Þjóðviljinn - 30.03.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.03.1955, Blaðsíða 4
4) ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 30. marz 1955 Þeir eru orðheppnir í flug- turninum á Reykjavíkurflug- velli, enda sagt að flugþjón- usta orki örvandi á ímyndun- araflið. Er það boð gekk út að reykvískum drengjum á vissu aldursskeiði væri boðið að skoða völlinn og starfsemina þar á sunnudaginn gáfu þeir í flugturninum fyrirtækinu óðar nafn: Sunnudagaskóli flugmálastjórnarinnar. Fyrsta daginn sóttu 1600 nemendur skólann. Fyrsti nemandinn sem ég hitti sagðist heita Gunnar Óskarsson og var 10 ára. Ég spurði um ætt hans; hann sagði að amma sin væri frá Höfða á Völlum. Það var amma mín líka, enda hefur komið á daginn að við erum frændur. Hann kvaðst hafa flogið frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Það var þegar ég var lítíll, 3ja eða 4ra ára, sagði hann. Nú var Gunnar Óskars- son orðinn stór. Við göngum saman siðasta spölinn að flugturninum, og þar er- fyrir mikill drengja- i grúi. Gunnar hefur einhvern grun um að það eigi að sýna turninn; honum ofbýður sýni- lega fjöldinn, og í leyndri von þess að eitthvað verulega skemmtilegt gerist segir hann: Ætli flugturninn byrji ekki að dúa? Ég hugsa að hann einn hafi fengið þessa sérstöku flugu í höfuðið, en hitt er víst að allir drengimir voru komnir hingað í þeirri trú að eitthvað verulega skemmtilegt mundi gerast. Þeir, sem ef til vill hefur ekki orðið að trú sinni, hafa gert mjög háar kröfur fyrirfram — eða vélamenningin hentar þeim ekki. Er bíll flugbjörgunarsveit- 1 arinnar nam staðar þyrptust I drengirnir svo þétt að honum i að bílstjórinn ætlaði ekki að ! komast út. Litlu síðar steig '■ flugmálastjóri upp á aurbretti bílsins og ávarpaði piltana. • Hann sagði að þeir mættu ! gerst vita hversvegna þeim ! væri boðið hingað nú: margir ! drengir hefðu ástundað rann- 1 sókn flugskýlanna hér upp á 1 eigin spýtur, þeir hefðu farið 1 út á flugbrautir •— okkur öll- 1 um til mikils angurs, sagði 1 hann. Um daginn hefði til 1 dæmis einn drengur staðið úti I á miðri flugbraut og sýnilega 1 ætlað flugvélinni sem var að J hefja sig til flugs að fljúga yfir hann — en flugvélin hefði alls ekki verið komin á loft, 'V 'V ^ „Ætli flugtuminn byrji ^ ekki að dúa“ Dálítil frásaga úr sunnudagaskólanum á Reykjavíkurflugvelli og það munaði mjóu að ekki yrði slys. Það hefur komið fyrir að flugvélar hafa verið skemmdar, og seinast í morg- un var verið að stoppa í gat á vélarvæng sem drengir höfðu stigið á hann. Hér væri þó alls ekki um skemmdarfýsn að ræða, heldur heilbrigða for- vitni, sem hingað til hefði ekki verið svalað á þann rétta hátt. Áður hefðu allir drengir ætlað sér að verða bílstjórar, nú ætl- uðu þeir allir að gerast flug- menn; þeim væri boðið hingað í dag til að komast í nánari - snertmgi^, við veruleikann sjálfan en flestir þeirra mundu hafa átt kost á áður — og var gerður góður rómur að máli ræðumanns. Þvínæst steig Arnór Hjálm- , arsson flugumferðarstjóri í ræðustólinn, og tók að skipta drengjunum í flokka: Þeir sem liafa númer 1 til 40 taki sér stöðu þarna við vestra hornið á flugturninum, þeir sem ha.fa númer 41 til 80 fari að eystra horninu, númer 81 til 120 skulu bíða þarna hjá lögreglubílnum .... þeir sem eru yf:" númer 520 gangi að gula jeppanum þarna — og sá hópurinn var langstærstur: um hálfellefuleytið voru sem sé mættir yfir 570 drengir í þessum nýstárlega sunnudaga- skóla. Þar að auki voru nokkr- ar telpur. Það eru flugfreyj- ur framtímans. Síðan fór Arnór að kalla leiðsögumennina á vettvang. Einn átti að fara með sinn hóp út í flugskólann Þyt, ann- ar byrjaði á viðgerðarverk- stæði, þriðji fór að skoða flug- vél á vellinum, fjórði hvarf inn í flugturninn. Spá frænda míns rættist: flugturninn fór að dúa undir þessum smáu fót- um. Allir áttu að sjá allt; það þurfti dágott skipulag til að svona margir „bekkir“ þvældust ekki hver fyrir öðr- um, þó raunar væri vítt til veggja í þessu skólahúsi. Og vissulega misstu nokkrir af sínum flokki. Það varð að gera sérstakan flokk villuráfandi sauða. Þar voru saman númer 3 og númer 114 og númer 529. En sérstakan flokk mynd- uðu þeir sem duttu í lukku- pottinn — þeir sem við vallar- hliðið höfðu fengið númer 1, 25, 50, 75, 100, 125, 150, 175 og svo framvegis. Þeim var sem sé hvorki boðið inn á viðgerðarverkstæði né í flug- skólann Þyt, heldur upp í loft- ið. Agnar Koefod Hansen, Bjöm Pálsson og einhverjir fleiri vom „leiðsögumenn“ þessa flokks. Og sem ein flug- vélin er þar á sveimi í heið- ríkjunni yfir höfði okkar, þá geng ég fram á tvo drengi sem horfa fast upp í loftið. Þeir vom þá að líta eftir fé- laga sínum sem var staddur þar efra. Hann hafði sem sé fengið númer 150; annar þeirra hafði 149, hinn 151. Sá síðarnefndi hafði flogið áður, en hinn ekki; aftur á móti var númer 150 reyndur flug- maður, og ég er ekki frá því að númer 149 hefði þegið að sá reyndi flugmaður félagi hans hefði boðið honum mið- ann sinn. En hann sagðist bara fljúga seinna. Kjartan Reynisson hafði oft flogið, bæði til ísafjarðar og Patreksfjarðar, samtals eitt- hvað 20 sinnum. Agalega ertu stór, maður, sagði einhver við hann. Ætli það sé ekki af því að hann hefur flogið svo oft, sagði annar, svolítið spozkur. En Georg Ólafsson var hér allra manna forframaðastur — hanh hafði nefnilega flóg- ið alla leið til Danmerkur og það með sjálfum Gullfaxa. Ég er alveg ákveðinn að verða flugmaður, sagði hann. I sama bili bar að einn þeirra sem Ósk um Öskubusku — Konsert roíinn í miðju kafi — Kynnið listamennina — Sama morðið einu sinni nóg SNEMMA f VETUR sýndi Nýja bíó myndina Öskubusku eftir óperu Rossinis. Bæjarpósturinn hefur verið beðinn fyrir þau boð til Nýja bíós, hvort þess væri enginn kostur að myndin væri sýnd nokkrum sinnum í viðbót. Ópera þessi er til- tölulega lítið kunn, en engu að .síður er hún mjög skemmtileg, og er ekki að efa að margir sem sáu myndina í vetur imyndu fara aftur að sjá hana ef sýningar væru hafnar að nýju, auk allra hinna, sem létu hana fara framhjá sér. MORGUNTÓNLEIKAR útvarps- ins á sunnudögum eru mörg- um fagnaðarefni og eflaust er mjög mikið hlustað á þá. Síð- ast liðinn sunnudag voru leikn- ir Mozartkonsertar. arnir hófust að venju klukkan tuttugu mínútur yfir níu, en klukkan hálftíu eru fréttir lesnar og á sunnudaginn var þessu ekki raðað niður betur en svo að hætta þurfti í miðj- um konsert til að lesa fréttir, ekki ýtarlegri og merkilegri en morgunfréttirnar eru venju- lega. Vandalítið hefði þó ver- ið að koma því þannig fyrir að flutningi eins verks hefði þó verið lokið fyrir fréttirnar. Það er ómenning sem mér vit- anlega tíðkazt hvergi nema í Bandaríkjunum að rjúfa tón- listarflutning til að koma á framfæri auglýsingum eða fréttalestri, og það ætti að vera óþarfi af íslenzka útvarp- inu að fara að apa upp þenn- an ósið. ust með fiðlukonsert eftir Glazunov og var einleikari hinn rússneski snillingur Davíð Oistrak. Davið Oistrak hefur um langt skeið verið talinn í röð allr'a mestu fiðlusnillinga heims, og sonur hans, Igor sem er ungur að aldri, hefur hlotið miklar viðurkenn- ingar margra þjóða fyrir fiðlu- leik. Ég man ekki til þess að hafa heyrt Davíð Oistrak leika í Ríkisútvarpið fyrr, og hefði þvi ekki verið óviðeigandi að kynna þennan snilling nokkr- um orðum. Það var ekki gert, aðeins nefnt nafn hans og sagt að rússnesk hljómsveit léki með. Ekki var sagt hvaða hljómsvéit, né héldur hver stjórnandinn væri. En ef til viil stafar það af því að þeir vísu menn hjá tónlistardeild- inni hafa ekki getað lesið rúss- neskuna á plötunni. Framhald á 11. síðu. Tónleik- MIÐDEGISTÓNLEIKARNIR hóf- dottið höfðu niður í lukkupott- inn; farið upp í loftið. Hann hafði ekki aðeins séð botninn á Skerjafirðinum, heldur hafði hann séð forsetann synda í Laugunum; í þriðja lagi hafði hann séð systur sina í portinu heima. Það var á Bergþóru- götu 23. Hann heitir Guð- mundur I. Sigurðsson; en þrátt fyrir hina dýrlegu flug- reynslu sína ætlar hann ekki að verða flugmaður, heldur trésmiður — eins pg afi. Bíll flugbjörgunarsveitarinn- ar stóð þar á opnu svæði. Þangað kom hver flokkurinn af öðrum, og Úlfar Jaköbsen útskýrði gripinn. Það er ekki aðeins bíll, heldur einnig talstöð og fleira. Úr þessum bíl getum við talað hvert á land sem er, sagði Úlfar. Þessi bíll hefur líka hund. Það er sporhundurinn. Og þegar Sig- urður á Vatnsenda kom með hann á vettvang varð uppi fót- ur og fit. Þetta er stórgáfað, sagði Sigurður á Vatnsenda. Hann er voðalega góður hund- ur, sagði Úlfar. Sigurður hef- ur hundinn í fæði og gæzlu; og þegar ungri dóttur Sigurð- ar hefur orðið á að fara eitt- hvað af bæ og hún kemur ekki heim á réttum tíma í kvöld- matinn, þá er hundurinn send- ur að leita hennar. Og eftir stutta stund kemur hundur- inn með barnið. Þá er nú held- ur en ekki farið að borða. Það eru líka notaðar tvennskonar ölar á hundinn. Þegar þessi ól er á honum, segir Sigurður, þá veit hann að. liann á að hlýða. En þegar hin ólin er sett á hann, þá er honum ljóst að við eigum að hlýða hon- um — og stendur þá ekki £ mannlegum mætti að halda. aftur af honum. Þeir kölluðu hann Djeik; sænskur hunda- fræðingur einn hefur aldrei séð hans líka. Ég er þess fullviss að sunnu- dagaskóli flugmálastjórnar- innar er þarfasti sunnudaga- skóli sem hér hefur verið stofnaður. Gleði drengjanna lýsti af svip þeirra; á þessari stundu voru þeir kurteisir og prúðir eins og hamingjusöm- um börnum er títt. Þeir fengu svalað forvitni sinni, þeir fundu að það var tekið tillit til þeirra; enginn kann í sama mæli og barn að meta það sem fyrir það er gert. Og eitt enn: ég spurði tvo drengi hvað þeir hefðu gert ef þeir hefðu ekki komið hingað. Þeir héldu að svar þeirra væri lítils virði, en það var stórt svar — þetta: Ég veit það ekki. Ég skildi þetta svar bezt er ég kom á Eiriksgötuna í heimleiðinni. Þar voru nokkur böm að rót- ast í sandi, eitt þeirra grét, hin voru hávær og ötuð og ó- lukkuleg. Þau voru að vísu of ung til að skoða flugvélar — en kannski væri þó hægt að gera eitthvað annað fyrir þau. Og hvernig væri að sýna drengjunum framleiðslustörf ? Örlagadagur — það er stórt orð. Þó gæti ég hugsað mér að eftir 60 ár birtist í Þjóðviljan- um afmælisviðtal við sjötugan flugmann, þar sem segði með- al annarra orða: Hvemig bar það eiginlega til að þú gerðist flugmaður? Og afmælisbarnið svarar: Okkur strákunum í Reykjavík var einu sinni boð- ið suður á flugvöll .... B.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.