Þjóðviljinn - 19.04.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.04.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 19. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 % ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRJ. FRlMANN HELGASON V, Chelsea er Ifð ársins í 1. deildinni ensku í enskri knattspyrnu hefur það vakið mikla athygli í ár hve Chelsea hefur staðið sig vel og hefur nú mikla möguleika til að vinna deildakeppnina í fyrsta sinn. Þó liðið hafi oftast verið í I. déild hefur það oftast verið neð- arlega þar og það þó það hafi átt afbragðsmönnum á að skip, þar til nú í vetur. Þrátt fyrir þetta hefur liðið alltaf verið vinsælt, með trúa og trausta á- horfendur heima á Stamford Bridge í London, en svo heitir völlur þeirra. Chelsea er tiltölulega ungt fé- lag stojfnað 1904, en fyrsta árið var það þó ekki það sterkt, að geta leikið í syðri 'deilda- keppninni. Komst þó fljótt upp í aðra deild og .1907 komst það upp í I. deild. Á þeim árum átti félagið markmann sem Billy Poulke hét og talinn er kröft- ugasti markmaður sem leikið hefur í I. deild. og til var ætlazt og svo kom síð- ari heimsstyrjöldin og stöðvaði uppbyggingu félagsins því að allri keppni var breytt svo mjög. Uppúr því náði félagið þó í tvo Tomma sem báðir voru frægir, annar hafði eftirnafnið Lawton en hinn Walker og var innherji í skozka landsliðinu, hinn mið- herji í enska landsliðinu. Þrátt fyrir góð nöfn tókst fé- laginu ekki að „vinna sig upp“ eftir lok stríðsins. Uppeldi frá Arsenal lætur að sér kveða. Það er ekki fyrr en Teddy Drake úr Arsenal tekst að fá breytingu á þessu og byggja upp lið sem getur skorað. (Drake var miðherji á sínum tíma). Hann er nú framkvæmdastjóri, sem lætur að sér kveða, og hann á stærsta þáttinn í velgengni fé- lagsins nú. Þegar verst gekk fyrir Chelsea fundu revyuhöf- undar í London það út að það væri ekki von að framherjar félagsins gerðu mörk? Og af hverju? Það stafar af því, og al- menningur tók undir með kímni, að þeir hafa Skota í liðinu sem spara mörkin! Margt fleira var sagt um Chelsea á þeim árum í þes.sum anda. Eftir 50 ára tilveru s.l. ár hafði félaginu aldrei tekizt að sigra hvorki í 1. deild né bik- arkeppni, og það hafði heldur aldrei orðið efst í 2. deild, en orðið nr. 2 í þau skipti sem það gekk upp. Einu sinni hefur Chelsea kom- izt í úrslit í bikarkeppninni. Var það 1915 en þá tapaði það Framhald á 10. síðu. Handknattleiksmótunum lauk á sunnudaoskvöld Dýrir menn keyptir Að Chelsea komst upp í 1. deild má líka þakka landsiiðs- miðherja þeirra tima, George IKisdon. Gerði hann á 6 keppn- isárum yfir 100 mörk. 1910 féll liðið aftur niður í 2. deild, en komst þaðan aftur 1912 og var í 1. deild óslitið til ársins 1924. Það þótti undrum sæta að Chelsea skyldi falla niður í 2. deild þar sem félagið átti marga af beztu leikmönnum Englands og m. a. lék þar þá sem áhugamaður Daninn Niels Middelboe. Nú tók félagið að kaupa marga leikmenn fyrir miklar upphæðir, og hafði þá mjög augastað á Skotum, t. d. H. Gallagher fyrir 10.000 pund og Alex Jackson fyr- ir 8.500 pund. En þetta gekk ekki eins vel íslandsmótunum i handknatt- leik sem staðið hafa yfir undan- farið, lauk s.l. sunnudagskvöld. íslandsmeistarar í hinum ýmsu flokkum urðu: II. fl. kvenna: Glímufél. Ármann M. fl. kvenna: K. R. III. fl. karla B: í. R. III. fl. karla A: Fram. II. fl. karla: K. R. I. fl. karla: Fiml.fél. Hafnarfj. Mfl. kala: Valur og fór það mót fram fyrr. Leikirnir á sunnudagskvöld- ið fóru þannig: III. fl. karla: Fram—:í. R. 14:8 (úrslit) II. fl. kvenna: Ármann A. og K. R. 9:1 (úrslit). Meistaraflokkur kvenna: FH— Fram 12:8 ogValur—Þróttur 12:9. II. fl. karla: KR — Valur 17:12 (úrslit). Á eftir afhenti forseti í. S. f. sigurvegurum verðlaun og flutti ræðu við það tækifæri, því miður yar hljóð svo slæmt að hún fór framhjá þeim sem höfðu þá hátt- ví'sí að sítja á áhorfendapöll- um. Hinir sem fylktu sér kring- um forsetann á miðju gólfi munu hafa heyrt ræðuna. Er leitt til þess að vita að fólk skuli ekki geta hagað sér þannig að þessi athöfn fái þann menningar- blæ sem hún getur haft og á að hafa, en það er eins og illa gangi að hafa stjórn á hlutum í húsi þessu. Þarna hefði að sjálfsögðu þurft að koma fyrir hátalara og slíkt tæki þarf í. B. R. að eiga til að geta náð til áhorfenda með óskir um hegðun, ræður og ann- að slíkt við ýms tækifæri. Verður nánar vikið að mótum þessum siðar. Þessi mynd er frá tékkneska bœnum Kladno og sýnir púsundir fimleikamanna að œf- t ingu fyrir þjóðhátíðina í sumar. Cunnar M. Magnúss: Börnin frá Víðigerði Nú fór Stjáni að blístra lag og veifa hancU leggjunum Þetta var ógurlegt. X einu vetfangi fengu börnin viðbragð og ruddust hvert á fætur öðru aftur eftir skipinu. Enginn þorði að horfa á Stjána. Þau flýttu sér 'til fullorðna fólksins og sögðu, að Stjáni væri víst orðinn galinn, hann hengi á fótunum uppi í siglunni og dinglaði í lausu lofti. Fullorðna fólkið kom auga á Stjána og stóð á öndinni af undrun og geig. Og allf í einu sagði einhver að það væri bez't að skilja strákinn eftir á íslandi, hann yrði þeim bæði til skammar og skapraunar í Ameríku. Finnur bóndi snaraðist fram eftir þilfar- inu og kallaði höstum rómi til Stjána, en hann var hinn rólegasti og hló uppi í reiðanum. .,Það væri rétt að skilja þig eftir, óþokkinn þinn“, kallaði Finnur. „Ég kem ekki ofan fyrr en skipið er lagt af stað. Þykir þér ekkert varið í svona kjark“, kallaði Stjáni á móti. „Komdu, annaðhvort með góðu eða illu“. Stjáni hætti nú að hanga á fótunum, en sett- ist í reiðann. „Ég kem í kvöldma’tinn“, kallaði hann svo. Finnur bóndi gafst upp við að bíða eftir; Stjána. En þegar hann kom aftur ’til fólksins sagðí hann, að bezt væri að láta þennan strák frá sér, strax eftir að þau- kæmu til Ameríku. Um nóttina lagði skipið af stað, og daginn eft- ir var ísland horfið. XI. Á hafinu. Útfly’tjendurnir ’höfðu verið önnum kafnin fram á rauða nótt við að koma öllu dótinu und- VERKFALLSÞANKAR Framhald af 7. síðu. á. — Á allt þetta tel ég að beri að líta og margt fleira, þegar rætt er um samstöðu verka- manna og iðnaðarmanna í þessu verkfalli. Það er tæplega hægt að skilj- ast svo við þessa fátæklegu verkfallsþanka, að ekki sé ofur- lítið minnzt á hlut andstæðing- anna. Þeir halda því fram, að allt kaupgjald sé of hátt, nema það sem þeir sjálfir bera úr býtum. Því fer nú sem fer. M. a. þessvegna standa nú 7000 manns í einhverju harðasta verkfalli, sem hér hefur verið háð. En sé því í raun og veru þannig farið, að eigi sé hægt að reka þjóðarbúið með því skipulagi sem nú er og gjalda lægst launuðu stéttunum og þeim, er vinna verstu störfin mannsæmandi kaup, þá er vissulega tímabært að athuga hvort ekki sé rétt að breyta skipulaginu, og skal sá er þess- ar línur ritar sízt hárma, þó það væri gert. En fyrst væri ef til vill rétt að athuga ofurlítið hlut sumra milliliðaokraranna og hinna örsnauðu útgerðar- manna. Hugsum okkur t. d. frystihúsaeigandann. Hann er hluthafi í mörgum fjölskyldu- fyrirtækjum, oft eini raunveru- legi eigandinn. Þau fyrirtæki sem báta og togaraútgerðin er skráð á tapa. Þau fá styrk af opinberu fé. Frystihúsið sem frystir og flytur út fiskinn, sem bátarnir og togararnir tapa á að veiða, græðir stórfé. En hinn örsnauði útgerðarmaður er eig- andi beggja. Svo sezt þessi maður — þessi styrkþegi — við samningaborðið og segir: „Það er ekki hægt að borga hærra kaup, atvinnuvegirnir þola það ekki“. En atvinnuvegirnir þola það, að frystihúseigandinn aki í 100—200 þús. kr. bíl að og frá samningaborðinu, búi í 7—10 herbergja íbúð, minnst, með ollum lífs og sálar þægindum og dragi allt það fé, sem þetta óhóf kostar út úr útgerðar- rekstrinum. Svipuð er saga olíusalans, heildsalans og svq ótal margra annarra í þessu þjóðfélagi. — En verkamenn- irnir, sjómennirnir og þeir aor- ir, sem eru hinir raunverulegu framleiðendur þjóðarteknanna, en minnst bera úr býtum, mega strita myrkranna á milli, án þess að fá kjör sín bætt og labba sig að liðnum löngum vinnudegi heim í rakan kjall- ara eða gisinn hermannaskála. Það eru engir peningar til, fll þess ,að bæta kjör þeirra. Er ekki eitthvað bogið við þetta allt? Er ekki mál til komið a@ breyta skipulaginu? Verkfallsmaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.