Þjóðviljinn - 24.04.1955, Qupperneq 9
Sunnudagur 24. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
# ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRl FRtMANN HELGASOR
Skáðamót Íslands
Það virðist sem skíðastökk
eigi erfitt uppdráttar hér og
það virðist standa mjög í stað,
keppendur voru aðeins 6 í A-
og B-flokki, þar af 5 frá Siglu-
firði, en einn frá Akureyri.
Siglfirðingarnir virðast sem
sagt þeir, sem halda mestri
tryggð við þessa glæsilegu
grein.
Jónas Ásgeirsson, sem um 15
ára skeið hefur verið i fremstu
röð íslenzkra ' stökkmanna,
vann bæði tvíkeppnina og
stökkið. Vann hann bikarinn í
5. sinn og hefur enginn gert
betur. En sem sagt, það vantar
fleiri stökkmenn og víðar að.
Er þar mikið verkefni fyrir
skíðamenn að vinna þessa grein
upp. Vera má að hið óbliða veð-
urfar, stormar og óörugg snjó-
lög eigi þar sök að nokkru og
að nokkru það að ekki sé gert
það fyrir stökkið sem hægt er.
í drengjaflokki, 17-19 ára,
voru aðeins tveir keppendur.
Annar frá Siglufirði og vann
hann keppnina, en hinn frá Ól-
afsfirði og er það sannarlega
lítii þátttaka sem gefur ekki
mikil fyrirheit um líflega fram-
tið stökksins.
ÚKSLIT
Stöldí
Jónas Ásgeirsson (38,5-37,0)
228,8
Guðmundur Ámason S. (39,0
37,0) 225,5
Skarphéðinn Guðmundsson S.
(39,0-33,0) 214,1
Geir Sigurjónsson S. (34,0-31,0)
203.7
Hjálmar Stefánsson. S. (36,0-
30,0) 175,6
Ðrengjaflokliur ,
Matthías Gestss. S, (33.0-31.05
218,0
Kristinn Steinsson Ó. (29,0-
30,5) 174,1
Tvíkeppni
Jónas Ásgeirsson S. 431,4 st.
Gunnar Pétursson I. 431,0 st.
Skarphéðinn Guðmundsson S.
425.7 st.
Þórarinn Guðmundsson A. 371,0
st.
Drengjahlaup
Ármanns
Drengjahlaup Ármanns fer
fram í dag sunnudag, kl. 10.30
árdegis. Keppendur í hlaupinu
eru að þessu sinni 35 frá 4 i-
þróttafélögum, 13 frá KR, 9
frá Ungmennafélagi Keflavíkur,
8 frá IR og 5 frá Ármanni.
Keppt er í 3 og 5 manna
sveitum um bikara, sem gefnir
eru af Eggert Kristjánssyni
stórkaupmanni og Jens Guð-
tojörnssyni. Hlauþið hefst í
Vonarstræti fyrir framan Iðn-
ekólann, og verður þaðan liiaup-
ið Tjarnargötu og suður á
móts við syðra horn Háskólans,
síðan yfir túnin yfir á Njarðar-
götu og inn í Hljómskálagarð-
inn. Hlaupinu lýkur við Hljóm-
skálann. Vegalengdin er um
2,2 km. — Handhafi beggja
verðlaunabikaranna er Glímu-
félagið Ármann.
Vel unðirbuið mót
Skíðamennirnir segja að mót-
ið hafi verið mjög vel undirbú-
ið og framkvæmd þessi hafi tek-
izt mjög vel en mótsstjóri var
Hermann Stefánsson.
Sérhver keppni byrjaði á til-
settum tíma, og hjálpaði það til
að allt gekk létt og greiðlega.
Starfsmenn virtust mjög marg-
Jónas Asgeirsson
ir og áhugasamir. Móttökur
voru hinar beztu, og allt gert
til að greiða götu keppenda.
Hafði sérstakur maður verið
fenginn til að vera leiðsögumað-
ur hvers aðkomuhóps, og greiða
úr málum almenns eðlis og veita
upplýsingar. Leiðsögumaður
okkar var Björgvin Júníusson.
Hvorvúmur?
í kvöld kl. 8 fer fram hinn ár-
leg'i „pressuleikur" og verður það
því miður eini landsleikurinn í ár.
Leikir þessir hafa oft verið jafnir
og tvisýnir og gera má ráð fyrir
að svo verði enn.
Fljótt á litið virðist landsliðið
sterkara, en eftir er að vita hvern-
ig liðin falla saman og má vera
að það ráði úrslitum þegar úr svo
jöfnum hóp er að velja sem hér
er.
Úrvalsllð HKRR
(Landsliðin)
Karlar
Sólmundur Jónsson V, Eyjólfur
Þ'orbjörnsson Á, Hilmar Ólafsson
P, Hörður Felixson KlR, Valur
Benediktsson V, Ásgeir Magnús-
son V, Snorri Ólafsson Á, Karl
Jóhannsson Á, Sigurhans Hjart-
arson V, Pétur Antonsson V, Sig-
urður Jónsson Vík.
Konur
Geirlaug Karlsdóttir KR, Sigríð-
ur Lúthersdóttir Á, Helga Emils-
dóttir Þ, Gerða Jónsdóttir KR,
Lára Hansdóttir Þ, Sigríður
Kjartansdóttir Á, Sóley Tómas-
dóttir V, Maria Guðmundsdóttir
KR, Sigríður Ólafsdóttir Á, vinstri
framh.spilari FH.
Pressuliðm
Karlar
Helgi Hállgrímsson 1R, Óláfur
Thorlacius F, Karl Benediktsson
F, Birgir Björnsson FH, Sigurður
Sigurðsson KR. Frímann Gunn-
laugsson K)R, Hans Steinsson KR,
Bergþór Jónsson FH, Þorleifur
Einarsson 1R, Þorgeir Þorgeirsson
1R. — Varamenn: Geir Hjartar-
son V, Hörður Guðmundsson Þ.
Konur
Margrét Hjartardóttir Þ, Marta
Ingimarsdóttir V, Elín Guðmunds-
dóttir Þ, Elín Helgadóttir KR.
Ingibjörg Hauksdóttir F, Sigrið-
ur Bjarnadóttir F, Aðalheiður
Guðmundsdóttir KR, Guðrún Guð-
mundsdóttir KR. — Gulla úr FH,
Hrönn úr KR.
í sambandi við mótið var gef-
ið út blað, er flutti helztu frétt-
ir af mótinu og var það vel þeg-
ið, og mun Hermann Stefánsson
hafa ritstýrt því og skrifað að
mestu, ýmist uppi í fjalli eða
heima milli dúra um nætur!
Mál á skíðaþingi
í sambandi við mótið fór skíða
þingið fram, og voru þar rædd
ýms mál. Var samþykkt að fela
stjórninni að velja menn til far-
ar á Olympíuleikana næsta ár
og skal hún hafa lokið því verki
fyrir lok þessa mánaðar. Var
gert ráð fyrir að valdir væru
menn í alpagreinarnar, göngu
og stökk. Fjöldi þeirrá' sem end-
anlega fara miðast að sjálf-
sögðu við það fjármagn sem
Olympíunefndin getur lagt til
þessarar greinar. Ráðinn hefur
verið austurrískur þjálfari sem
átti að vera kominn fyrir lands-
mótið en vegna misskilnings var
það þó elfki. Hann er kominn nú.
Var mikið rætt um þjálfun
væntanlegra Olympíufara og
ennfremur að þeir dveldu í Ölp-
unum næsta vetur góðan tíma
áður en OL hefjast, til æfinga
og keþpni.
Þríkeppni í stað tvíkeppni
Samþykkt var að leggja nið-
ur svonefnda Alpatvíkeppni en
taka upp í staðinn Alpa-þrí-
keppni,.sem sagt að bæta stór-
svigi við. Verður röðin þá
þannig: svig, stórsvig og brun.
Þá var samþykkt að næsta
skíðamót færi fram á Isáfirði
og sú nýbreytni upp tekin að
það fari fram nokkru fyrir
páska en ekki um páskadagana
eins og verið hefur.
Þá var samþykkt að fela
stjórn Skíðasambandsins að að
koma á merkjasöludegi í svip-
uðu fortni og áður var. (Ritstj.
íþróttasíðunnar gleðst yfir því
að þetta mál skuli upp tekið aft-
ur og ,,Skíðadagurinn“ endur-
vakinn væntanlega. Hitt er hon-
um jafnmikið undrunarefni
hversvegna þetta mál hefur ver-
ið látið niður falla í öll þessi ár
þar sem Í.S.Í.-stjórnin hafði á
sínum tíma komið því svo vel af
stað. Má vera að það sé ein
orsök þess að almennum á-
huga fyrir skíðaferðum hefur
hrakað stórlega a.m.k. hér í
Reykjavík og raunar víðar).
Zatopek hefur hug
á að setja heims-
met
Samkvæmt því sem kvöldblöð
frá Prag henna eftir samtöl
við hlauparann Zatopek hefur
hann hug á að gera tilraunir til
að bæta heimsmetin í 10 km
eða 30 km hlaupum eða á öðr-
um löngum vegalengdum í ár.
Hann hugsar ekki lengur um
5000 m, hann væri ekki nógu
ungur til að ná þeim hraða,
sem þar væri nauðsynlegur.
Zatopek sagðist sennil. mundi
keppa í 10 km og maraþonhl.
á OL í Melbome.
Gunnar M. Magnúss:
l
þá til hjálpar. Stjáni langi var einn af þess-
um sjó’hraustu. Hann lá á einum bekknum,
hafði stórt brekán yfir sér og svaf og svaf. Hann
hafði breitt yfir andlitið og sneri andliti til
veggjar. Geiri félagi hans lá á öðrum bekk
þar skammt frá, en hjónin frá báðum Víðigerð-
isbæjunum voru í öðrum klefum með yngstu
börnin. Geiri var vaknaður í fyrra lagi, honum
var illt í höfði og hafði flökurleika fyrir. brjósti,
en lét ekki á neinu bera, þó að munnvatnið væri
eins og laxerolía uppi í honum. Hann bylti sér
á hliðarnar á víxl.
Þegar Stjáni var útsofinn, fleygði hann ábreið-
unni ofan af sér til hálfs og skimaði kringum
sig. Víða heyrðust sjóveikistunur og fuss. Stjáni
teygði úr sér og fór því næst í blússuna og skóna,
sem hann hafði farið úr um nóttina.
„Þvílíkur söfnuður, fuss“, tautaði hann, „ég
verð víst að ná mér matarbita sjálfur. Og þe’tta
fólk þykist ætla að hafa sig áfram í Ameríku".
„Viltu rétta mér að drekka, Stjáni“, heyrðist
í Pétursínu vinnukonu. Hún var ósköp stynj-
andi þar skammt frá.
„Ég held, að ég fái mér nú frísk’f loft fyrst.
Þegar ég bað þig um sokkaplöggin í fyrra.
Pétursína, varst þú vön að segja: „Ég held, að
ég þvoi nú trogin upp fyrst —“.
„Góði Stjáni, gerðu það“.
„Já, góði Stjáni, góði Stjáni. Nú get ég verið
góði Stjáni. En hvernig á ég að geta verið hérna
niðri hjá ykkur í þessu pestarlofti. Ég veit ekkf
hvaðan hún getur komið úr ykkur þessi fýla.
Þið getið varla talizt með siðuðu fólki. Ég em
hræddur um, að Ameríkönunum lítist ekki á
blikuna“.
11« saiunorræ uiiglliiga- .
keppiti í Irjálsisna iþróttiiiii
Á s.l. sumri fór fram liin
fyrsta samnorræna unglinga-
keppni í frjálsum íþróttum.
Keppni þessi gaf það góða raun,
að frjálsíþróttasambönd allra
Norðurlandaþjóðanna óskuðu
eftir, að keppni þessi yrði endur-
tekin aftur sumarið 1955 og hef-
ur finnska frjálsíþróttasam-
bandinu verið falin framkvæmd
mótsins.
Keppnin fer fram dagana 12.
til 19. júní n.k., að báðum þeim
dögum meðtöldum (alls átta
dagar).
Þeir unglingar, sem fæddir eru
1935 og siðar eru hlutgengir
keppendur. Keppnisgreinar éru:
Hláup: 100 m og 1500 m
Stökk: Hástökk og langstökk
Köst: Kúluvarp og kringlukast
(fullorðinstæki).
Unnið skal að því, að fá sem
flesta unglinga til þess að keppa
og skal skrá og tilkynna árang-
ur hvers þeirra.
Forstöðunefnd unglingakeppn-
innar innan hvers héraðssam-
bands(íþróttabandalags) er í
sjálfsvald sett hvort hún efnir til
sérstakra móta eða fellir keppn-
ina inn í önnur mót sem fram
fara innan íþróttahéraðsins á
keppnistimabilinu.
Skýrslur um keppnina skulu
hafa borizt fyrir 1. júlLn.k.
Þegar skýrslur hafa borizt
verður órangri unglinganna í
hverri íþróttagrein raðað. Meðal*
tal af árangri 15 beztu íslenzku.
unglinganna í hverri grein telst
hinn opinberi árangur íslands E
viðkomandi keppnisgrein. Meðal-
tal af árangri 25 beztu unglinga
hinna Norðurlandanna telst hinn
opinberi árangur þeirra hverrar
fyrir sig.
Sú þjóð, sem fær bezta meðal-
árangur í einni grein, fær 5
stig fyrir þá grein. Sú, sem á
næst bezta árangurinn, fær 4
stig o. s. frv.
Sú þjóð, sem eigi nær fullum
þátttakendafjölda í einni grein,
fær fyrir þá grein 0 stig.
Fyrir getur komið, að fleiri era
15 — þátttakendafjöldi íslands
— séu jafnir um beztu afrekir: :
einni grein og skal þá telja þá
aila þátttakendur og veita heið-
ursmerki, en þó finnst meðaltal-
ið með deilingu tölunnar 15.
Sú þjóð, sem hlýtur hæs'a
samtölu meðaltalnanna vinnur
keppnina.
Gert verður sérstakt sameig-
inlegt heiðursmerki vegna þe;5-
arar keppni.
Hver sá unglingur, sem nar
slíkum árangri að hann teisií
með við útreikning meðalta’.s,
hlýtur heiðursmerki.
Stjórn FRÍ hefur skipað Lárus
Halldórsson, Hermann Guð-
Framhald á 10. síðu.