Þjóðviljinn - 14.05.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.05.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 SKÆÐADRTFA Sárindi Jóns Sigurðssonar Jón Sigurðsson („klofning- ur“) birtir í Alþýðublaðinu 12. þ. m. fyrri grein af tveimur fyrirhuguðum er hann nefnir „Hugleiðingar um verkfallið". Er fljótséð af grein Jóns að honum sviður sárt sá saman- burður sem verkafólk gerir á undirbúningi, rekstri og úrslit- um nýlokinnar vinnudeilu ann- arsvegar og þeim vinnubrögð- um hínsvegar sem tiðkuðust í tíð atvinnurekendastjórnarinn- ar í Alþýðusambandinu. Þessi samanburður lítur í stuttu máli út á þessa leið: Meðan Jón Sigurðsson og lags- bræður hans úr hópi hægri- krata og íhaldsmanna réðu stefnu Alþýðusambandsins var þar enga aðstoð að fá í kjara- átökum við atvinnurekendur. Þvert á móti reyndist það eitt erfiðasta og vandasamasta við- íangsefni verkalýðsfélaganna þegar þau höfðu sjálf undirbúið kjarabaráttu og skapað henni forustu úr eigin röðum, að gæta sín fyrir bakstungum og liðhlaupi „forustu“ heildarsam- takanna sem jafnan leit á það sem hlutverk sitt að þjóna stéttarandstæðingnum með því að koma í veg fyrir að verka- lýðurinn næði nema sem minnstum árangri. Meðan þ'étta hörmungará- stand varði í alþýðusamtökun- um bárust allar ráðagerðir í kjaramálum og fyrirætlanir um tílhögun baráttunnar jafnóðum til skrifstofu atvinnurekenda í Holsteini. Til þess að annast þetta mikilvæga verkefni höfðu atvinnurekendur eigin fulltrúa í sjálfu innsta vígi alþýðusam- takanna. Komust þeir í þessa aðstöðu fyrir tilverknað Jóns Sigurðssonar og samherja hans. Að þessu sinni horfðu málin öðruvísi við. Einingarstjórn verkalýðsins í Alþýðusamband- inu hafði leyst afturhalds- - stjómina af hólmi og rekið sendimenn atvinnurekenda á dyr. Allan undirbúning deil- unnar önnuðust nú sameigin- lega forusta verkalýðsfélag- anna og stjórn Alþýðusam- bandsins. Verkalýðsfélögin fengu nú alla nauðsynlega fyr- irgreiðslu og umbeðna aðstoð hjá heildarsamtökunum, eins og vera ber. Hafa forystumenn verkfallsins látið þá skoðun opinberlega í Ijós að aðstoð og fyrirgreiðsla Alþýðusambands- ins í þessu mikla verkfalli verði seint of metin. Samstaða verkalýðsins sjálfs, örugg forusta verkfallsins, bæði við verkfallsgæzlu og samn- ingaviðræður, öflugur stuðn- ingur Alþýðusambandsins og einhuga almenningsólit — allt átti þetta sinn þátt í að skapa þann stórsigur sem nú vannst: grunnkaupshækkun, lengingu orlofs, leiðréttingu á vísitölu, veikindagreiðslur, kauphækkun til iðnnema, styttingu eftir- vinnutímans, og síðast en ekki sízt — atvinnuleysistrygging- amar. Áldrei hefur Verkalýður- inn unnið slíkan sigur siðan 1944 þegar sókn hans reis hæst áður og fyrri einingar- stjórnin hélt um stjórnvöl Al- þýðusambandsins. Sárindi J. S. eru skiljanleg. En nöldur hans er ekki stór- mannlegl. En hver bjóst líka við nokkru stóru frá J. S.? Lýsing á kjarna samstarfsflokksins Hermann Jónasson formaður Framsóknarflokksins gaf svo athyglisverða lýsingu i útvarps- umræðunum frá Alþingi s.l. þriðjudagskvöld á kjarna Sjálf- stæðisflokksins að vert er að vekja á henni frekari athygli en gert hefur verið til þessa. H. J. ræddi aðferðir millilið- anna og braskaranna við að arðræna framleiðsluna og al- menning og komst í því sam- bandi að orði á þessa leið: „Þegar báílur kemur að landi í islenzkri höfn, er fiskurinn eígn útgerlðamianna og sjó- manna, unz honum er skilað á land. Þar tekur við fiskinum miililiðastarfsemi í óteljandi myndum, unz fiskurinn er kominn til neytendanna. Og áð- ur en báturinn fer í róður streyma um borð allskonar nauðsynjar til úthaldsins, einn- ig gegnum hendur óteljandi milliliöa. Hér eru bátaeigend- ur, sjómenn og verkamenn eins og smáflugur í kóngulóarneti milliliðanna. Þeir kaupa nauð- synjar, selja framleiðsiu og vinnu, án þess að hafa hug- mynd um sannvirðið .... Af þessu sem nú hefur verið sagt, er augljósii mál, að á meðan milliliða- og arðráns- stefnan ræður rikjum, hljóta að verða harðar deilur um skiptingu arðsins og afleiðing- arnar sífelld verkföll. Þau eru skuggi gróðahyggju og óhófs. Verkföll eru tilraun verka- mannsins til að hrista af sét þessa ófreskju. . . Þeir menn eru pólitísk böm, sem ekki hefur ennþá skilizt það, að flokkur milliliðanna er stofnaður og áhrifum hans og pólitísku valdi viðhaidið og beitt með milljónakostnaði í blaðaúrtfeáfu og áróður einmitt til þess að vernda gróða milli- liðanna. . . . Landsmönnum verður ljósara með hverjum degi, að sífelldar vericfallsstyrjaldir milli sterkra verkalýðssamtaka í stjórnarþ andstöðu annarsvegar og á- gengrar þurftarfrekrar milli- liðastéttar með rikisvaldið að baki híns vegar, endar á þann hátt, sem allir tæpa á ög hvísla um, en enginn þorir að segja. Ég sé ekki að neittí nema lýðræðissinnaðir ihaldsandstæð- ingar í stjórnaraðstöðu með -Framsóknarflokknum, geti héð- an af stöðvað þessa skriðu.“ Þetta eru ummæli Hermanns Jónassonar, formanns annars stjórnarflokksins sem fer með völdin í landinu og beitir rík- isvaldinu sem akneyti milli liðanna. Má fara nærri um hug álmennra kjósenda Framsóknar til stjómarstarfsins þegar for- maður flokksins treystir sér ekki til annars en kveða upp slíkan dóm í áheyrn alþjóðar yfir atferli íhaldsins og mis- notkun ríkisvaldsins í þágu auðstéttarinnar. Ef til vill mætti þó minna H. J. á þá staðreynd, að þetta ástand var- ir ekki deginum lengur en flokkur hans sjálfs, Framsókn- arflokkurinn, ljær íhaldinu og auðstéttinni stuðning og að- stöðu til arðránsins á fram- leiðslunni og fólkinu. Væri ekki ráð, Hermann Jónasson, að Framsóknarflokk- urinn hætti að veita íhaldinu aðstöðu „til þess að vernda gróða mi)liliðanna“ og svifti það þeim yfirráðum yfir ríkis- valdinu og misnotkun þess gegn vinnandi fólki í landinu, sem H. J. talar réttilega um í ræðu sinni? Slíku spori yrði áreiðanlega fagnað af mörgum óbreyttum Framsóknarmanni sem blöskrar íhaldsþjónusta forustunnar og ber þungar áhyggjur í brjósti út af helgöngunni með ihald- inu. „Athafnasöm og dugmikií framf arast jórn‘ ‘ í útvarpsumræðunum gaf Ól- afur Thors stjórn sinni þá einkunn sem að ofan getur. í reyndinni horfir þetta nokkuð öðruvísi við. Auðstéttarstjórn Ólafs Thors, Eysteins og Bjarna Ben. mun fá þá einkunn í sög- unni að hafa verið ein sú ó- þarfasta sem setið hefur við völd í landinu. Hún hefur auk- ið á misskiptinguna milli þegn- anna. Hún hefur hlúð að ó- heftum gróðamöguleikum fárra auðmanna en niðst á alþýðu- stéttunum. Tilvera hennar og stjórnarframkvæmdir eru und- irrót grimmilegra stéttaátaka sem kosta þjóðarbúið milljóna- tugi ef ekki hundruð milljóna. Hún er bakhjarl ósvífinnar arðránsklíku sem liggur eins og mara á sligaðri framleiðslu og sækir ómældan striðsgróða á fjörur erlends hernámsliðs meðan atvinnuvegum þjóðar- innar sjálfrar blæðir út. Rík- isstjórn Ólafs Thors horfir á það sljóum augum og án at- hafna að við landauðn liggur víða um land vegna skorts á atvinnutækjum og aðstöðu ti'. að hagnýta möguleikana sem hvarvetna blasa við væri skyn- samlega á málum haldið Hennar markmið er að beygja íslendinga til að sætta sig við smán og hættur hernámsins með þeirri falsröksemd að þjóðin geti ekki á annan hátt haft í sig og á, full atvinna og sæmileg afkoma verði að byggjast á hernámi landsins og undirgefni þjóðarinnar við hér- vist hernámsliðsins og dráps- tækja þess. Fyrir þetta ætlast Ólafur Thors til þakklætis af þjóðinni. Sennilega eiga láglaunamenn einnig að þakka fyrir „forust- una“ í húsnæðismálunum þar sem umbótalöggjöf nýsköpunar- áranna hefur verið rústuð end- anlega og níðst á byggingar- sjóði verkamanna. Austfirðing- um ber að sjálfsögðu að þakka og meta þá „dugmiklú* for- ustu sem fram kemur í virkj- unarmálum fjórðungsins, þar sem ein smáárspræna skaL virkjuð í stað Lagarfoss og þannig komið í veg fyrir að Framhald á 11. siðu. r~ n Pétur Hrauníjörð sjötugur í dag Mönnunum fer fram þrátt fyrir allt.." Ég er kominn á heimili Péturs Hraunfjörðs og konu 'hans, Sigurástu Kristjáns- dóttur, í Rauðagerði 17. Ég veit að á morgun á hann 70 ára afmæli. Og þegar ég Virði hann nú fyrir mér sjö- tugan enn vel á sig kominn með þunga langs og strangs vinnudags á herðum, flýgur mér í hug meira en 40 ára mjmd: Ungur maður, kvikur í hreyfingum og hinn vask- legasti, fulltrúi nýrra strauma og félagslegrar vakningar meðal æskumanna í Eyrar- sveit við Breiðafjörð vestur. Hann var einn af mest um- töluðum ungum mönnum þar í sveit, og fyrir bernskuaug- um mínum þá var hann einn þeirra, sem ég vildi líkjast þegar ég væri orðinn stór. — Löngu síðar átti ég eftir að kynnast honum nokkuð sem samherja og eldri bróður í baráttu verkamanna fyrir hagsbótum og réttlátu þjóð- félagi. <r En nú er ég kominn á heim- ili hans og vil, úr því svona stendur á, fá eitthvað að heyra af því sem á daga hans hefur drifið í lífsins ólgusjó, því ég veit, að þar er af miklu að taka. En Pétur Hraunf jörð lætur lítið yfir og telur málið ekki meira en svo umtalsvert. „Jú, rétt er það, ég slys- aðist í þennan heim fyrir 70 árum eða þann 14. maí 1885“. Svo fæ ég að vita að hann er fæddur að Valabjörgum í Helgafellssveit og er sonur hjónanna Jóns Jóhannssonar og Guðlaugar Bjamadóttur. Sjó byrjaði hann að stunda 11 ára gamall og eyddi blóma aldurs síns í glimu við Ægi. Bernsku- og æskusporin liggja við sunnanverðan Breiðafjörð, í Hraunsfirði og Grundarfirði, en frá Vindási í Eyrarsveit er fyrrnefnd kona hans. Þau hjón hafa komið til manns Fétur Hraunfjörð B>L- » sjö efnisbörnum og eiga nú á lífi nærri 40 afkomendur. Ungur hugsaði Pétur út fyrir heimaþúfuna. Fór til Reykjavíkur í Sjómannaskól- ann. Síðan var hann um langt skeið skipstjóri á fiskiskipum við Breiðafjörð og víðar. Þau atriði, sem hér eru talin, eru vissulega efni í mikla sögu, en vini mínum Pétri er sjáan- lega ekki áhugamál að fjöl- yrða um slíka hluti. Mér er kunnugt um listhneigð hans og hagmælsku og vek máls á því við hann að fá nokkrar vísur hjá honum í blaðið, en hann tekur því heldur fálega og kveðst ekki hafa haldið saman kveðskap sínum þótt einhver væri. Hinsvegar aftek- ur hann ekki með öllu að ræða um þetta mál nánar síðar. En þegar ég er í þann veg- inn að búast til brottfarar. berst talið að ástandi og horf- um í heiminum. Þá er komið á dagskrá umtalsefni, sem Pétri Hraunfjörð er sjáanlega skapi nær að tala um en sín einkamál. Og áhugi hans er vakinn. Honum er sjáanlega ljóst, að heimurinn og gjör- vallt mannkyn stendur nú í dag á tímamótum mikilla ör- laga. Honum er ljóst að bar- áttan milli ljóss og myrkurs — lífs og dauða — er að komast á úrslitastig. Hann fylgist sjáanlega vel með hamförunum í vigbúnaði heimsauðvaldsins og sér ógnir þær, sem öllu mannkyni eru búnar af völdum þess. En hann sér jafnframt vaxandi mátt sósialisma og friðarafla í heiminum. Hann trúir á vax- andi félagslegan og andlegan þroska fólksins: „Mönnunum fer fram þrátt fyrir allt, þótc hægt gangi....“. Þetta eru hans lokaorð í þessu stutta samtali okkar inni á heimili hans. Vaxandi mannvit og aukinn félagslegur þroski manna er hugsjónum þessa sjötuga manns, réttlætinu, ör- ugg sigurtrygging. Og hvers virði er þá upprifjan langrar margslunginnar baráttusögu eínstaklingsins á landi og sjó við að koma sjö börnum til manns og leggja drög að mikl- um ættboga.. .. Aftur bregður fyrir í hug- skoti mínu meira en fjörutíu ára mynd af ungum manni, kvikum í hreyfingum, manni sem var fulltrúi nýrra strauma og félagslegrar vakn- ingar meðal æskumanna við sunnanverðan Breiðafjörð vestur. — „Ef allir væru eins og Pétur Hraunfjörð þá væri öllum mönnum tryggt gott og ánægjulegt líf á jörðinni“, hugsa ég þegar við göngum. saman út að strætisvagninum — og gleymi að óska honum hamingju með afmælið. 13. maí 1955. Jón Raí'nsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.