Þjóðviljinn - 19.04.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.04.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Þegar Ólafur Thors var ungur maður og var að hefja stjómmálaferil sinn, lýsti hann yfir því að hann og fjöl- skylda hans væru „fjárhalds- menn fjöldans" — og var sú tilvitnun i heild birt í síðasta blaði. Samkvæmt þessari trú- arjátningu — sem tekin var að láni frá einvaldskonungum og lénsaðli — hefur Ólafur Thors síðan starfað. Nú, þeg- ar þessi maður og fjölskylda hans eru komin í allsherjar- styrjöld við verkalýðssamtök- in og þjóðina alla, er ómaks- ins vert að rifja örlítið upp hvernig „fjárhaldsmennirnir“ hafa hreiðrað um sig í efna- hagslífi landsmanna. i Utanríkismálin. Thorsararnir hafa lagt á það ofurkapp að hafa sem mest yfirráð yfir utanríkis- málum Islendinga. í Banda- rikjunum er Thor Thors sendi herra, og fjölskyldan leggur þvilíka áherzlu á að halda þeirri mikilvægu stöðu að hann hefur verið látinn sitja þar margfalt lengur en siður er að sendiherrar dveljist á einum stað. Hann hefur skipu- lagt tengsl thorsaranna við f jármálakerfi Bandaríkjanna, og var einn helzti meðalgöngu maðurinn um hernámið. Aðal- sendiherra. Islands í Evrópu er Pétur Benediktsson, bróðir Bjama Benediktssonar og tengdasonur Thorsaranna. Hann var um skeið sendiherra Islands i flestum löndum Evr- ópu og hagar störfum sínum i öllu í samræmi við hagsmuni „fjárhaldsmanna.“ Ræðismenn' eru skipaðir eftir sömu grundvallarreglum, og nægir þar að minna á uppeldisson Thorsaranna Hálfdán Bjama- son á ítalíu og Pipinelis á Grikklandi, sem báðir eru jafnframt starfsmenn salt- fiskshringsins. Saltíisksframleiðslan Thorsaramir drottria yfir saltfiskshringnum sem fer með alla sölu á þessari mikiI-_ vægu útflutningsvöru, enda þótt það sé hverfandi sem thorsaramir láta sjálfir fram- leiða af saltfiski. Formaður SlF er Richard Thors, bróðir Ólafs og Kjartans, og starfs- aðferðir hans hafa sætt ein- stæðri gagnrýni á undariföm- um árum og ítrekaðar ásak- anir verið bornar fram um mjög víðtækan fjárflótta í sambandi við þessa starfsemi. Nýjasta dæmið er „skaðabæt- ur“ þær sem thorsararnir greiddu umboðsmanni sínum á Italíu, Hálfdáni Bjarnasyni, fyrir það að þeir hefðu ekki afhent fisk upp í samninga, á sama tíma og þeir hafa selt Norðmönnum og Færeyingum saltfisk til þess að þeir gætu staðið við sína samninga! Síldarframleiðslan. Thorsaramir einoka sildar- lýsis- og síldarmjölsfram- leiðsluna, og er aðstaða þeirra þar mjög mikilvæg enda þótt hún hafi ekki verið eins í fyrirrúmi síðustu árin . og áður vegna veiðibrests. Þeir eiga Hjalteyri og ráða ; síldarverksmiðjum ríkisins gegnum fulltrúa sinn Svein Benediktsson, bróður Bjarna. Þegar sild kom hér syðra „Fjárhaldsmenn fjöldans” Hann er forsætiatáðherra og beitir öUu stjómarkerfinu til of- sókna gegn verkalýðssamtökun- unt. lögðu þeir ofurkapp á að fá hér valdaaðstöðu. Þeir ráða yfir Faxaverksmiðjunni og settu tengdason sinn Jóhann Hafstein yfir Hæringsútgerð- ina frægu. Þeir hafa jafnan tögl og hagldir í afurðasöl- unni, og þar er Richard Thors enn í fyrirrúmi. Togaramir. Thorsararnir drottna yfir togurunum og þar með yfir framleiðsluvörum þeirra. Þeir hafa völdin í Lýsissamlagi ís- lenzkra botnvörpuskipaeig- enda, í Samtryggingu ísl. botnvörpuskipaeigenda; og í Félagi isl. botnvörpuskipaeig- enda er Kjartan Thors for- maður, auk þess sem hann er eins og allir vita formaður í Vinnuveitendasambandi Is- lands. Samningar um sölu á afurðum togaraflotans eru jafnan í höndum Richards Thors og félaga hans. Bankarnir Thorsararnir hafa undirtök- in í Landsbankanum og hafa haft þau lengi. Menn muna milljónalánin fyrir stríð, og fyrir skemmstu lýsti Ólafur Thors yfir því að hann væri einn af skuldugustu mönnum landsins. Því hefur ekki verið mótmælt opinberlega að skuld ir Kveldúlfs nemi 100 millj. króna. Ölafur Thors á sjálfur sæti í bankaráði, og flokks- bræður hans hafa þar hrein- an meirihluta. Einn af banka- stjórunum er Gunnar Viðar, mágur Thorsaranna. 1 útvegs- bankanum hafa thorsararnir einnig stöðugt verið að styrkja aðstöðu sína; síðasti bankastjórinn sem þar var kjörinn er Jóhann Hafstein, tengdasonur thorsaranna. Einkareksturinn. Jafnhliða þessu víðtæka valdakerfi sem fengið er fyr- ir pólitískan atbeina Sjálf- stæðisflokksins hafa thorsar- amir bein og óbein tengsl við flest meiriháttar fjármálafyr- irtæki á íslandi. Eru engin tök á að rekja þau sambönd hér, en minna má á að þeir em mægðir jafn voldugum fyrirtækjum og Shell, Eim- skipafélagi Islands og Flug- félagi Islands. Ekkert fjár- aflafyrirtæki er ósamboðið „virðingu" þeirra eins og Tí- volí sýnir. Saltíiskframleiðslan. Mikilvægasta og arðvænleg- asta eign thorsaranna er þó Sjálfstæðisflokkurinn. Þeim flokki hefur jafnan verið beitt til þess að efla auð og völd thorsaranna og bandamanna þeirra. Fyrir hverjar kosning- ar er safnað fylgi með ó- hemjulegum áróðri, f járaustri, loforðum og lýðskrumi um „flokk allra stétta.“ I raun birtist starfsemi flokksins í verkföllunum miklu sem nú eru háð, og þá er hann orð- inn valdatæki örfámennrar klíku, og einskis er svifizt til að kréppa kosti þess fólks sem lét blekkjast til að kjósa flokkinn. Til þess að tryggja aðstöðu sína hefur flokkurinn beinlínis kevpt upp valda- menn innan Framsóknar- flokksins og hægri klíkunnar í Alþýðuflokknum; þeir eru fyrir löngu orðnir þinglýst eign thorsaranna. Reikningsskil. Þetta er í örstuttu máli myndin af „fjárhaldsmönnum fjöldans“, en um það efni væri hægt að skrifa heila bók. Við Hann er formaður Vinnuveit- endasambandsins og hefur beygfc meö harðri hendi alia þá afc- viimurekendur sem viidu semja við verkalýðsfélögin. þessa klíku er þjóðin nú að berjast, og það er því hin brýnasta nauðsyn fyrir allan almenning að gera sér 'grein fyrir því hvernig helzt verða dregnar úr henni vígtennurn- ar til frambúðar. Lykillinn er Sjálfstæðisflokkurinn . og fylgi hans. Um leið og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur misst valdaaðstöðu sína eru thors- ararnir einnig hættir að vera „fjárhaldsmenn fjöldans." Al- menningur verður að draga þann lærdóm af verkföllunum miklu að hætta að efla fjand- menn sína til yfirráða yfir efnahagslífinu og leyfa þeim að deila og drottna í þjóðlíf- inu. Þess í stað þarf almenn- ingur til sjávar og sveita, öll framsækin öfl, að samein- ast í eina /ylkingu og stjórna sjálfur málum sínum af sama einhug og festu og birtist í framkvæmd verkfallsins. Þetta er það eina sem „fjárhalds- menn fjöldans" óttast og það sést greinilega af skrifum at- vinnurekendablaðanna að sá ótti magnast nú dag frá degi, Þegar hann er orðinn nægi- lega ríkur verður samið við verkalýðsfélögin; reiknings- skilin við Sjálfstæðisflokkinn eru einnig lykillinn að lausn verkfallanna. VERKFALLSÞANKAR Það eru nú liðnar nærri fimm vikur siðan eitt hið við- tækasta verkfall, sem háð hef- ur verið hér á landi hófst. Að sjálfsögðu hljóta þær aðstæð- ur, er slíkt verkfall skapar að vekja miklar umræður og margháttaðar hugleiðingar manna á meðal. Við, sem í þessu verkfalli höfum staðið, höfum haft gott tækifæri til þess að hlusta á og íhuga raddir fjöldans. Andstæðingarnir hafa reynt að þyrla upp margvís- legu moldviðri um verkfalls- menn, eins og við var að bú- ast. Hinar furðulegustu sögur eru búnar til og ganga ýktar og margfaldaðar manna á meðal. Heilar stéttir manna eru lagðar i einelti og borið á brýn glæp- samlegt athæfi. Hitt er þó víst, að kjarabarátta verkalýðsins nú, er almennt talin réttmæt, enda hlýtur hver sá, er gengur í verzlanir og kaupir nauðsynj- ar sínar af launum sínum ein- göngu, að sarinfærast um það, að verðgildi krónunnar hefur rýrnað svo verulega á síðustu árum, að ekki er lengur við- unandi. Mjög hefur verið reynt af hálfu andstæðinga verkalýðs- ins, að ala á sundurlyndi milli verkamanna og iðnaðarmanna í deilu þessari. Því miður virðist sumt af þeim rógi, sem á borð hefur verið borinn, hafa síazt inn í hug þeirra, sem annars eru ekki óvinveittir launastétt- um þeim, er nú standa í þess- ari hörðu baráttu. Ég tel vert að athuga ýmislegt af þessu nánar. Hefur fólk yfirleitt gert sér grein fyrir, hvað hinar ýmsu atvinnugreinar í þjóðfélaginu eru samtvinnaðar hver annarri, og hve hlutur hins óbreytta verkamanns er mikill og við- tækur? Um leið og verkamað- urinn leggur niður vinnu stöðv- ast hjól framleiðslunnar að meira eða minna leyti. Vörun- um, sem til landsins flytjast er ekki skipað upp. Þær vörur, sem liggja í vörugeymslum fást ekki afgreiddar. Innan lítils tíma, ef ekki strax, lamast eða stöðvast iðja og iðnaður að meira eða minna leyti, þar eð verkamaðurinn vinnur þar hin margvíslegustu hjálparstörf. Lítum á byggingaiðnaðinn. Á fyrsta degi hvers verkfalls eru t. d. allir múrarar neyddir til annaðhvort að hætta störfum eða vinna það óþokkabragð að ganga inn á verksvið verka- mannsins. Og innan lítils tíma hefur venjulega farið svo, að hver iðngreinin af annarri hef- ur stöðvazt. Á þessu litla yfir- liti sést, hve starf hins óbreytta verkamanns er víðtækt, og að á því hvílir miklu meira af öllu öðru starfi í þjóðfélaginu dn fólk gerir sér almennt grein fyrir. Þá hefur því verið mjög á loft haldið í yfirstandandi vinnudeilu, að óþarft hafi verið fyrir iðnaðarstéttirnar að fara út í verkfall, þær hafi svo hátt kaup. Það er ekki tilgangur þessara þanka að vega það né meta. Hitt er rétt að benda þeim á, sem ekki hafa veitt því athygli, að á síðari árum hefur bilið milli launa hins fag- lærða og ófaglærða verka- manns stöðugt verið að minnka og að sumir sértaxtar Dags- brúnarverkamanna hafa á síð- asta ári verið greiddir með sömu krónutölu og samnings- bundið kaup ýmsra iðnlærða manna er nú. Ekki þykir niér ólíklegt, að þeir menn, sem búriir eru að leggja á sig fjög- urra ára erfitt nám við léleg kjör, þyki hlutur sinn lítill, eigi þeir ekki að bera úr být- um meira en hinn ófaglærði verkamaður. Þá má og benda á það, sem áður hefur verið sagt, hve margir iðnlærðir verka- menn verða að leggja niður vinnu samtímis verkamönnum. Mörgurn þessara manna mundi þykja sá hlutur harður, að ganga atvinnulaus margar vik- ur, án þess að vera í verkfalli og geta þó haft nóg að starfa, en fá að því loknu engar bætur á kjörum sínum. Og væri það nokkru betra, frá þjóðhagslegu sjónarmiði, að þessar stéttir kæmu kannske eftir þrjá mán- uði, krefðust kjarabóta og gengju e. t. v. út í verkfall, til þess að fá laun sín hækkuð, og af því leiddi nýja stöðvun á framleiðslu og iðnaði. Nær- tækt daemi hliðstætt því, sem hér hefur verið bent á, eru verkföll fámennra stétta á kaupskipaflotanum nokkru áð- ur en yfirstandandi verfall skall Framhald á 9. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.