Þjóðviljinn - 26.05.1955, Page 10

Þjóðviljinn - 26.05.1955, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 26. maí 1955 EKLEND Framh. af 6. síðu landi. í>eir eru sammála í- haldsmönnum um að bandalag- ið við Bandaríkin verði að ganga fyrir öllu öðru, en það þýðir að á úrslitastundu er það vilji Bandaríkjastjórnar sem ræður. Hervæðing Vestur- Þýzkalands er óvinsæl í Bret- landi. Tillagan um hana kom írá Bandaríkjastjórn og helzta röksemdin fyrir henni var að ef Vestur-Evrópuríkin létu ekki að vilja Bandaríkjanna í þessu máli, myndu Bandaríkjamenn 3áta þau sigla sinn sjó beint í ginið á Rússa-Grýlu. Fylgispekt hægri kratanna í Bretlandi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu við stefnu Bandaríkjastjórnar hindrar að þeir geti barizt gegn :haldsflokkum sinna eigin landa með nokkrum verulegum árangri. 17’ins og kunnugt er hefur mikill hluti óbreyttra flokksmanna og um þriðjungur þingflokks Verkamannaflokks- ins verið í stöðugri uppreisn yndanfarin ár gegn þessari hlýðnisafstöðu flokksforyst- unnar gagnvart Bandaríkja- stjórn. Foringi þessarar hreyf- íngar er Aneurin Bevan, sem iitlu munaði að væri rekinn úr flokknum rétt fyrir þingrofið. í kosningabaráttunni hefur það enn einu sinni komið í ljós að í raun og veru er Bevan foringi Verkamannaflokksins þótt ó- jýðræðislegir stjórnarhættir í nokkrum fjölmennustu verka- iiýðssamböndunum hindri að þessi forusta hans sé viður- kennd í verki. Hvað eftir ann- að hefur hin hægrisinnaða for- •usta orðið að breyta um stefnu vegna þess hljómgrunns sem TlÐINDI afstaða Bevans hefur fengið meðal óbreyttra flokksmanna. í>essa dagana er hann sá eini af kunnum frambjóðendum Verkamannaflokksins sem séð hefur snögga blettinn á frið- flytjandaskikkjunni sem Eden reynir að sveipa um sig. Á kosningafundi í Reading fyrir viku sagði hann: „Ef Rússar leggja fram tilboð um samein- að Þýzkaland gegn því að það sé hlutlaust og afvopnað, er- um við þá reiðubúnir til að fallast á þá tillögu? Það er ég. Eru íhaldsmenn það líka?“ Drew Middelton, fréttaritari New York Times í Bretlandi segir í blaði sínu 19. maí um þetta frumkvæði Bevans að það kunni að „gefa Verka- mannaflokknum þann byr und- ir vængi í kosningabaráttunni sem hann virðist þurfa með ef hann á að megna að sigra í- haldsmenn“. En flokksforustan hefur forðast að fylgja for- dæmi Bevans. Middleton hefur ótt tal við gamlan þingmann úr hægra armi Verkamanna- flokksins, sem er í framboði i öruggu kjördæmi og getur því litið hlutlægt á horfurnar. Hann spáir sigri íhaldsmanna og segir að hann gæti veitt Bevan „stórkostlegt tækifæri . . . Bevan gæti þá haldið því fram með öflugum stuðningi að ósigurinn stafaði af því að flokkinn hafi skort þróttmikla, róttæka stefnuskrá.“ Áður hafði sami fréttaritari slegið því föstu (New York Times 14. maí) að „það hefur komið í í ljós, að Bevan er sá maður í Verkamannaflokknum, sem hæst ber í kosningabaráttunni.“ M. T. Ó. Blússur á drengi. ■ ■ i | Verð frá kr. 70,00—90,00 ■ ■ ■ ■ i I Toledo A ■ Fischersundi LIFAÐ LÍFSREYNSH • HftNNRMJNIR • ÆFINTÝRI Júní-lieftið komið út. og snntcsrhápiir MARKAÐURINN Langaveg 100 Tékkóslóvakíca framleiðir allskonar dælur: Handdœlur, véldœlur o.s.frv. Leitið upplýsinga hjá Kristján G. Gíslason & Co. h.f. Umboðsmenn íyrir: Strojexport Ltd., Prag VerfcfnUid * Framhald af 7. síðu. I sögu þessa verkfalls ber þátt hinnar einstæðu verkfallsvörzlu einna hæst. Aldrei fyrr í sögu verklýðs- hreyfingarinnar hefir jafnmikill fjöldi manna staðið vörð um verkfall eem í þessu. Dag og nótt í sex vik- ur, oft við hinar erfiðustu aðstæður, stóðu hundruð og aftur hundruð verk- fallsmanna og samherja þeirra verk- fallsvörð. Fómfýsi þeirra, æðruleysi og stilling ásamt einstæðum baráttu- vilja einkenndi verkfallið frá upphafi til enda. Allur verkalýður iandsins stendur í mikilli þakkarskuld við verkfallsverðina, sem að veru- legu leyti höfðu örlög verkfallsins í sínum traustu höndum. Hin óvenjulega sterka eining verk- fallsmanna kom skýrt fram á þeim fundum, sem haldnir voru í verkfall- inu. Félagsfundirnir voru reglulegir fjöldafundir, þar sem engar raddir heyrðust um annað en að berjast til sigurs. Sérstaklega mikla þýðingu hafði útifundur verklýðsfélaganna á Lækj- artorgi þann 13. apríl. Hinn gífurlegi manngrúi á þeim fundi, styrkleiki hans og þróttur sýndu bæði vinum og óvinum, hversu staðráðinn verkalýð- urinn var í því að halda út, þar til sigur ynnist. En auk þeirrar innbyrðis einingar og baráttuvilja, sem einkenndi verk- fallsmenn allan tímann, nutu þeir óvenjulegrar velvildar alþýðumanna um land allt og almennings yfirleitt. Þessi samúð birtist á margvíslegan hátt.'Hann birtist í því, að áróðurs- brögð Morgunblaðsins og Vísis, til- raunir þeirra og aðstandenda þeirra til þess að egna almenning geng verk- fallinu, misheppnuðust gersamlega. Hann birtist í söfnun hálfrar milljón- ar króna handa verkfallsmönnum. Hann birtist í margvíslegum öðrum stuðningi við yerkfallsmenn, ekki sízt við verkfallsverðina, gjöfum og ýmis- konar aðstoð. Sérstaklega var skipu- lagning Kvenfélags sósíalista á veit- ingum til verkfallsvarðanna lofsverð og kærkomin. í sambandi við stuðning við verk- fallsmenn er skylt að geta þess, að þ. 26. marz samdi Hafnarfjarðarbær og öll fyrirtæki hans um fullar kröf- ur verkfallsmanna, en það reyndist hafa mikla þýðingu fyrir allt verkfall- ið og stóð í öfugu hlutfalli við hina hrokafullu neitun Sjálfstæðisflokks- meirihlutans í bæjarstjórn Reykjavík- ur um að semja við verklýðsfélögin. Samningurinn í Hafnarfirði er óræk sönnun þess, hverju samstarf verk- lýðsflokkanna getur áorkað. Hefði hliðstæður meirihluti verið til stað- ar í bæjarstjórn Reykjavíkur, er lít- ill vafi á því, að gangur verkfallsins hefði orðið annar. Einn mikilsverðasti þáttur þeirrar aðstoðar, er verkfallsmenn nutu, var aðstoð Alþýðusambandsins, sem í einu og öllu lagði sig fram til þess að tryggja verkfallsmönnum sigur. Kom nú skýrt í ljós, hvaða sköpum það skipti, að verkfallsmenn áttu í sam- bandsstjórn vin, en ekki óvin. Mörg verklýðsfélög úti á landi studdu verkfallsmenn með ráðum og dáð. En samtímis komu fram alvar- legar veilur verkalýðshreyfingarinnar á enstökum stöðum. Tilfinnanlegast var þó aflýsing hins boðaða verkfalls á Keflavíkurflugveíli, vinnusvæði hins erlenda hernámsliðs. — Eftir því sem á verkfallið leið, varð atvinnurekendum og ríkisstjórn æ ljósar, að baráttuhugur verkfalls- manna dvínaði ekki, heldur jókst. Þann 18. apríl var verkfall boðað í frystihúsunum í Reykjavík. Upp úr því fór að bera meir á samningsvilja í herbúðum andstæð- inganna. Vígstaða ofstækismannanna hafði haggast. Áætlun þeirra þótti að lokum of áhættusöm. En þeir gáfust ekki upp. Fram á síðustu mínútu samningaviðræðnanna reyndu þeir að egna til árekstra í því skyni að eyði- leggja möguleika á samningum. Síð- ustu dagana var andrúmsloftið mett- að af tilraunum þeirra til árekstra og samningaslita. Og á öðrum degi áður en samningar tókust, var gerð markviss tilraun í þessu skyni með árás lögreglusveitar á verkfallsverði og handtöku þeirra. Vegna framferð- is hinnar ofstækisfullu kliku héngu möguleikarnir á samningum á blá- þræði. En því meiri tilraunir, sem gerðar voru til að eyðileggja samn- inga, því meiri stillingu og stjórn- list sýndi forysta verkfallsins. Skýrt dæmi þess, var sú ákvörðun hennar, að hefja ekki þegar í stað algert verk- fall í frystihúsunum, heldur að hálfu leyti. Þar kom að lokum, að atvinnurek- endur og ríkisstjórn urðu að láta und- an síga og þann 28. apríl undirrituðu samninganefndirnar nýjan kaup- og kjarasamning. í honum fólst 10—11% kauphækk- un, lenging orlofs úr 15 dögum í 18, 4% af kaupi í atvinnuleysistrygginga- sjóð og lagfæringar á ýmsum kjara- atriðum. Alls námu kjarabæturnar til verkalýðsins 16% auk fl. kjarabóta. Mesta verkfalli íslenzkrar verklýðs- sögu var lokið með ótvíræðum og miklum sigri verklýðssamtakanna. Verkalýðurinn kom út úr þessu verkfalli ekki aðeins með mikilvæga hagsmunasigra, þótt þeir uppfylltu ekki ýtrustu vonir, heldur þróttmeiri en nokkru sinni fyrr. Fylkingar hans voru enn samein- aðri, enn stæltari í verkfallslok en í byrjun þess. Um 3000 manns tóku þátt í þeim fundum verklýðssamtakanna þar sem samningarnir voru samþykktir. Af öllum þessum mikla fjölda greiddu langt innan við 100 manns atkvæði gegn samningunum, fyrst og fremst menn, sem í eldi baráttunnar hefðu talið rétt að halda verkfallinu áfram. f ýmsum félögum voru samningarnir samþykktir samhljóða. — Lærdómar þessa mesta verkfalls íslenzkra verkamanna og verka- kvenna eru miklir og margvíslegir og þarfnast vandlegrar athugunar. Hér verður látið nægja í bili, að minna á nokkur atriði. f þessu verkfalli braut verkalýður- inn á bak aftur tilraun ofstækis- fyllsta hluta borgarastéttarinnar til þess að slá niður verkalýðshreyfing- una og koma á fasisma í landinu. Verkalýðnum tókst þetta, vegna frábærrar einingar sinnar, vegna traustrar og hygginnar forystu verk- fallsmanna, vegna sigursins á síðasta þingi Alþýðusambands íslands. Verkfallið er stórfelld sönnun þess, að þegar verkalýðsflokkarnir standa saman, er verkalýðsstéttin ósigrandi afl, faglegt og stjórnmálalegt. Jafnframt því að taka til úrbóta innri veilur verklýðssamtakanna, fé- lagslegar, fjárhagslegar o. s. frv., þarf verkalýðurinn að stefna að því, að stjórnmálaleg eining hans verði ekki síðri en hin faglegá. Undir því að það takist sem fyrst, eru ekki aðeins kaup og kjör komin, heldur frelsi og framtíð íslenzka verkalýðsins, íslenzku þjóðarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.