Þjóðviljinn - 06.03.1955, Side 11

Þjóðviljinn - 06.03.1955, Side 11
Sunnudagur 6. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMAEQUE: Að elsha •. • | .mmog degja '--------------/ Árekstrar Framhald af 12. síðu. inu tekið þeirri málaleitun lík- lega. Æsingar eru miklar í Ghaza og hafa konur og börn Evrópu- manna verið flutt þaðan til Jerúsalem, enda komið fyrir að aðsúgur hafi verið gerður að starfsmönnum vopnahlésnefnd- ar Sameinuðu þjóðanna þar um slóðir. að ekki yrðu fleiri árekstrar við landamærin meðan á rann- sókn málsins stæði. Nasser, forsætisráðherra Egyptalands boðaði á fund sinn í gær brezka sendiherrann í Kairo, Stevenson, og ræddust þeir lengi við. Það hefur vak- ið athygli að Bretar og Banda- ríkjamenn studdu málstað Egypta á fundi öryggisráðsins í fyrrakvöld. 72. dagur „HreinsuSuð þið þetta allt til sjálf?“ ,,Að nokkru leyti. Annað fólk lijálpaði okkur“. - ..Hvaða fólk?“ „Fólk sem hefur áhöld“. 1 „Funduð þið nokkur lík?“ „Nei“. ' „Er það áreiðanlegt?“ „Já, alveg áreiðanlegt. Við gerðum það ekki. Ef til vill hafa einhvern tíma verið lik, en ekki len)gur“. „Það var það sem ég vildi vita“, sagði Gráber. „Þú hefðir ekki þurft að lúberja annan mann til þess að komast aö því“, sagði konan. „Er hann maðurinn þinn?“ „Það kemur þér ekki viö. Hann er ekki maðurinn minn. Hann er bróðir minn. Og hann er allur blóðugur11. „Ekki nema nefið“. „Munnurinn líka“. Hvað gerir öryggisráðið ? Öryggisráðið hefur stefnt yfirmanni eftirlitsnefndar Sam- einuðu þjóðanna til New York til að gefa nákvæma skýrslu um atburðina. Dag Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sendi í gær utanríkisráð- herrum ísraels og Egypta- lands orðsendingu og hét á þá að stuðla að því eftir megni Heimasliórn Túnis offur á dagskró Tilkynnt hefur verið að stjórn Edgar Fauré ætli að taka upp þráðinn frá stjórn Mendes-France um heima- stjórnarsamninga við Túnisbúa. Hefjast samningar þessir að nýju 15. þessa mánaðar. <•>- eimilisþáttnr Gráber lyfti hakanum. „Og þetta? Hváð ætlaði hann að gera við þetta?“ „Hann hefði ekki ráðizt á þig“. „Kona góð“, sagði Gráber. „Ég er búinn að læra aö bíða ekki þangað til ráðizt er á mig“. Hann fleygði hakanum í stórum boga út í rústahrúg- una. Þau horfðu öll á þáð. Drengurinn bjó sig til að klifra eftir honum. Konan hélt aftur ai honum. Gráber leit í kringum sig. Nú sá hann baðkerið líka. Það stóð hjá skýlinu. Stiginn hafði sennilega verið notaður í upp- kveikju. í hrúgu lágu tómar dósir, járnbútar, leirbrot, tuskur og sneplar úr fatnaði, trékassar og brot úr hús- gögnum. Fjölskyldan haföi flutt inn, byggt skýlið og virtist nú líta á allt sem hægt var að tína saman úr rústunum eins og sendingu af himnum. Við þessu var ekkert að segja. Lífið hélt áfram. Bamið var hraust- legt. Dauðinn hafði verið sigraður. Rústirnar voru at- hvarf fyrir fólk. Við því var ekkert að segja. „Þið hafið látið hendur standa fram úr ermum“, sagði hann. „Þaö er óhjákvæmilegt", svaraði bækláði maðurinn“, þegar maður hefur ekki þak yfir höfuðið". Gráber sneri sér frá þeim. „Funduð þið kött hérna?“ spurði hann. „Lítinn svai’tan og hvítan kött?“ „Hana Rósu okkar“, sagði bamið. „Nei“, svaraði konan festulega. „Við fundum engan kött“. Gráber klifraði til baka. Eflaust var enn fleira fólk í skýlinu; annars hefði ekki verið hægt áð koma svo miklu í verk á svo skömmum tíma. En ef til vill hafði hjálparsveit aðstoðað þau. Á næturnar voru fangar úr fangabúðunum oft sendir út í borgina til aö aðstoða við að hreinsa til. Hann fór til baka. Honum fannst sem hann hefði allt í einu orðið fátækari; hann vissi ekki hvers vegna. Hann kom í götu sem var alveg óskemmd. Ekki einu sinni stóru rúðumar í búðargluggunum höfðu brotnaö. Hann gekk í þungum þönkum, en allt í einu snar- stanzaði hann. Hann hafði séð mann koma í áttina til sín og fyrst í stað hafði hann ekki áttað sig á því, aö það var hann sjálfur sem stikaði áfram í stórum hliðar- spegli á fataverzlun. Það var kynlegt — eins og hann væri að horfa á tvífara og væri ekki lengur hann sjálfur, heldur aðeins minning sem yrði þurrkuð út um leið og hann stigi feti framar. Hann stóð kyrr og staröi á myndina í óhreinum, gulleitum speglinum. Hún var óskýr, mött og grá. Hann sá aðeins augnatóftii’nar, ekki sjálf augun. Og það var eins og hann hefði ekki lengur nein augu, þetta var hauskúpa. Kynlegur, framandi ótti náði tökum á hon- um. Það var ekki snögg, ofsafengin hræösla, sem krafð- ist flótta eða vamarráöstafana — það var kaldur, níst- andi, næstum ópersónulegur ótti, ótti sem veitti enga fótfestu vegna þess að hann var ósýnilegur og ósnertan- legux og virtist koma út úr tómi, þar sem risastórar dælur dældu blóðinu út úr æðum hans og lífinu úr beinum hans. Hann sá enn mynd sína í speglinum, en honum fannst sem hún yrði brátt óskýr, titrandi, leyst- Falleg hárgreiSsla úfheimfir velhirf hár segir hinn frægi, franski hárgreiðslu- maður JOSE ANTONIE sem segir hér ýmislegt um hirðingu á hári Konurnar, segir José Antonio, geta sjálfar snyrt hár sitt, þótt þær eigi erfitt með að komast á hárgreiðslustofur. — Þær þurfa fyrst og fremst að gæta þess að þvo það oft. Fallegt hár er fyrst og fremst hreint hár. Segið einnig konunum að þær þurfi að bursta hár sitt á hverjum degi. Hvers konar bursta? Ég mæli ekki með nælonburstum. fl Þeir brjóta hárin og rífa þau oft upp og nælon samlagast illa hárinu. Ég mæli með gam- aldags svínshársbursta. Lítið á þann sem ég nota. Hárin í burstanum eru mjög smá. Þau eru í samræmi við eðli hárs- ins, aðskilja hárin alls staðar. Hvað ráðleggið þér konum með feitt hár? Ég ráðlegg þeim að nota brennisteinsupplausnir til að hreinsa kirtlagöngin og hreins- andi vökva (lotion). Það eyk- ur blóðstrauminn og ýtir undir eðlilega starfsemi hársins. Loks vil ég mæla með olíuböðum upp úr lecitini eða chlorestrol. — Þurrt hár þarf að fá slík böð með vissum millibilum. Hvað ráðleggið þér konum sem hafa þunnt hár ? Fyrst og fremst þurfa þær að hafa hárið stutt. Ef það er of sítt verður það kollótt og þótt topparnir séu hrokknir eru þeir rýrir. Stutt hárgreiðsla létt og mjúk er eina ráðið. Stutt hár a la Dandy Enn ber mikið á stuttu hári í tízkunni, segir José Antonie, en hnakkahárið er síðara en áður. Fjórir sentimetrar í hnakkan- um er hæfilegt. „A la Dandy“ greiðslan sem er eins og hjálm- ur á höfðinu og að greiða hárið fram á við er mjög í tízku enn. En ég forðast allar reglulegar og samsíða línur. En sé útlitið mjög sérkenni- legt, segir José 9ntonio, getur oft verið eins mikilvægt að draga fjöður yfir sérkennin og að undirstrika þau. Ég reyni með skálínum að fá jafnvægi í hárið, koma því þannig fyrir á höfðinu að and- litsfallið njóti sín bezt. Sumar konur halda fast í hárgreiösl- ur án skiptingar eða greiða hárið slétt aftur. Þá er allt hárið greitt eftir bogalínum sem mætast í bletti framan til á höfðinu. Dandy-greiðslan læt- ur hvern lokk snúa fram að andlitinu. Greiðslur við allra hæfi — Þetta eru hinar almennu reglur, en þér lagið þær auð- vitað til eftir því hver í hlut á? Vitaskuld. Lokkunum, sem snúa fram að andlitinu, er kom- ið misjafnlega fyrir eftir and- litsfallinu. Dandy-hárgreiðslan sem ger- ir mögur andlit enn magrari er rofin með bylgju. Það hefur mikla þýðingu hvernig lokkun- um við eyrun er komið fyrir. Ef hárið er mjög þykkt er ekki hægt að greiða það allt fram. Nauðsynlegt er að greiða eitthvað af því til baka og skapa fyllingu í hnakkanum. Og af því að teikningar segja miklu meira en orð, dregur José Antonio upp nokkrar riss- myndir. Lítið á teikningarnar. Virð- ið andlit ykkar fyrir ykkur í spegli og veljið þá greiðslu sem hentar andlitinu bezt. Of langt andiit. Hægt er að gera andlitið breiðara og draga úr lengdinni með því að láta langa lokka liggja niður á ennið. Of kringluleitt andlit Fyrst og fremst verður að hækka andlitið og höfuðið og varast að gera það breiðara, einkum við eyrun. Hárið á að bg&ja slétt við eyrun. Topp- arnir snúa inn að kinnunum til að rjúfa bogalínurnar og topp- arnir á enninu þurfa að vera ofarlega. Þríhyrnt andlit Margir möguleikar eru fyrir hendi. Það verður að velja á milli. Annaðhvort er að rjúfa þríhyrninginn eða undirstrika hann. Því hærra uppi sem hárið er haft því meira ber á þrí- hyrningnum — og öfugt.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.