Þjóðviljinn - 21.08.1955, Qupperneq 5
AÐ er langt á mílíi ís-
lands og Grúsiu og býsna
:f jarskyldar þjóðir sem byggja
J>essi lönd. Þó hafa fróðir
ferðalangar líkt þessum tveim-
ur þjóðum saman, báðar
•hafa verið nefndar söguþjóð-
ir, báðar telja fornar bók-
menntir dýrustu eign sína;
frægasta skáld Griisa, Rústa-
velí var samtímamaður Snorra
Sturlusonar. Ekki þarf maður
að dveljast lengi í Grúsíu til
að finna að saga og bók-
menntaarfur eru þessari þjóð
engin rykfallin viðfangsefni
fræðimanna heldur lifandi
veruleiki, snar þáttur af nú-
timanum. Rímur Rústavelis
um riddarann á tigrisfeldin-
um kann hvert mannsbam.
Skáldin sækja enn yrkisefni
sín í sögu þjóðarinnar, baráttu
hennar fyrir frelsi, viðnám
hennar gegn margra alda á-
nauð. Og það er greinilegt að
þessi viðfangsefni eru engin
langsótt rómantík, fólkið elsk-
ar bókmenntir sínar og sögu,
orð skáldanna hafa verið lifs-
hlóm þess öld fram af öld.
Mér er minnisstæður ballett
.sem við sáum eitt kvöid, en
þ<ar segir á einum stað frá
því er söguhetjan kemur heim
til ættlands sins eftir þreng-
ingar meðal óvinaþjóða, sem
vildu leggja Grúsíu undir sig.
Um leið og hann steig fæti
á grúsískt land kastaði hann
sér til jarðar og kyssti mold-
ur í dalverpi og állháar hlið-
ar beggja vegna, en eftir borg-
inni endilangri rennur fljótið
Kúra, straumþungt og mjólk-
urhvítt á lit, og börain hafa
af þvi mikið gaman að láta
sig bera-st með straumnum,
fljótandi á bilslöngum i
sumarhitanum. Árbakkarair
Magnús
Kjartansson:
Séð
í
Grúsin
eru viða najög háir og þver-
hníptir, en efst hreykjast
gömul hús og hafa verið
byggð svo tæpt að maður á
von á að þau velti ofan i
fljótið á næsta andartaki. En
meginhluti borgarinnar er nýr,
breiðar götur með fögrum
trjám og reisuleg hús. í Tví-
lýsi búa nú 6-700 þúsundir
Bráðið járn rennur eins og lækjarspræna úr bræðslu-
ofnununi í Kústaví og minnlr íslending á Heklugosið.
Ina, og ég fann hvernig til-
finningamar hrísluðust um á-
horfenduma og sumum vökn-
aði um augu. Grúsar eiga enn
í ríkum mæli þá upprunalegu
ættjarðarást, sem nú er talin
úrelt dyggð á Vesturlöndum
og jafnvel kommúnismi.
Það er auðvelt fýrir Islend-
ing að una sér vel í þessu
j andrúmslofti, og raunar er
landslagið kringum höfuð-
horgina öldungis ekki frá-
brugðið því sem hér tíðkast
víða; ef ekki væri gróðurfar-
ið, hefði oft verið hægt að
hugsa sér að maður væri
staddur austur í Hreppum eða
uppi í Borgarfirði. Og fyrst
farið er að tína til skyldjeika
sakar ekki að geta þess að
höfuðborgin, Tbilisi, sem Kilj-
an nefnir Tvílýsi að hætti
Fjölnismanna, er kennd við
heitar laugar sem þar finnast.
Auðvitað eiga Grúsar sögu
um upphaf borgarinnar, og
segir þar frá því að höfðingi
einn var á veiðum. Hann
skaut fugl og leitaði hann
uppi, en er að var komið hafði
fuglinn lent ofan í hver og
var soðinn, þannig að ekki
þurfti frekar að hafa fyrir
matseldinni. Þóttu höfðingj-
anum þetta mikil landgæði og
ákvað að reisa skyldi borg á
staðnum. Tvílýsi var öldum
saman aðsetursstaður þar-
lendra þjóðhöfðingja, og ýms
hverfi borgarinnar bera aust-
urlenzkan svip. Borgin stend-
manna en íbúar Grúsíu eru
hálf fjórða milljón.
■
ÓTT Grúsar hafi miklar
mætur á fornri menningu
sinni1 og sögu þurfa þeir
ekki að leita langt aftur í
aldir til að finna minnisverða
atburði. Stalín var Grúsíumað-
ur og hóf baráttu sína í
heimalandinu. Hann bar allan
svip ættbálks síns, oft rák-
umst við á menn sem .voru
mjög svipaðir honum í öllu
útliti og fasi, og hver veit
nema einhverjir þeirra hafi
verið frændur hans. Herberg-
iskytran í Gori, þar sem Stal-
ín fæddist, er nú safn, og
þangað streyma árlega tugir
þúsunda ferðamanna víðsveg-
ar að úr Sovétríkjunum og
útlendingar sem koma á þess-
ar slóðir. Og víða má sjá
merki um baráttu hans og
félaga hans. I Tvílýsi er t.d.
enn varðveitt prentsmiðja sem
starfrækt var með leynd
skömmu eftir síðustu aldamót.
Inngangurinn var neðst í
djúpum brunni, þaðan lá
hlykkjóttur gangur inn í all-
stórt neðanjarðarherbergi þar
sem prentsmiðjan var. Allt
þetta mannvirki var grafið að
næturþeli og moldin dregin
upp úr brunninum í skjólum.
Þarna gátu Stalín og félagar
hans síðan dulizt lögreglu-
njósnurum um tveggja ára
skeið, og þeir prentuðu bæk-
linga, blöð og ávörp í lítilli
Sunnudagur: 21. ágúst 1956 — ÞJÓÐVlLJITÍfN — (5
Tvilýsi er í dal og allháir ásar beggja vegna. Á öðrum
ásnum er vinsælastl skemmtistaður bæjarbúa, minnis-
stætt úfsýni, fagrir garðar, leiktækl og vedtingahús þa3
sem sést á myndinni, súlnahús sem vel mætti heita
Vindheinuir. Niður á milli súlnanna sést niður á þökin
í höfuöborginni.
handpressu við lampatýru í
fúlu lofti og kulda og sáðu
fræjum byltingarinnar meðal
landa sinna. I húsi fyrir ofan
leyniherbergið var jafnan
kona á verði meðan prentað
var og gaf merki ef einhver
grunsamlegur nálgaðist. . Að
lokum fann lögreglan þetta
verkstæði byltingarinnar af
einskærri tilviljun.'Hún hafði
komizt yfir ólögleg blöð í húsi
í nánd, það var kveikt í þeim
og þeim kastað niður í brunn-
iim djúpa. Einn lögreglumann-
anna tók þá eftir því að sum
blöðin soguðust til hliðar
neðst í brunninum og virtust
hverfa inn í vegginn. Var þá
farið að athuga þetta nánar
og allt komst upp. Margir
byltingarmanna voru hand-
teknir og dæmdir til Síberíu-
vistar en Stalín komst undan
í það skiptið. Ein ltonan úr
hópnum lifir enn og býr í
Tvílýsi, skammt frá þessu ein-
kennilega mannvirki sem er
minnisstætt dæmi um þá
hörðu baráttu sem sósíalistar
Rússaveldis urðu að heyja áð-
ur en sigur vannst.
I
RÚSAR eru myndarlegt
fólk, karlmennirnir oft
hávaxnir, beinnefjaðir með
svart strítt hár og yfirskegg,
fyrirmannlegir í fasi. Konurn-
ar eru fríðar, með reglulega
andlitsdrætti, holdugar og
frjósemislegar, með mikið
svart hár sem þær skipta í
miðju. Fólk er mjög vel klætt,
í smekklegum fötum úr góð-
um efnum, og ekki fékk ég
betur séð en lífskjör væru hér
betri en í Moskvu, og var þó
þetta suðlæga land .fyrir
nokkrum áratugum afrækt ný-
lenda Rússaveldis, fólkið kúg-
að og hrjáð. Grúsar þreytast
líka seint á því að segja
manni frá þeim ótrúlegu um-
skiptum sem orðið hafi á
skömmum tima.
Enn sjást þó merki liðinna
alda. Andspænis gistihúsinu
okkar var kirkja, en Grúsar
hafa játað kristna trú flest-
um þjóðum lengur, og enn
stendur kirkja frá fjórðu öld
á þeim stað þar sem kristni
var leidd í lög í upphafi þeirr-
ar aldar. Ekki veit ég þó
hversu sanntrúaðir þarlendir
menn hafa verið, og nú virð-
ist kirkjusókn litlu meiri en á
Islandi. Voru kirkjugestir
einkum aldurhnignar konur.
Einn sunnudagsmorgun er
messað var höfðu bætzt við
nýir gestir: fimm beininga-
menn sem sátu flötum bein-
um fyrir framan kirkjudyrn-
ar. Kirkjufólk hafði auðsjá-
anlega átt von á þessari gest-
komu, því flestir höfðu með
sér að heiman fimm pinkia
sem þeir réttu beiningamönn-
unum, aura eða mat. Var okk-
ur tjáð að kaþólskt fólk teldi
það óhjákvæmilegan þátt í
kirkjugöngu að gefa fátækum,
og myndu beiningamenn þess-
ir vera á launum hjá kirkj-
unni til þess að unnt væri að
messa að foraum sið.
H
AÐ er hægt að una sér
lengi við að skoða fornar
borgir í Grúsíu, gamlar kirkj-
ur og kastala, en svo fór að
ég bað að lokum um að fá að
skoða þá borg sem nýjust
væri í þessu landi. Einn morg-
uninn lögðum við af stað í
þann leiðangur og ókum í bíl
niður með Kúru í vesturátt.
Þegar út úr Tvílýsi kom var
byggðin næsta strjál, sveita-
fólkið býr í stórum samyrkju-
þorpum og nýtur þar kosta
bæjarlífsins, en ekur á morgn-
ana út á akra sína. Auk þess
er landið ekki frjósamt í
Grúsíu austanverðri, loftslag-
ið er of þurrt; vestlægari hluti
landsins er hinsvegar sífellt
sumarland og aldingarður,
þar vex te og appelsínur, vín-
ber og tóbak og baðmull. En
í austurhluta landsins er nú
verið að gera mikið áveitu-
kerfi, þangað er veitt fjalla-
lækjum, og er þegar búið að
gera stórt stöðuvatn í miklum
dal skammt frá Tvílýsi. Það-
an á að vökva sextíu þúsundir
hektara lands, en vatnið vérð-
ur einnig sundstaður og
skemmtistaður bæjarbúa. Og
ekki má gleyma. því að þarna
eru nú þegar stundaðar fiski-
veiðar; voru valdar til klaks
þær tegundir sem vísinda-
menn töldu hentugastar og
hafa dafnað svo vel að sund-
fólk er farið að kvarta.
Við ökum fram með þessu
nýja vatni, og vegurinn bugð-
ast áfram milli kjarrivaxinni
hlíða; hér og þar eru tjóðrað-
ir asnar á beit, en þeir eru
vinsæl húsdýr á þessum slóð-
um; önnur nýstárleg dýr eru
bufflar, grófgerð dráttardýr
sem velta sér í leirpollum.
Senn ökum við gegnum mikið
samyrkjuþorp; þar eru öll
hús ný, lítil einbýlishús, snot-
ur. Okkur er sagt að þarna
sé nýrækt og hafi þorpið allt
verið byggt fyrir atbeina rik-
isins. Síðan voru húsin afhent
til eignar þeim sem vildu setj-
ast þarna að og hefja bú-
skap, og stóð ekki á undir-
tektum. En nú birtast fram-
undan miklir reykháfar og
húsaþyrpingar. Við erum kom-
in á leiðarenda; þetta er
Rústaví, yngsta borg Grúsíu.
■
Í" Rústaví búa nú fimmtíu
þúsundir manna og borgin
á að geta rúmað 120 þúsundir
að nokkrum árum liðnum, en
fyrir 10 árum stóð þar
ekkert hús; þar var auðn-
in ein, þurr og gróður-
snauð slétta. Á styrjaldarár-
unum ákvað ríkisstjórnin að
þarna skyldi rísa borg. Ekki
stafaði staðarvalið af neinum
duttlungum, heldur var til-
gangurinn að koma upp
miklu stálveri og það þurfti
að vera miðsvæðis milli hrá-
efnalindanna sem eru víðsveg-
ar í Grúsíu og Atsérbætsjan.
Bygging versins hófst 1946
og framleiðsla er hafin fyrir
löngu, nú vinna í stálverinu
átta þúsundir manna. Það hef-
Framhald á 7. síðu. ■
I'etta er elzta kirkja Grúsíu, relst fyrir tæpum 16 öldum
á þeim stað þar sem kristni var tekin í lög.