Þjóðviljinn - 07.08.1955, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 07.08.1955, Qupperneq 1
Hemaðarframkvæmdimar í Keflavík hafa þegar kostað 2.600 millj. kr. Eru ekki hálfnaSar enn og munu áSur en lýkur nema hœrri upphœð en allar fasteignir Islendinga Sjómenn hyggja á beimferð j Raufarhöfn í gær. Frá fréttaritara Þjóðvhjans. Nokkur heimferðarhugur et kominn í sjómenn á þeim báturr| sem verst liefur gengið á síld« inni. Telja þeir nokkra áhættU að hafast lengur við hér fyrit norðan sérstaklega ef góð rek« netaveiði yrði sunnanlands. Einkum gætir þessa hjá sjó- mönnum á bátum frá Suður« nesjum og Vestmannaeyjum. Hemaðarframkvæmdir Bandaríkjanna á Keflavíkur- flugvelli, síöan hernámið hófst vorið 1951, hafa hingað til kostáð um 160 milljónir dollara og enn er ætlunin að verja til þeirra um 200 milljónum dollara. Heildarfjárhæð- in nemur því um 5.900 milljónum íslenzkra króna, en það er heldur hærri upphæð en samanlagt brunabótamat allra fasteigna, sem íslendingar eiga. Þessar upplýsingar eru fengn- ar úr greinum, sem birtust dagana 27.-31. júlí í franska blaðinu Combat. Fréttamaður frá því blaði, Serge Montigny, kom hingað í sumar ásamt 12 öðrum blaðamönnum á vegum Atlanzbandalagsins til að kynna sér hernaðarframkvæmdir hér, og mun hann því styðjast við öruggar heimildir. Montigny skýrir frá því, að á Keflavíkurflugvelli séu nú um 5-6.000 bandarískir her- menn, úr landher, flota og flug- her. Flestir eru úr flughernum og eru þeir einkum í sveitum þeim sem fljúga orustuflugvél- um af þrýstiloftsgerðinni Sa- bre F89. Auk þeirra eru um 2.000 fslendingar á Keflavíkur- flugvelli. „Bandarikjamenn í helvíti“ Ein millifyrirsögnin í greinum Montigny hljóðar þannig: „Bandarikjamenn í helviti" og segir þar frá hinu ömurlega lífi ,,varnarliðsmanna“ á fs- landi. Liðsforinginn sem tekur á móti blaðamönnunum á Kefla- víkurflugvelli segist hafa verið hér í sex mánuði, en hafa þeg- ar fengið nóg af dvölinni hér. „Hér getur enginn maður verið lengur en eitt ár. Þeim sem dveljast Iengur er hætt \ið að brjálast!“ „Við getum ekki hindrað riðskipti við Rússla.nd“ Óaðspurður segir einn hátt- settur yfirmaður i liði Banda- ríkjamanna, ofursti að tign, við fréttamennina: „Við getum ekki komið í veg fyrir, að ís- lendingar skipti við Rússland, hvorki að þeir kaupi þaðan benzín sitt eða selji þangað fisk sinn!“ Montigny skilst að þessi viðskipti séu Bandarikja- mönnum mikill þyrnir í aug- um, en þeir fái ekkert að gert! Meira virði en allar fasteignir fslendinga Þær 5,900 milljónir króna, sem Bandaríkjamenn hafa á- kveðið að verja til hernaðar- framkvæmda á Keflavíkurflug- velli, nema sem áður segir hærri fjárhæð en samanlagt brunabótamat allra fasteigna á íslandi. Brunabótamat allra fasteigna í Reykjavík er nú 3,260 millj. kr. og slagar verðmæti mannvirkj- anna í Keflavik hátt upp í þá fjárhæð og mun verða nærri því helmingi meira áður en lýkur. Hér er fengin enn ein sönnun fyrir því, að það er ekki tjaldað til fárra nótta í Keflavík. Stríðsglæpamenn ! sendir heim 73 Austurríkismenn, sem af« plánað hafa refsingar í Sovét- rikjunum fyrir stríðsglæpi„ komu í gær til Vínarborgar. —• Hafa þá allir þeir 600 austur* rísku stríðsglæpamenn sem dæmdir voru í Sovétrikjunum verið sendir heim. Verður loks komið á eftirliti með vinnslu á steypusandi? Nauðsvnlegt að Steypustöðin geri einnig ráðstaf anir til daglegra rannsókna á framleiðslu sinni Aö undanfbrnu hafa fariö fram viðræður milli for- ráðamanna Reykjavíkurbæjar, Atvinnudeildar Háskólans og- stjórnenda sandnámanna á Álftanesi, í Álfsnesi og Esjubergslandi um sameiginlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að gallaöur sandur sé seldur til húsbygginga hér í bænum og nágfenni. Hefur helzt komið til orða. að Reykjavíkurbær og eigendur sandnámanna settu á stofn Algert samkomulag á þingi vísindamannanna í London SkoruSu á sfórveldin oS leyso öll deilumál sín viS somningoborSiS sameiginlegt eftirlit, sem hefði það verkefni að fylgjast með framleiðslunni í sandnámunum. Myndi þá verða ráðinn sérstak- ur maður til þessara starfa, er ynni í sambandi við Atvinnu- deild Háskólans. Yrði verkefni hans að taka reglulega „pruf- ur“ úr stáli sandnámanna og rannsa.ka þær með aðstoð At- vinnudeildarinnar. Enda þótt þessar ráðstafanir yrðu gerðar af hálfu bæjarins og eigenda sandnámanna er eigi að síður óverjandi að Steypustöðin h.f. sem selur 45—50 þúsund teningsmetra a£ steypuefni árlega, komi ekki upp sérstakri rannsóknarstofu í sambandi við framleiðslu sína. Það er fleira en gæði sands- ins, þótt þau séu vissulega mik* ilsverð, sem athuga þarf þegar steypa er blönduð og seld til byggingaframkvæmda. Við- skiptamenn Steypustöðvarinnar eiga kröfu á því, að fyrirtækið tregðist ekki við að gera allt sem í þess valdi stendur til að tryggja þá fyrir vörusvikunru Hér er of mikið í húfi fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem standa fyrir byggingarfram- kvæmdum til þess að í það sé horft þótt Steypustöðin h.f. hafi nokkurn kostnað af því að koma upp slíkri rannsóknar- stofu er fylgist daglega með framleiðslu liennar. Hinni alþjóðlegu ráðstefnu vísindamanna um kjamorku- og friðarmál, sem haldin var í London, lauk með því, að samþykkt var einróma áskorun á allar ríkisstjórnir heims að lýsa yfir, að „styrjaldir geti ekki orðið hagsmunum þeirra til framdráttar". Öldruðum rrrkmnunni gert uð greiða nær II þús kr. af 45 þús, kr tekfuml Skattayfirvöldin bættu 20 þús. kr. við tekjuframtal hans vegna smá- íbúðar sem reist var í frístundum fyrir 5 árum! Ráðstefnan hófst á miðviku- daginn og lauk á föstudaginn. Til hennar var boðað að til- hlutan vísindamanna þeirra, sem undirrituðu ávarp þeirra Bertrands Russells og Alberts Einsteins, sem birt var í síð- asta mánuði. Tortíming bíður maunkynsins í kjarnorkustyrjöld f ályktun þeirri, sem ráð- stefnan samþykkti einróma er komizt þannig að orði m.a., að „kjarnorkuvopn muni að öllum líkindum verða. notuð ef til styrjaldar kemur í framtíðinni. Slík styrjöld mun leiða ólýsan- legar þjáningar yfir mannkynið og ef til vill tortíma. því“. Vís- indamennirnir leggja því á- herzlu á, að öll ríki heims segi skilið við stríð til lausnar deilumálum og leysi í þess stað deilur sinar á friðsamlegan hátt. „Eins og vondur draumur“ Bertrand Russell sagði á síð- asta fundi ráðstefnunnar, að sá ei'nhugur sem ríkt hefði á henni gæfi vonir um að æ nán- ari samvinna gæti tekizt milli þeirra sem hingað til hafa átt í deilum og að því myndi koma, að ágreiningur þeirra hyrfi úr sögunni eins og vondur draum- ur. Ráðstefnan sendi bréf til stjórnarleiðtoga fjórveldanna, þar sem lýst er fögnuði yfir hinum góða árangri Genfar- fundarins og látin i ljós von um að þau haldi áfram á braut sátta og samkomulags. Daglega berast fregnir af furðulegu framferði yfirvald- anua í sambandi við niðurjöfn- un útsvara og álagningn skatta að þessu sinni. Verða þau dærni öll sennilega seint rakin til fulls en þó vill Þjóð- viljinn gera sitt til að koma þeiin á framfæri og er þakk- látur fyrir hverskonar upp- lýsingar um skattaránið og útsvarshækkanir ihaldsins á alinenningi. ★ 1 gær leit aldraður verka- maður inn til blaðsins og lagði fram tilkynningar skattstof- unnar og bæjarstjóma.rílialds- ins um álagða skatta og út- svar fyrir árið 1955. Brúttó- tekjur hans árið 1954 voru kr. 44.919.90. Útsvarsseðillínn var upp á röskar 6 þús. kr. og skattreikningurinn 4800 kr. Var verkamanninum þannig gert að greiða nær 11 þús. kr. samtals í útsvar og skatta. A s.l. ári var þessum sama verkamanni gert að greiða 2700 kr. í útsvar og 1800 kr. í skatta eða samtals 4500 kr. Tekjur voru þá um 37 þiis. kr. Þrátt fyrir liina. gífurlegu hækkun útsvaranna þótti hin- um aldraða. verkamanni 6500 kr. liækkunin tortryggileg. Leitaði ha.nn þ\ í til skattstof- unnar um skýringar á fyrir- brigðinu. Kom þá í ljós að skattayfir- völdin höfðu gert sér lítið fyr- ir og hækkað tekjuframtal mannsins um 20 þús. kr. og þannig komið tekjum han$ upp í nær 65 þús. kr.! Þessap „tekjur“ hafa aldrei koinið i vasa verkamannsins en fram« ferði sitt röksí'ðja yfirvöldiH með því, að fyrir 5 árum síðaií liafi hann reist scr smáíbúð og búið í henni síðan. Ibúðina bvggði verkamað* urinn eingöngu í frístunduiri sínum og sparaði sér algjör- lega aðkeypt vinnuafl. Nú er honum rcfsað með 6500 kr, hækkun á útsvari og sköttum, þrátt fyrir hræsnisvfirlýsing* ar íhaldsins uin að hal'a und- anþegið útsvari og skatti |>á, vinnu sem menn leggja fram til að koma upp eigin íbúð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.