Þjóðviljinn - 19.04.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.04.1955, Blaðsíða 12
Framlagríkisstjórnarmnartil lausnar vinnudeilunum: Forsætisráðherra reynir að fremja verkfallsbrot á Hjalteyri Haiði dauðsmaiað Hörgárdal ai börnum og bændum til hjálpar leigu- liðum sínum á Hjalteyri en Verkamenn á Akureyri stöðvuðu verk fallsbrot forsœtisráðherrans Forsætisráðherrann, Ólaíur Thórs sendi togara sinn og bróður síns, Kjartans, til Hjalteyrar, átti að af- greiða hann þar í banni verklýðssamtakanna. Verka- menn frá Akureyri hindruðu verkfallsbrot forsætis- ráðherrans. Þessi verkfallsbrotstilraun forsætisráðherrans er eina framlag ríkisstjórnarinnar í verki til að leysa deiluna! Verkamannafélagi Akureyr- arkaupstaðar og Alþýðusam- bandi Islands var kunnugt um að Kvöldúlfstogaranum, Agli Skallagrímssyni hafði verið stefnt til Hjalteyrar og átti að afgreiða hann þar. Verkamenn á Akureyri stöðvuðu verkfallsbrot forsætisráðherrans Verkamenn á Akureyri fóru um 30 saman til Hjalteyrar í gærmorgun, undir forustu for- manns síns, Björns Jónssonar, er jafnframt var umboðsmaður Alþýðusambandsins. Tilkynntd þeir að skipið væri í banni Al- þýðusambandsins og verkalýðs- félaganna í Reykjavík, af- greiðsla skipsins yrði ekki leyfð. Forsætisráðherrann í barnasmölun Þegar verkamenn Akureyrar komu til Hjalteyrar var þar kominn — auk leiguliða Thors- aranna á HjaJteyri — töluverð- ur mannfjöldi. Hafði verið smalað bændum allt innan úr Hörgárdalsbotni, svo og böm- um! Höfðu börnin verið látin vera í skóla á sunnudaginn til þess að þeim mætti veitast sú dýrð að vinna verkfallsbrot fyr- ir forsætisráðherrann. rhorsaratogarinn (faktaður Umboðsmaður neitaði að hlíta fyrirmælum forseta Al- þýðusambandsins og krafðist fundar miðstjórnar Alþýðu- sambandsins. Sú tið er nú liðin að skósveinar Thorsaranna sitji í Alþýðusambandsstjórn og fékk hann fljótlega neitun um að forsætisráðherrann mætti láta framkvæma verkfallsbrot. Leysti togarinn því landfestar á hádegi, lagðist 100 metra frá bryggjunni og bíður færis á verkfallsbroti, en verkamenn Akureyrar vakta Thórsarann. Yfirlýsing „lýðræðisflokkanna'' í Kópavogi: Leynileg atkvæiagreiðsla skrípaleikur! Undirskriffirnar skulu gilda! Framfarafélag Kópavogshrepps hélt almennan fund um kaupstaðarmálið í fyrradag. Hannes og Gauti voru þar í vonlausum minnihluta en Hannes lýsti yfir því fyrir hönd „lýðrœðisflokkanna“ sem kalla sig svo, að leynilegar kosn- ingar væru skrípaleikur, undirskriftirnar skyldu gilda!! lcrafa væri uppfyllt áð Kópa- vogsbúar fengju sjálfir að greiða atkvæði um þetta mál og ákveða það sjálfir. Finnbogi R. Valdimarsson al- þingismaður flutti einnig ítar- Framhald á 10. síðu. ÞI6ÐVIUINN Þriðjudagur 19. aprll 1955 — 20. árgangur — 87. tölublað Frumvarpið um uppsögn her- námssamningsins komið til 2. umræðu Frumvarpi sósíalisiaþingmannanna um upp- sögn heraámssamningsins var í gær vísað til 2. umræðu og allsherjarneíndar, með sam- hljóða atkvæðum. Á undanfömum þingum hafa þingmenn hernámsflokkanna hindrað að frumvarpið fengi þinglega meðferð og athugun í nefnd, en nú er þó svo komið að þeir treysta sér ekki til þess biygðunarleysis. ----------------------------------------<? Akureyringar hindra verk- fallsbrot vfö Kaldbak Akureyrartogarintn Kaldbakur var leystur frá bryggju á Akureyri í fyrrakvöld og sendur út á Hjalteyri. Verka- menn mættu jafnsnemma á Hjalteyri og hindruðu verk- fallsbi'ot. Þegar Akureyringarnir komu til (Hjalteyrar biðu um 30 manns þar reiðubúnir til að af- greiða togarana. Var formaður Verkamannafélags Arnarnes- hrepps þar í fararbroddi. Hjalt- eyringar hurfu þó frá því að fremja verkfallsbrot. Lá tog- arinn við Hrísey um nóttina. Vitað var að togarinn var nær olíulaus, ennfremur salt- laus, auk annars fleira er. hann vantaði. í gærmbrgun átti tog- arinn svo að halda úr Eyja- firði sennilega til fundar við Litlafellið, en þegar aldan stækkaði úti í firðinum kom í ljós að olían náðist ekki inn á vélina í veltingnum og var þá snúið við. Hafði bæði skip og skipshöfn verið lögð í mikla hættu við þessar verkfalls- brotatilraunir. Loks sáu verk- fallsbrjótarnir þann kost vænstan að komast í höfn á Akureyri og leggjast þar að bryggju. Þessi tilraun til verkfalls- brots hefur vakið miklar um- ræður og reiði almennings. — Þykir fingraför Sjálfstæðis- manna í framkvæmdastjórninni auðsæ, því stjórn útgerðarfé- lagsins var leynd ákvörðuninni um verkfallsbrotið, a.m.k. full- trúar Sósíalistaflokksins og Al- þýðuflokksins í stjórnimii. Pöntun aíturhaldsins í Kópavogi: Biðja bæjarráð um neikvæða afstöðu til sameiningar við Rvík Ólíklegt að bæjarráð gefi slíka yfirlýsingu að borgarstjóra fjarverandi, en hann hefur lýst sig eindregið fylgjandi því að Kópavogsbyggð falli undir Rvík I örvœntingarfullri baráttu sinni fyrir því að þröngva kaupstaðarréttindum upp á Kópavogsbúa hyggjast þeir forkólfarnir Hannes „félagsfrœðingur“, Jón Gauti og Þórður hreppsstjóri að fá yfirlýsingu frá bœjaryfirvöldum Reykjavíkur um að sameining við Reykjavík komi ekki til greina! Undirskriftirnar sem Hannes og Gauti smöluðu, eru sem kunnugt er með eindæmum. Nokkur hundruð þeirra sem Hannes hefur látið skrifa undir sem „kjósendur“ í Kópa- vogi eru þar alls ekki á kjör- skrá, þar af eru nokkrir alls ekki fluttir til Kópavogs. — Nokkrir eru útlendingar og „kjósendur“ eru allt niður í 11 ára aldur! Nú lýsti Hannes því yfir að hann myndi alls ekki taka þátt í atkvæðagreiðslunni ef kösið yrði eftir kjörskrá, hann heimtaði að kosið yrði eftir mannt^ali! — Undirskriftirnar skulu giida, sagði hann. Fer nú mesti „lýðræðisglansinn" að fara af þegar þeir þora ekki að láta meirihluta kjósenda ráða. En alla áherzlu liafa Þórbergur Þórðarson flytur ávarp. Brynjólfur Bjarnason alþm. flytur erindi í tilefni af afmæli Lenins. Að lokum verð- ur svo sýnd ný sovétkvikmynd: þessir menn lagt á það að knýja kaupstaðarstofnun í gegn á Alþingi áður en Kópavogs- búar fá að greiða atkvæði!! Framsögumaður fundarins var Egill Bjarnason. Átaldi hann harðlega alla málsmeðferð og háttalag þeirra Hannesar og Gauta. Lagði Egill alla áherzlu á að sú sjálfsagða lýðræðis- Sorphreinsun leggst niður Borgarlæknir tilkynnir í dag að vegna benzínskorts hafi sorphreinsun hér í bænum lagzt niður á meðan verkfallið varir. Þó mun verða hreinsað frá sjúkrahúsum, sendiráðum og gistihúsum. Hið ógleymanlega ár 1919. — Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu MÍR, Þingholtsstræti 27 frá kl. 5—7 á föstudags- kvöldið. Þegar frumvarp Ólafs Thors, Steingríms Steinþórssonar og Emils Jónssonar um kaupstaðar- réttindi fyrir Kópavogshrepp kom fyrir félagsmálanefnd neðri deildar var samþykkt í nefndinni að frumkvæði Jóhanns Hafstein að leita umsagnar bæjarráðs Reykjavikur um málið. Ekki þótti ástæða til að leita umsagn- ar annarra aðila. Fullyrðing Hannesar Á hreppsnefndaijfundi s.l. laugardag kom það skýrt fram hvað fyrir kaupstaðarréttinda- mönnum vakir með því að leita umsagnar bæjarráðs. Þykjast þeir vissir um að fá yfirlýsingu sem hægt sé að nota í atkvæða- greiðslunni á sunnudaginn kem- ur, um að Reykjavík sé ekki til viðtals um sameiningu þótt í- búar Kópavogshrepps kynnu að óska hennar. Gaf Hannes Jónsson „félags- fræðingur“ það óspart í skyn á hreppsnefndarfundinum að þeir félagar muni fá ákveðna yfirlýs- ingu frá bæjaráði um að Reykja- vík sé ekki til viðtals um að Kópavogsbyggð sameinist höfuð- staðnum. Gunnar Tlioroddsen með sameiningu Ólíklegt verður að teljast að þessi yfirlýsing verði afgreidd alveg eftir pöntun Hannesar & Co. A. m. k. hefur Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri lýst því af- dráttarlaust yfir í ræðu á Arn- arhóli við hátíðlegt tækifæri að hann teldi að Reykjavík ætti í náinni framtíð að ná einnig yfir Kópavogsbyggð. Og á fundi Framfarafélags Kópavogshrepps s.l. sunnudag skýrði maður ná- kunnugur Gunnari Thoroddsen frá því að hann liefði farið á fund hans rétt áður en Gunnar fór af landi burt í síðasta mánuði og spurt hann um skoðun hans á þessum málum. Hefði Gunnar svarað greiðlega og sagt: Eg vil að Kópavogur sameinist Reykja- Framliald á 10. síðu. MÍR minnist afmœlis Leníns MÍR — Menningartengsl íslands og Ráöstjórnarríkj- anna, heldur fund í Gamla bíói á föstudagskvöldið kemur í tilefni af 85 ára afmælisdegi Lenins. Verkfallsinenn! Hafið daglega samband við bækistöðvar verkfaUsstjómarinnar!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.