Þjóðviljinn - 14.05.1955, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. maí 1955 — ÞJÓ.ÐVILJINN — (3
Að tefla með sólgleraugum —
og reiscs síðasi út í sveit
GuSjón Sigurkarlsson segir frá alþjóSa-
skákmáti stúdenta er stendur yfir i Lyon
Guðjón
Um þessar mundir stendur yf-
ir í Lyon í Frakklandi alþjóð-
legt skákmót stúdeníþ, og- taka
þátt í því stúd-
entaskáksveitir
frá 13 löndum,
þar á meðal 5
manna sveit
frá íslandi.
Eins og kunn-
ugt er af frétt-
um hefur ís-
lenzka sveitin
staðið sig vel,
hefur til dæmis
sigrað Júgóslava og unnið marga
fræga og ágæfa skákmenn frá
öðrum löndum. Einn þeirra
fimmmenninga, Guðjón Sigur-
karlsson, er fréttaritari Þjóð-
viljans á mótinu, og birtast liér
í dag tvö fyrstu bréf hans.
Lyon, 7. maí.
Eftir skemmtilegt ferðalag
höfnuðum við Sveinn Kristins-
son loks á hinum fagra stað á
franskri grund, þar sem árnar
Rón og Són koma saman, en
borgin Lyon hefur hreiðrað um
sig á bökkum þessara fljóta.
Það voru miklir fagnaðarfund-
ir er við íslenzku stúdentarnir
hittumst hér, en þeir Guðmund-
ur Pálmason og Ingvar Ás-
mundssoh komu frá Svíþjóð, en
Þórir ólafsson frá Spáni. Stunda
þeir nám sitt í þessum löndum.
Veðrið hér er á þessum tíma
árs mjög þægilegt fyrir fslend-
inga, ca 20° í skugga. Við búum
hér á allgóðu hóteli, en skák-
sveitunum hefur verið komið
fyrir á ýmsum hótelum út um
bséinn, eins og algengt mun
vera á slíkum mótum sem þessu.
Viðurgerningur er ihér ágæL
ur. Við borðum hér á stúdenta-
garði, þar sem
stúdentarnir
sjá sjálfir um
matseldina, og
gera þeir það
af miklum eld-
móði og skör-
ungsskap, svo
okkur hinum
hæglátu ís-
lendingum
þykir jafnvel
nóg um, Borð-
siðimir virðast einnig vera
nokkuð á annan veg en maður
á . að venjast heima. Menn
syngja, hrópa, öskra og pata all-
ir í einu svo ógerningur er að
talast við á venjulegan hátt yfir
borðum og maður gerir varla
betur en að koma matnum í sig
og verjast brauðsendingum og
öðrum flugskeytum sem þjóta
yfir höfði manns allan timann.
Keppendur
f þessu skákmóti taka þátt
12 þjóðir, þar á meðal einar 5
Austurevrópuþjóðir. f sveitum
þeírra eru margir lieimsfrægir
skákmenn. Rússneska sveitin er
skipuð þeim Tajmanoff, Spasski,
Antoshin, Svetín, Vasukoff og
Nicitín.
Sajtar er skákstjóri.
Einnig er hér Kotoff, sem er
líklegast fararstjóri og aðstoðar-
maður þeirra við biðskákir. 1
júgóslafnesku sveitinni eru t.. d.
Fuderer, Milic, Djurasevic, Bog-
dano og Berlok. Þessar þjóðir
áttust við i 1. umferð og skildu
jafnar að vinningum. Sérstaka
atliygli vakti skák þeirra Taj-
manoffs og Fuderer, en henni
lauk með sigri hins síðarnefnda
eftir miklar sviptingar. Líklegt
er að þessar þjóðir og Tékkar,
sem eru með Filip á 1. borði og
Kosma á 2. borði, séu sigur-
stranglegastar.
Búlgarska sveitin, sem hefur
verið skráð til keppninnar, er ó-
kömin enn þegar þetta er ritað,
svo að ekki er hægt að segja
um hvaða menn eru þar á ferð,
en búast má við að þeir verði
harðir í horn að taka.
í fyrstu umferðinni tefldum
við. við Norðmenn. Við unnum
þá með 3 gegn 1. Guðmundur
tefldi við Bravseth, sem er
skákmeistari Oslóarborgar og
vann hann örugglega í 35 leikj-
um. Ingvar, sem tefldi á öðru
borði, glímdi við Norðmanninn
Hassen og vann hann einnig í
35 leikjum. Þórir tefldi við Of-
stadt, sem er ungur og efni-
legur skákmaður. Varð Þórir að
láta í minni pokann fyrir hon-
um, féll á tíma er 8 leikir voru
eftir af skákinni, en hún var
annars dautt jafntefli. Var að
vísu dálítill vafi á því að tíminn
hjá Þóri væri útrunninn, en
skákstjórar dæmdu hann útrunn-
inn, og þar með skákina tapaða
fyrir hann.
Sveinn tefldi við mann að
nafni Bie. Tókst Sveini með lagi
að breyta peði í drottningu og
varð hún svo voldug í riki sínu,
að her Bie varð að gefast upp
skilyrðislaust.
Skóliitn x Olaisfirði:
Börnin greiðasjálf
atkvæðium
hegðun
Þórir
ólafsfirði. Frá fréttaritara
Þjóðviljans.
Unglinga- og barnaskólannm
hér er nýlokið og voru samtals
165 í báðum deildum skólans.
Úr unglingadeild útskrifuðust
15, en úr bamaskóladeildinni
18.
Hæstu einkunn við unglinga-
próf hlaut Rakel • Jónsdóttir
9,16, hæstu einkunn á bama-
prófi Sæunn Axelsdóttir, 9,05.
Átta nemendur ganga undir
landspróf. Vorskóli er tekinn
til starfa með 95 bömum.
Sú nýung var tekin upp í
skólanum í vetur að veitt voru
verðlaun fyrir hegðun í hverj-
um bekk skólans, veitt eftir at-
kvæðagreiðslu barnanna sjálfra.
— Við skólalok var opnuð
handavinnusýning beggja deilda
skólans. t vetur voru bæði
tann- og Ijóslækningar í skól-
anum, og er þetta annar vet-
urinn sem slíkar lækningar eru
í skólanum.
I þessari umferð gerðu Rússar
jafntefli við Júgóslava, Fuder-
er vann Tajmanoff, Spasski
vann Milic, Antoshin og Djura-
sevic gerðu jafntefli og einnig
Berlok og Svetin.
Spánverjar unnu Frakka með
4—0. Virðast Spánverjar nú vera
miklu harðari en almennt var
búizt við.
Tékkar og Ungverjar gerðu
jafntefli.
Finnar unnu Svía með 3%—i.fe
og kom mönnum það nokkuð á
óvart hversu sterkt lið Finnar
hafa.
2. umferð
Nú tefldum við við Fínna. Guð-
mundur fékk fljótlega betra tafl
á móti Lahti,
en svo fór að
lokum að
jafntefli varð
; eftir að stað-
an hafði jafn-
ast og jafn-
vel orðin
betri hjá
Finnanum.
Lahti bauð
jafntefli og
þáði Guðmundur það.
Þórir vann Kajan í rúmum
30 leikjum. Fékk Þórir fljótt
betra tafl og notfærði sér stöðu
sína vel. Hallaði smám saman á
Kajan þar til hann varð allt í
einu mát uppi í borði með hrók
nokkrum er hann hafði ekki
gefið nógu miklar gætur.
Ingvar tefldi við Sahlberg og
vil ég sem minnst segja um þá
skák, nema Ingvar tapaði henni
í tæpum 20 leikjum.
Sveinn tefldi við Kajaste og
fékk Sveinn ágæta stöðu og átti
jafnvel vinning er hann þáði
jafntefli. En Sveinn hefur þá
afsökun að hann tefldi með sól-
gleraugum, svo að hann hefur
líklega ekki séð við hreyfingum
andstæðingsins eins vel og ella!
Rússar unnu Hollendinga með
'iVr-Vi.
júgóslavar unnu Frakka með
4—0.
Frakkar unnu Spánverja með
2%—0.
Annað varð ekki búið.
Guðmundur
Lyon, 9. maí 1955.
Það veldur nokkrum erfiðleik-
um við sendingu nákvæmra
frétta af mótinu, að töfluröðin er
enn ekki ákveðin, vegna þess að
sumar sveitirnar komu eftir að
búið var að draga og einnig
komu \fleiri sveitir en búizt
hafði verið við. Búlgarska sveit-
in kom t. d. í gær og pólska
sveitin einnig. f búlgörsku sveit-
inni eru frægir skákmenn svo
sem Minéff og Miléff, ásamt Bo-
botsoff og Kolaroff.
Röð keppenda er annars eft-
irfarandi og þó á hún ef til vill
eftir að breytast eitthvað: 1.
Pólland, 2. Holland, 3. Rússland,
4. Frakkland, 5. Tékkóslóvakía,
6. Noregur, 7. Finnland, 8. Sví-
þjóð, 9. ísland, 10. Ungverjaland,
11. Spánn, 12. Júgóslavía, 13.
Búlgaría.
Teflt er venjulega frá kl. 3—8
og biðskákir á morgnana, en
nokkrum sinnum vérður þó að
tefla 2 umferðir á dag, á morgn-
ana og kvöldin. Vegna þeirrar
.óreiðu, sem ennþá ríkir í fram-.
kvæmd mótsins er eiginlega ó-
gerningur. að segja nákvæmlega
frá j^ví hvað í raun og veru hef-
ur gerst og hvað er að 'gerast,.en
það lagast vonandi fljótlega.
Á sunnudagsmorguninn tefld-
um við við Svía og sigruðu þeir
okkur með 2% v. gegn 1%.
Guðmundur tefldi við Sehlstedt
og varð sú skák jafntefli. Hafði
Guðmundur iengi betra tafl og
peð yfir og sagði Tajmanoff að
Guðmundur hefði hiklaust getað
unnið skákina, en er um 40
leikir voru komnir hafði skákin
jafnazt aftur, og sömdu þeir
þá jafntefli.
Ingvar tefldi við Alenius.
Tefldi Ingvar of stíft upp á vinn-
ing, yfirspilaði sig og tapaði
skákinni í rúmum 20 leikjum.
Þórir vann Roth í tæpum 30
leikjum í heldur lélegri skák.
Lék Roth fljótt af sér skiptamun
og síðar manni.
Sveinn tefldi við Söderberg.
Lét Sveinn hann plata sig i byrj-
uninni og missti peð. Skákin fór
í bið en var alveg vonlaus og
gaf Sveinn hana í biðinni.
Önnur úrslit úr þriðju um-
ferð eru ekki kunn ennþá vegna
þess hve margar biðskákir eru,
nema Tékkar og Júgóslavar
gerðu jafntefli.
4. umferð var tefld í morgun
og áttum við þá fri. Klukkan sex
í dag hefst svo fimmta umferð
og teflum við þá við Ungverja.
Biðskákir verða tefldar í fyrra-
málið úr þessum þremur um-
ferðum.
,,Skenimtií'erð“
Eftir hádegi á sunnudag var
öllum boðið í reisu eina mikla út
í sveit. Var farið í tveim stórum
bíluiri. Ekið var sem leið ligguf ,
út úr borginni. Það var að vísu
nokkuð óvenjuleg leið því að í
miðri borginni er hæð ein mikil,
sem í Danmörku myndi áreiðan-
lega vera köllhð fjall, og var
ekið í gegnum það í staðinn
fyrir að fara upp það og siðan
niður eins og venja er á ís-
landi. Er upp í sveit var' komið,
var okkur boðið að skoða vín-
búgarð einn mikinn og veittu
húsbændur þar okkur ríflega
af eignum sínum. Er óþarft að
taka fram hvað það var. Síðan
var haldið áfram, með óðals-
bóndann í broddi fylkingar. Var
komið í smáþorp eitt, og var
farið í skrúðgöngu um götur
þess. Fremst í göngunm voru
franskar meyjar í þjóðbúningi
og leiddu sér við hönd frægustu
skákmennina, svo sem Kotoff,
Sajtar, dr. Filipp, Spasskí og
fleiri. Þótti gangan öll hin tign-
arlegasta, og virtust bæjarbúar
skemmta sér vel við að horfa
á þennan syngjandi skákmanna-
lýð.
Eftir að menn höfðu losað
sig rækilega við allar áhyggjur
og djúpar hugsanir, sem alltaf
er nóg af í hugum skákmanna
í skákkeppni, var haldið heim á
leið, Sveitin var kvödd með söng
og kátínu, sem ekki hætti fyrr
en stanzað var fyrir utan
húsið sem við tefldum í og
minnti okkur, grátt og kuldalegt,
á alvöru lífsins.
Klemens á Sámsstöðuiii
sextngur I dag
3. Hafa ráðstafanir verið
gerðar til þess, að ekki verði
Klemens Kristjánsson . til-
raunastjóri á Sámsstöðum í
Fljótshlíð er sextugur í dag.
Hann er fæddur í Þverdal í
Aðalvík. Foreldrar hans voru
Bárður K. Guðmundsson bóndi
þar og fyrri kona hans: Júdit
Þorsteinsdóttir. Hann stundaði
nám í búfræðum í Danmörku og
Noregi frá 1916 til 1923, og
gerðist þá aðstoðarmaður í
Gróðrarstöðinni í Reykjavík.
Hann varð tilraunastjóri í kom-
rækt á Sámsstöðum 1927, og
hefur verið það óslitið síðan. Er
hann löngu þjóðkunnur fyrir til-
raunir sínar og árangur þeirra,
óbilandi áliuga á komrækt á ís-
landi og hverju því er mætti
verða íslenzkum landbúnaði til
þrifa. Hefur hann einnig ritað
margt um þau efni, m.a. samið
Ráðherra spurður
Framhald af 1. síðu.
franiar sldpað upp í Reykja-
vík sprengiefni og hergögn-
um?
4. Hefur utanríkisráðherra
eða ríkisstjórnin í heild eða.
nokkur einstakur ráðherra
mótmælt æfingum sprengju-
flugvéla og annarra orustu-
flugvéla yfir Reykjavík.
5. Hefur Hamiltonfélagið
hætt störfum á Keflavíkur-
flugvelli og nýtt bandarískt
félag tekið rið af Hamilton-
félaginu? Sé svo, hvert er þá
hið nýja bandaríska félag á
Kef iavíkurf lugvelli ?
fjölda vísindalegra skýrslna um
tilraunir sínar.
Klemens á Sámsstöðum er
landnámsmaður á 20. öld. í dag.
mun honum berast mörg góð
kveðja. Þó verður brautryðj-
endastarf hans metið þeim mun
meira sem lengra líður.
Islendingi boðinn
styrkur til náms á
Ítalíu
Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveð-
ið að veita íslendingi styrk til
náms á Italíu frá 1. nóvember
1955 til 30. júní 1956. Nemur
styrkurinn 50 þúsund lírum á
mánuði nefnt tímabil, auk 10
þúsund líra í ferðakostnað inn-
an Ítalíu. Styrkþegi þarf ekki
a'ð greiða innritunar- og sltóla-
gjöld.
Við veitingu styrks þessa koma
þeir til greina, er lokið hafa
stúdentsprófi og vilja nema við
háskóla á Ítalíu, og listamenn,
sem lokið hafa undirbúningsnámi
fOg vilja stunda framhaldsnán* í
listgrein sinni.
Umsóknir um styrkinn sendist
menntamálará'ðuneytinu fyrir 10.
júní n.k. Skal þar tekið fram,
hverskonar nám umsækjandi
-hyggst stunda og við hvaða skóla.
Staðfest afrit af prófskírteinum
fylgi. Ennfremur upplýsingar um
störf síðan námi lauk og stað-
fest afrit af me'ðmælum, ef ti|
eru.