Þjóðviljinn - 30.03.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 30. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
# ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON
Hthugasemd
Hr. ritstjóri Frímann Helga-
son.
Vegna ummæla yðar í grein,
er birtist á íþróttasíðu Þjóð-
viljans, 17. marz 1955, varð-
andi leik, er ég undirritaður
dæmdi milli FH og Aftureld-
ingar, vil ég leiðrétta eftirfar-
andi mishermi. — I grein yð-
ar segir:
„Það einkennilega atvik kom
fyrir í leiknum að dómari gaf
fyrirliða áminningu fyrir að
taka upp þá leikaðferð að mað-
ur gæti manns í stað ,,múrs“-
leikaðferðarinnar sem tíðust
er, og mún jafnvel hafa Hótað
að reka liðið af leikvelli ef það
héldi uppteknum hætti“.
Fróðlegt þætti mér að vita
á h-vaða grundvelli umrædd
skrif yðar eru reisa.
Ég vil taksu það' skýrt fram,
að í áðurnefndum leik gaf ég
fyrirliða aldrei áminningu fyrir
uppröðun liðsins á leikvelli, og
mun mér aldrei detta slíkt í
hug.
Hinsvegar aðvaraði ég hann
fyrir ólöglega afstöðu og liindr-
anir liðsmanna hans gagnvart
mótherjum og sótti ég mér
heimild til þess í handknatt-
leiksreglur ISÍ, 6. kafla, 5. gr.,
en þar stendur: „Bannað er að
þrífa utan um mótherja með
öðrum armi eða báðum, hindra
hann aftanfrá, slá liann eða
hrinda honum, hlaupa á hann
eða stökkva, bregða fyrir hann
fæti, kasta sér fyrir hann eða
stofna honum á einhvern hátt
í vöða“ osfrv.
Það eru einnig hreinar get-
sakir, að ég hafi hótað liðinu i
hurtrekstri af leikvelli; hins-
vegar sagði ég fyrirliða, að ég
Sixfen Jernberg
vann Vasagönguna
Fyrir stuttu fór hin árlega
Vasaganga í Svíþjóð fram en
það er 85 km löng leið frá Sálen
til Mora, og var það 32. Vasa-
gangan.
Hinn nýi skíðakóngur Sixten
Jernberg frá Lima, hafði for-
ustu í göngunni svo að segja
alla leið og var 5:27.28 klst. á
leiðinni og fór með um 15
km meðalhraða á klukkustund.
Bezta tíma á þessari vegalengd
hefur Mora-Nissa náð og var
það var 1953, þá tæplega fer-
tugur. Var hann 5:01.55 klst en
þeim hraða verður erfitt að ná.
680 keppendur stóðu á rás-
strikinu kl. 15 mín yfir 8 í snjó-
muggu og 5 st. frosti. Er á
daginn leið birti upp og voru
áhorfendur tugþúsundum sam-
an meðfram göngubrautinni
sérstaklega í nánd við Mora
en hundruð bifreiða fylgdust
með göngugörpunum alla leið-
ina. Finninn Pekka Kuvaja
hafði verið óheppinn með
áburð og var nr. 5 eftir
hálfnaða leið. Smurði þar uppá
nýtít og kom 12. í mark.
13 Norðmenn kepptu og
varð Harald Maartman þeirra
heztur eða í 38. sæti á 27 mín.
lakari tíma en sigurvegarinn.
mundi slíta leiknum, ef vlðvör-
un mín bæri ekki árangur, og
sótti mér einnig heimild til þess
í handknattleiksreglur ISÍ, 18.
kafla, 5. gr.; þar segir: „Dóm-
ari ber ábyrgð á, að leikregl-
um sé fýlgt. Reynist honum
það ekki kleift og snúist keppn-
in í leikleysu, skal dómari slíta
leiknum".
Að lokum vil ég benda á að
hver sá, sem ekki veit hvaðan
dómari fær vald til að túlka
handknattléiksreglumar meðan
á leik stendur, væri holt 'að'
líta í 18. kafla, .3'. gr. í hand-
knatfeleiksreglum ÍSl er f jallar
um leikstjóm og hljóðar svo
„Dómari fer með allt úrskurð-
arvald, og dómum hans verður
ekki áfrýjað, nema þéir brjóti
í bág við reglurnar" osfrv.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
Gunnar Bjarnason.
★
Athugasemd ritstj.
Þar sem okkar ágæti Gunnar
Framhald á 10. síðu.
Norðmenn leika 8
landsleiki í knatt-
spyrnu í ár
Norðmenn hafa fyrir nokkru
gengið frá landsleikjum sínum
í knattspyrnu og leika þeir 8
leiki. Eru 4 þeirra heima og
fjórir erlendis. .
Fyrsti leikurinn er við Ung
verja 8. maí á Ullevál. Annar
við írland á Bislet í Osló 25.
maí. Þriðji leikurinn er við
Rúmeníu í Osló 10. júní. Norð-
menn leika svo í Rúmeníu 1956.
Em þetta vorleikirnir.
Fyrsti haustleikurinn er við
Finnland 14. ágúst og þá í
Helsingfors. Við Dani keppa
Norðmenn svo á Ullevál’ 11.
sept. Leikurinn við Svía fer
fram 5. okt. á Rásundavelli í
Svíþjóð. Keppni við Holland
verður 6. nóv. og við Þýzka-
land 16. nóv, en Þjóðverjar
keppa í Osló 1956 um vorið.
Cunnar M. Magnúss:
Bömin frá Víðigerði
þessar mundir.
En kvenfólkið og krakkarnir héldu að mestu
kyrru fyrir heima.
Framundan var dagur, sem hvert mannsbarn í
Víðigerði hugsaði um, meira eða minna — mikill
vonadagur, en um leið kvíðadagur fyrir sumum.
Þetta var kveðjudagurinn mikli.
Allir í Víðigerði ætluðu að fara til kirkju viss-
an sunnudag, hitta þar vini og vandamenn og
helzt sem flesta sveitunga og kveðja þá í hinzta
sinn.
Svo rann þessi örlagaríki sunnudagur.
Fréttin hafði borizt út um alla sveitina, — að
Víðigerðisfólkið ætlaði að koma til messu, til þess
að hlusta á prestinn sinn í síðasta sinn og kveðja
alla við kirkjuna.
Fólkið hópaðist úr öllum áttum, fleiri eða færri
frá hverjum bæ, stórir og smáir hópar, börn og
fullorðnir og aldurhnignir; konur og karlar, svo
að fólk á prestssetrinu mundi ekki þvílíka manna-
ferð fyrr.
Kirkjan varð alveg troðfull af fólki, ekki ein-
ungis að hvert sæti væri skipað, heldur stóð einn-
ig fjöldi manns milli bekkjanna alla leið innan
úr kór og fram að kirkjudyrum.
Kirkjudyrnar voru hafðar opnar, því að sumir
urðu að standa í dyrunum eða jafnvel úti á s’tétt-
inni.
Á suðurhliðinni var barinn upp gluggi, §em
ekki var þó venjulegt. Þrátt fyrir þetta fannst’
öllum í kirkjunni nógu heitt, sem ekki var þó
venjulegt.
Fyrir utan þennan glugga stóðu nokkrir menn,
sem ekki höfðu haft sig mjög í frammi, og hlust-
uðu nú á messugerðina gegnum gluggann.
Sovézki fimleikamaðurinn Grant Sjaginjan
Arnheiður og Eysteinn Reykja-
víkurmeistarar í svigi 1955
Svigkeppni Skíðamóts Reykja-
víkur fór fram um s.l. helgi
við Skíðaskálann í Hveradölum
og við Kolviðarhól. Á laugar-
dag var keppt í kvennaflokki
og drengjaflokki, en á sunnu-
dag í A flokki, B flokki og C
flokki karla. Veður var mjög
gott en færi nokkuð hart. Skráð-
ir þátttakendur voru um 70.
I RSLIT I EINSTÖKUM
FLOKKUM
Drengjaflokkur
Sigurður Einarsson ÍR 81.8
Úlfar Andrésson ÍR 83.0
Getur Eggertsson Á 93.3
Kvennaflokkur (A flokkur)
Arnheiður Árnadóttir Á 74.3
Karólína Guðmundsd. KR 77.4
Ingibjörg Ámadóttir Á 81.6
C flokkur karla
Svanberg Þórðarson iR 92.3
Ólafur Björgúlfsson ÍR 98.9
Sigurður Sigurðsson KR 101.3
í 4ra manna sveitakeppni i
þessum flokki sigraði sveit KR
á 477.9 sek.
B-flokkur karla
Einar Einarsson Skíðas. skáta
123.4
Hilmar Steingrímss. Skíðas.
skáta 126.4
Elfar Sigurðsson KR 135.5
A-flokkur karla
Brautarlengd 535 m. Fallhæð
190 m. Hlið 50.
Eýsteinn Þórðarson ÍR 115.2
Stefán Kristjánsson Á 118.1
Ásgeir Eyjólfsson Á 123.8
í 3ja manna sveitakeppni í
Á flökki sigraði sveit Ármanns
á 370.0 sek.
1 sveitinni vom Stefán
Kristjánsson, Ásgeir Eyjólfs-
-son og Sigurður R. Guðjónsson.
Verðskrá yfir tr jáplöntur
frá Skógrækt rlkisins vorið 1955:
Skógarplöntur:
Birki 3/0 ....
Birki 2/2 ....
Skógarfura 3/0 .
Skógarfura 2/2 .
Rauðgreni 2/2 .
Lerki 2/2 .....
pr. 1000 stk.
kr. 500.00
— 1.000.00
— 300.00
—■ 600.00
— 1.200.00
— 1.200.00
Garðplöntur:
Birki úrval V£s m og yfir ..
Birki óvalið 40 til 75 cm. ..
Birki í limgerði undir 40 cm.
Reynir úrval 60 cm og yfir
Reynir I. fl. 40 til 60 cm ....
Reynir II. fl. 25 til 40 cm. ..
Lerki ......................
Sitkagreni..................
pr. stk. kr.
Rauðgreni .
Alaskaösp .
Þingvíðir .
Gulvíðir ...
Skógarfura
2/2
15.00
8.00
3.00
15.00
8.00
4.00
10.00
10.00
8.00
4.00
3.00
3.00
1.00
Skriflegar pantanir sendist fyrir 20. apríl Skógrækt
rikisins, Grettisgötu 8 eða einhverjum skógarvarðanna:
Daníel Kristjánssyni, Hreðavatni, Borgarfirði, Sigurði
Jónssyni, Laugabrekku, Skagafirði, ísleifi Sumarliða-
syni, Vöglum, S. Þing., Guttormi Pálssyni, Hallorms-
stað, Garðari Jónssyni, Tumastöðum, Fljótshlíð.
Skógræktarfélögin taka einnig á móti pöntunum á trjá-
plöntum og sjá flest um dreifingu þeirra til einstaklinga
á félagssvæðum sínum.
Pantanir, sem berast eftir 20. apríl verða ekki teknar
til greina.