra liðu um rökkrið, þau voru innihaldslaus, en það sem haföi innihald var án oröa og það var ekki hægt að tala um þaö. Þetta var eins og straumfall í nafnlausri á, og orðhi voru segl sem bár- ust fram og aftur eftir henni. „Varstu á fleiri stööum?“ spurði Elísabet. Segl, hugsaói Gráber. Hvar haföi hann séð segl á ám? „í Hollandi“, sagöi hann. „Þaö var í upphafinu. Þar voru bátar sem liðu um skurðina og skuröimir voru svo flativ og lágir aö þaö var eins og bátamir sigldu yfir landið. Þeir voru hljóðlausir meö stór segl og þaö var kynlegt þegar þeir liöu um sveitina í rökki*- inu eins og risastór hvít, blá og rauö fiörildi“. „Holland“, sagöi Elísabet. „Ef til vill getum við farið til Hollands eftir stríöið. ViÖ gætum drukkið kókó og boröað hvitt bzauð og alla mögulega hollenzka osta og á kvöldin gætum viö horft á bátana“. Gráber horfö' á hana. Eitthváö aö borða, hugsaði hann. Á stríösámnum vom hugmyndir fólks um ham- ingju ævinlega tengdar mat. „Eða getum viö ekki fariö þangaö heldur?“ spuröi hún. „Ég held ekki. Við fórum yfir Holland og eyðilögðum Rotterdam fyrirvax-alaust. Ég hef séð rústirnar. Þaö stóö varla steinn yfir steini. Þrjátíu þúsund látnir. Ég er hræddur um aö þeir tækju ekki viö okkur þar heldur, Elísabet“. Hún þagöi nokkra stund. Svo lyfti hún allt í einu glasinu og flevgöi því í gólfið. ÞaÖ mölbrotnaði. „Viö getum ekki farið neitt“, hrópaöi hún. „Hvers vegna erum viö aö blekkja sjálf okkur meö draumum? Ekki neitt. Við emm útilokuö alls staöar og fáum hvergi aö- gang“. Gráber rétti úr sér. Augu hennar skinu eins og gegn- sætt gler í flöktandi, hvítu ljósinu að utan. Hann beygði sig yfir hana og leit á gólfiö. ÞaÖ glitti í gler- brotin. „Viö veröum aö kveikja ljósiö og tína bau upp“, sagði hann. „Annars stígum viö á þau og skerum okkur. Bíddu, ég ætla fyrst að loka glugganum“. Hann klifraöi yfir rúmgaflinn. Elísabet kveikti á ljós- inu og teygöi sig eftir slopp. Rafmagnsljósið gerði hana feimna. „Líttu ekki á mig“, sagði hún. ,.Ég veit ekki hvers vegna ég geröi þetta ekki. Ég er ekki svona yfir- leitt“. ,.Þú ert indæl svona. Og þú hefur rétt fyrir bér. Þú átt ekki heima hérna. Og þaö er því allt í lagi þótt þú brjótir dálítið og bramlir 00111 hverju“. „Ég vildi ég vissi hvar ég á heima“. Gráber hló. „Ég veit það ekki heldur. Ef til vill í sirk- us eöa í skrauthöll eða umkringd stálhúsgöanum eöa 1 tjaldi. Ekki hérna í þessu hvíta stúlkuherbergi. Og fyrsta kvöldiö fannst mér þú vera hjálparvana og vernd- arþurfi!“ „Ég er þaö líka“. „Viö erum það öll. En okkur tekst að komast áfram án hjálpar eða verndar“. Hann tók dagblaö, lagöi það í gólfiö og sópaði brot- unum upp á þaö meö öðru blaði. Þegar hann geröi það sá hann fyrirsagnirnar: VÍGLÍNURNAR STYTTAR ENN. ÁKAFIR BARDAGAR VIÐ OREL. Hann vafði brotunum innaní bréfiö og fleygöi því í bréfakröfuna. ÞaÖ var eins og birtan í herberginu breyttist. Aö utan heyrðust höggin og barsmíöin frá leitarflokkinum. Á boröinu '^eimlii eiitillisþáttair v_ - m JA. Draumur um barnaherbergi Þegar velja á herbergi í íbúð- inni sem nota á handa barn- inu, verður maður að hafa það í huga að það á að henta vel sem slikt herbergi, í stað þess að taka herbergi sem „ekki er notað hvort sem er“ — barnið á ekki að sitja á hakanum og láta sér nægja það sem aðrir geta ekki notað. Þessi orð skrif- ar Maja Kemp í grein í danska tímaritinu"' Nýtt hús. Þótt hugleiðingarnar í grein- inni séu ef til vill ekki miðað- ar við aðstæður almennings, því að fæstir hafa svo mörg herbergi til umráða að allir í fjölskyldunni geti haft herbergi fyrir sig, þá breytir það engu um það að æskilegast væri að í hverri íbúð væri að minnsta kosti eitt herbergi handa börn- unum — herbergi sem þau hafa fullkomin umráð yfir. Sólríkt skal það vera Það á að vera sól í barna- herberginu, jafnvel þótt barnið sé ekki í því nema á næturnar, stendur ennfremur í greininni. Það hefur mikla þýðingu fyrir bamið að loftið sem það andar T I L LIGGUR LEIÐIN að sér á nætúrnar hafi á dag- inn komizt í tengsl við geisla sólarinnar. Kvöldsól er óheppi- leg í herbergi, sem barn á að sofna í um 7 eða 8 leytið á kvöldin. Einnig getur suður- sól verið of sterk, ef barnið á að sofa miðdegislúr í herberg- inu. Austur- eða suðaustursól er æskilegust. Herbergi barnsins á að vera þurrt og vel einangrað gegn kulda og hávaða. Varið ykkur á ghiggum og ljóshjálinum Ef herbergið er á efri hæð- um verða gluggarnir að vera öruggir svo að börnin geti ekki sjálf opnað þá og átt á hættu að detta út. Rafmagnslagnir eiga að vera í fullkomnu lagi og lausar leiðslur mega alls ekki koma fyrir. Lofthjálmurinn má ekki vera úr gleri. Það getur vald- ið slysi ef bolti lendir í gler- hjálmi og barn fær glerbrot- in í höfuðið. Veljið ljóshlíf úr pergamenti, málmi eða plasti, sem börn geta ekki skaðað sig á. Góður rúmbotn mikilvægur Húsgögnin í herberginu verða að miðast við aldur barnanna, tölu þeirra og stærð herberg- isins ’ og hvort bæði á að nota það sem svefnherbergi og leik- herbergi. Algengast er að börn- in sofi í sama herbergi og þau leika sér í og þá er aðalvanda- málið hvernig hægt er að gera rúmin fyrirferðarminni ? Leik- ir barnanna útheimta gclfrými, en svefninn útheimtir líka nægi- lega stórt rúm. Bezt er auðvitað að geta haft venjuleg rúm. Ef þau komast ekki fyrir verður að grípa til ,,neyðarrúrræðanna“. Til eru hillurúm, kojur og rúm sem skjóta má hverju undir annað. Hvernig sem valið verður, er aðalatriðið að rúmbotninn sé góður. Rúmbotninn má aldrei vera slappur. Barnið verður hokið og fær ef til vill bak- verki ef það liggur í „hengi- koju“. Fjaðrabotn er þægilegur og góður. Líka má nota fjalir en aldrei heilan trébotn. Dýnan verður líka að fá loft neðan frá, axniars getur slegið í hana.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.