Þjóðviljinn - 17.08.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. ágtfst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Hans Kirk:
70. dagur
um um þetta leyti árs þegar vorið var á leiðinni og. það
var næstum hægt að finna af þvi ilminn. Leirgatan
var kuldaleg og bláleit í fölri morgunsólinni og stöku
sinnmn brast ís undir fótum hans. Nokkrir mjólkur-
vagnar voru á leið með brúsana í mjólkurbúið; hann
kinkaði kolli til ökumannanna, sjálfur hafði hann flutt
mjólkina sem vinnumaður í æsku sinni. Á einum stað
var verið að bera húsdýraáburð á völhnn og hann andaði
með velþóknun að sér sterkri, rammri lyktinni. Æjá,
haugurinn gat líka ilmað sætt, þegar maður kunni að
meta hann. Hann nam allt í einu staðar, studdist við
eikarstarf sinn og hlustaði. Jú, sem hann var lifandi
var lævh'kinn kominn. En gæti hann spjarað sig, ef það
kæmu vorhret, tötrið litla?
Þennan fagra morgun fór hann í lengri göngu en hann
var vanur, og það var nokkuð liðið á morguninn þegar
hann kom heim. Ráðskonan kom þjótandi á móti honum
áður en hann var búinn að opna hhðið.
— Frúin er orðin veik. Ég er búin að hringja í lækninn
og hann lofaði að koma rrndir eins.
Honum varð hrollkalt um allan kroppinn og haxm
studdist þungt við staf sinn.
— Er hún dáin? spurði hann.
— Nei, nei, hún er lifandi, það leið yfir hana, ég kom
að henni þar sem hún lá í borðstofúnni rétt eftir að póst-
urinn kom. Ég kom henni í rúmið og hlúði að henni
eins vel og ég gat. En hún er lifandi ....
Hann hljóp inn, gaf sér ekki tíma til að hengja yfir-
höfnina á snagann og flýtti sér inn í. svefnherbergið.
Þar lá Kjestín afklædd. til hálfs í gamla, gula rúminu.
Andlit hennar var náfölt og hún dró andann þungt og
með erfiðismunum. Hann fleygði sér á kné hjá rúminu
og tók um máttvana hönd hennar.
— Kjestín, Kjestín mín, hvíslaði hann.
Hún svaraði ekki, og hann vissi ekki hve lengí hann
hafði legið á hnjánum við rúm hennar, haldið xim hönd
hennar og starað kvíðandi og harmþrunginn á andlit
heirnar, þegar læknirinn kom. Hann flýtti sér að rúm-
inu, gerði á henni skyndirannsókn og gaf henni sprautu.
— Deyr hún, læknir? hvíslaði Grejs Klitgaard.
— Hjartaköst virðast oft verri en þau eru í raun og
veru, en auðvitað verðum við aö vera við öllu búnir. 1.
Ég tók hjúkrunarkonu mð mér og kona yðar verður
að hafa fullkomna ró.
— En bömin?
r — í yðar sporum myndi ég ekki kalla á þau að svo
stöddu, Klitgaard forstjóri, sagði læknirinn. Þótt hún
komist vonandi yfir þetta, verður hún svo máttfarin
fyrstu dagana að hún þolir enga geðshræringu.
—- Þetta er rétt hjá yður, sagði Grejs. Þá læt ég bömin
ekki vita um þetta strax.
Hann gekk inn í borðstofuna og settist að morgun-
verðarborðinu, meðan læknirinn og hjúkrunarkonan af-
klæddu Kjestínu og gerðu á henni nákvæmari rann-
sókn. Hann hafði enga matarlyst, hellti aðeins hálfköldu
kaffi í bollann sinn og honum fannst af því beizkju-
bragð. Morgunblöðin lágu hjá bolla Kjestínar ásamt
nokkrum bréfum sem hún hafði sjálfsagt verið að lesa
þegar hún veiktist og hneig út af.
Hann tók bréf sem tekið hafði verið út úr umslaginu,
leit á það og fylltist skyndilegum áhuga. Hvað í ósköpun-
um stóð þarna? Hann fægði gleraugun sín vandlega,
hnyklaði brýrnar og las:
„Til hemiangai'ans Klitgaards! Getið þér og synir
yðar varið það fyrir samvizku yðar að svíkja yðar eigið
föðurland með því að láta stjórnast af ágimd og vinna
1 fyrir óvinina sem hafa hertekið það með vopnavaldi. Þér
vitið eins og allir aðrir að eina von Danmerkur um aö
vinna aftur frelsi sitt er sú að nasistarnir tapi styrj-
öldinni. En þrátt fyrir það hafið þér gengið í þjónustu
óvinanna og látið vður ekki detta í hug að hægt sé að
leyna því hve fyrirtæki yðar hagnast á því. Það er ekkert
leyndarmál heldur, að synir yðar halda stórveizlur fyrir
•••■■►••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■■■•■•■■■■•■•■••■■■■■■■■■•••■•■.a«»MBM*»»aBMM«BMM»»i
!■■■■■■>'
i
pappir
trvggir
: „Velox“ pappírinn er framleiddur í öllum gráð-
: um til þess að gefa beztan árangur eftir öllum
[ fihnum.
I Gætið að nafninu „Velox“ aftan á sérhverju
l myndaeintaki.
S 4é i imi
!! „Velox"pappír j er KODAK framleiðsla
i: i
Engin lán
Framhald af 4. síðu.
af því að fjármagn. vantar
fyrir. kaupum á efni til áfram-
haldandi framkvæmda. Þannig
hafa efndimar reynzt til þessa
á loforðunum fögru frá því
í vor. En er ekki mál að þessu
ástandi linni? Finnst ekki rík-
isstjóminni og trúnaðarmönn-
um hennar tími til þess kom-
inn að binda endi á baktjaida-
togið og samningamakkið og
að þeir mörgu sem stöðvaðir
eru með hús sin eða íbúðir
fari að sjá húsnæðislöggjöfina
framkvæmda þrátt fyrir alla
galla hennar og ófullkomleika?
:
Einkaumboðsmenn fyrir KODAK Ltd. :
VERZtUN HANS PETFRSEN IÍ.F.
Bankastræti 4. — Reykjavík.
^^••••■■••^■■■••■■•■■■•••■■•■■•■■■■■■■•■■■■■■■•■■••••■•■■■•« »•••■■••• ••■•■*
!■■■■■■■■■■■
■••«■••■•••■■■■■•■■■*••••■■■»■••■■■■'
■■■*•■■•■■■■■■■•
BEZT-útsalan-BEZT
2 útsöludagar eftir
BEZT
Vesturgötu 3.
Gluggar h.f.
Skipholti 5. Sími 82287
Er byrjaður aftur að máia
bíla. — Fljót afgreiðsla.
Málarastofan
Gamp trípólí.
sími 82047.,
á drengi, margar teg.
Fischersundi
dmllisþáítnr
Af liaía gagn al Möðru
Þegar litla prjóna-
hettan er þvegin
er oft erfitt að
þurrka hana án
þess að hún aflag-
ist og þá er hægt
að blása upp
blöðru, svo að hún
verði á stærð við
bamshöfuð og
þurrka hettuna á
henni. Þetta er á-
gæt hugmynd því
að allt of margar
barnahúfur eru
eyðilagðar fjTÍr
það að þær eru
illa þurrkaðar. Það er ekki
hsegt að nota þessa aðferð við
flötu húfumar, heldur má þá
nota disk innaní húfuna. Ef
einhverjum líkar ekki að nota
blöðm í þessum tilgangi er
hægt að notast við sultutaus-
krukku á hvorfi.
Ertusáttviðbakið
og fæturná?
Reyndu einhvern tíma að
rétta úr þér, gera . þig mátt-
lausa í öxlunura og láta tung-
una hvila máttlausa í neðri-
gónrnum — við það hvílast
andlitsvöðvarnir og notaleg ró
færist yfir mann. Lífstykki og
þröng mjaðmabelti bæta ekki
vaxtarlagið, því að þrýsting-
urinn hefur áhrif á aðra hluta
líkamans, og limaburðurinn
verður hjákátlegur. Þegar þú
hefur tækifæri til skaltu vinna
sitjandi og ef þú vilt láta þér
líða reglulega vel skaltu fara
úr skónum og leggja fætuma
upp á eitthvert húsgagn. Ef
þú ert mjög þreytt í fótunum
geturðu líka nokkmm sinnum á
dag lagzt á bakið á gólfið með
fæturna upp að vegg; það lít-
ur ef til vill dálítið undarlega
út fyrir þann sem kemur í
heimsókn en manni líður betur
í fótunum og þreytusvipurinn
hverfur af andlitinu.
Ulgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson — Fréttarit-
JTmuaJLjlLaaa■ «»■«■<■ st-óri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjami BeræcKktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfí
Óiaísson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Rit-stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 7500 (3
liuur). — Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsm. Þjóðviljans h.f..