Þjóðviljinn - 14.08.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.08.1955, Blaðsíða 4
’é) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. ágúst 1955 hiteribnf-b lllÓOVIUINN Tjtgefandi: .. i Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn : „Fyrirhyggja" íhaldsins Morgunblaðið hefur orðið ó- kvæða við þær upplýsingar Þjóðviljans að fyrirhyggjuleysi og ónytjungsháttur íhaldsins sé á ný að leiða vandræði og tjón rafmagnsskorts yfir reykvísk heimili og atvinnurekstur bæj- arbúa. Spndir blaðið Sósíalista- flokknum tóninn í forustugrein í fyrradag með sínum venjulega hætti og spilar gatslitna plötu sína um að íslendingar hefðu ekki verið menn til að virkja írafoss nema krjúpa að knjám Bandaríkjaauðvaldsins. Þetta málgagn íslenzkrar auðstéttar og hermangara má Þjóðviljans vegna halda fast við þessa trú sína á getuleysi Is- lendinga til þess að bjarga sér og byggja upp land sitt af eigin atorku. Þá trú dettur Þjóðvilj- anum ekki í hug að taka frá að- standendum Morgunblaðsins, en fáir munu verða til að fallast á þá kenningu blaðsins. Hitt skiptir megin máli að aðgerð- leysið og sofandihátturinn í rafmagnsmálum Rvíkur og Jiágrennis síðustu ár er skýr og ótvíræð sönnun þess hve gjör- samlega Sjálfstæðisflokkurinn og þá ekki sízt bæjarstjómar- meirihluti hans í Reykjavík hef- ur brugðist þeirri skyldu að trj'ggja nógu hraðar og fyrir- hyggjusamar framkvæmdir í virkjunarmálunum. Þrátt fyrir fullyrðingu Morg- wnblaðsins í fyrradag um að virkjun Efra Sogs hafi „verið xmdirbúin af fyrirhyggju og dugnaði .... löngu áður en íra- fossvirkjuninni var lokið .... og unnið sleitulaust að honum“ er það eigi að síður staðreynd að enn er ekki byrjað á verkinu. Það er ennfremur staðreynd að enn hafa engin lán verið tryggð til framkvæmdanna. Það er einnig staðreynd að skortur á rafmagni er yfirvofandi þegar á næsta ári eða jafnvel fyrr. Og loks er það álit allra kunnáttu- manna í þessum efnum að virkj- unarframkvæmdir við Efra Sog taki a.m.k. 3-4 ár. Það er þann- ig fyrirsjáanlegt að „fyrir- hyggja og dugnaður" íhaldsins færir Reykvíkingum og öðrum rafmagnsnotendum á orkuveitu svæði Sogsvirkjunarinnar nýjan skort á rafmagni sem ekki varir skemur en 3-4 ár. Þetta hefði mátt koma í veg fyrir ef farið hefði verið að ráðum Sósíalistaflokksins og tillögur hans um að byrja fram kvæmdir við Efra Sog strax ár- ið 1953 verið samþykktar. Það var eini raunhæfi möguleikinn til að tryggja Reykvíkingum og öðrum sunnlendingum nægilegt rafmagn á næstu árum. Skamm- sýni íhaldsins, sjálfsánægja þess og þekkingarleysi réði því að þetta var ekki gert. Þess vegna eru nú ný stórvandræði framundan í rafmagnsmálun- um bótt Morgunblaðið berji enn höfðinu við steininn og hæli í- haldinu fyrir það sem það ætti að skammast sín fyrir og biðja auðmjúklega afsökunar á. SKÁK Ritstj.: Guðmundur Amlaugsson Frá skákinótinu í Antverpen Cirie Klages ;óslavía) (V-Þýzkaland) 1. e2—e4 c7—c5 2. Rgl—f3 Rb8—c6 3. d2—d4 c5xd4 4. Rf3xd4 Rg8—f6 5. Rbl—c3 d7—d6 6. Bcl—e3 Rf6—g4 7. Bfl—b5 Rg4xe3 8. f2xf3 Bc8—d7 9. 0 0 g7—g6 10. Bb5xc6! b7xc6 11. Ddl—f3 f7—f6 12. e4—e5! d6xe5 13. Rd4xc6 Dd8—c8? ÍBetra var 13. —Bxe6 14. Dxc6+ Kf7 14. Rc6xe5! Í6xe5 15. Df3—f7t Ke8—d8 16. Hal—dl Kd8—c7 17. Df7—d5 Bf8—g7 18. Dd5—a5f Kc7—b7 18. — Kb8 var ögn skárra, en taflið er tapað. 19. Da5—b4+ Kb7—c7 20. Rc3—d5+ og svartur gafst upp, því að annaðhvort verður hann mát (Kd8 De7+), eða hann tapar drottningurini (Kc6 Rxe7+). Ciric tapaði fyrstu skákinni í úrslitunum, en af þeim 8 skák- um, sem eftir voru vann hann 7 og gerði eina jafnetefli — við Inga R. Ciric hlaut 7y2 vinning og varð efstur, Ingi fékk 6Vá og varð annar. Lloyd van Hoome (Bretland) (Belgía) 1. d2—d4 Rg8—f6 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 Bf8—b4 4. e2—e3 c7—c5 5. a2—a3 Bb4xc3 6. b2xc3 b7—b6 7. Bfl—d3 Bc8—b7 8. f2—f3 Rb8—c6 9. Rgl—e2 o—o 10. o—o | d7—d6 11. e2—é4 Rf6—e8 12. Ddl—c2 g7—g6 13. f3—f4 Í7—f5 14. d4—d5 Rc6—e7 15. d5xe6 Re8—g7 16. g2—g4! Rg7xe6 17. e4xf5 g6xf5 18. g4xf5 Re6—g7 19. f5—f6! Hf8xf6 20(. Bd3xh7+ Kg8—f7 21. f4—f5 Dd8—d7 22. Bcl—g5 Dd7—c6 Staðan er orðin all glæfraleg! 23. Re2—g3 Rg7—h5 24. Dc2—f2 Re7xf5 25. Bh7xf5 Rh5xg3 Fyrirætlun svarts er ljós: 26. Dxg3 Dhl+ 27. Kf2 Hxf5+ o.s.frv. En nú kemur krókur á móti bragði! 26. Bf5—e6+! Kf7—e8 27. Be6—d5 Hf6xf2 28. Hflxf2! Rg3—e4 29. Hal—el Dc6xd5 30. c4xd5 Bb7xd5 31. Hf2—e2 Ke8—d7 32. He2xe4 Bd5xc4 33. Helxe4 Kd7—c6 34. h2—h4 Kc6—d5 35. He4—g4 Kd5—e6 36. Kgl—f2 b6—b5 37. Kf2—e3 a7—a5 38. Hg4—f4 b5—b4 39. c3xb4 c5xb4 40. a3xb4 a5—a4 41. Hf4—Í2 a4—a3 42. Hf2—a2 Ke6—d5 43. Ke3—d3 Ha8—f8 44. Ha2xa3 Hf8—f3+ 45. Bg5—e3 Hf3—h3 46. h4—h5! Kd5—e6 Í7. h5—h6 og svartur gafst upp. Fjörug skák! I skákinni Farré (Spánn) — Portisch (Ungverjaland) kom þessi staða fram eftir 42. leik: A BCDEFGH 1 m. m áB ^ á Xél. m:. "A Farré lék 43. Hd7—d8 og framhaldið varð 43...... Hxd8 44. Hxd8+ Ke7 45. b8D Bxb8 46. Hxb8 h5 47. Hb7+ Kf8 Skákin er sennilega jafntefli, en svarti tókst þó ekki að halda henni. — En hvítur gat leikið betur í 43. leik; 43. Hd7—c7!! Svartur á ekki annars úrkosta en að drepa hrókinn, og eftir 43...... Be5xc7 44. Hc8xc7 er hann í leikþröng. Hann má hvorki hreyfa kóng né hrók vegna Hc8 og b8D, og hann má heldur ekki hreyfa riddar- ann, því að riddarinn þarf að geta hlaupið á d7 jafnskótt og hvítur leikur Hc8. Svartur á þvi ekkert nema peðsleiki, en þeir ganga fljótt til þurrðar. Þetta er sérkennilega falleg vinningsleið og minnir á skák- þraut. I skákinni Klages (Þýzka- land) — Lloyd (Bretland) var staðan svo eftir 22. leik (svartur lék síðast Hb8). ABCDEFGH Hvítur hefur verið í vörn und- anfarið, en snýr nú blaðinu við: 23. Hd7xg7+! Kg8—h8 „En ekki 23. — Kxg7 24. De7+ Kg8 25. Bh6 og svartur á að- eins fáar skákir með 25. - Dxbl+ eða Hxbl+ áður en hann verður mát“, stendur í því belgíska blaði, sem ég hef skákina eftir. Það er nú að vísu ekki alveg rétt, því að eftir 25. — Hxbl+ 26. Kd2 Dd5+ 27. Ke3 Hel+ er það hvítur sem er mát! En hvítur getur svarað 23. — Kxg7 með 24. Dxe5+ og 25. Dxb8. Staðan er heldur ekki glæsileg eftír 23. — Kh8, því að hvít ur getur leikið 24. Bf6 (Dxblf 25. Kd2 Hd8+? 26. Hd7+!), en hann velur aðra ennþá skemmtilegri vinningsleið: 24. Hg7—b7!! og svartur gafst upp. Hxb7 dugar ekki vegna Df8 mát, og með Bxb7 lokar hann hróks- línunni, svo að hvítur getur leikið 25. Bf6+ Kg8 26. De7 og- svartur kemst ekki hjá máti. Að lokum bending frá einum athugulum lesanda dálksins. I skákdálknum 24. júlí var rakin skák úr keppni milli Sviss og Austurríkis. Svartur fórnaði skiptamun og náði furðu góðum sóknarfærum. ABCDEFGH Myndin sýnir stöðuna eftir 1T. leik svarts Bc5. Hann hótar þá Dxg3+, hvítur lék Kg2, eir var varnarlaus að kalla eftir 18. — Df5! Nú bendir þessi lesandi á, að hvítur hafi átt betri vörn: 18. Ddl—f3! og er það að visu alveg rétt,. því að á þennan hátt fær hvít- ur nýjan mann í vömina. En svartur á betra tafl þrátt fyr- ir það. Hann getur knúð hvít. Framhald á 7. síðu. ÁHEYRANDINN Bidstiup teiknaSi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.