Þjóðviljinn - 30.03.1955, Blaðsíða 11
Miðvikutlagur 30. marz 1955 — ÞJÓpVHJINN — (11
Erich Maria REMAKQUE:
—
Að elska...
...og dej/ja
' >-______________________/
92. dagur
mannablók eins og' þú! Haltu áfram ef þú vilt, fífliö
þitt. Byrjaöu borgarastyrjöld! Viö höfum einmitt verið
aö bíöa eftir þér“.
Gráber þurfti ekki frekari skýringai” vélbyssan lokaöi
garðinum. „Vörður“, sagöi hann reiðilega. „Til hvers?
Næst fariö þiö aö standa vörö um sjálfa ykkur. Eru
glæpamenn þarna inni eöa hvað? Eöa um hvað þarf aö
halda vörö í þessari bölvaöri hermannafrakkaverk-
smiðju?“
„Meira en þú heldur“, svaraöi vörðurinn fyrirlijtlggg,...
„Við framleiðum ekki aöeins hermannayfirhafnir þama
og þaö eru ekki eingöngu verkakonur þama inni. í her-
gagnaverksmiöjunni eru nokkur hundmö fangar úr
fangabúöunum. Skiluröu þaö núna, vígvallarblókin
þín?“ "
„Já. Hvernig eru kjallararnir?“
„Hvaöa áhuga skyldi ég hafa á þeim? Ég verö aö vera
kyrr úti. Og hvaöc.verður um konuna mína inni í borg-
inni á meöan?“
„Eru kjallararnir öruggir?"
„Auövitaö. Þaö skortir fólk til verksmiðjuvinnu. Og
burt meö þig núna! Þaö er bannaö aö vera úti á götun-
um. Mennirnir þarna eru búnir aö taka eftir þér. Þeir
eru aö leita aö skemmdarverkamönnum!“
Þungu sprengingarnar voru hættar. Loftvarnabyss-
urnar héldu áfram aö skjóta. Gráber hljóp til baka þvert
yfir torgiö. Hann fór ekki inn í næsta skýli; hann skreið
niður í nýja sprengjugíginn viö endann á torginu. Þef-
urinn í honum ætlaði að kæfa hann. Hann skreiö upp
aö brúninni, lá þar og staröi á verksmiöjuna. Þetta var
öðru vísi stríö, hugsaði hann. Á vígstöðvunum þurfti
hver og einn aðeins aö hugsa um sjálfan sig. Það þótti
mikiö ef maður átti bróöur í sama herflokki; en hér áttu
allir fjölskyldur, og þaö var ekki einungis skotið á mann
sjálfan heldur alla hina. Þetta var tvöfalt og þrefalt og
tífalt stríð. Hann hugsaöi um lík fimm ára telpunnar
og síöan um allan þann líkafjölda sem hann hafði séð
og hann hugsaöi um foreldra sína og um Elísabetu og
hann fann til ofsalegs haturs á þeim sem orsakaö höfðu
allt þetta; þaö var hatur sem stöövaöist ekki viö landa-
mæri fööurlands hans og kom hvorki skilningi né rétt-
læti viö.
Þaö fór aö rigna. Droparnir féllu eins og silfurskúr
mjúkra tára gegnum daunillt, flekkaö loftið. Þeir
sundruöust þegar þeir snertu jöi’öina. Svo kom næsti
sprengj uf lugvélaflokkur.
Þaö var eins og veriö væri aö rífa sundur bi'jóst hans.
Brunurnar uröu aö málmkenndu óráöi og svo lyftist
hluti af verksmiöjunni upp, svai*tur á aö sjá fi-aman viö
vængmyndaöan eldbjai’man, tættist í sundur eins og
í'isi væri að handfjatla leikföng undir yfirboröi jaröar
og fleygja þeim í loft upp.
Gi'áber staröi á eldinn sem spratt upp hvítur og gulur
og gi’ænn. Svo hljóp hann aftur aö verksmiðjuhliöinu.
„Hvaö viltu núna?“ hi’ópaöi vöröurinn. „Séröu ekki aö
viö höfum orðið fyrir sprengju?“
„Jú. Hvar? f hvaöa deild? Yfii’hafnadeildinni?“
„Þvættingur er þetta. Yfirhafpadeildin er lengst
burtu“.
„Ertu viss? Konan mín —“
„Fari hún til fjandans! Þær eru allar í kjallaranum.
Hér er hópur af særðum og dauöum! Láttu mig í friði“.
„Hvernig stendur á aö þaö eru særöir og dauöir fyrst
allir eru í kjallaranum?“
„En þetta eru hinir, maöur. Þeir úr fangabúöunum.
Þeir eru ekki í kjallaranum. Eöa helduröu kannski aö
byggðir séu sérstakir kjallarar handa þeim?“
„Nei“, sagði Gráber. „Mér datt þaö ekki í hug“.
„Jæja! Þú ert aö vitkast. Og láttu mig svo í friöi!
Reyndur hermaöur ætti ekki aö vera svona taugaveikl-
aöur. Auk þess er þetta búiö í bili. Ef til vill eru þeir
farnir“.
Gráber leit upp. Nú heyröist aöeins í loftvarnabyss-
unum. „Heyröu mig, félagi“, sagöi hann. „Ég fer aðeins
fram á eitt. Mig langar til aö vita hvort nokki’ar skemmd-
ir hafa orðið í yfirhafnadeildinni. Leyfðu mér aö fara
inn eöa spyröu fyrir mig. Ert þú ekki kvæntur?“
„Auövitaö. Ég var búinn aö segja þér það! Heldurðu
ekki aö ég sé nógu kvíðandi vegna minnar konu?“
„SpyrÖu þá fyrir mig. Geröu þaö og þú mátt treysta
því aö ekkert hefur komiö fyrir konuna þína“.
Vöröurinn horfði á Gráber og hristi höfuöiö. „Þú ert
ekki meö réttu ráöi, maöur. EÖa ertu guö almáttugur?"
Hann fór inn í skýli sitt og kom von bráðar aftur. „Ég
hringdi inn. Þaö er allt í lagi með yfirhafnirnar. Aðeins
fangatetrin uröu fyrir sprengju. Og faröu nú! Hvaö
hefuröu veriö kvæntur lengi?“
„Fimm daga“.
Vöröurmn brosti allt í einu. „Hvers vegna sagöiröu
þaö ekki strax? Þá er öðru máli aö gegna“.
Gráber gekk til baka. Ég vildi fá einhvern grundvöll
í tilveruna, hugsaöi hann. En ég gerði mér ekki ljóst aö
fyrir bragöiö er ég helmingi viðkvæmari.
Því var lokiö. f borginni var þefur af eldi og dauöa og
alls staöar voru eldar. Þeir voru rauöir og grænir og gulir
og hvítir; sumir voru aðeins skríöandi, flögrandi logar
yfir rustum, aðrir teygöu sig upp um húsaþök í áttina
til himins; sumir eldarnir vöföust næstum innilega utan-
'ufn uppistandandi húsagafla, föömuöu þá þétt, feimnis-
lega, varfærnislega; aörir geystust ofsalega út um
glugga.: Þaö voru stórbrunar og eldveggir og eldturriar,
það voru logandi lík og logandi lífverur sem æddu vein-
andi út úr húsum, snemst í hringi og reyndu aö klifra
upp húsveggi, æddu um unz þeir hnigu niður og skriöu
veinandi, kipptust svo aöeins til og korruöu og þefur af
brunnu holdi gaus upp.
„Blysin“, sagöi einhver viö hliö Grábers. „Þaö er ekki
hægt aö bjarga þeim. Þeir brenna lifandi. Þessi ófögn-
uöur úr eldsprengjunum spýtist yfir þá og brennur gegn-
um allt, hörund, hold og bein“.
„Hvers vegna er ekki slökkt í þeim?“
„Þá þyrfti sérstakt slökkvitæki á hvern einstakan og
ég veit ekki einu sinni hvort þaö mundi stoða. Þetta
étur sig gegnum allt. Og svo óhljóöin!“
„Þaö ætti aö skjóta þá strax, ef ekki er hægt að
bjarga þeim“.
„Reyndu þaö og láttu hengja þig fyrir morð! Og reyndu
aö hitta þá meöan þeir æöa svona um! Hiö ömurlegasta
er aö þeir skuli hlaupa svona. Þess vegna er þaö sem
þeir blossa upp! Vindurinn, skiluröu! Þeir hlaupa og viö
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu.
LOKS KEMUR ein aðfinnslan
enn í sambandi við sunnu-
dagsdagskrá útvarpsins. Ekk-
ert finnst manni eins gremju-
legt og þegar útvarpið flytur
leikrit, sem tiltölulega nýlega
hefur verið flutt áður, sem
þar að auki er þess eðlis að
ómögulegt er annað en muna
úr því aðalatriðin. í svona
leikritum er aðalatriðið hver
drepur hvern og hvers vegna,
og það man maður um leið og
endurtekið leikrit hefst, þótt
samtöl og ýmis smáatriði séu
gleymd. Hlífið okkur í öllum
bænum við að marghlusta á
sama þrillerinn, flest önnur
leikrit eru heppilegri til endur-
tekningar. Og það ætti ekki að
vera ósanngjörn ósk að leík-
rit sunnudagskvöldanna hefðu
ekki verið flutt áður.
Iþrófttlr
Framþald af 9. síðu.
hefur skriflega viðurkennt að
hafa gefið liðinu í heild aðvör-
un og að leik yrði slitið ef það
héldi uppteknum hætti, og þar
sem hann fullyrðir að hann
hafi „aldrei gefið fyrirliða á-
minningu fyrir uppröðun liðs-
ins á leikvelli“(!!), verða af
ýmsum ástæðum frekari um-
ræður látnar niður falla hér, þó
um sé að ræða mál sem „útaf
fyrir sig gæti verið rannsókn-
ar- og umhugsunarefni“.
Væntum vér líka að dómarar
haldi uppteknum hætti og dæmi
brotin svona nokkurnveginn í
þeirri röð sem þeir verða þeirra
varir, en taki ekki drýgðar og
ódrýgðar syndir og brot í
„slöttum“.
Litlir snáðar í mynztruðum jökkum
Jakkar með
treyjusniði úr
mynstruðu
efnieru
ir í
handa litlum
drengjum. —
Þetta er tilval-
in hugmynd
handa þeim
sem heldur
vilja sauma en
prjóna, en
treysta sér þó
ekki vel til að
sauma herra-
snið. Mynstr-
uðu jakkarnir
gera ekki
miklar kröfur
til saumakon-
unnar. Báðir
jakkarnir á
myndinni eru
t.d. kraga- og
hornalausir,
en það er mik-
ill léttir í
saumaskap.
— Röndótta efnið er að vísu
strákalegra og hentar betur á
drengi sem komnir eru yfir
fjögurra ára aldur. — Yngri
drengir geta fremur verið í
doppóttum jökkum. Auðvitað
verður að hafa glæsilega vasa
á þessum jökkum, og þá má
brydda með efni sem fer vel
við litinn á jakkanum.
Sjúkraborð
Þegar maður er rúmliggjandi,
en þó svo hress að maður getur
borðað, lesið, skrifað og gert
það sem maður gerir yfirleitt
við borð, getur það komið sér
vel að hafa sjúkraborð.
Borðið sem sýnt er á teikn-
ingunni er þunn tréplata með
tveimur fléttuðum körfum með
trébotni (þessar körfur verða
að vera ögn þyngri en platan
vegna jafnvægis). I körfurnar
er hægt að leggja blöð, bækur,
handavinnu og smáhluti, sem
annars vilja týnast niður í
rúmið. — Þetta borð ætti að
tryggja að maður geti látið sér
líða sæmilega, þótt maður sé
lasinn og verði að vera í rúm-
ánu.
m
mnincfcirájjfoici