Þjóðviljinn - 06.04.1955, Síða 7

Þjóðviljinn - 06.04.1955, Síða 7
Miðvikudagur 6. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 |5fe"H ^ P' I Eítir Jóhannes He' Bloo í ---------- morgunsárinii Það er nótt á Grænlands- hafi — og þögnin er alger, ekki svo mikið sem garg í fugli. í myrkrinu grillir í mast- ursljós skips — og þarna mótar fyrir þúst; það er skipið, hreyf- ingarlaust og friðsamt að sjá. En þetta er blekking. Ekkert l»eir hafa hlekkjað bráöina við skipssíðuna rándýr merkurinnar né haf- djúpanna er árvakrara, grimm- ara né miskunnarlausara en þetta skuggalega járnskip, það er tilbúið til fyrirvaralausrar árásar við fyrstu skímu morg- unsins, hraðskreytt skip, stutt, háreist og á klofið stefnið bolt- uð kubbsleg byssa með skutli. Þetta er hvalfangari. Uppi í brúnni í daufri skím- unni frá kompásnum mótar fyr- ir þremur mönnum með loð- skínnshúfur á höfði; holdgrann- ir, harðlegir menn, starandi þögulir út í kalda nótt heim- •skautsins. Uppi í tunnunni í mastrinu grillir í höfuð þess fjórða, og djúpt í iðrum skips- ins, bak við ryðgaðar járnplöt- urnar undir yfirborði sjávar- ins, standa tveir menn, bíð-" andi eftir hringingu ofan úr brúnni, vélstjórinn aftur í vél- arrúminu virðandi fyrr sér þagnaðar véiarnar, og kyndar- inn frammi á fírplássinu, nak- inn að ofan, laugaður bjarman- um frá eldholunum, og hefur ekki augun af flöktandi nálum sótugra mæla. Þeir bíða, sex menn, þögul- ir, tilbúnir. Svo snögglega, í órafjarlægð, bregður fyrir .daufri skímu; brot af sjóndeildarhringnum verður sýnilegt, og upp yfir það gægist fyrsta skima hins rísandi dags, flöktandi fyrst, hikandi, brýzt svo fram í him- inhvolfið voldug og sterk, þenst út, hækkar; feiknlegir geisla- stafir Ijósta myrkur himinsins, haekka, breikka — unz norður- hvelið er skyndilega albjart orðið og nýr dagur runninn. Mennirnir í brúnni bera sjón- aukana að harðlegum augunum. Á næsta andartaki lýstur kraftaleg hönd vélsímann, tvisvar sinnum, leiftursnöggt. Tvær hvellar hringingar glymja hátt í vélarúminu — og kyrrðin er rofin. — Bráð eygð. — Góann! öskrar vél- stjórinn fram á fírplássið, hverfur síðan í iðandi gufu- strók. Þúsundir hestafla eru leystar úr læðingi, stálhófamir taka að hamast á öxlinum með ofsahraða, og túrbínan hefur upp dunandi hátíðnisöng sinn, söng um stál, kraft og dauða, og þessi tröllaukna hljómkviða, slungin tifi í bullum, blístri í ventlum og hröðum taktföstum slætti stálhófarina, læsist í dautt og kvikt, fer sem bylgja um mennina og skipið allt^ stafnanna á milli. Frammi á fírplássinu stekkur kyndarinn álútur með logandi blys frá einu eldholinu til ann- ars. Stálgólfið glamrar undir fótum hans og það brakar og brestur hátt í ryðguðum styrkt- arböndunum á síðunni. Hann vindur sér fimlega undan eldi og sóti, sem spýtist út um öryggisgötin á dunandi eld- holunum og eldglamparnir leika um járnsúðir og dælur. Mennirnir í brúnni teygja þegjandi fram liökuna; munn- urinn herptur saman í mjótt strik, augun útstæð. Andlits- gríma þeirra speglar aðeins eina hugsun: hraðar — hraðar! Og áfram geysist hvalfangarinn í freyðandi röst, knúinn til hins ítrasta, þenur sig nötrandi og stynjandi yfir hafflötinn í mis- kunnarlausum eltingarleik við steypireyði á bakborða. Risavaxin bráðin, blásvört, 30 metra flykki, 90 tonn af kjöti beinum og blóði, fer mik- inn, kafar um stund. Vélar skipsins þagna, þeir í brúnni bíða átekta, skima — og þann- ig endurtekur sagan sig aftur og aftur. Bráðin kemur upp, blæs, hverfur á nýjan leik í djúpin, ferðast neðansjávar með stefnu á heimskautið. Skipið tekur snarþa beygju. Vélsíminn glymur á nýjan leik. Skorsteinninn þeysir upp í loft- ið eldi og sóti og skipsskrokk- urinn skelfur stafnanna á milli undan átökum vélanna. Skepnan hefst og sígur í vatnsskorpunni, uggir ekki að sér, blæs, ferðast hratt en hátt- bundið, tignarlega, í freyðandi röst. Þeir eru í skotfæri. Skyttan er komin að byss- unni. Fætur hennar tifa ótt og títt á hvalbaknum, hún gerir sig líklega, hún er farin að fá skjálftann, nasavængirnir titra. Vélar skipsins þagna. Nú! Skipið þenur sig yfir hafflötinn nieð þungum dyn Hvellur. Eldblossi og reykur gýs upp af byssunni, síðan ann- ar hvellur dumbur, er sprengi- „Sæljónið“ mikla liefur náð síðasta áfanga: steinbryggju undir ókunnu f jalli. kúlan springur í dýrinu. Ramman púðurþef leggur um skipið. Hafið umhverfis risa- skepnuna tekur svipuðum breytingum og spegill sem brotnar. Sjórinn rótast upp, og tryllt helsært dýrið, þeysandi blóðstrókuip upp í himininn, fer hamförum eftir haffletinum, dregur út þúsundir faðma af tói, snýr svo við og stefnir með hraða tundurspillis á hval- fangarann. Vélsíminn glymur ofsalega, þrjár hringingar í striklotu: títt á hvalbaknum — en of seint. Það vinnst ekki tími til að skjóta. Boðaföllin brotna á skipinu og risavaxinn blá- svartan sporð, löðrandi í blóði, ber eins og fjall við himin, síð- an: dynkur, brothljóð, járna- glamur, spýtnabrak. Skipið kastast til á sjónum. Tréverk- ið við vantinn brotnar í spón, fulla ferð áfram! — afturábak! — áfram! Vélarnar þrymja, þagna, þrymja. Byssan er hlað- in í skyndi með sprengikúlu. Hlaupið sígur. Stynjandi skepn- an nálgast með boðaföllum. Fætur skyttunnar tifa ótt og járnhandriðið sópast fyrir borð og bakborðssíðan fer í kaf í sælöðrið. Skipið hörfar hratt aftur á bak. Síðan glymja skothvellirn- ir einn af öðrum í morgun- kyrrðinni og hvalur og hval- fangari, umluktir perlugráum púðurreik, byltast til og frá í særótinu. Og enn glymja skothvellirnir. Þeir halda áfram að skjóta unz þeir hafa skotið í skepn- una 900 pundum af járni og 10 sprengikúlum. Síðasta skotið hæfir haria í lungun. Þá gefur hún frá sér þunga stunu, blæs feiknlegum blóðstrók í síðasta sinn, eins og í formælingar- skyni, yfir skipið. Blóðgusan brotnar sem holskefla á brúrini og skorsteininum; veikir kippir fara um skrokk skepnunnar, ferð hennar er lokið — og hægt og þunglamalega veltur hún um hrygg í þlóði sínu, kvið- urinn upp. Hvalfangarinn plægir sjóinn á hægri ferð. Þeir hafa hlekkj- að bráðina við skipssíðuna, skorið hana eftir endilöngum kviðnum, og úr sárinu fossar í sífeliu blóð, það skolast aftur með síðunni, þykkt, heitt og rjúkandi, og í iðukastinu frá skrúfunni blæs það upp í glitr- andi froðu. Þeir í brúnni skima þög- ulir; glampa slær á sjón- glerin, síðan beinast þau skyndilega öll í sömu átt. Snör hönd lýstur vélsímann, Góann! Vélstjórinn hverfur í iðandi gufumökk; svitinn perlar á enni hans og á ljósavélina falla tíðir glampar framan a£ fírplássinu. Skipið tekur við- bragð; blóðfroðan blæs upp. Skorsteinninn þeysir eldi og sóti til himins; blóðið á honum hristist uppí lögun risakrabba, vellur og sýður á sjóðheitu járninu, og hnarreist skipið, knúið allri orku sinni, þenur sig yfir hafflötinn með þungutn túrbínudyn. Það fjarlægist meir og meir unz það er aðeins lítill depill í fjarska — sem að lokum hverfur í morgunsárið. Og inri- an stundar er ekkert lengur sem minnir á tilvist þess, blóð- flekkirnir leystir upp, skothríð- in þögnuð — og hafið er aftur flekklaust og hreint, slétt og glitrandi eins og fægður spegill. VinnuYeitendasambandíð vildi halda áfram bann- inu gegn Loftleiðum en „sá sér það ekki færf1 AthyglisverS yfirlýsing i MorgunblaBinu i gœr Vinnuveitendasambands- klíkan auglýsir eftirminnilega í Morgunblaðinu í gær sárindi sín yfir því að hafa orðið að heykjast á banninu gegn Löft- leiðum. Birtir hún svohljóð- andi yfirlýsingu á 6. síðu blaðsins; „Að gefnu tilefni vill Vinnu- veitendasamband Islands taka fram, að ,það átti engan hlut að því að Loftleiðir h.f. gefa tveim stéttarfélögum kr. 75.000,00 sem greiðast þegar verkföllunum lýltur. Á hinn bóginn sá VSÍ sér ekki fært að draga þess vegna til baka yfirlýsingu sína um að láta af- skiptalaust að Loftleiðir li.f. fengju liér afgreitt benzín á flugvélar sínar, ef flogið væri upp á væntanlega samninga. — Vinnuveitendasamband ís- lands.“ fíárindi klíkunnar eru ofur skiljanleg. Eins og rakið var í blaðinu í gær samsvarar upp- hæð sú, sem Loftleiðir greiddu, því að gengið væri að öllum kröfum starfsfólksins í a.m.k. þrjá mánuði. Það hefði verið hugsanlegur möguleiki að féð hefði verið notað sem kaup- uppbót handa flugmönnum og flugvirkjum, þannig að þeir ynnu raunverulega upp á kröf- urnar, á sama hátt og samið hefur verið í Hafnarfirði. En auðvitað völdu flugmenn og flugýirkjar ekki þann kost, heldur lögðu féð í verkfalls- sjóð til þess að styrkja hina sameiginlegu baráttu félag- anna. Vinnuveitendasambands- klíkan hafði fullan hug á að halda banni sínu gegn Loft- leiðum áfram í þágu innlendra og erlendra keppinauta félags- ins, en „sá sér það ekki fært“ af ótta við almenningsálitið. Það er þessi ótti sem þarf að verða sívaxandi hlutskipti klíkunnar á næstunni. 'zs-rrlr'-\ WM

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.