Þjóðviljinn - 24.04.1955, Qupperneq 7
Sunnudagur 24. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Samkoma sú sem MÍR efndi fil i fyvrakvöld. í filehti
af 85. afmælisdegi Leníns, var fjölsótt
og ánægjuleg. Þórbergur Þórðarson. varaiorseti
MlR, flutti í upphafi ræðu og gerði
þar skýra grein fyrir friðarstefnu Sovét-
ríkjanna, ríkisins sem Lenín gnmdvallaði. Síðan
flutti Rrynjólfur Bjarnason ræðu þá um Lenln
er hér birtist; en að lokum var sýnd
sovétkvikmyndin frá 1951: Árið ógieymanlega 1919.
LENÍN
„Þungbært er hlutskipti
verkalýðsstéttarinnar. Sárar eru
þjáningar hins vinnandi fólks.
Þrælar og þrælahaldarar, á-
nauðugir og aðalsmenn, bænd-
ur og landsdrottnar, verka-
menn og kapitalistar, • kúgaðir
og kúgarar — þannig var skip-
an veraldarinnar svo lengi sem
menn muna og þannig er það
enn í flestum löndum. Aldirn-
ar liðu og margoft reyndi hið
vinnandi fólk að hrinda kúg-
urunum af höndum sér og ger-
ast herrar sinna eigin örlaga.
En jafnan urðu þeir að láta
undan síga. í ósigri og smán
urðu þeir að hýsa harm sinn
og niðurlægingu, reiði sína og
örvilnun og sneru huga sínum
til hins óþekkta á himnum, þar
sem þeir vonuðu að finna
hjálpræðið. Þó tókst þeim ekki
að brjóta af sér þrælahlekkina,
eða þá að þeir voru hnepptir
í nýja hlekki, sem voru jafn
þungbærir og niðurlægjandi og
hinir fyrri. Aðeins í landi voru
tókst hinum undirokaða og
fótum troðna fjölda hins vinn-
andi lýðs að hrinda af sér oki
gósseigenda og kapitalista og
að stofnsetja í þess stað ríki
verkamanna og bænda. Þið
vitið, félagar, og nú veit öll
veröldin, að þessum tröllslegu
átökum var stjórnað af Lenin
og flokki hans. Mikilleiki Len-
ins var einmitt fólginn í því,
að hann skapaði Sovétlýðveldið
og sýndi þannig í verki hinum
mikla fjölda hinna undirokuðu
um viða veröld, að vonih um •
frelsi var ekki glötuð, að
drottnunarvald gósseigenda og
kapitalista á sér ekki langan
aldur, að hið vinnandi fólk
getur stofnsett ríki sitt af eig-
in rammleik, að ríki vinnunn-
ar ris af grunni á þessari jörð,
en ekki á himnum. Þannig
vakti hann vonina um frelsi í
hjörtum verkamanna og bænda
um aila veröld. Það er þessi
staðreynd, sem veidur því, að
meðal hins vinnandi og arð-
rænda fjölda er ekkert nafn
jafn ástsælt og nafn Leníns.“
Þetta eru orð Stalíns, úr
minningarræðu um Lenín á
þingi Sovétríkjanna 26. jan.
1924.
Margt hefur gerzt siðan þessi
orð voru töluð. Nú eru það
ekki aðeins þjóðir Sovétríkj-
anna, heldur þriðjungur mann-
kynsins, um 900 millj. manna,
sem hafa varpað af sér okinu.
Og þó að Lenín sé nú ekki
lengur meðal vor, þá hefur
hann samt sem áður verið leið-
toginn í allri þessari miklu
frelgisbaráttu mannkynsins. Við
uggvænlega hættu af hálfu
hinnar deyjandi arðránsstefnu,
sem tryllist í f jörbrotum sínum,
er mannkynið nú að stíga
stærsta sporið á allri vegferð
sinni til betra, fegurra og full-
komnara mannlífs. Um allan
aldur mun nafn Lenins verða
tengt við þetta stærsta skref
mannkynsins á* þróunarbraut
sinni, stökkið úr ríki nauðung-
arinnar í riki frelsisins.
Þegar við minnumst Lenins
að verðleikum, þá brosa and-
stæðingarnir stundum í kamp-
inn og segja: Þarna er mann-
dýrkun kommúnista lifandi
komin. Hvar er nú hin sögu-
lega efnishyggja ykkar, sem
þurrkar 'út gildi einstakiings-
ins?
Þessu hefur Stalin einnig
svarað með fáeinum sigildum
orðum. Það var í viðtali við
þýzka rithöfundinn Emil Lud-
wig árið 1931.
Emil Ludwig spurði: „Marx-
isminn neitar hinu mikla hlut-
verki persónuleikans í sög-
unni. Álítið þér ekki að það
sé mótsögn milli hinnar sögu-
legu efnishyggju og þeirrar
staðreyndar, að þér samt sem
áður viðurkennið hið mikla
hlulverk persónuleikans í sög-
unni?“
Stalin svaraði:
„Nei — hér er engin mót-
sögn. Fjarri fer því að marx-
isminn neiti hinu mikla hlut-
verki einstaklingsins í sögunni,
eða því að sagan sé verk mann-
'áhna . . . . Hitt er vissulega
Eftir byltinguna 1917 var Stalín nánasti samverkamaður
Lenins, bæði í uppbyggingarstarfi og baráttunni gegn
hvítfiðaherjunum sem vesturveldin efldu gegn ráðstjórnar-
þjóðunum — fyrir frumkvæði Churchills og annarra.
rétt, að mennirnir skapa ekki
sögu sína eins og þeim sýnist
og hugmyndaflug þeirra blæs
þeim i brjóst. Sérhver kynslóð
stendur andspænis ákveðnum
aðstæðum, er voru fullskapaðar
áður en hún kom í heiminn.
Gildi mikilmennanna felst i
því, að þau skilja þessar að-
stæður rétt og hafa réttan
skilning á því hvernig unnt er
að breyta þeim. Ef menn skilja
ekki þessar aðstæður og ætFa
sér að breyta þeim eins og í-
myndunarafl þeirra blæs þeim
í brjóst, þá lenda þeir í hlut-
verki Don Quixotes. Sagan er
vissulega verk mannanna, en
aðeins að svo miklu leyti, sem
þeir skilja aðstæðurnar, sem
fyrir hendi eru, réttilega og
kunna skil á að breyta þeim.“
Og það var einmitt þetta
sem Lenin gerði.
Það er hið mikla vísinda-
afrek Lenins að hann skýrði
tímabil heimsvaldastefnunnar
og hinna sósíalisku byltinga í
ljósi marzismans. Kenning Len-
ins hefur verið leiðarljós hinna
vinnandi stétta um allan heim
á hinni miklu sigurgöngu
þeirra frá lokum fyrri heims-
ístyrjaldarinnar.
Ályktun miðstjómar Heimsfrið-
arráðsins um heimsfriðarþing
í Helsinki 22. maí
Bráð hætta af kjarnorkustyrjöld vofir yfir öllum löndum
jarðar, yfir hverju heimili og hverjum einstaldingl, körlum,
konum og börnum.
I stað þess að kjarnorkan sé tekin í þjónustu mannkynsins
er hrúgað upp birgðum hræðilegustu vopna. 1 stað þess að
þjóðírnar afvopnist eru ný hernaðarbandalög sett á laggirnar.
Og í stað samninga og sanikomulags koma hótanir og haturs-
áróður.
En hótanix og valdbeiting Ieiða til stríðs en ekki friðar.
Endurvopmm Þýzkalands, Formósuviðsjámar og ihlutun
i sjálfstæðismál þjóða margfalda nú sundurþykki og ótta um
allan heim. Ef mannkynið heldur lengra áfram á þessari
braut, verður ekkert öryggi neins staðar.
Mannkynið mun ekki láta viðgangast að þessu fari lengur
fram. Samvizka þess rís upp gegn^ hugmyndiimi lun tortím-
ingn kjamorkustyrjaldar.
Með öllu því afli sem lífsnauðsyn krefur verða þjóðir
heimsins að fylgja frani kröfuimi um að kjarnorkuvopn verði
eyðilögð, kröfunni um aUsherjar afvopnun, imi öryggi allra
og virðingu fyrir sjálfstæði og rétti hverrar þjóðar.
1 þessum anda og í þessum tilgangi hefur Heimsfriðar-
ráðið boðið friðarsinnum frá öUum löndum jarðar tU heims-
þings í Helsinki 22. maí 1965 til frjálsra umræðna um að-
kallandi ráðstafanir til vemdar alheimsfriði.
Hann tengdi saman fræði-
kenningu og athöfn og bjó
verkalýðsstéttina þannig þeim
vopnum, sem dugðu til þess að
inna' af hendi mesta sögulega
afrek allra tíma.
Ég ætla mér ekki þá dul að
gera kenningu Lenins nokkur
skil með þessum fáu orðum.
Ég ætla aðeins að minnast á
eitt mikilvægt atriði.
Það var spurningin um
stjórnlist og baráttuaðferðir
verkalýðsstéttariimar, sem varð
til þess að sósíalistahreyfingin
klofnaði í sósíaldemokrata og
byltingasinnaða sósíalista. Um
þessi mál skarst fyrst verulega
í odda í rússnesku byltingunni
1905.
Stefna mensjevikkanna eða
rússnesku sósíaldemokratanna
var í aðalatriðum þessi:
Þeir héldu því fram að bylt-
ingin væri borgaraleg bylting
og önnur bylting gæti ekki
komið til greina á núverandi
þróunarskeiði. Þessvegna hlyti
borgarastéttin að hafa forust-
una. Verkalýðurinn ætti því að
leita samstarfs við borgarastétt-
ina. Að leikslokum ættu verka-
lýðsflokkarnir að hverfa af
sviðinu og taka ekki þátt í
stjórn. Framundan væri óra-
langt kapitaliskt timabil. Þetta
yrði lýðræðissinnaður kapital-
ismi, og meðal sósíaldemókrata
í öllum löndum Evrópu breidd-
ist sú kenning nú óðfluga út
að sósíalisminn mundi vaxa
upp innari ramma þessa kapi-
taliska lýðræðis hægt og hægt
og friðsamlega.\
Kenning Lenins var aftur á
móti þessi:
Forustukraftur byltingarinn-
ar hlýtur að vera verkalýð-
urinn og getur engin önnur
stétt orðið, enda þótt byltingin
sé borgaraleg. Hin borgaralega
bylting væri geysilega mikils
virði fyrir verkalýðinn, sem
fyrsta skrefið og skilyrði verka-
lýðsbyltingarinnar. Verkalýður-
inn hefði öll skilyrði til að ann-
ast þetta forustuhlutverk. í
fyrsta lagi af því að hann væri
eina stéttin sem væri bylt-
ingarsinnuð til þrautar, í öðru
lagi átti verkalýðurinn sér for-
ustuflokk óháðan borgarastétt-
inni og í þriðja lagi var verka-
lýðurinn áhugasamari um úr-
slitasigurinn en borgarastéttin
sem óttaðist að byltingin yrði
leidd til fullra lykta, vegna þess
að hún þurfti á fastahernum og
stofnunum einveldisins að
halda í baráttu sinni við verka-
lýðinn.
Skilyrðin fyrir því að verka-
lýðurinn gæti orðið forustuhlut-
verki sínu vaxin voru þessi:
1. Að hann ætti sér þjóðfélags-
legan bandamann. Þessi banda-
maður var bændastéttin. 2,
Að honum tækist að ýta borg-
arastéttinni sem forustustétt til
hliðar.
Hér var um að ræða merk-
ustu viðbótina við marxismann
eftir daga Marx. Þessi fræði-
kenning Lenins átti eftir að
færa rússneska verkalýðnum og
síðar kínversku alþýðunni og
alþýðu fleiri þjóða sigur. Áður
höfðu menn haldið að borgara-
lega byltingin hlyti ávallt að
vera aðskilin frá sósíalisku bylt-
ingunni með löngu friðsamlegu
tímabili. Lenin sýndi hinsvegar
fram á, að á skeiði heimsvalda-
stefnunnar yrði borgaralega
byltingin ekki leidd til fullra
lykta nema af verkalýðnum.
Verkefnið væri að skapa bylt-
ingarsinnað alræðisvald fólks-
ins, sem hefði það hlutverk,
ekki aðeins að leiða borgara-
legu byltinguna til lykta, held-
ur líka að undirbúa næsta
skrefið í þróuninni til sósíal-
iskrar byltingar. Annað mikil-
vægt atriði i kenningu Lenins
var um bandamennina í bylt-
ingunni, sem í Rússlandi var
bændastéttin. Og hún er raun-
ar aðalbandamaður verkalýðs-
ins í flestum löndum. Þriðja
mikilvæga atriðið í kenningum
Lenins var kenningin um skipu-
lag alræðis alþýðunnar og hlut-
verk ráðanna í því sambandi,
Fyrir okkur er mikils vert
að festa vel í minni, hvernig
Lenin sýndi fram á að þetta al-
ræði alþýðunnar var fullkomn-
asta lýðræðið, sem hugsanlegt
var á þáverandi þróunarskeiði.
Hinsvegar komu önnur form til
greina fyrir völd alþýðunnar en
ráðstjórnarfyrirkomulagið, eins
og reynslan hefur sannað.
Þessi kenning Lenins hafði
ekki aðeins gildi fyrir bylting-
arnar í Rússlandi 1905 og 1917,
heldur fyrir allar byltingar,
sem síðan hafa orðið. Þar sem
henni hefur verið fylgt hafa
byltingarnar orðið sigursælar
en að öðrum kosti hefur þeim
lokið með ósigri, og er bylt-
ingin í Þýzkalandi 1918 þar
ljósasta dæmið.
Byltingin í Kína varð sigur-
sæl af þvi að kínversku komm-
únistarnir höfðu þessa stjórn-
list Lenins ekki aðeins fullkom-
lega á valdi sínu, heldur og lög-
uðu hana að kínverskum að-
stæðum.
Ef verkalýðsflokkar Vestur-
landa hefðu fylgt kenningu og
fordæmi Lenins, þá hefði sósí-
alisminn sigrað um alla Evrópu
í lok fyrri heimsstyrjaldarinn-
ar. Þá hefði engin önnur heims-
styrjöld orðið, engin fasistisk
ógnarstjórn, engum kjarnorku-
sprengjum hefði verið kastað,
engum ógnað með vetnis-
sprengjunni, enginn stríðsótti,
Sigurganga sósíalismans um
alla veröldina hefði orðið til-
tölulega auðveld og sparað
mannkyninu miklar þjáningar.
Þó eru allar þær þrautir, sem
mannkynið hefur orðið að þola
Framhald á 11. síðu.