Þjóðviljinn - 09.07.1955, Side 7

Þjóðviljinn - 09.07.1955, Side 7
Hans Kirk: 39. dagur fáum við líka prósentur af þeim afslætti sem faríð hefur í vasa fyrírtækisins. Tómas Klitgaard sneri sér að honum, undrandi og særður. — Heyrið þér nú, Kaas, sagði hann. Þér hafið lagt hart að yður og þér eruð þreyttur og slappur á taug- um. Þér hafið unnið með mikilli prýði og það er því ofur eðlilegt. Ég aðhefst ekkert sem er ekki réttmætt og heiöarlegt og ég er í náinni samvinnu viö dönsk stjómarvöld. Þetta vil ég að þér vitiö. — Hvað segir faðir yðar? — Ég verö að láta yður vita það í eitt skipti fyrir öll að ástkær faðir minn hefur dregið-sig í hlé til þess að njóta friðar ellinnar, eins og hann á skilið, og það er ég einn sem ber ábyrgð á fyrirtækinu á þessum erfiðu tímum. — Gott. Þá tölum við ekki meira um það. Tómas Klitgaard hristi höfuöið angurvær. Það leyndi sér ekki að maðurinn var miður sín af þreytu. Hann hlaut að vera á mörkum taugaáfalls fyrst hann vogáði sér að tala þannig við húsbónda sinn, sem hafði gert hann að yfirverkfræðingi í hinu mikils metna fyrirtæki sínu með konungleg laun og trúað honum fyrir fram- kvæmdum stórkostlegra mannvirkja. Svo gagntók reiðin hann: eiginlega ætti hann að reka hann tafarlaust. En haxm var svo skolli fær og fyrirtækið gat með engu móti án hans verið. — Auðvitað getum við talaö hreinskilnislega um alla hluti, kæri Kaas, sagði hann og klappaði honum vin- gjamlega á herðamar. Þér þurfið bara að ber traust til viðskiptalegra ráðstafana minna. Gaghkvæmt traust er þýðingarmest af öllu fyrir föðurlandið á þessum þrautatímum þess. Við verðum allir að bera traust hver til annars. — Það er nú líkast til, sagði Kaas kuldalega. Hentar yður að tala við von Drieberg núna? Ég skal hríngja og biðja hann að koma yfir á skrifstofu mína. Ég fer — ég kæri mig ekki um að tala nema hið allra nauðsynleg- asta við þennan þýzka þorpara. — Það er enginn vafi á því að hann er að tapa sér vegna ofreynslu, hugsaði Tómas Klitgaard. Við verðum að senda hann í leyfi sér til heilsubótar áður en eitt- hvert óhapp kemur fyrir. Það er ekki nema sterkustu menn sem þola þessa erfiðu tíma. Það er gott að ég er gerður úr traustum efnivið, annars væri mér sjálfum líka hætta búin. Hann fylltist gleði yfir skapstyrk sínum og þeir gengu inn í skrifstofuskálann og Kaas hringdi í byggingastjór- ann. Svo tók hann fram konjakflösku, glös og vindla og kvaddi stuttlega. — Ég fer inn í teiknistofuna. Þér getið hringt til mín, þegar þér enið búinn að ljúka honiun af. Von Drieberg byggingastjóri kom. Hann nam staðar í dyrunum, sló saman hælunum og heilsaði með upp- réttum handlegg. Tómas Klitgaard lyfti einnig hand- leggnum til hálfgildings nazistakveðju. Honum var ekki um það gefið, en það var óþarfi að særa þjóðarmetnaö Þjóðverjanna — og aúk þess var enginn sem sá til hans. — Kæri herra forstjóri, kæri samstarfsmaður, mér er það ánægja aö sjá yöur aftur, sagði von Drieberg. Þér hafið sjálfsagt litið yfir verkin, þessar frábæru fram- kvæmdir. Þér hafið ástæðu til aö vera hreykinn, ekkert þýzkt fyrirtæki hefði unnið þetta betur og fljótar. Við erum mjög ánægðir, í fyllsta máta ánægðir. — Fáið yður sæti, kæri byggingastjóri, sagði Tómas Klitgaard og hellti konjaki í glösin. Það gleður mig að fyrirtæki mitt skuli ekki hafa brugðizt vonum' ýðar. Gerið svo vel, ég vona þér þiggið glas af konjaki. — Með ánægju, sagði von Drieberg, og kom fyrir- ferðarmiklum lílcama sínum fyrir í stól; Skál Foringj- ans og okkar sjálfra. Hann spratt á fætur méðan hann drakk úr glasinu Síldarleit Laugardagur 9. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Framhald af 1. síðu. haldið áfram þegar aðstæður verða taldar heutugri. Jónsmið. Karfaleitin við Grænland nú er ekki sú fyrsta. 1 fyrra leit- aði einmitt togarinn Jón Þor- láksson karfamiða við Græn- land, og fann þá hin svoköll- uðu Jónsmið (sumir segja raunar að annar togari hafi fundið þau áður). Á Jónsmið er um 34 stunda sigling héð- an, en fyndust mið sunnar með ströndinni myndi það stytta siglingatímann á miðin veru- lega. Von um góðan árangur. m 3END1NQ Þýzkar Stjórnandi þessarar leitar er dr. Jakob Magnússon, sem ný- kominn er heim frá námi í Kiel í Þýzkalandi og er sér- fræðingur í karfa. Skipstjóri á Jóni Þorlákssyni er Ólafur Kristjánsson. í rannsóknarferð sinni s. 1. vor fann Ægir allgóðan tog- botn suður með Grænlands- ströndinni, fyrir sunnan Jóns- mið. Þýzka hafrannsóknarskip- ið, sem hér var nýlega, varð vart karfa á svipuðum slóðum suður með Grænlandsströnd. Eru því taldar góðar vonir með að ný mið finnist. Það hefur mikla þýðingu að finna sem flest karfamið, því þegar fjöldi togara þyrpist á sömu miðin til lengdar er hætt við að þau verði tæmd. regnkápur Glæsilegt úrval NflAB GERBIB MARKAÐURINN Laugaveg 100 Hve lengi á auðstéttin Framhaid af 4. síðu. sókn alþýðunnar í launamál- unum. Ástæðan til þessarar voldugu hreyfingar var sú, að hrópandi ósamræmi var orðið milli launanna annars- vegar og verðlags og arðsköp- unar hinsvegar. Langt er frá, að því ósamræmi hafi verið eytt með launahækkununum, sem fengust fram og það vex nú aftur með þeim verðhækk- unum, er nú eiga sér stað. Þegar þessa er gætt, að það voru lægst launuðu stéttir þjóðfélagsins fyrst og fremst, sem þarna voru að gera til- raun til að rétta hlut sinn, þá er það fjarri sannleikan- um, að kenna þeim um verð- hækkanirnar. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að þessar nýju verðhækkanir skapa for- sen'dur fyrir nýjum kröfum um kauphækkanir og ef stjórnarvöldin sýna enga við- leitni til að halda verðlaginu í skefjum, þá getur ekki liðið langt þangað til ný launaá- tök eiga sér stað. Það er alþýðunni nú dýr- ast og erfiðast viðfangs í kjarabaráttunni, að hin póli- tísku völd í þjóðfélaginu eru í höndum auðstéttarinnar. Og það má sjá á Morgunblaðinu | og öðrum málgögnum hennar, : að hún þykist hafa komið ár j sinni vel fyrir borð. Hún þyk- • • • • • ist geta storkað verkalýðnum, ekki þýði fyrir hann að berj- ast, því að sérhver ávinning- ur verði aftur af honum tek- inn. Verðhækkanirnar eru tal- andi vottur um það, að hún hefur ennþá aðstöðu til að velta af sér byrðum yfir á herðar alþýðunnar og að hún notar þá aðstöðu. Verkalýðnum og launþeg- um yfirleitt er ógeðfellt stöð- ugt kapphlaup milli kaup- gjalds og verðlags. Æskilegri leið væri að auka og tryggja kaupmátt launa með bættu og stöðugu verðlagi og ör- uggri. atvinnu. 'En alþýðan á ekki tök á þeirri leið á meðan hin pólitísku völd eru í höndum auðstéttarinnar, sem sífellt leitast við að auka gróða sinn á kostnað alþýð- unnar. En það er engan veginn neitt lífsins lögmál, að völdin skuli vera í höndum auðstétt- arinnar. Til þess hefur hún ekki einu sinni neitt meiri- hlutafylgi með þjóðinni. Völd sín byggir hún á því einu, að alþýðan er sundruð. Vegna sundrungar alþýðunnar leyfir auðstéttin sér það, að láta blöð sín halda uppi sífelldum storkunum í garð vinnandi stéttanna. En hrokafull auð- mannastétt hefur aldrei feng- ið að hrósa sigri til lang- frama. Það er nú orðin mest nauðsyn í íslenzkum stjóm- málum, að alþýðan sameinist. Sú eining er eina leiðin til að tryggja til frambúðar lífs- kjör. hins vinnandi fólks. Merki á bifreiðir félagsmanna fyrir árið 1955 verða afhent á stööinni frá 9. til 20. júlí. Athugiðj, að þeir, sem ekki hafa merkt bifreiðir sínar með hmu nýja merki fyrir 20. júlí n.k., njóta ekki lengur réttinda. sem fullgildir félagsmenn og er samningsaöilum Þróttar eftir það óheimilt að taka þá til vinnu. STJÓRNIN. BiMHfl Htgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) — 11’ S W B BrJi Pi Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur-Sigurjónsson, Bjami Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- tig 19. — Slxni; 7500 (3 1ínur). — Áakrvftarverð kr.- 20 á mán. í Rvík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. —Lausasöluvarð kr. X — Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.