Þjóðviljinn - 30.03.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.03.1955, Blaðsíða 12
íhaldið í bæjarráði hindrar enn samninga við verklýðsfél. Bæjarstjórn tekur endanlega afstöðu á aukafundi sem minnililutaflokkarnir hafa krafizt HlÓÐVILIINN Miðvikudag-ur 30. marz 1955 — 20. árgangur — 74. tölublað 15o ára afmælis H. C. Ander- Á fundi bæjarráðs Reykjavíkur í gær bar Guðmundur Vigfús- son fram svohljóðandi tillögu: ,,B® jarráðið ákveður að hefja þegar samningaumleitanir við samninganefnd verkalýðsfélaganna um samskonar sérsamninga af hálfu Reykjavíkurbæjar og stofnana hans og Hafnarfjarðar- bær hefur nú gert við Verkamannafélagið Hlíf. Gefur bæjarráð borgarritara heimild til að undirrita slika samninga að áskildu samþykki bæjarstjórnar." Við atkvæðagreiðslu um til- löguna féllu atkvæði þannig að Guðmundur Vigfússon og Bárð- ur Daníelsson greiddu henni at- kvæði en íhaldsfulltrúarnir þrír sátu hjá! Þýðir sú afgreiðsla að tillagan er ekki talin fá nægan stuðning og nær ekki fram að ganga. íhaldsmeirihlutinn í bæj- arráði lét bóka þá greinargerð fyrir hjásetu sinn að bæjar- stjórn hefði áður fellt að und- irrita sérsamninga við verka- lýðsfélögin! Bæjarstjórnarfundur á morgun? Þrátt fyrir þessa afstöðu í- Samningarnir við Hlíf sam- þykktir einróma í bæjarstjórn íhaldið heykist íyrir einhuga almennings- áliti aí ótta við íylgishrun Þau athyglisverðu tíðindi gerðust á fundi bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar í gær að íhaldsfulltrúarnir þorðu ekki að greiða atkvæði gegn samningum þeim sem gerðir hafa verið við Hlíf, heldur sátu hjá. Er þetta ágætt dæmi um þaö hvernig hægt er að beygja auðmannafulltrúana meö einhuga almenningsáliti. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði undirritaði samninga við Hlíf s.l. laugardag að því tilskyldu að þeir yrðu samþykktir í bæj- arstjórn. Var bæjarstjórnar- fundurinn haldinn í gær, og vakti það þegar athyglí að Jón Gíslason — sem sæti á í samn- inganefnd atvinnurekerida — mætti ekki! Kristján Andrésson ræddi samningana og gildi þeirra, ekki aðeins fyrir verkalýðssamtökin, heldur og fyrir bæjarfélagið og fyrirtæki bæjarins. Hvatti hann verkamenn — sem allmargir voru mættir á fundinum — til þess að fylgjast vel með þróun þessara mála og draga af þeim áPyktanir. -Þegar til atkvæðagreiðslu kom fluttu íhaldsmennirnir til- lögu um að bæjarfyrirtækin gengu í Vinnuveitendasamband Einar Arnérsson látinn Einar Arnórsson fyrrverandi prófessor varð bráðkvaddur í gær. Einar Arnórsson var fæddur 24. febrúar 1880 og var því 75 ára að aldri. Hann varð stúd- ent 1001 og lauk lögfræðiprófi við Kaupmannahafnarháskóla 1906/ Tveim árum síðar gerðist hanri kennari við lagaskólann og várð prófessor i lögum við Háskóla íslands, er hann var stofnáður 1911 og gegndi því starfjr til 1932, að undanskildum tveim árum er hann var ráð- herra: Hæstaréttardómari varð hann 1932. Háskóli íslands gerði hann ; heiðursdoktor árið 1936. Einar . Arnórsson var forseti Sögufqlagsins frá 1936 og átti sæti í stjórn Bókmenntafélags- ins og var gerður heiðursfélagi beggja þessara félaga. Samdi hann mörg rit um lögfræði og sagnfræðileg efni. Islands! Þegar hún hafði verið felld voru samningarnir við Hlíf samþykktir einróma — íhalds- fulltrúarnir þorðu ekki annað en sitja hjá. Flygenring stendur einn. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær var Jóni Gíslasyni fyrir- skipað að binda báta sína, en hann hefur ekki þorað að verða við þeim fyrirmælum Vinnu- veitendasambandsins og fóru tveir af bátum hans á veiðar í gær. Hins vegar heldur hann fast við að neita að semja við Bæjarútgerðina um vinnslu afl- ans, enda þótt mikið af fiskin- um í bátum hans eyðileggist með því móti. Flestir aðrir bát- ar hafa hins vegar samið við Bæjarútgerðina, þ.á.m. Sjálf- stæðisbátarnir svonefndu, sem eru í eigu kunnra forustu- manna íhaldsins. Irigólfur Flyg- enring einn hefur bundið bát sinn um hávertíðina. Bátar þeir sem koma í land hafa fengið á- gætan afla, en þeir geta aðeins verið skamma stund á veiðum þar sem þeim er neitað um ís. Fundur um varnir gegn umferðaslys- um á börnum Barnaverndarfélag Reykja- vikur gengst í kvöld fyrir fundi í bíósal Austurbæjarbarnaskól- ans um varnir gegn umferða- slysum á börnum. Matthías Jón- asson, formaður Barnaverndar- félagsins mun setja fundinn með stuttu ávarpi, en frummælendur eru Jón Oddgeir Jónsson, full- trúi Slysavarnafélagsins, Ólafur Guðmundsson lögregluþjónn og Alfreð Gíslason læknir. Að lokn- um framsöguræðum verða frjáls- ar umræður. — Allir áhuga- menn eru velkomnir á fundinn, sem hefst kl. 20.30. haldsfulltrúanna í bæjarráði kemur málið enn fyrir bæjar- stjórnina þar sem sjö bæjarfull- trúar hafa krafizt aukafundar um málið eins og skýrt var frá i blaðinu í gær. Eru líkur til að sá fundur verði haldinn á morgun. Kemur þá í ljós hvort íhaldsmeirihlutinn heldur enn fast við þá fráleitu afstöðu að skipa Reykjavíkurbæ og fyrir- tækjum hans við lilið þeirrar ó- svífnu atvinnurekendaklíku sem nú iiyggst að svelta verkalýðinn til hlýðni og neitar ölliim samn- iiigum við verkalýðsfélögin. Sú afstaða þýðir m. a. stöðvun tog- ara Bæjarútgerðarinnar strax og þeir koma af veiðum, áfram- haldandi stöðvun alls bátaflot- ans sem bærinn gæti keypt afl- ann af að gerðum samningum, svo og áframhaldandi stöðvun allra annarra framkvæmda sem bærinn hefur með höndum svo sem undirbúning nýrra bygging- arsvæða o. fl. sem sízt er of vel á vegi statt. sen minnzt á laugardaginn Nœstkomandi laugardag eru liðin 150 ár frá fæðingu danska skáldsins heimsfrœga H. C. Andersens; verður af- mœlisins minnzt með margvíslegum hœtti víða um heim, einnig hér á landi. Kvölddagskrá útvarpsins verð- ur helguð Andersen: flutt um hann erindi, lesið úr verkum hans, flutt tón- list er samin hefur verið út af þeim. Um kvöldið verður einnig haldin afmælishátíð í Sjálfstæðishúsr inu. Þar flyt- Ur Tómas Guð- mundsson frumsamið til Danmerkur, Einar Ólafur Sveinsson prófessor flytur erindi, Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona syngur lög við H. C. Andersen kvæði: Kveðja Lánafrumvarp stjórnar- innar loksins lagt fram Einn legáii Sjálísiæðisílokksins og annar legáti úr Framsókn eiga að íá alræðisvald um byggingarlán næstu sex árin! — Af- nám nýsköpunarlaganna um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis ljóð eftir H. C. Andersen. Þá lesa séra Bjarni Jónsson og Am- dís Björnsdóttir leikkona upp úr verkum hans. Það er íslands- deild Norræna félagsins og danska sendiráðið í Reykjavík sem gangast fyrir þessari hátíð; skýrði frá Bodil Begtrup, sendi- herra Dana, og stjórn Norræna félagsins blaðamönnum frá þessu i gær. Þá hafa allir skólar landsins fengið tilmæli um að minnast dagsins, og að öllum líkindum verður sérstök útvarpsdagskrá fyrir börn af tilefni afmælisins. í Menntaskólanum i Reykjavik verður Andersen-hátíð árdegis á laugardag. Mikil hátíðahöld fara fram vítt um heim á afmælisdegi meistarans, en mest verður þó um dýrðir í Danmörku, ættlandi hans. Meðal annars flytur Kon- unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn nýtt leikrit eftir Kjeld Abel: „Andersen eller hans livs Eventyr". Ein höfuðgata borgar- arinnar, Vester Boulevard, verð- ur skírð á laugardaginn H. C. Andersens Boulevard. Flestir leikara Danmerkur eru ráðnir til upplesturs víðsvegar um MargboöaS og marglofað frumvarp ríkisstjómarinnar um lán'til íbúðarbygginga komst loks í gær alla leið til Alþingis. • Nefnist frumvarpið reyndar: „frumvarp til laga um húsnæðis- málastjórn, veðlán til íbúðar- bygginga og útrýmingu heilsu- spillandi íbúða“. Virðist liið fyrstnefnda vera talið geysimik- ið atriði, en þar er ákveðið að stofna „húsnæðismálastjórn“ þriggja manna, sem ríkisstjórn skipar til sex (!) ára i senn. Með frumvarpinu virðist. ætlun- in að svæla alla lánastarfsemi til íbúðabygginga beint eða óbeint undir þessa „stjórn". Á Lands- bankinn að eiga einn manninn, en sá á ekki að fjalla um út-. lán, heldur hinir tveir, eða helm- ingaskiptareglan alræmda í al- mætti sinu: Næstu sex ár á einn legáti frá ihaldi og annar frá Framsókn að hafa allt aó því einrædisvald yfir lánunum tii íbúðarbygginga á íslandi! Kaflinn um útrýmingu heilsu- spillandi húsnæðis er að aðalefni um afuám hinna stórmerku laga- ákvæða nýsköpunarstjórnarinn- ar um þetta efni, en í stað sett ákvæði sem ekki er liklegt að verði að gagni í þessu skyni. Frá efni frumvarpsins verður nánar skýrt næstu daga. Síðasta sýning japanska dans- flokksins í kvöld Siðasta sýning japanska dans- flokksins í Þjóðleikhúsinu er í kvöld kl. 20. Eins og kunnugt er hafa sýningar flokksins vakið mikla athygli og hlotið góða dóma, en aðsókn hefur verið mjög mikil og uppselt á fjórar fyrstu sýningarnar. Japanimir munu fara héðan til Hamborgar og síðar í sýningarferð til Suð- ur-Ameríku. Bandaríkin eiga að hætta á heimsstyrjöld, segir Knowland Yill láta beriast út af Kvimo) og Matsú Formaður þingflokks demókrata í öldungadeild Banda- ríkjaþings hefur sakað foringja þingflokks republikana í deildinni um aö vera fyrir þeim hópi bandarískra áhrifa- manna sem stefna markvisst að’ því að hleypa af stað heimsstyrjöld. Deinókratinn Lyndon John- son frá Texas komst svo að orði, að bandaríska þjóðin væri alls ekki á bandi „stríðsflokks- ins,“ sem lætur svo mjög að sér k%eða í Washington. Einnig kvraðst Johnson þess fullviss, að Eisenliovver forseti muni ekki láta ánetjast stríðsflokknum. Blaðamenn í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu hafa oft minnzt á stríðsflokkinn í Wash- ington, en þetta er í fyrsta skipti sem nafnið er nefnt í deilum stjórnmálaflokkanna. Þeir Radford aðmíráll, forseti yfirherráðs Bandaríkjanna, og William Knowland öldunga- deildarmaður hafa verið nefnd- ir foringjar stríðsflokksins. Ummæli Jolinsons voru svar til Knovvlands, sem er for- maður þingi'lokks republik- ana. Hafði Knovvland komizt svo að orði, að Bandaríkin eigi ekki að liika við að eiga á hættu að lieimsstyrjöid brjótist út heldur en að horfa upp á það að lier Sjang Kai- séks verði lirakinn af smá- eyjunum Kvimoj og Matsú uppi í landsteinum Kína. Flokksbræður Knowlands þeir Bridges og McCarthy tóku und- ir orð hans. McCarthy sagði að Framhald á 5. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.