Þjóðviljinn - 06.04.1955, Síða 6

Þjóðviljinn - 06.04.1955, Síða 6
B) — ÞJÓÐVILJINN — ÖMiðvikudagur 6. apríl 1955 á þJÓOVllJINN Otgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Mtetjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. éintakið. Prentsmiðja Þjóðviljanp h.f. Níðið um verkfallsmenn Málgögn atvinnurekenda eru iðin við það síðustu daga að bera út hverskonar gróusögur og níð um verkfallsmenn. Alveg sérstaka áherzlu leggja þessi blöð á að ófrægja verk- fallsverðina og stofna til æsinga gegn þeim. Er ljóst að þessi málgögn braskaraklíkunnar sem stendur í vegi fyrir nýjum samningum og lausn verkfallsins munar í skipu- iagðar árásir og beitingu ofbeldis gagnvart þeim mönnum í verkalýðsfélögunum, sem gegna því nauðsynlega og sjálfsagða skyldustarfi að hafa eftirlit með því að fram- kvæmd verkfallsins sé í fullkomnu lagi. í>að er óþarfi að láta atvinnurekendaklíkunni og Heim- dallarskrílnum sem er á vegum hennar heppnast slíkar fyrirætlanir. Og við því er einfalt ráð og öruggt. Verka- menn og aðrir sem í verkfallsbaráttunni standa þurfa að fjölmenna til verkfallsgæzlunnar, þannig að unnt sé að rækja hana af festu og einbeitni. Verkfallsmenn eru í sínum fulla rétti þegar þeir halda uppi gæzlu á félagssvæði sínu og hindra tilraunir atvinnurekenda og annarra til að brjóta niður áhrif verkfallsins. Þennan rétt hefur verkalýðshreyfingin áunnið sér með áratuga langri hefð og í krafti styrkleika síns, og hann verður ekki frá henni tekinn svo lengi sem verkalýður landsins er vakandi á verði um hagsmuni sína og félagsréttindi. Gróusögum atvinnurekendablaðanna og níði þeirra um verkalýðsfélögin og verkfallsverðina þarf að svara með stóraukinni þátttöku í verkfallsvörzlunni. Það er greini- legt aö atvinnurekendaklíkan og ríkisstjórnin stefna að löngu verkfalli og hyggjast þannig beygja verkafólkið til hlýðni og uppgjafar. Samtímis verður áróðurinn hertur og lygaverksmiðja íhaldsins sett í fullan gang. Verkafólk hefur fengið forsmekkinn síðustu daga. En allt mun þetta verða til að að stappa stálinu 1 verkafólkið og hvetja það til að þjappa sér enn fastar saman. Á þann hátt verður líka atvinnurekendum búinn sá ósigur sem þeir hyggjast fá umflúið meö sveltitilraunum sínum og skipulögðu níði íhaldsblaðanna um verkalýðsfélögin og verkfallsverðina sem nú standa í fremstu víglínu og gegna mikilsverðum skyldustörfum fyrir alla verkalýðshreyfinguna. Eflum fjársöfnuniua 1 gær tilkynnti fjársöfnunarnefnd Alþýðusambands íslands og Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna að söfnunin til styrktar verk- fallsmönnum næmi 170 þús. kr. Þetta er myndarlega af stað far- ið, því söfnunin hefur aðeins staðið fáa daga. Hvert félagið af öðru er að ákveða framlag sitt til hinnar sameiginlegu baráttu og einstaklingar og vinnuhópar sem verkfallið nær ekki til leggja fram sinn skerf til styrktar verkfallsmönnum. Stærsta framlagið til þessa er frá Félagi íslenzkra atvinnu- iflugmanna og Flugvirkjafélagi íslands. Þau hafa tilkynnt að 75 þús. kr. greiðslan frá Loftleiðum gangi öll til styrktar verk- fallsmönnum. Söfnunarnefndin hefur þegar fengið lán út á upp- hæðina, sem samkvæmt samningi stendur inni í Útvegsbankan- tim þar til deilan leysist. Undirtektir launþega og alls almennings við málaleitan fjár- söfnunarnefndar sýnir hve stuðningurinn er öruggur við málstað verkalýðsins í yfirstandandi vinnudeilu. Þarf þetta að vísu engum að koma á óvart. Kröfur verkafólks um kjarabætur eru sann- gjarnar og eðlilegar og enginn hefur treyst sér til að mótmæla þeim með frambærilegum rökum. Allur rekstur vinnudeilunnar hefur frá upphafi einkennst af ábyrgðartilfinningu og tilhliðr- unarsemi af hálfu verkalýðsfélaganna. Enginn efast um að úrslit vinnudeilunnar snerta tugþúsundir ínanna beint og óbeint þótt ekki séu þeir aðilar enn sem komið er. Verkalýðsfélögin sem baráttuna heyja standa í stríðinu fyr- ir allan verkalýð og launþega landsins. Kjör allra annarra launa- inanna munu síðar markast af þeim úrslitum sem fást í núverandi Vinnudeilu. Þess vegna hlýtur öll alþýða að leggjast á eitt og •vinna að sigri verkalýðsfélaganna. Eitt nauðsynlegasta og raun- hæfasta framlagið til sigurs í deilunni er að efla fjársöfnunina, Bem á að gera verkfallsmönnum og fjölskyldum þeirra fært að standa af sér sveltitilraun atvinnurekenda og vinna sigur fyrir slla verkalýðsstétt landsins. S jálf stæðísf lokkurmn og Framsékn ætla ú útrýma lögunum m íifrf mingu heilsuspallandi husnæðis LánsupphœSin í frumvarpi rikissfjárnarinnar er of lág fyrir jbó sem helzt þurfa hjálpar viB Þjóðviljinn hefur áður birt fyrsta kaflann af rœðu Ein- ars Olgeirssonar við 1. umtœðu húsnæðislánafrumvarps ríkisstjórnarinnar, og rœddi hann par meginstefnu frum- varpsins. Hér er birtur síðasti kafli peirrar sömu ræðu, sem fjall- ar um lánsupphæðina sem frumvarpið kveður á um, og pann pátt sem snýr að útrýmingu heilsuspillandi hús- næðis. Sýnir Einar fram á að par er raunar fyrst og fremst að ræða um útrýmingu nýsköpunarlaganna frá 1946 um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis, en fram- kvæmd peirra lagaákvœða hafa ríkisstjórnir Sjálfstœðis- flokksins, Framsóknar og Alpýðuflokksins hindrað, allt frá 1947, pótt afturháldið hafi ekki dirfzt fyrr en nú að leggja til að pau yrðu afnumin. Það stendur í b-lið 6. gr. að lánaupphæðin megi nema % hlutum af verðmæti íbúðarinn- ar, þó ekki yfir 100 þús. út á hverja íbúð, en í c-liðnum stend- ur að lán til hverrar íbúðar skuli að jafnaði vera um 70 þús. kr., a-lánin 50 þús. kr., b- lánin 20 þús., lántökugjald 1%. (Það virðist vera að verða al- veg fast ákvæði hjá bönkun- um og nú vera leitt í lög slik gifurleg provísion). Sjötíu þúsund kr. lán yrði þó að öllum líkindum það venju- lega í þessum efnum. Eg er hræddur um að hámarkið, 100 þús., yrði frekar undantekning. Það þýðir að menn fá með þessu 70 þús. kr., 50 þús., sem menn eiga að endurgreiða á venjulegan hátt og 20 þús., sem menn verða að endur- greiða með hækkandi vísitölu, en menn vantar eftir sem áður, ef það eru eignalausir menn, sem eiga að ieggja í þetta, 80 þús. upp í 150 þús. kr. íbúð. ★ Með 'öðrum orðum: þó að, eins og nefndin kemst að orði, okrararnir séu reknir burt frá 1. og 2. veðréttinum, þá er því miður hætta á að ýmsir neydd- ust til að leita til þeirra með þann þriðja og fjórða, ef þeir þá vildu lána út á þann.veð- rétt, en mér sýnist að sú nefnd, sem hefur undirbúið þetta mál, og þar með hæstv. ríkisstjórn sjálf, hafi gengið út frá þeim undarlega hlut við samning þessa frv., að menn hefðu sjálfir yfirleitt næga pen- inga til þess að ieggja fram það sem á vantaði. í greinar- gerð frv. stendur á bls. 5: „í flestum tilfellum þar sem húsnæði vantar er um fólk að ræða, sem getur greitt af tekj- um sínum sem svarar húsaleigu af nýju húsnæði. Þar sem svo er ástatt verður að líta svo á, að um sé að ræða eftirspurn, sem geti greitt fullt verð fyr- ir þjónustuna. Það sem vantar er þá fjármagn sem hægt sé að fasta til langs tíma, en ekki að neytandinn þurfi styrks með“. ★ Mér virðist þessi afstaða hafa ákaflega mikið markað þetta frv., það að ganga út frá að menn hafi yfirleitt nægar tekj- ur til þess að greiða húsa- leigu eins og hún yrði með 7% vöxtum, 1% lántökugjaldi, 14% aukagjöldum og máske að ein- hverju leyti okurvöxtum af 80 þús. kr., sem menn yrðu að fá í viðbót, eða þá að menn væru það efnaðir að þeir gætu lagt slíkt fram. Mér virðist ekki vera hugsað um að það séu láglaunamenn eða verkamenn, a. m. k. ekki láglaunamenn meðal þeirra, sem geti í ríkum mæli hagnýtt sér þetta, þessi þó litlu fríðindi, sem þarna á að veita mönnum. Mér virðist vera gengið út frá því, að það sé fremur betur stæði hlutinn af verkamönnum og millistétt- um, sem hér sé fyrst og fremst verið að hugsa um. Við verðum að muna eftir því eins gott eins og er að stefna að því, að menn eigi sína eig- in íbúð, þarf líka að miða láns- kjörin og lánstímann við það að menn kikni ekki undir því að eignast sína eigin íbúð, að menn meira að segja á atvinnu- leysistímum og krepputímum þurfi ekki að selja þessar íbúð- ir kannski fyrir slikk, vegna þess að í þeim hafi menn fest állt það, sem þeir yfirleitt eiga af sparifé og geti tapað því með því. Mér finnst of mikið miðað við það að þessi lög sé ekki fyrst og fremst til að hjálpa þeim sem einkum eru hjálparþurfi. ★ Þá er annar kafli þessa frv. um útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Mér sýnist nú satt að segja aðalatriðið í þeim kafla, vera afnám laganna, — þó að það standi formlega í næsta kafla á eftir, afnám á 3. kafla laganna frá 1946 um opinbera aðstoð við byggingu íbúðar- húsa í kaupstöðum og kauptún- um, — þess kafla sem fjallar um útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Ákvarðanirnar eða lagafyrir- mælin frá 1946 um útrýmingu heilsuspillandi íbúða hafa alltaf verið þyrnir i augum fjármála- valdsins hér í Rvík, og það var þess vegna snemma byrjað á því, strax 1947, að fella þau í framkvæmd úr gildi. Nú á að drepa lagabókstafinn lika. Um leið er svo sagt að þrjár milljónir kr. skuli ríkið leggjá fram, ef sveitarfélög leggi fram samsvarandi. Þrjár millj. kr. frá ríkinu, það er raunverulega allt, sem ríkið ætlar að leggja fram, skilzt mér, eftir þessum lagabálki, 3 millj. kr. Og það hefur þó ekki þótt mikfð, þegar ráðstafanir hafa verið gerðar og ráðstafað hefur verið tekju- afgangi fjárlaga, þó jafnvel 20 millj. kr. færu í einn stað, eina lánastofnun 'eða slikt, en þegar um það er að ræða að útrýma heilsuspillandi íbúðum, og það sérstaklega íbúðum eins og braggahverfunum, þá eru þrjár milljónir látnar duga, þrjár milljónir frá ríkinu og þrjár milljónir frá, við skulum segja, Reykjavíkurbæ eða þeim öðr- um aðilum, sem þarna gætu lagt fram á móti. ★ Hér í Reykjavík munu vera yfir fimm hundruð slíkar íbúð- ir, sem þyrfti að útrýma — og það strax, það þyrfti að byggja yfir 500 fjölskyldur, og við skulum .reikna með, svo að maður reikni eins og ríkis- stjórnin hérna, með næstu fimm árum, þótt það sé alllang- ur tími, oflangur tími; ef það ætti að byggja 150 þús. kr. íbúðir, 100 íbúðir á ári, þá væri það fyrir 15 millj., sem þyrfti að byggja á ári, en með þessu móti væru ekki til nema 6 millj. upp í það, þannig að það er auðséð að meira að segja sú litla áætlun, sem þarna virð- ist felast á bak við, hún verður ekki framkvæmd með þessu móti. Lélegasta húsnæðinu, hús- næðinu sem félagsmálaráð- herra sagði réttilega að væri okkur til skammar og þeim sem í því búa til armæðu og hörmunga, yrði ekki útrýmt einu sinni á næstu fimm árum með þessu. Eg held að þarna yrði að gera betur. Eg held að sú nefnd, sem fær þeíta til meðferðar, ætti í fyrsta lagi að hækka þessa fjárhæð, hún ætti í öðru lagi að milda ofurlitið ákvæðin. ★ Eg vil vekja eftirtekt á hvernig þau eru: „Nú leggur sveitarfélag fram fé til íbúðar- bygginga í því skyni að útrýma heilsuspillandi íbúðum, annað- hvort sem óafturkræft framlag eða lán, og skal ríkissjóður þá leggja fram jafnháa upphæð á móti, allt að þrem millj. kr. á ári næstu fimm árin, að því tilskildu að sveitarfélagið sjái um að hið ónotaða húsnæði sé tekið úr notkun, enda greiði ríkissjóður ekki framlag sitt fyrr en því ákvæði er full- nægt.“ Samkvæmt þessu er það FramRald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.