Þjóðviljinn - 14.05.1955, Blaðsíða 11
Laugardagur 14. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Krich Maria BEMABQU£:
Að eiska •• •
. .« og deyja
126. dagur
byssurnar beindust nú að hinum skriðdr-ekanum, sem
sneri burt og hvarf. „Sex komust í gegn“. hrópaði Rahe.
„Þeir koma aftur. Skiótið úr öllum vélbyssunum. Við
verðum að stöðva fótgönguliðið! “
„Hvar er Reinecke?“ spurði Immermann þegar þeir
gátu aftur hugsaö. Enginn vissi það. Reinecke kom ekki
aftur.
Virkin héldu það sem eftir var dagsins. Þau kvörn-
uðust sundur smátt og smátt; en skothríð var haldið á-
fram úr þeim báðum. Skothríðin var ekki lengur sam-
felld. Það var mjög lítið eftir af skotfærum. Mennirnir
átu úr niðursuðudósum og drukku vatnið úr gígunum.
Hirschland fékk skot í höndina.
Það var glampandi sólskin. Stórir, gliáandi skýja-
bólstrar liðu um himininn. í virkinu var befur af blóði
og púðri. Líkin fyrir utan voru farin aö blása upp. Þeir
sváfu sem gátu. Þeir vissu ekki lengur hvort þeir voru
einangraðir eða höfðu enn samband viö varalínuna.
Um kvöldið jókst skothríðin. Svo hætti hún næstum
allt í einu. Þeir þutu út til að mæta árás. Hún var ekki
gerð. f heilar tvær stundir var hún ekki gerð. Þessar
tvær viðburðarlausu klukkustundir reyndu meira á þá en
orusta.
Klukkan þrjú um morguninn var virkiö ekki annað en
hrúga af bevgðu stáli og steinsteypu. Þeir urðu að yfir-
gefa það. Þar voru sex dauöir og þrír særðir. Þeir uröu
að fara burt. Þeir gátu dregið manninn með sárið á
kviðnum með sér nokkur hundruö metra; þá dó hann.
Rússarnir gerðu nýtt áhlaup. Herdeildin hafði nú að-
eins vélbyssur. Úr sprengiugíg vörðust þeir með þeim.
Svo létu þeir enn undan síga. Rússarnir héldu þá sterk-
ari en þeir voru og það varð þeim til biargar. Næst þegar
þeir námu staðar féll Sauer. Hann fékk kúlu í höfuðið
og dó samstundis. Skömmu seinna féll Hirschland á
hlaupum. Hann leið hægt út af og hrevfði sig ekki fram-
ar. Gráber dró hann niður í holu. Hann lá á botni henn-
ar. Kúlur höfðu tætt sundur brjóst hans. Gráber þreifáði
á fötum hans, fann blóöstorkið veski hans og stakk því í
vasa sinn. Nú var ekki lengur þörf á því að skrifa móð-
ur hans og segja aö hann væri á lífi.
Þeir náðu aftari línunni. Seinna komu fyrirskipanir
um að hörfa lengra. Herdeildin var leyst upp. Varalínan
var nú orðin aðalvíglínan.
Þeir söfnuðust saman nokkrum kílómetrum fyrir aftan
hana. Það var ekki eftir nema þrjátíu menn af herdeild-
inni. Daginn eftir var hún aukin upp í hundráð og tutt-
ugu menn. m' •
Gráber hafði upp á Fi-esenburg í sjúkrahúsi. Það var
skýli sem reist hafði verið' til bráðabirgða í þeim til-
gangi. Vinstri fótur Fresenburgs hafði molazt sundur.
„Þeir tóku hann af“, sagöi hann. „Einhver fáfróður að-
stóðariæknir. Hið eina sem honum datt í hug. Ég hef
von um að verða fluttur til á morgun. Vil láta lærðan
mann líta á fótinn“.
Hann lá í fleti og það var vírkarfa yfir hnénu á hon-
um. Fletið stóð við opinn glugga. Fyxir utan sást dálítil
flöt, þakin rauðum, gulum og bláum villiblómum. Það
var óþefur í herberginu. Þrjú önnur rúm voru inni.
„Hvað er að frétta af Rahe?“ spurði Fresenburg.
„Hann fékk skot í handlegginn".
„Sjúkrahús?”
„Nei, hann vai'ð kyrr með deildinni“.
„Það lá að“. Svipbrigði urðu á andliti Fi'esenbui'gs.
Helmingurinn brosti, hinn helmingurinn með örinu
hi’eyfðist ekki. „Margir vilja ekki fara hehn. Rahe er í
þeii'ra hópi“.
„Hvers vegna ekki?“
„Hann er búinn aö gefast upp. Engin von framar. Og
engin trú“.
Gi'áber leit á pergamentiitt andiitið. „Og hvað um
þig?“
„Ég veit þáð ekki. Fyrst þai'f aö ganga fi'á þessu“.
Hann benti á víi'körfuna.
Hlý gola barst inn af enginu. „Þetta er kynlegt, finnst
þér ekki?“ sagöi Fresenbui'g. „í snjónum héldum við að
aldrei kæmi sumar til þessa lands. Syo er það allt í einu
komið. Og alltof geyst“.
„Já“.
„Hvernig var heima?“
„Ég veit það ekki. Ég get ekki lengur tengt það saman,
leyfið mitt og þetta. Ég gat það áður. En ekki núna. Þaö
skilur of mikiö á milli. Ég veit ekki lengur hvort er í'aun-
verulegt“.
„Veit það nokkur?“
„Ég hélt ég vissi það. Heima hoi'fði þetta allt öðru vísi
við. Nú veit ég ekki lengur mitt rjúkandi ráð. LeyfiÖ var
of stutt. Og of fjarlægt þessu. Heima hélt ég í alvöru aö
ég mundi ekki framar vega menn“.
„Mai'gir hafa hugsaö sem svo“.
„Já. Ei'tu mikið þjáður?"
Fi'esenburg hristi höfuöið. „Þetta óþverrabæli á dá-
lítið sem enginn hefði búizt við: morfín. Þeir gáfu mér
sprautu sem enn verkar. Kvalirnar eru fyrir hendi, 'en
það er eins og þær séu í einhverjum öðrum. Ég hef enn
eina eða tvær klukkustundir til stefnu“.
„Kemur sjúkralest?"
„Það fer sjúkrabíll héðan. Hann flytur okkur aö
næstu bi’autarstöö“.
„Bi’áðum verða engir okkar eftir hérna“, sagði Gráber.
„Nú ert þú líka aö fara“.
„Ef til vill skinna þeir mig upp enn einu sinni og senda
mig til baka“.
Þeir litu hvor á annan. Báðir vissu að þaö gat aldrei
oi’ðið. „Ég ætla aö ti'úa því“, sagöi Fresenburg. „Aö
minnsta kosti þessar tvær moi'fínstundii’. Tímabil í lífi
manns getur stundum veriö ótrúlega stutt, finnst þér
ekki? Og svo hefst annaö sem maður veit ekkert hvernig
verður. Þetta var önnur styrjöldin mín“.
„Hvaö ætlarðu aö gera á eftir? Hefurðu ákveðið það?“
„Ég veit ekki einu snini enn hváð hinir ætla að gera
við mig. Fyrst vei'ð ég að vita það. Mér datt aldrei í hug
að svona færi fyrir mér. Ég treysti því alltaf aö það yrði
annaðhvort eða. Nú verð ég að venjast þeirx’i hugmynd
aö vei'ða hálfur maöur. Ég veit ekki hvort er betra. Hin
lausnin virtist einfaldari. Þá var öllu lokiö; ekkert skipti
máli lengur; maður hafði greitt framlag sitt og það var
allt og sumt. En nú horfir þetta öðru vísi við, Ég hafði
talið mér trú xun áð dauðinn slægi sti'iki yfir allt. En
þannig er það ekki. Ég er þreyttur Ernst. Ég ætla aö
reyna að sofa áður en ég fer að gera mér ljóst aö ég er
bæklaður. Líði þér vel“.
Hann rétti Gráber höndina. „Þér sömuleiöis, Lúðvík“,
sagði Graber.
„Auövitað. Ég berst með straumnum. Borinn uppi af
sjálfsbjargai’viðleitni. ÁÖm’ var þaö öðru vísi. En ef til
vill var þaö aðeins blekking. Hún bjó alltaf yfir leyndri
von. En það skiptir engu. Máður gleymir alltaf að hægt
er áð binda endi á þetta sjálfur. Þann möguleika veitir
hin svokallaða skynsemi okkur“.
Skæðadrífa
Framhald af 7. síðu.
nokkur verulegur iðnaður geti
risið upp á Austurlandi.
Almenningur í landinu hefur
sannarléga ekkert að þakka
ríkisstjórn Ólafs Thors, Ey-
steins og Bjarna Ben. Þvert á
móti hefur hún í hvívetna
reynst honum og þjóðarheild-
inni til mikillar óþurftar. En
fámenn stétt braskara og milli-
liða, okrara og gróðamanna,
mun geta tekið undir með for-
sætisráðherranum og þakkað
athafnirnar í sina þágu. Afætu-
stétt þjóðfélagsins og erlendir
ásælnismenn standa í mikilli
þakkarskuld við Ólaf Thors
og fylgilið hans á Alþingi.
Kirkjuténleikar
Framhald af 4. síðu.
húsinu,^, og jafnan hlotið hina
heztu dóma, enda skipaður úr-
valssöngfólki. Þetta er í fyrsta
skipti að kórinn kemur fram á
kirkjutónleikum. Þessir tíu með-
limir kórsins munu syngja ein-
söng, tvísöng og þrísöng í messu
Schuberts: Áslaug Sigurgeirrjf
dóttir, Eygló Victorsdóttir, Inga
Markúsdóttir, Sigurveig Hjalte-
sted, Svanhildur Sigurgeirsdóttir,
Guðmundur H. Jónsson, Hjálmar
Kjartansson, Hjálmtýr Hjálmj-
týsson, ívar Helgason og Sverrir
Kjartansson. í einu lagi me.ss-
unnar leikur Egill Jónsson ein-
leik á klarínettu. Stjórnandi á
þessum tónleikum er Dr. Victor
Urbancic, sem verið hefur
stjórnandi Þjóðleikhússkórsins
frá því fyrsta, og sem áður hef-
ur unnið hér mikið og þarft
starf á vettvangi kirkjutónlisí-
arinnar. Kirkjutónleikar þessir
eru haldnir á vegum Ríkisút-
varpsins, sem jafnan hefur sýnt
tónlistinni fylista áhuga og
; stuðning. Aðgangseyri er stillt
mjög í hóf, og má gera ráð fyr-
ir að tónleikarnir verði fjöl-
sóttir, en vegna anna margra af
flytjendum verða þeir ekki end-
urteknir.
Síldverkunar-
og
beykisnómskeið
Síldai'útvegsnefnd hefur ákveöiö aö halda síld-
vei’kunai'- og beykisnámskeiö í Keflavík í vor, ef
nægileg þátttaka fæst. Gert er ráð fyrir, að nám-
skeiöið hefjist 13. júní n.k.
Skilyrði fyrir þátttöku í námskeiðinu eru, aö
umsækjendur hafi unnið minnst fullar tvær síldar-
vertíðir á viðurkenndri söltunai’stöð og staöfesti
það með skriflegu vottorði frá viðkomandi síldar-
saltanda, eftirlitsmanni eða verkstjóra. í vottorö-
inu skal tilgreina, hvaða ár umsækjendur hafa
unnið á stöðinni.
Umsóknir um þátttöku sendist til síldarmats-
stjói-a, Leós Jónssonar, Siglufiröi — sími 216 — er
einnig gefur nánari upplýsingar.
SlXDARÚTVEGSNEFND
Dívanar
■ Odýrir dívanar fyrirliggjandi ■
Fyrst til okkar — það
borgar sig.
i , . I
Verzl ASBRU, I
1 :
Grettisgötu 54,
sími 82108 í
; i
UtHðtGCÚS
sifiuuiwaíttcms m\
Minningar-
kortin
eru til sölu í skrifstofu Sós-
íalistaflokksins, Þórsgötu 1;
afgr. Þjóðviljans; Bókabúð
Kron; Bókabúð Máls og
menningar, Skólavörðustig
21 og í Bókaverzlun Þor-
valdar Bjarnasonar í Hafn-
árfirði