Þjóðviljinn - 06.04.1955, Síða 5

Þjóðviljinn - 06.04.1955, Síða 5
Miðvikudagur 6. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Hill hraSfrystur s öndveriri veiðMerð Breiar gera tilraun fil að auka ver@- I • raæti togaraafla Togarinn Northen Wave frá Hull er á förum í til- raunaveiðiferð, sem brezkir togaraútgeröarmenn binda miklar vonir vió'. Myndin er tekin á blómamarkaöi í kínversku borginni Kanton. Hann er haldinn þar á hverju vori og voru allar götur borgarinnar að þessu sinni blómum skreyttar. Það er enginn hörgull á blómum í þessum hluta Kína þó að ekki sé komið sumar enn, því að Kanton er í hitabeltinu. Tekjur af ferðainönnum einn mesti þáttur heimsviðskiptanna Ferðamenn frá 41 landi eyddu 2,4 milljörðum dollara erlendis árið 1953 Tekjur af ferðamönnum eru að verða ein mesta gjald- eyrístekjulind margra þjóða og þarmeð einn stærsti liður- inn í alþjóöaviðskiptum. Nú hafa Sameinuðu þjóðirnar verið beðnar að stuðla að auknum ferðamannastraumi milli landa. Samkvæmt opinberum skýrsl- um, sem birtar hafa verið í Washington er búizt við að um ein milljón Bandaríkjamanna taki sér ferð á hendur til út- landa áður en árið er liðið. Bú- izt er við að þessir ferðalang- ar eyði samtals 1,5 þúsund milljón dollurum á ferðálögum sínum og eru þá fargjöld að heiman og heim ekki talin með. Talið er að um helmingur þess- ara ferðamanna, eða um 500.000, ferðist um V-Evrópu- lönd, en hinn helmingurinn til Orsakir flugslysa rannsakaðar Alþjóðaflugmálastofnunin í Montreal (ICAO) hefur birt yf- irlit um orsakir 33 flugslysa er urðu á árinu 1953. Samkv. yfírliti þessu urðu 44% slys- anna er flugvélar voru í lofti, 40% við lendingu og 16% urðu við flugtak. Orsakir 55% af þessum 33 slysum voru „sennilega mistök flugstjóra, segir í yfirlitinu. En ICAO tekur vara á þessari tölu vegna þess hve skiptar skoðan- ir séu um hvað telja beri mis- tök flugstjóra. Pjögur slysanna eru talin stafa af ónógu eftirliti og við- haldi vélanna, en fjögur slys stöfuðu af slæmu veðri Yfirlit þetta er byggt á flug- slysum er urðu í Argentínu, Burma, Kanada, Honduras, Ind- landi, ísrael, Saudi-Arabíu, Tyrklandi, Bretlandseyjum, N- Atlantshafi, Kyrrahafi, Mexíkó- flóa og í Bandaríkjunum. kaffiviðskipti alls heimsins á því ári og voru talsvert meiri en öll hveitiviðskipti í heimin- um það sama ár. Greiðslur Bandaríkjamanna til erlendra eigenda farartækja er flytja ferðamenn milli landa námu 1,2 milljarð dollara árið 1954. (Frá S.Þ.) Kanada, Mexíkó og S-Ameríku- ríkja. Mönnum er nú farið að verða ljóst, að hinar duldu gjaldeyr- istekjur ýmsra þjóða af ferða- mönnum eru svo þýðingarmikl- ar, að þær ríða baggamuninn í greiðslujöfnuði fjölda þjóða og að það eru miklir ónotaðir möguleikar til að auka þessar gjaldeyristekjur. Skýrslur, sem Alþjóðagjald- eyrissjóðnum í Washington hafa borizt frá 41 landi sýna, að ár- ið 1953 eyddu ferðamenn, sem ' svarar 2,4 milljörðum dollara erlendis. I þessari upphæð eru ekki talin með fargjöld til skipafélaga og flugfélaga. Ferðamannatekjur í tölum. Hér fara á eftir nokkrar tölur, sem sýna auknar tekjur nokkurra þjóða af ferðamönn- um á undanförnum árum: Vestur-Evrópuþjóðir hafa aukið dollaratekjur sínar af ferðamönnum úr $225.000.000 árið 1950 í rúmlega ^SSO.OOO.OO 1954. Ef fargjöld eru reiknuð með má telja víst, að Evrópu- þjóðir munu hafa rúmlega 1,5 milljarð dollara tekjur af er- lendum ferðamönnum 1955. Tekjur Breta af erlendum ferðamönnum jukust úr $171. 000.000 1950 í $246.000.000 1954. 1 Þýzkalandi jukust tekj- ur af ferðamönnum úr $32.000. 000 1950 í 130.000.000 1954. í ítalíu úr 83.000.000 dollurum í 147.000.000. Alþjóðagjaldeyrisviðskipti vegna ferðamanna árið 1953 námu álíka upphæð og Áróðurs- úíaðru sprakh Fimm menn skaðbrenndust í Nurnberg á bandaríska her- námssvæðinu í Þýzkalandi, þegar vetnisgeymir sprakk. Þeir sem slösuðust voru önnum kafnir að fylla loftbelgi með vetni en belgir þessir eru látn- ir berast með vindi inn yfir landamæri Tékkóslóvakíu og flj'tja þangað bandarísk áróð- ursrit. Togarinn hefur verið búinn hraðfrystitækjum með ærnum kostnaði. Afli skipsins öndverða [ veiðiferðina verður hraðfrystur. Betri fiskur. Með þvi að hraðfrysta fisk- inn á að tryggja það að liann fari betur en ef hann væri lagður. í íis að venjulegum hætti. Betri fiskur og verðmæt- ari ætti því að koma upp úr skipinu að veiðiferð lokinni. Með tilrauninni á að ganga úr skugga um það, hvort fiskurinn SÞ tíu ára Dag Hammarskjöld, aðalfor- stjóri SÞ hefur sent öllum ut- anríkisráðherrum þátttökuríkja samtakanna boð að koma til hátíðahaldanna í San Francis- co í tilefni af 10 ára afmæli alþjóðasamtakanna. Hátíðahöld- in fara fram dagana 20.—26. júní í sumar, en sem kunnugt er var stofnskrá SÞ undirrituð í San Francisco í júní 1945. Samkvæmt bráðabirgðadag- skrá yfir hátíðahöldin hefjast þau mánudaginn 20. júní með því, að borgarstjóri San Fran- eisco, Elmer E. Robinspn, flyt- ur ávarp. Þvínæst talar Dr. E. N. van Kleffens frá Hollandi. Hann var forseti síðasta Alls- herjarþings og er formaður nefndar þeirrar er sér um af- mælishátíðina. Aðalhátíðahöldin munu fara fram í óperuhöll borgarinnar. Þar munu stjórnmálamenn frá ýmsum löndum flytja ávörp. Ráðgert er að halda sýningar, hljómleika, leiksýningar o. s. frv. í sambandi við hátíðahöld- Þjóðverjar vilja losna við bandarisk kjarnorkuvopn Tillaga sósíaldemókrata á fylkisþingi Bínarlanda-Pfalz um bandarískar kjarnorkufallbyssur Harðar umræður urðu fyrir skömmu á fylkisþingi Rín- arlanda-Pfalz í Vestur-Þýzkalandi um kröfu um aö banda- r?sk kjarnorkuvopn verði flutt brott úr fylkinu. Sósíaldemókratar, sem eru í andstöðu gegn fylkisstjórninni, báru fram tillögu um að fela henni að fá sambandsstjórnina í Bonn til að koma því til leiðar við yfirherstjórn A-bandalags- ins að bandarískar fallbyssur til að skjóta úr kjarnorku- sprengikúlum verði fjarlægðar. Ræðumenn sósíaldemókrata sögðu, að bandaríski herinn hefði gert Rínarlönd-Pfalz að púðurtunnu, sem myndi rjúka í loft upp ef til vopnaviðskipta kæmi. Allir aðrir hafa neitað Bent var á að Bandaríkja- menn hefðu sjálfir skýrt frá því að í Rínarlöndum-Pfalz selzt það fniklu betur hrað- frystur en ísaður að svari auknuin kostnaði við hrað- frystinguna. Einnig á að vera hægt að vera lengur að veiðum í einu ef aflinn hefur verið hrað- frystur fyrstu dagana. Með ríkisstyrk. Útgerðarmenn og brezka rík- isstjórnin bera í sameiningu kostnaðinn af tilrauninni sem gerð er með þessari veiðiför Northern Wave. Margt stór- menni verður saman komið til að óska skipinu góðrar ferðar þegar skipið leggur úr höfn í Hull í fyrstu tilraunaferðina. Fiskveiðablaðið Fishing News segir að enginn vafi sé á því að ef tilraunin beri góðan árang- ur muni hún hafa víðtæk á- hrif á búnað og byggingu nýrra togara. 3 mánuðir fyrir að stela 20 aurum Tuttugu og fimm ára gamall Englendingur, John Daly að nafni, var um daginn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að stela einu penníi (20 aur- um) úr samskotabauk í kirkju í London. — Það er ekki yður að þakka sagði dómarinn, að ekki var meira fé í bauknum. Þér hafið búizt við að kirkjufólkið væri stórum gjöfulla en það reyndist vera. hefðu verið byggðir hermanna- skálar og gerðir hernaðarflug- vellir fyrir hálfan annan millj- arð marka (sex milljarða króna). Þar væru mestu olíu- geymslur í Evrópu og að sögn bandarísku herstjórnarinnar sjálfrar 22 kjarnorkufallbyssur. Öll önnur A-bandalagsríki í Vestur-Evrópu hafa neitað að láta Bandaríkjamenn koma sér fyrir með kjarnorkuvopn í lönd- um sínum vegna þeirrar gífur- legu árásarhættu sem þeim fylgir, sögðu sósíaldemókrat- arnir. Meirihluti Kristilega lýðræð- isflokksins og Frjálsa lýðræðis- flokksins á fylkisþinginu vísaði tillögunni frá. var gert afturreka Eldur kom upp fyrir skömmu í baðhúsi í Toronto í Kanada, nánar tiltekið kvennadeildinni. Þar voru þá staddar 200 alls- naktar konur og þess var eng- inn kostur að þær gætu fengið nokkra spjör til að skýla með nekt sinni, því að einmitt hafði kviknað í fatageymslunni. Brunaliðið þusti á vettvang eins og lög gera ráð fyrir en að beiðni gestanna afþakkaði baðhúsið aðstoð þess. Konurnar völdu þann kost að leggja til atlögu gegn' eldinum og þeim tókst að slökkva hann. Hroðr/íoð ! göiunafn 1 Forsætisráðherra Hollands hefur afhjúpað götunafnspjald á nýnefndri götu í höfuðborg- inni Haag. Það mun vera eina götuheitið í heiminum sem er á hraðritunarletri. Gatan er nefnilega heitin eftir Hollend- ingnum Groote, sem samdi hraðritunarkerfi sem víða er notað. Vegna þeirra sem ekki geta lesið úr hraðritun er götunafn- ið einnig haft á venjuJegu lat*' ínuletri. j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.