Þjóðviljinn - 26.05.1955, Síða 9

Þjóðviljinn - 26.05.1955, Síða 9
Fimmtudagur 26. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 # ÍÞRÓTTIR HITSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON Islandsglíman: Markar glíma þessi tímamót? Miima itíð en áðnt og démarar ákveðnari Til þessarar 45. íslandsglímu komu 10 menn, og má það tæp- ast minna vera þegar um þjóð- aríþrótt er að ræða. Hefðu nú þessir glímumenn komið frá 10 félögum víðsveg- ar að af landinu, liefði málið litið betur út. Það hefði getað sannfært okkur um að glíman væri iðkuð með allgóðum ár- angri víðsvegar. Þessu var nú ekki að heilsa, þessir 10 menn voru úr aðeins tveimur félögum, og voru 8 þeirra úr U.M.F. Reykjavíkur en aðeins 2 úr Glímufélaginu Ármanni. Hefur Ármann séð fífil sinn fegri áð- ur, og er nú svo komið að U.M.F.R. er búið að taka for- ustuna um glímumannafjölda á kappglímunni, sem á að vera nokkur mælikvarði á starfsem- ina, svo og geta þeirra í glím- um. Þessi lélega þátttaka í glímu- mótum virðist benda til þess að íþróttin sé lítið iðkuð og ekki sýndur sá sómi sem ætla mætti. Glíma þessi í heild gaf örlítið meiri fyrirheit um það en áður að wienn væru farnir að skilja að svolítið þyrfti að stinga við fótum til að forða henni frá þeim flótta sem liún hefur ver- ið á frá uppruna sínum um mörg undanfarin ár. Þetta kom fram í því að glímumenn níddu ekki eins hvern annan niður eins og algengt hefur verið á kapp- glímum án þess dómarar gerðu athugasemdir. Þó voru nokkr- ar glímur sem sækjandi lét sig fallast á verjanda með fullum þunga, sem samkv. glímulög- unum er óleyfilegt og kallað níð. Má þar nefna glímu Rúnars við Hannes og Kristján H. Lár- usson, og glímu Hilmars við Hannes og Braga. Sama henti Erlend í glímunni við Hannes. Dómarar höfðu ekkert við þetta að athuga og dæmdu það lög- legar byltur. En sem sagt: Þetta var miklu minna reynt en áð- ur, og þar verður að þakka kennurunum. Annað atriði var það lika í glímu þessari sem lofar góðu og það voru hin nokkuð tíðu afskipti dómara af glímustöðu keppenda. Stöðvuðu þeir hvað eftir annað glímur sem meira bentu til ryskinga í bolstöðu en hinnar upprunalegu glímu. Meira að segja var glíma tví- stöðvuð af þessum sökum, en glímulög segja að dæma beri vítabyltu fyrir þau brot sem framin eru að undangenginni aðvörun. .................... LIGGUR LEIÐIN En hvað um það, dómararn- ir voru allir af vilja gerðir að sýna lit á því að framfylgja 20. og 21. grein glímulaganna. Það skal játað að eins og glím- an er komin er þetta erfitt verk, en þökk skulu þeir Ingi- mundur Guðmundsson, Þor- steinn Kristjánsson, sem var þeirra skeleggastur, og Grímur S. Norðdahl hafa fyrir þessa viðleitni. Þó glíma þessi hafi verið bet- ur glímd en fjölmargar undan- farnar glímur, þá var táknrænt að sjá viðbrögð manna eftir að stigandanum lauk og blístran kvað við til byrjunar. Svo rík- ur var óttinn við andstæðing- inn — og byltuna, að þeir höfðu fyrir fyrstu hreyfingu að skjóta aftur rössum sínum sem fram- kallar bolstöðu. Þetta sýnir hve ríkt þetta e’r í glímumönnum. Þó margir þeirra áttuðu sig er áj glímurnar leið og stæðu þá við og við sómasamlega að glím- unni. Þetta voru heildaráhrifin af glímunni, og voru flestir hver öðrum líkir hvað þetta snerti. En mega unnendur íslenzkrar glímu ekki eiga von á að níðið verði alveg þurrkað út á næstu íslandsglímu, og bolstaðan líka, og dómarar framfylgi 20.—21. og 22. grein glímulaganna með fullri djörfung? GHmumennirnir Ármann J. Lárusson hefur sjaldan haft meiri yfirburði í kappglímu þar sem mættir hafa verið allir beztu glímumennirn- ir. Hann var aldrei í hættu ekki einu sinni móti Rúnari. Ármann náði honum strax upp í glæsi- legt klofbragð sem hinn ágæti Rúnar gat engri vörn við kom- ið. Glíma Ármanns við Hilmar, léttan og grannan, var líka at- hyglisverð. Hann tók hvert bragðið af öðru en með fádæma mýkt og lipurð fékk Hilmar samt varizt um stund og vöktu varnir hans ekki síður hrifn- ingu en hin ágætu brögð Ár- manns, en hann níddi aldrei, og hefði hann þó eins og af til- viljun getað látið sig falla á hann ofan. Á þetta er líka bent til að undirstrika að glæsileg vörn á rétt á sér í íslenzkri glímu en sé níðið tekið með hverfur hún. Þeir bræður Rúnar og Gísli Guðmundssynir sem fengu önn- ur og þriðju verðlaun gerðu margt vel. Rúnar er öruggur glímumaður og gengur mark- visst til bragða. Hann þarf því ekki að grípa til forboðinna á- vaxta. Hann gekk tvímælalaust næstur Ármanni J. Lárussyni um ágæta glímu. Gísli er léttur, með góða framgöngu og á til mjög góðar samsetningar bragða. Þó brá um of fyrir hjá svo góðum glímumanni tilgangslausum sviptingum og það meira en hans hefur verið vani. Erlendur Björnsson gengur full þunglamalega til glímunn- ar og vantar nokkuð snerpu og kom það átakanlega fram í glímunni við Rúnar. Nái hann meiri snerpu er þar efni á ferð- inni. Hilmar Bjarnason er and- stæðan við Erlend. Léttur, mjúkur, snarpur en mátti sín þó miður við hina þyngri stór- karla. Kristján H. Lárusson glímdi ver en hann þurfti. Hann kann miklu meira, og getur staðið betur að glímu en hann gerði að þessu sinni. Gunnar Guðmundsson og IBragi Guðnason eru liðlegir glímumenn en vantar kraft til að standast þunga og sterka glímukappa. Hannes Þorlcelsson er glímunni trúr þó hann upp- skeri ekki mikla sigra, en ekki er ósennilegt að piltur með þessa líkamsbyggingu komi á óvart fyrr en síðar. ,,GIíman nær farin halloka" Á eftir keppninni afhenti for- seti Í.S.Í. verðlaun. Við það tæki- færi minntist hann Sigurjóns Péturssonar, glímukappa, sem lézt í þessum mánuði, en Sigur- jón hefur lengst allra verið handhafi Grettisbeltisins, eða frá 1910—1919. Bað forsetinn áhorfendur sem voru margir að rísa úr sætum til heiðurs hin- um fallna íþróttakappa og frömuði. Forsetinn gat þess að svo liti út sem glíman væri að fara halloka fyrir öðrum nýjum greinum, en slíkt mætti ekki ske. Þessvegna verða allir sem þessari þjóðlegu og íslenzku í- þrótt unna að styðja hana og styrkja, sagði forsetinn að lok- um. Við skulum vona að ís- lenzka glíman fari ekki halloka fyrir neinu hvorki yngri íþrótt- um eða vegna deyfðar forustu- mannanna, og umfram allt verð- um við að varðveita hana eins og hún var en ekki viljandi eða óviljandi gera úr henni eitthvað annað sem er andstætt eðli hennar og anda. 30 frjálsíþiótiamenn úz IR keppa á Seliossi um hvítasunnuna Á annan í hvitasunnu fer 30 manna flokkur frjálsíþrótta- manna úr ÍR til Selfoss og kepp- ir þar á íþróttamóti, sem Umf. Selfoss stendur fyrir. Ákveðið er að keppt verði í tíu íþrótta- greinum og má búast við góðum árangri í flestum greinum. í hópi ÍR-inganna verða allir beztu frjálsíþróttamenn félagsins m. a. Skúli Thorarensen, Jóel Sigurðsson, Guðmundur Vil- hjálmsson, Kristján Jóhannes- son, Sigurður Guðnason, Vil- hjálmur Ólafsson, Bjarni Linnet o. fl. Á s.l. sumri heimsóttu IR-ing- ar þrjá kaupstaði landsins þ. e. Akureyri, Selfoss og Vestmanna- eyjar og varð mikið gagn og á- nægja af öllum þeim ferðum. Hefur félagið því ákveðið að halda heimsóknum þessum á- fram í sumar og er þetta fyrsta ferðin í því skyni. Gunnar M. Magnúss: d Börnin frá Víðigerði Að kvöldi dags er farið úr vögnunum og tjald- að á góðum stað. Og konurnar hit’a kaffisopa til þess að hafa með þurrmetinu, en þær mega ekki láta margar baunir í einu í könnuna. Þær eiga svo lítið eftir af nestinu frá gamla landinu, og þær hafa ekki hugmynd um, hvort þær fái nokkra baun inni í grænu skógunum. Börnin hlaupa frá tjöldunum og hressa sig upp eftir setuna í vögnunum. Þau fara út um móa og börð og hoppa á þúfum, því það eru mó- ar og börð í Ameríku, rétt eins og á íslandi. En bændurnir dytta að tjöldunum og vögn- unum og bölva rigningunni og slabbinu. Og eft- ir tvo daga voru allir fullorðnir karlmenn í hópn- um búnir að segja ljótt í Ameríku. Svona gengur það dag eftir dag. Rigningin steypist úr loftinu í stórum hryðjum af og til. Allt er vot't og ömurlegt, fúlt og sóðalegt og kalt, sums staðar eru kviksyndi. Og á fjórða degi kemur slys fyrir Víðigerðis- fólkið. Hestarnir lenda á kafhlaupi og brjótast um, ekillinn hrópar upp, og fólkið þýtur upp til handa og fóta, en í sama bili veltur vagninn á hliðina niður í fenið. Inni í vagninum var allt í fáti og fári og guðshrópum. Fólkið kastaðist sam-an og grátur barna og kvenna yfirgnæfði skipanirnar um að reyna að komast út. Aðalf undur ■ ■ ■ Sölusambands íslenzkra fisk- ■ framleiðenda ■ ■ ■ ■ ■ ■ ver’ður haldinn í Reykjavík, þ. 10. júní n.k. ■ ■ ■ Dagskrá skv. félagslögum. ■ Einnig veröur gengið frá stofnun hlutafélags til 5 ■ ■ skipakaupa. ■ ■ ■ ■ ■ . ■ Sölusamband ísl. fiskframlei&enda. Trésmiðir Trésmiöir óskast í vinnu. UPPMÆLING, LÖNG VINNA. GóÖ skilyröi fyrir sjálfstæöa vinnuhópa. Byggingafélagið BÆR hi^ Sími 2976 og 7974. ZIG — ZAG SAUMAVÉLAR ZIG — ZAG-fætur Búsáhaldadeild Skólavörðustíg 23 — Sími 1248. Q

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.