Þjóðviljinn - 20.07.1955, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 20.07.1955, Qupperneq 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. júlí 1955 Góðir gestir hein&sækja ískmd R“®sun! °? Ban,!a‘ Undanfarnar vikur hafa / verið hér á landi í boðr vina og ættingja hjónin Jónína og Even Sæborg, sem búsett eru í Osló og öllúm Islendingum, sem þar hafa eitthvað dvalizt, að mjög góðu kunn. Þau hjónin hafa búið á Furuveien 34B Bryn frá því 1928 og síð- an hefur sá staður fyrst og fremst verið heimili íslend- inga þar í borg. íslendingur, sem til Oslo kemur og veit um þetta heimilisfang, er ekki á flæðiskeri staddur. Húsið er'ekki stórt, en samt ér þar alltaf nóg rúm fyrir gesti, hvort sem menn hafa gert boð á undan sér eða ekki og hvort sem um er að ræða gamla vini eða bláókunnugt - fólk. Aldrei hafa heyrzt þau svör á Furuveien, þegar húsnæðisláus landi hefur beð- ið um húsaskjól að því miður væru svo margir gestir fyrir, að það væri engin leið að levsa vanda gestsins. Nei, fyrr mun kala heitan hver en nokkrum verði úthýst á þeim bæ. Stundum er það ekki bara húsaskjól, sem gestinn van- hagar um. Stundum ber þar að garði ungt fólk, sem tekið hefur sig upp að heiman og langar nú til að sjá sig ofur- lítið um í heiminum og vinna fyrir sér um leið. Oft er lagt af stað með lítið veganesti og litla málakunnáttu. Þegar svo stendur á er hlaupið af r.tað til að finna hæfilega atvinnu, og leitinni er ekki hætt fyrr en vinnan er fundin. Eins og geta má nærri er oft glatt á hjalla hjá þeim Sæborghjónunum. Allir sem þangað hafa einu sinni kom- ið, boðnir eða óboðnir,' finna að þarna er heimili, sem alltaf stendur þeim opið og nota sér það flestir óspart. íslendingar i Osló geta ó- beint þakkað Krossanesverk- smiðjunni fyrir þetta ein- stæða heimili, því að Even Sæborg kom fyrst hingað til lands til að vinna að uppsetn- ingu þeirrar verksmiðju, og á Akureyri kynntist hann konu sinni, Jónínu Björns- dóttur. Jónína er fædd á Ólafsfirði, en var flest upp- vaxtarárin í Grímsey, þar sem faðir hennar var hrepp- stjóri. Þau hjónin fluttu alfarin til Noregs árið 1919 og bjuggu fyrst á Hamri en fluttu síðan til Osló. Allir stúdentar sem Hjónin Jönína og Even Sæborg Rússar og Bandaríkjamenn eru furðulega líkir að mörgu leyti, sagði Nehru, forsætisráð- herra Indlands, við heimkom- una eftir rúmlega fimm vikna ferðalag um Sovétríkin, Evrópu og Egyptaland. Báðar þjóðirn- ar eru gestrisnar ineð afbrigð- um, vinalegar, hreinskilnar og gefnar fyrir véltækni, sagði Nehru og bætti við, að bæði Rússar og Bandaríkjamenn geri allt í stórum stíl. Kemur oss í hug af þessu tilefni það sem skáldið kvað forðum: að „hjörtum mann- anna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.“ Og kunnum vér báðum vel: Nehrú og Tómasi. 55 ára í dag Friðjón Albert Jóhannsson verka-* maður, Hafnarfirði, er 55 ána í dag. Hann var meðan heilsan leyfði einn bezti forvígismaður hinnar róttæku verkalýðshreyf- ingar í Hafnarfirði, en hefur um mörg ár átt við þungbær veikindi tað stríða. Friðjón er nú á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi stundað hafa nám við háskól- ann í Osló hafa verið tíðir gestir hjá þeim hjónum og nú hefur gestaboð þeirra staðið það lengi að börn þeirra stúdenta, sem heimsóttu þau fyrri árin í Osló eru nú farin að feta í fótspor feðra sinna. Nú í vetur sem leið datt nokkrum fyrrverandi gistivin- um þeirra Jónínu og Evens í hug að gaman væri að hafa nú hlutverkaskipti við þessi ágætu hjón óg láta þau vera gesti Islendinga tírnakorn. Ilugmyndin varð að veru- leika, en ekki entust fimm vikur þeim til að hitta allá vini og skjólstæðinga, og nú hafa þau kvatt. að sinni. Þau héldu heimleiðis til Osló föstu daginn 8. jú’í. FæreyiMgar Framhald af 4. síðu. Blaðið segir síðan, að Fær- I eyingar eigi sjálfir að hefja samninga við Sovétríkin, á sama. hátt og Islendingar. Méð því móti gætu þeir fengið hærra vérð fyrir síidina, losn- að við danskan milliliðagróða, og einnig fengið olíu við lægra verði en annars staðar frá. Undanfarin ár hafa birzt allmargar greinar í Mánu- dagsblaðinu, þar sem borin eru á byggingarnefnd Til- raunastöðvar Háskólans að Keidum stórfelld fjársvik, falsanir, blekkingar og fleira af slíku tagi. Höfundur greina þessara er Sveinbjörn Krist- jánsson trésmíðameistari. Hrakyrðum hans var hnekkt með birtingu opinberra vott- orða m. a. frá aðalendur- skoðanda ríkisins og dóms- málaráðuneytinu, Sveinbjörn hélt þó uppteknum hætti engu að síður, og gaf jafnvel út sérstakan pésa um málið. Hann hamraði einkum á því, að nefndin hafi blekkt The Rochefeller Foundation í New York, en stofnun þessi hefir, eins og kunnugt er, lagt fram mikið fé til til- raunastöðvarinnar og sýnt henni liinn mesta velvilja. Það væri því hneyksli og til þess fallið að rýra álit ríkisins út á við, ef mönnum og blöoum héldist uppi að bera opinber- um trúnaðarmönnum ríkisins það á brýn, alveg að ósekju, að þeir blekktu stofnun sem þessa jafnvel á glæpsamlegan hátt. Byggingarnefndin taldi sig því ekki geta unað þessum stöðugu ofsóknum. Höfðun máls var því ákveðin gegn Sveinbirni í því skyni að fá illyrðum hrundið með dómi og refsingu ltomið fram vegna þeirra, ef það mætti verða til þess, að hlé yrði á hinum ó- sæmiiegu ásökunum hans. Fyrir nokkru er dómur genginn í málum þessum, með þeim úrslitum að öll liin um- stefndu ummæli voru ómerkt. Við því hafði verið búizt að Sveinbjöm léti sér segjast, er framangreind opinber vott- orð voru birt og málshöfðun því dregist. Varð það til þess að fyrnd var refsing fyrir hin elztu umraæ'anna sem ómerkt voru, en dæmd refsing fyrir öll þau, sem ófyrnd sök var á. Byggingamefndinni þykir rétt, vegna þess sem á undan er gengið, að almenningur fái vitneskju um þessi úrslit mál- anna og sendir því yður, herra ritstjóri, þessa frásögn með tilmælum um að hún verði birt í blaði yðar. Jafnframt skal þess getið að blöðin: Alþýðublaðið og Varðberg birtu nafnlausar greinar, er tóku að nokkru í sama streng og Sveinbjörn. Sérstök mál vom höfðuð af því tilefni. Dómsúrslit urðu að umstefnd ummæli vom ó- merkt og refsing dæmd fyrir þau. Reykjavík, 14. júlí 1955. Bygginganefnd Tilraunastöðv- ar ríkisins að Keldum. Björn Sigurðsson. Hannes Davíðsson. Jón Steffensen. Hafnarfirði. Þjóðviljinn flytur þessum ágæta baráttúmanni al- þýðumálstáðárins ’ þökk og bar- áttukveðju á afmæiisdaginn. Es ja austur til Seyðisfjarðar hinn 25. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar, Mjóafjarðar og Seyð- isfjarðar í dag og á morgun. Farseðiar seldir á fimmtudag. GalSabuxur Verð frá kr. 55,00 Toledo Fischersundi Nokkrar Siemens hárþurrkur KJ&LLI Sími 6064 ....................... s F R í I S1 Hollendlsigariilr fljépni komnlr Landskeppnin heíst í kvöld kl. 8.30 á íþróttavellinum. — Spennandi keppni frá upphafi til enda. Keppt í 20 íþróttagreinum, 2 menn frá hvoru landi í hverri grein. Aðyöngsimiðar verða srltlir frá kL 4 á íþróttarellinum Verð aðgöngumiða: stúka kr. 30,00, — stæði kr. 15,00, — börn kr. 3,00 hvorn dag. REYKVíKINGAR fjölmennið á vöíinn, því nú verður það spennandi. Mótsnefndin •■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■••■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■••.■■»*«■•■«■■•«■• r-r-~—““—TT**-~**T-—TT——TTimimmrta^aMinuM—mrrT—TrrTrtrT^annftimrTjmrnirniTniiwiliminnw—

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.