Þjóðviljinn - 26.04.1955, Page 4

Þjóðviljinn - 26.04.1955, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. apríl 1955 þlÓOVIUINN Útgafandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjóm, afgrelðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Síml 7600 (3 linur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 1T annars staðar á landlnu. — Lausasöluverð 1 kr. elntaklð. T Prentsmlðja Þjóðvlljans h.f. Þvættingur Morgunblaðsins Ekkert sýnir betur hve MorgunblaÖið er rökþrota gegn kröfum verkafólks um kauphækkun og kjarabætur en sí- felldar endurtekningar þess á þeirri sta'ðhæfingu að verk- fallið sé pólitískt af hálfu verkalýðsfélaganna. En þessi fullyrðing blaðsins er í seinni tíð svo til eina framlag þess til varnar vonlausum málstað atvinnurekenda og íhalds- ins. Með því að hörfa til þessarar víglínu hefur Morgunþlað- ið raunverulega viðurkennt að verkafólki veröi ekki neitað um kauphækkun með nokkrum frambærilegum rökum. Enda mun það sannast mála að skriffinnar þess og for- kólfar íhaldsins hafi orðið þess óþægilega varir hve af- staða atvinnurekendaklíkunnar er fordæmd af öilum al- menningi og þá um leið þjónustusemi íhaldsins við klík- una, sem m.a. hefur komið fram í þeirri fráleitu ráðstöfun að halda uppi verkfalli hjá Reykjavíkurbæ á sjöttu viku aðeins til að þóknast Kjartani Thors og félögum hans. Staðhæfing Morgunblaösins um að verkfallið hafi frá upphafi verið hugsað sem framlag til stjórnmálabarátt- unnar er marklaus þvættingur sem á sér enga stoð í veru- leikanum. Þetta liggur í augum uppi. í fyrsta lagi hefur ekkert komið fram hvorki í ræðu né riti af hálfu verka- lýðsfélaganna sem styður staðhæfingu Morgunblaðsins. í öðru lagi hefði atvinnurekendum og ríkisstjórninni verið innan handar aö ganga úr skugga um þetta atriði meö því að gera verkalýðsfélögunum sómasamlegt tiiboö um kauphækkun þegar í upphafi deilunnar. En þetta hafa atvinnurekendur og ríkisstjórnin ekki gert af þeirri einu ástæðu að báðir aðilar vita að málgagn þeirra fer með fleipur eitt og sjálfir létu þessir aðilar sér detta í hug að hægt væri aö svelta verkafólk til hlýðni og beygja verkalýðshreyfinguna undir valdboö þeirra. Þessi von er nú brostin og bæði atvinnurekendur og ríkisstjórn g;era sér Ijóst að verkalýðshreyfingin hefur aldrei verið sterkari en einmitt nú og aldrei fyrr átt slíkum skilningi og samúð að fagna meðal þjóðarinnar allrar eins og í þeirri vinnudeilu sem nú er háð. Leynilegar kosningar ráða úrslitum íbúarnir í Kópavogi komust í fyrradag í kynni við Vinnubrögð sem rifja upp ástandið hér á landi áður en kosningaréttur varð leynilegur. Þá sátu kaupm. og aðrir lánardrottnar á kjörstað með viðskiptabækur sínar og merktu við hvernig hver og einn greiddi atkvæði. í Kópa- vogi lýstu hinir margrómuðu ,,lýðræðisflokkar“ yfir því aö engir aðrir en ,,kommúnistar“ greiddu atkvæði. Síðan stóðu þeir á kjöi'stað liðlangan daginn, mældu menn með augunum, skrifuðu upp nöfn þeirra, leiddu þá undir hús- vegg og höfðu í hótunum við þá. Þetta var eins og sýnis- horn aftan úr fortíð eöa af því suðurameríska stjórnar- fari sem er framtíðardraumur íhaldsins. Tilgangurinn með þessum vinnubrögðum var augljós. Þaö er verið að reyna að troða upp á íbúa Kópavogs fyrir- komulagi sem meirihluti þeirra vill hvorki sjá né heyra. Þess vegna þorir afturhaldsliðið ekki i almennar leynileg- ar kosningar; það veit fullvel að þar myndi það fara eftir- minnilegustu hrakfarir. í staðinn er reynt að beita ofbeldi og kúgun, afnema lýðréttindi og leynilegar kosningar. Þrátt fyrir þessar aðfarir — sem mega sem betur fer teljast einstæðar um langt árabil — sýna úrslit kosning- anna glöggt að meirihiuti hreppsbúa vill ekki sjá kaup- staðarbröltið. Og auðvitað eru kosningarnar úrslitaorðið. Enda þótt afturhaldið tæki upp á því að neita að taka þátt í alþingiskosningum eða bæjarstjórnarkosningum — yegna þess að þær væru leynilegar! — myndu úrslit kosn- Snganna gilda og val fulltrúa fara eftir atkvæðatöium. Það er ekki hægt að gera neinar almennar kosningar ó- gildar með því að neita að taka þátt í þeim! Samkvæmt ÖUum lýðræðisreglum er því Kópavogsbröltið úr sögunni •— nema haldið veröi áfram ofbeldisverkum þeim sem ínesta furðu vöktu í fyrradag. , Tvö athyglisverðustu erindi vikunnar verða rædd í sérstakri ritgerð sem birtist í blaðinu á morgun. — Hér vil ég byrja á því að benda á tvö fræðsluer- indi, sem ég tel hiklaust þau beztu sams konar erinda, sem flutt hafa verið á vegum Út- varpsins, og er þó við mörg góð að miða. Annað var þátturinn um rafmagnstækni, sem Eiríkur Briem flutti, og fjallaði um raf- magn til hitunar. — Hér ræddi hann um þungt fræðiefni, en á svo skýran hátt, að vart gat nokkurt orð farið fram hjá nokkrum hlustanda. Hann veitti góða og ánægjulega kennslustund. — Hitt erindið flutti Guðmundur Kjartansson í þættinum Spurningar og svör um náttúrufræði. Fyrst svaraði hann spurningu um eðlisfræði- legar ástæður þess, að rafmagns- straumur hlypi í spýtur, þegar vissar manntegundir halda þeim uppi, þar sem 'vatn er undir í jörðu. Þar átti ég þeg- ar von á merkilegu og skemmti- legu svari, sem og ekki brást, því að Guðmundur er allra manna lagnastur á það að fara kurteis- legum orðum um hvers konar hindurvitni, án þess þó að hlifa þeim í nokkru. Þá komu spurningar um kolsýrumagn í andrúmsloftinu, og virtist það efni ekki eins girnilegt til skemmtilegs erindis. En það efni gerði Guðmundur einnig skemmtilegt á meistaralegan hátt. Fleiri erindi vikunnar voru mjög svo góð, um skemmtileg efni og vel samin. Má þar fyrst til nefna erindi Málfrið- ar Einarsdóttur um norrænar konur á forsöguöld, vel og vandlega samið, og fræðsla um forsöguleg efni er flestum mönnum girnileg. Þá brást ekki erindi Bjarna Vilhjálmssonar um íslenzkt mál frekar venju. Mikill fróðleikur var í erindi Helga Sigurðssonar um vatn og heilbrigði. Sumarmálahug- leiðingar Pálma landnámsstjóra voru bjartar, svo sem sómdi sumardeginum fyrsta. Til er- indaflutnings mætti einnig telja þrjá góða fréttaauka: Um Al- bert Einstein á mánudaginn, um geirfuglinn á þriðjudag og um skólagarðana í Reykjavík á föstudaginn. Barnatímar voru tveir í vik- unni, á sunnudaginn og á sum- ardaginn fyrsta. Frásögn Gunn- fríðar Rögnvaldsdótfur á sunnudaginn af lambarekstri var vel gerð, og sérstaklega góður var blærinn yfir barna- tímanum á sumardaginn fyrsta, þar sem skiptist á söngur barna, sögur og ævintýri. Og allur blær dagskrárinnar á sumardaginn fyrsta var bjartur og viðfelldinn: Söngur Maríu Markan, samfellda dagskráin um fuglana, og ekki spillti það deginum fyrir ýmsum hlustend- um að heyra flutta sumarmála- prédikun eftir Harald Níelsson. Sá blær, sem var yfir ræðum þess glæsilega kennimanns, vekur minningar um bjartari viðhorf en nútimaræður bera vitni, og vafamál er, að hægt hefði verið að fá hæfari mann til að flytja ræðuna en Magnús Guðmundsson. Af bóklegu efni listræns eðlis vil ég fyrst geta ritgerðarinnar Rústir eftir Sigurð Guðmunds- son skólameistara, og var hún flutt af Steingrími syni hans. Val hans á þessari ritgerð til lestrar og flutningur honnar benti til þess, sem ég áður hef látið mér í hug koma, ,að með þessum unga manni búi efni- viður, sem þjóðinni væri mik- ils virði, að sem fyrst yrði unn- ið úr. Þá er að geta ágæts upplesturs Þorsteins Ö. Steph- ensens úr Húsi skáldsins. — Leikrit sunnudagsins „Laun heimsins", var ekki mikill skáldskapur, en lýsingar voru sannar og næmar, og sé hér um ungan höfund að ræða, ætti hann ekki að leggja árar í bát á skáldskaparins ólgusjó, heldur stefna að frekari þroska á því sviði í öruggri trú að geta gert góða hluti. „Jómfrú Barbara“ tók að- eins þrjú kvöld, en hlýtur að hafa vakið mikla athygli fyrir það, hve sterklega hún er byggð og blær hennar óvenju- legur og heilsteyptur. Þáttur- inn „Já eða nei“ var nú beztur, sem ég hef heyrt hann. Er tví- mælalaust um framför að ræða við aukna æfingu. Sveinn er að verða léttari og gamansamari, Guðmundi og Karli eykst leikni í smellnum botnunum, og Helgi Sæm. lengist í báða enda, nú síðast voru botnar hans sumir betri en áður, en jafnframt mest frekja. að koma að lélegum botnum til að skemma góða botna, er áður voru komnir. Þó ekki treysti ég mér að skrifa neitt það, er heitið geti dómur um hljómlist Útvarps- ins, þá get ég ekki stillt mig um að taka fram, að mikill unaður þótti mér að hlusta á Píanókvartett Brahms á föstu- daginn og balletmúsikkina eftir Katsjatúrían á laugardaginn. Það gafst því miður ekki tækifæri til að hlusta á dág- skrá háskólastúdenta á mið- vikudagskvöldið. G. Ben. 1 verkfalli Ég spyr daglega sjálfan mig að því, fyrir hverja er Morgunblaðið og Vísir að skrifa, er þessi blöð að ræða um verkfallið? Hverjum ætla þau að trúa öllum þessum lygaþvættingi ? Tæplega okkur verkafólki sem í verkfallinu stöndum. Tæplega þeim rétt- trúuðu sem lesa ekki annað og skynja ekki annað en það sem stendur í þessum blöðum. Og þó, — það gæti kannski slæðst inn hjá þessu fólki ein- hver villa, einhver efasemd um sannleiksgildi fréttanna, og því er um að gera að halda kvörninni malandi í fullum gangi, og reyna á sem yfir- gripsmestan hátt að gera fyrri lygina að enn meiri lygi í öðru formi til að dylja og villa. Undarlegt þætti mér ef ekki yrði stórtap á þessari lyga- maskínu íhaldsins. Raunveru- legt og reikningslegt, ófalsað tap. Þessi sauraustur á allar síð- ur, úr nægtabrunni mann- vonsku og haturs keyrir um þverbak þegar talað er um verkfallsverði, þar sem þeir eru nefndir þjófar, ræningjar, ofbeldismenn, brennuvargar og ýmsum fleiri nöfnum, að ógleymdu heiðursnafnbótinni kommúnistar, sem á þeirra tungu er hið ljótasta orð. fig er nú anzi hræddur um að allir þeir sem á verkfallsvörð fara eða aðstandendur þeirra og aðrir sem þekkja þá hina sömu vilji seint viðurkenna þá sem þjófa og allskyns misind- ismenn, jafnvel ekki kommún- ista. Hitt er svo önnur saga hve margt fólk er orðið að hinu vonda fólki eftir skít- kast blaðanna. Það getur orðið efni í skýrslugerð fyrir þá Ól. Björnsson og Benjamín hve mörgum atkvæðum Sjálfstæð- isflokkurinn hefur tapað fyrir hverja nafngift sem verkalýð- urinn hefur fengið nú að und- anförnu. Vísitölugrundvöllur- inn getur verið orðið „þjófar". Já það svíður margan undan þjófsorðinu og öðrum mann- skemmandi ummælum, mönn- um sem vitandi vits hafa aldrei brotið lög né rétt nokkurs manns, og mundu aldrei verða fáanlegir til þess. Því það er allt annað að gera skyldu sína, félags sins og alls almennings í landinu með þvá að vera á verði um þau hagsmunamál sem á engan veg fengust á annan hátt, en að vera þjóf- ur og- ræningi. Það er allt ann- að. Ég lít á verkfallsbrot sem ofbeldi, en ekki verkfalls- vörzlu, Ég hefi sjálfur verið á verk- fallsvakt og þar gerðust at- burðir sem hver heiðarlegur hlutlaus maður hefði dæmt skýláus verkfallsbrot, enda var það lýst með samkomu- lagi og skilningi beggja aðila, þannig að vörunum var ekið i vörzlu til þess tíma er verk- fallið leystist. En hvað skeð- ur? 1 Morgunblaðinu daginn eftir stendur, að verkfallsverð- ir fremji enn einn þjófnað. Sem sagt: við allir sem vorum þarna á vakt 18—20 saman vorum allir orðnir þjófar. I Vísi stóð: „Ofbeldi á veg- um úti. Kylfuárásir á frið- sama vegfarendur, og enn einn þjófnaður framinn af verkfallsvörðum*'. Öll þessi stóryrði voru stíluð á okkur sem vorum á verði umrædda nótt í Smálöndum. Og þó kom ekkert af þessu fyrir, ekki eitt einasta atriði utan að einum bílstjóra var meinað að halda áfram með því að setja hindr- un fyrir bíl hans vegna þess að hann var sterklega grun- aður um að vera undir áhrif- um áfengis, enda sýnt sig þannig í hegðun að vera ekki allsgáður, meðal annars með þvi að gera ítrekaðar tilraun- ir til að aka á hóp manna. Enda tók lögreglan bíl hans í vörzlu. I þessum hópi manna voru 2 sjálfstæðisþenkjandi menn til kosninga, en þegar þeir lásu Morgunblaðið dag- inn eftir varð þeim að orði: „Þvílík helvítis lýgi. Skyldi það allt vera svona satt?“ Já, vinir mínir, það er allt svona satt, eða þá reynslu hefi ég persónulega af þess- um gjammtíkum íhaldsins. Þó er umhugsunarverð sú afstaða sem viss flokkur manna hefur tekið til þessa verkfalls. Það eru bílstjórar frá B.S.R. og Borgarbílstöðinni. Það er mál sem ég skil ekki, því ég hefði ímyndað mér að með batnandi hag almennings ykjust tekju- möguleikar þeirra með aukn- um viðskiptum. En þeir virð- ast líta öðru vísi á málið þar Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.