Þjóðviljinn - 10.03.1955, Page 5
Fimmtudagur 10. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5
20 kjarnorkusprengjur
myndu gera útaf við Breta
Helmingur bandarísku þjóSarinnar myndi
farast i upphafi kjarnorkustriÓs
Tveir af þeim mönnum sem fróðastir eru um kjam-
orkumál í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa nýlega gert
grein fyrir því, hverjar afleiöingar kjarnorkustríðs yrðu
fyrir þjóðir þessara landa. Þeir eru prófessor C. R. Powell,
sem fékk Nóbelsverðlaun áriö 1950 fyrir afrek sín í kjarna
eðlisfræöi, og Val Petersen, yfirmaður loftvama í Banda-
ríkjunum.
Powell, sem nú er prófessor
í tilraunaeðlisfræði við háskól-
ann í Bristol, ávarpaði ráðstefnu
sem haldin var á vegum fræðslu-
Cecil Frank Powell
nefndar samvinnufélaganna í
London.
i
i
Skípulegt þjóðfélag úr sögunni
Prófessorinn sagði, að 20
vetnissprengjur sem varpað
væri á Bretland myndu verða
til þess að skipulegt þjóðfé-
lag liði þar undir lok. Iðnað-
arhéruðin yrðu gjöreydd og
stór svæði utan þeirra þakin
hanværiu helryki. Einhverjar
leifar brezku þjóðarinnar
niyndu hjara af þjakaðar
geislunarsjúkdómum.
Léleg huggun
„í slíkri styrjöld væri það
léleg huggun fyrir ömurlegar
leifar þjóðarinnar að vita
að við hefðum megnað að leggja
önnur lönd í samskonar rústir“,
sagði prófessor Powell.
Hann kvaðst álíta, að Banda-
ríkin réðu nú yfir 4000 kjarn-
Ecíen vill . . .
Framhald af 1. síðu.
stjórnar yrði flutt burt frá
jpessum eyjum og öðrum eyjum
við strönd Kína.
Knowland, leiðtogi repúbli-
kana 1 öldungadeild Banda-
ríkjaþings, sagði í gær, að
æskílegt væri. að hafnar yrðu
samíiingaumleitanir milli
stjórna Taivans og Kína og
stæðu vonir til, að þær gætu
komið sér saman um lausn
deilumála.
I ræðu sem Foster Dulles
flutti í fyrrakvöld um Asíu-
mái sagði hann m.a. að Eisen-
hwer forseti myndi sjálfur
taka ákvörðun um, hvernig
Bandaríkin myndu snúast við
árástim á eyjarnar við strönd
Kína.
orkusprengjum og Sovétríkin um
1000. Hverja kjamorkusprengju
er hægt að gera að vetnis-
sprengju með tiltölulega litlum
kostnaði. Powell sagði, að hvort
þessara stórvelda um sig myndi
brátt ráða yfir sprengjubirgðum
sem nægja myndu til að leggja
þéttbýlustu iðnaðarsvæði hins í
auðn.
Hægt að græða eyðimerkur
Ef hinsvegar mannkynið ber
gæfu til &5 skapa traustan frið
og beizlar l:jarnorkuna til frið-
samlegra þaria mun f jöldi vanda-
mála, sem hingað til hafa verið
torleyst, blátt áfram hverfa,
sagði prófessor Powell. Hann
nefndi sem dæmi það viðfangs-
efni, að sjá ört fjölgandi mann-
kyni fyrir nægum mat. Ef ótak-
markaðar orkulindir væru fyrir
hendi yrði hægt að veita vatni
á eyðimerkurflæmi og breyta
þeim í blómstrandi aldingarða.
I
Samkomulag lífsnauðsyn
Prófessor Powell hét á áheyr-
endur sína að vinna að því að
skapa almenningsálit „sem krefst
þess ákveðið og látlaust að al-
þjóðlegt samkomulag um útrým-
ingu kjarnorkuvopna komist á,
að það sé ómissandi ef okkur
á að verða lífs auðið og það
verði að nást í þeirri mynd að
frelsi og sjálfstæði allra þjóða
sé virt“.
Yfir 70 milljónir
„Yfir sjötíu milljónir Banda-
ríkjamanna myndu láta lífið ef
óvinir vörpuðu kjarnorkusprengj-
um á 92 helztu borglr Banda-
ríkjanna“, sagði Val Petersen
í Washington. Eisenhower for-
seti skipaði hann til að stjórna
loftvörnum í Bandaríkjunum.
Þótt helmingur Bandaríkja-
manna biði bana í þessum kjarn-
orkuárásum væru Bandaríkin þó
ekki búin að vera, sagði Peter-
sen „vegna þess að einungis 3%
af yfirborði landsins hefðu verið
lögð í eyði‘.
Hversdagslegt vopn, segir Dulles
Um sama leyti og Powell og
Petersen gáfu þessar yfirlýsing-
ar var Dulles, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, að ræða hernað-
aráætlanir stjórnar sinnar á ráð-
stefnu Suðaustur-Asíubandalags-
ins í Bangkok. Fréttaritara Reut-
ers þar í borg farast svo orð um
boðskap hans:
„Hernaðaráætlun Bandaríkj-
anna í Austur-Asíu byggist á
því að kjarnorkusprengjan sé
varnarvopn sem nota beri
hvenær sem tilefni gefist til,
sagði Dulles við ráðherrana
á fimdi S-bandalagsins. Hann
komst svo að orði, að banda-
ríska herstjórnin álíti nú
kjarnorkusprengjuna hvers-
dagslegt vopn (conventional
weapon) frekar en vopn sem
aðeins megi beita sem neyð-
arúrræði“.
Skip f erst á tund-
urdufli á Iíattegat
Finnskt gufuskip, Lise frá
Abo, rakst í síðustu viku á
tundurdufl þegar það var á
siglingu um Kattegat milli Jót-
lands og Svíþjóðar. Einn mað-
ur beið bana við sprenginguna
en 19 var bjargað eftir 20
klukkutíma vist í björgunar-
bátnum. Loftskeytatækin eyði-
lögðust við sprenginguna svo
að ekki var hægt að senda út
neina hjálparbeiðni. Enskt skip
fann skipbrotsmennina þar sem
þeir hímdu í björgunarbátnum
í nístingskulda í skjóli við skip
sitt, sem stóð á botni
Emre Nagy borinn
þungum sökum
í gær var birt í Búdapest ályktun miðstjórnar ung-
verska kommúnistaflokksins, þar sem Imre Nagy, for-
sætisráðherra Ungverjalands er borinn þungum sökum.
I ályktun miðstjórnarinnar hans hafi fylgt í efnahagsmál-
er Nagy sakaður um að hafa
haldið fram andmarxískum
Imre Nagy
skoðunum í ræðu og riti og
gert lítið úr afrekum flokks-
ins.
Stefna sú sem ríkisstjórn
um hafi verið hægrisinnuð og
hafi valdið alvarlegum trufl-
unum í efnahagslífi landsins.
Hann hafi komið í veg fyrir,
að ákvarðanir flokksins væru
framkvæmdar og eigi sök á, að
dregið hafi úr afköstum þunga-
iðnaðarins, sem hafi verið van-
ræktur í þágu landbúnaðar og
léttaiðnaðar.
Það sé nú verkefni flokks-
ins að bæta úr þessum rnistök-
um og byggja upp í landinu
öflugan iðnað með því að
leggja höfuðáherzlu á þróun
þungaiðnaðarins. Flokkurinn
verði að treysta einingu í röð-
um sínum og berjast gegn
hvers konar villukenningum,
sem standi honum og sósíal-
ískri þiróun landsins fyrir þrif-
um.
Engar fréttir bárust frá
Búdapest um það í gær, hvort
Nagy muni gegna embætti for-
sætisráðherra áfram, en telja
má það ótrúlegt. Hann tók
við embættinu í júní 1953.
Fariö í h§öthúðitm á hajah
Eins og menn muna kom vöxtur mikill í dr víða um Fraikkland um daginn og
hlutust af flóð. Þá var þessi mynd tekin í Villeneuve le Roi 30 km utan við París
Húsmóðir rœr á kajak eftir götunni og k emur við hjá slátraranum að kaupa sér
kjöt í matinn.
Rauðglóandi hraunle
jarðsprungur á
Þegar síðast fréttist hélt eldgosiö á Hawaii áfram og
hafa eldstöövarnar sífellt verið aö breiðast út.
Gosið er á jarðeldasvæði eld-
fjallsins Kilauea. Liðin eru 125
ár síðan þarna gaus síðast.
Jarðeldur kom upp rétt
hjá verkamönnum.
Þarna er jarðvegur mjög
frjósamur og víðlendar plant-
ekrur þar sem ræktaður er
sykurreyr. Hvert eldvarpið af
Ö«ru hefur mvndast á ökrunum
undanfarna daga og stundum
hefur mjóu munað að mann-
tjón yrði.
Til dæmis voru 12 menn að
vinna á einum sykurakrinum
þegar 800 metra löng sprunga
kom í jörðina 200 metra frá
þeim. Jafnskjótt stóðu hraun-
gusur 60 metra upp í loftið.
Allir mennirnir sluppu ómeidd-
ir.
Úr þessum gíg og öðrum
renna hraunstraumar um akr-
ana og niður austurhlíðar Ha-
waii til sjávar. Fólk hefur flú-
ið þorp og búgarða á jarðelda-
svæðinu hundruðum saman.
Jarðhræringar hafa verið næst-
um látlausar um austanverða
Hawaii síðan gosið hófst.
Sprungur hafa komið í jörðina
þvert yfir akra og vegi. Sum-
staðar vellur upp hraun en
gufustrókar standa. upp úr öðr-
-'jn sprungvnr t