Þjóðviljinn - 26.05.1955, Síða 3
Fímmtudagur 26. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Frá garðyrkjusýningunni 1952.
r
(krlyrk|iiiélog Islcmds 70 ára
GarSyrkjufélagið á sjötugsafmæli í dag. Frá upphafi hét
það fullu nafni „Hið íslenzka garðyrkjufélag“, allt fram
til ársins 1940, er nafninu var breytt. — Árið 1885, 26.
maí, var eftir hvötrnn landlæknis Schierbecks haldinn
fundur af þeim mönnum, sem eftir uppástungu landlækn-
is höfðu komið sér saman um að stofna félagið til eflingar
garðyrkju hér á landi.
Fundurinn var haldinn í
bamaskólahúsinu í Reykjavík.
Þessir mættu á fundinum: Schi-
erbeck landlæknir, Pétur bisk-
up Pétursson, Magnús Stephen-
sen asessor; Theodór Jónassen;
bæjarfógeti; Árni Thorsteins-
son, landfógeti; Sigurður Mel-
sted, prestaskólaformaður; Þór-
arinn prófastur Böðvarsson;
Halldór Friðriksson, yfirkenn-
ari; Steingrímur Thorsteinsson,
skólakennari; Björn Jónsson,
•rítstjóri og Hallgrímur Sveins-
son, dómkirkjuprestur.
Nokkrir fleiri höfðu ritað sig
fyrirfram t.d. Grímur Thomsen,
sem stofnendur félagsins, en
mættu eigi á fundinum. Schier- i
beck stakk u-p á að velja bisk-
upinn fyrir fundarstjóra. Var
það samþykkt í einu hljóði og
stýrði biskupinn fundinum. Á
fundinum var félagið stofnað.
Áður hafði verið sent út eftir-
farandi boðsbréf:
Hið íslen/ka garðyrkjufélag
Það virðist auðsætt, að efl-
ing og aukning garðyrkjunnar
hér á landi geti orðið landsbú-
um til mikils gagns og fram-
fara, með bví að þeir með því
móti ættu hægara með að afla
sér heilnæmrar jurtafæðu, sem
eins og kunnugt er stuðlar
næsta mikið að því að afstýra
ýmsum sjúkdómum t.a.m. skyr-
bjúg og sumnart gætu þannig
aflað vetrarfóðurs handa skepn-
um sínum, með því að ýmsar
eru þær fóðurjurtir, er spretta
vel í óþurrkasumrum, þegar
mjög örðugt er að bjarga heyi
óskemmdu.
Vér, sem hér ritum nöfn vor
undir, höfum tekið oss saman
um að mynda félag, er vér
nefnum, ,,Hið íslenzka garð-i
yrk,jnfélag“ og skal mark ogl
mið félags þessa vera að efla
og styrkja garðyrkju hér á
landi yfir höfuð, en fyrst um
Schierbeck landlæknir
hann var aðalhvatamaður að
stofnun Garðyrkjufélags Islands
sinn mun félagið einkum binda
sig við það að styðja að ræktun
venjulegra garðávaxta og nokk-
urra fóðurjurta, sem að mest-
um notum geta komið hér á
landi, svo sem eru: kálrapi,
turnips, kartöflur og fáeinar
aðrar. Að þessum tilgangi sín-
um mun félagið stvðja með bví:
1.. Að siá u~v nð sem auð-
veldast verði að fá gott og
nægilegt fræ til útsæðis.
2. Að afla þekkingar á því
fyrir reynsluna, hverjar aðal-
tegundir og aukategundir bezt
þrífast hér á iandi og hveria
aðferð skuli \nð hafa, til þess
að tegundir þessar þrífist sem
bezt og ennfremur sjá um, að
bessi þekking breiðist út meðal
almennings.
3 Að glæða éhuga landsbúa
á garðvrkjú o? bví veita verð-
laun fyrir þær jurtir, sem bezt
eru ræktaðar og fyrir gott fræ,
sem aflað er hér á landi.
Félagið starfaði óslitið til
aldamótanna 1900. Þá var talið
að störf þess heyrðu undir
starfsemi Búnaðarfélags íslands
og hætti Garðyrkjufélagið störf-
um í nær tvo áratugi. Á þessu
fyrsta starfsskeiði félagsins
voru þeir Schierbeck og Árni
Thorsteinsson lífið og sálin í fé-
laginu um langa hríð. „Voru
beir landlæknirinn og land-
fógetinn mjög samhentir í því
að efla garðræktina og skipa
henni það rúm, er henni ber
meðal áhugamála þjóðarinnar“,
segir Einar Helgason í ritning-
argrein. Báðir höfðu þeir
Schierbeck og Ámi hið mesta
vndi af garðyrkju og skildu holl
ustuáhrif hennar, bæði í mat-
arhæfi þjóðarinnar og uppeld-
irgildi þess að annast gróður
og garða. Ýmsir fleiri lögðu
auðvitað hönd á plóginn, t.d.
Þórhallur Bjarnason, biskup;
Hallgrjmur Sveinsson biskup o.
fl. Fylgdist hér vel að bæði and-
,legt og veraldlegt vald þeirra
tíma.
;Hinn 1. desember 1918 tekur
félagið til starfa að nýju.
Voru valdir í stjórn, Hannes
Thorsteinsson, formaður og
meðstjórnendur, Einar Helga-
son og séra Skúli Skúlason.
Starfaði félagið síðan af mikl-
um krafti og óslitið til ársins
1935. Var Einar Helgason
framkvæmdastjóri félagsins og
sannkallaður máttarstólpi á því
tímabili og var lengstum laun-
aður að mestu af ríkinu. Einar
gerði tilraunir, hafði garðyrkju-
némskeið, bæði í gróðrastöð-
inni og í barnaskóla Reykjavík-
ur og hélt marga fyrirlestra í
Revkjavík og út um land á
ferðum sínum, en hánn ferðað-
ist mikið til skoðunar og leið-
beininga. Ýmsir fl.eiri studdu
og vel að starfseminni.
Eftir lát Einars 1935 varð
hlé á starfsemi félagsins í tvö
ér, en þá tók það til starfa
að nýju og hefur st.arfað siðan.
Var Ingimar í Fagrahvammi
Heimamenn gangi fyrir
Framhald af 12. síðu.
egs fulltrúa Steingríms Stein-
órssonar ráðherra. Hannes
aldi það hlægilega fjarstæðu“!
ið gera kröfu til þess að heima
aönnum í Kópavogi væri út-
ilutað lóðum áður en farið
•æri að afgreiða umsóknir ut-
. nhreppsmanna. Jósafat, full-
rúi Sjálfstæðisflokksins þorði
kki að taka afstöðu til þess,
ivorki með Hannesi né móti.
leimamenn gangi fyrir.
1 samþykkt meirihluta hrepps-
uefndarinnar um þetta mál seg-
r m.a. svo: „Fyrst og fremst
skal veita byggingarleyfi þeim
ca. 30 umsækjendum sem bú-
fyhsti formaður félagsins á
þriðja starfsskeiðinu.
Garðyrkjufélagið hefur geng-
'zt fyrir allmörgum garðyrkju-
sýningunr og liafa þær verið
verulegur þáttur í starfsemi
þess og haft mjög veltjandi á-
hrif, sýnt „hvað verið er að
gera og hvað hægt er að gera“
og þannig stuðlað að vexti og
viðgangi garðyrkjunnar í land-
inu. Alls hefur félagið gengizt
fyrir sjö sýiungum á árunum
1921—1955. lEnnfremur tók það
þátt í landbúnaðarsýningunni
1947 og í norrænu garðyrkju-
sýningunni í Kaupmannahöfn
og Helsingfors 1937 og 1949.
Sýningin 1941 var fjölsóttasta
sýning á Islandi til þessa tíma.
Sóttu hana rúmar 22 þúsundir
manna. (Fyrsta garðyrkjusýn-
ing á landinu mun vera sýning
sú, er haldin var þar í Gagn-
fræðaskólanum árið 1919 og
Guðrún Þ. Björnsdóttir gekkst
fyrir.) En fyrsta sýning syðra
var haldin í Görðum á Álfta-
nesi haustið 1921. Garðyrkju-
ritíð, ársrit félagsins hefur
komið út í þremur áföngum.
Það hóf göngu sína árið 1895
fyrir áeggjan Schierbecks, land-
læknis og kom út til 1901. Síð-
an að nýju 1920 til 1934 og
loks (allmikið stærra) 1938
og síðan. Gefur ritið að fomu
og nýju góða hugmynd um þró-
un garðyrkjunnar í landinu og
segir frá nýjungum og reynslu
garðyrkjumanna í ræktunar-
málum. Árið 1949 kom út Mat-
jurtabókin í stað ársritsins og
j 1951 Gróðurhúsabókin. Má
Isegja að garðyrkjusýningarnar
: og Garðyrkjuritið hafi verið
i aðalþættirnir í starfsemi félags-
! ins hin síðari ár.
Félagið gróðursetur árlega
: trjáplöntur í Heiðmörk og nú
vinnur það m. a. að því að
komið verði upp grasgarði í
Reykjavík, t. d. í Laugardaln-
um. Gæti sá garður orðið
kennslugarður og skrautgarður
í senn. Skal safna í garðinn ís-
lenzkum plöntum o. fl. norræn-
um gróðri. Ennfremur helztu
trjátegundum, runnum og
skrautjurtum, sem hér þrífast
og setja nafnspjald hjá sér-
hverri tegund.
settir eru hér í hreppnum, og
óska að hefja byggingar nú
þegar.
I öðru lagi skal veita þeim
byggingarleyfi, sem bíða af-
greiðslu frá fyrra ári, eða
hafa lóðir á stöðum þar sem
skipulag er þegar ákveðið.
Hreppsnefndin gerir þá kröfu
tíl viðkomandi ráðuneytis, eða
fulltrúa þess, að þeim mönnum
sem byggingarnefnd samþykk-
ir, og þá fyrst og fremst
hreppsbúum, verði tafarlaust
úthlutað þeim Ióðum sem ó-
byggðar eru yið götur sem
hreppsnefnd leyfir byggingar
við, og er hreppsnefnd reiðu-
búin til samstarfs um að skipa
þeim niður á þær lóðir sem
lausar eru og byggingarhæfar,
en mótmælir liarðlega að nokkr
um lóðum sé ráðstafað án sam-
ráðs við hreppsnefndina. Þá
ítrekar hreppsnefndin fyrri
kröfur sínar um skýrslu yfir
þær lóðir sem lausar eru og
þær lóðir sem ráðstafað hefur
verið á síðasta ári án sam-
ráðs við hreppsnefndina.“
(Framanskráðar upplýsingar
eru frá stjórn Garðyrkjufél.).
Grasagarðnr
Framhald af 1. síðu.
ræktunarframkvæmdum. Hann
lærði hjá Schierbeck landlækni,
og eftir heimkomu frá námi
í Danmörku 1898 vann hann
að garðyrkju og ræktun hjá
Búnaðarfélaginu og síðar Garð-
yrkjufélaginu — en það félag
vakti hann af 20 ára dvala
árið 1918. I Gróðrarstöðinni
reyndi hann ræktun flestar
þeirra garðjurta sem talið er að
þrífist hér. Hann ferðaðist uirt
landið allt og leiðbeindi uirt
ræktun. Einnig skrifaði hann
nokkrar bækur um ræktun. Um
Einar Helgason skrifaði Sig-
urður Sigurðsson búnaðarmála-
stjóri árið 1938: „Hann hefur
verið einn af afkastamestu
garðyrkjufrömuðum lands vors.
Hið íslenzka garðyrkjufélag á-
honum að miklu að þakka sinn
lífsþrótt, sitt starf og þann ár-
angur sem það hefur borið“.
SKÓSALAN
Hveslisgötu 74
tilkynnir:
Verzlunin flytur bráðlega, E
og þessvegna verða allar s
skóbirgðir seldar mjög ódýrt »
t.d. barnaskór, dömuskór, *
inniskór, sandalar, herraskór, •
bomsur, strigaskór o. fl.
Tœkifœrisverð — Komið :
og gerið kjarakaup.
SKÓSALAN
Hverlisgötu 74
■
Hjartanlega pakka ég öllum, sem sýndu mér 5
vinarhug á sextugsafmœli mínu 14. apríl, með :
heimsóknum, blómum, skeytum og gjöfum.
■
EGGERT' GUÐMUNDSSON |
Ásvallagötu 53. :
■
■
S