Þjóðviljinn - 21.08.1955, Side 8

Þjóðviljinn - 21.08.1955, Side 8
Enn haío IjöSbýlishús bæjorins ekki verið sloðsett né teiknuð Ihaldið afsakar sig með því að stjóm Ólafs Thórs hafi enn ekki fram- kvæmt lögin um lán til íhúðabygginga Enn er ekki farið að ákveða stað þeim 48 íbúðum 1 sam- býlishúsum er bærinn ætlar að láta byggja. Teikningum er einnig ólokið enn. Með þessum slóðaskap og sviksemi hefur bæjarstjórn- armeirihlutinn hindrað að húsin verði byggð á þessu ári. Sigurður Guðgeirsson beindi fyrirspurnum um þetta mál tii borgarstjóra á síðasta bæjar- stjórnarfundi, hvað liði að stað- setja þessi fjölbýlishús og teikna þau. Ennfremur hvenær mætti vænta þess að raðhúsin í Bú- staðahverfinu verði fokheld. Bygging 48 íbúða i sambýlis- húsum var samþykkt í bæjar- ráði 5. apríl sl. og sú sam- þykkt bæjarráðs var staðfest af bæjarstjórn 5. maí sl. Bæjar- stjórnarmeirihlutinn hefur látið sumarið líða án þess að hefjast nokkuð handa um framkvæmdir. Enn er ekki farið að ákveða hvar húsin skuli byggð og teikn- ingar liggja ekki fyrir svo vitað sé. Þar sem þetta hvorttveggja vantar enn eru allar horfur á því að Sjálfstæðisflokknum tak- ist með þessari sviksemi sinni að koma i veg fyrir að bygging þessara íbúða verði nokkuð meira á þessu ári en pappírs- samþykkt. Húsnæðisleysingjam- ir geta hinsvegar ekki flutt inn í pappírssamþykktir Sjálfstæðis- flokksins, þótt þær hafi orðið fyrirferðarmiklar í Morgunblað- inu. Hve lengi enn? Borgarstjóri svaraði fyrir- spurnum Sigurðar Guðgeirssonar á þann veg að undirbúningur íbúðarbygginganna væri í full- um gangi, — á sinum tíma full- yrti hann líka mánuðum eða ár- um saman að byggingarráðstefna yrði haldin, og þá myndu finnast leiðir til lausnar hús- næðisvandræðunum. Sú bygging- arráðstefna hefur ekki verið haldin enn, og er hætt við að „undirbúningur" fjölbýlishús- anna geti tekið nokkra mánuð- ina enn. s Á aldrei að frainkvæma þau Iög? Þá sagði borgarstjóri að bygg- ing fjölbýlishúsanna hefði verið samþykkt með tilliti til hinna nýju laga Alþingis um lán til íbúðabygginga, en lánveitingar væru ekki komnar til fram- kvæmda ennþá. Það voru raunar ekki fréttir fyrir neinn, því hundruð manna er byggðu á sl. vori vonir sínar um húsnæði við þessi lánveit- ingalög hafa fengið að sann- reyna í sumar að lög þessi eru Verkakonur í Keflavik Framhald af 1. síðu. ætti ekki að byrja fyrr en á miðnætti aðfaranótt 19. ágúst. Byggði hann þetta á því orðalagi í bréfi sáttasemjara rikisins að það skyldi hefjast frá og með 18. ágúst, kl. 12 á miðnætti. Mundu þó flestir skilja þetta svo að átt sé við upphaf sólarhringsins 18. ágúst. Þeir vildu ekki bjarga verðmætum! Til þess að bjarga verðmæt- um þeirra atvinnfirekenda, sem kynnu að hafa látið báta sína róa vegna þessarai falskenning- ar, bauð Vilborg Auðunsdóttir form. Verkakvennafélags Kefla- víkur, að sáttasemjari sendi skeyti frá báðum aðilum um að áður boðuðu verkfalli i Keflavík væri frestað um einn sólar- hring og kæmi því ekki til framkvæmda fyrr en á miðnætti aðfaranótt þess 19. ágúst. En svo undarlega brá við að at- vinnurekendur höfnuðu þessu boði, og fóru þar að ráðum síns nýja ráðgjafa og „ráðherra“, Björgvins Sigurðssonar. Slíkum kenjakrökkum er erfitt að gera til hæfis. Björgvin las út úr þvi 19. ágúst! En hversu óskammfeilið það var að véfengja verkíallsboðun- ina, sést þó enn betur þegar athugað er hið skýra orðalag á bréfi því sem verkakvennaféiag- ið sendi atvinnurekendum löngu áður en verkfallið hófst, Það var orðrétt á þessa ieið: Fundur trúnaðarmannaráðs V erkakvennaf éi ags Keflavíkur og Njarðvíkur, haidinn 6. ágúst 1955, samþykkir að lýsa yfir verkfaili fyrir hönd verkakvenna í Keflavík og Njarðvíkum að- faranótt 18. ágúst þessa árs kl. 12 á miðnætti, hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma við Vinnuveitendasamband Suður- nesja og Útvegsbændafélag Keflavíkur um kaup og kjör verkakvenna. Þetta tilkynnist yður hér með. Virðingarfyllst. Keflavík, 6. ágúst 1955.“ Undir þetta bréf skrifaði Vilborg Auð- unsdóttir formaður féiagsins og 10 aðrar konur sem ásamt henni eru í trúnaðarmannaráði Verka- kvennafélags Keflavikur. Þetta bréf tekur af öli tvímæli um það að verkfallið átti að hefjast aðfaranótt 18. ágúst, enda varð það svo. En víst er að hvorki er slík framkoma drengileg né heppileg í vinnu- deilum, enda sáriðrast atvinnu- rekendur eftir að hafa tekið þátt í þessu frumhlaupi „sæta- brauðsdrengsins“. Eftir því verður tekið Það er sannfæring verka- kvenna i Keflavík og á Akra- nesi, eins og raunar kvenna um allt land að þeim beri sama kaup og körlum fyrir sömu vinnu. Að þessu sinni er þó krafa þeirra aðeins um að fá kaup sem er meira en 20% lægra en viður- kennt karlmannskaup. Mun nú sýna sig hvaða sanngirni Vinnu- veitendasambandið og atvinnu- rekendur á Suðurnesjum og Akranesi sýna verkakonum. Ail- ur verkalýður landsins mun fylgjast vel með því, — og ekki gleyma verkakonur því á næstu árum. aðeins fallega orðað pappírs- plagg sem engum hefur hjálpað enn. Sigurður Guðgeirsson kvað fulla þörf á þvi að fara að aug- lýsa til umsóknar ibúðir þær í raðhúsunum í Bústaðahverfi, sem herskálabúum var heitinn forgangsréttur að á sínum tíma. Flutti hann tillögu um að íbúð- irnar væru auglýstar. Jóhann Hafstein svaraði þvi til að ástæðulaust væri að fara að augiýsa ibúðimar, það leysti engan vanda, en rétt væri að athuga að „gefa braggabúum kost á að ganga að einhverju Ieyti fyrir um þessi hús“! Fyrir- heit íhaldsins um forgangsrétt braggabúa að íbúðum þessum er nú orðið þannig að „gefa þeim kost á að ganga að ein- hverju Ieyti fyrir“!! Herskálabú- ar munu vafalaust skilja hvað það þýðir í framkvæmd. Þannig eru loforð og sam- þykktir bæjarstjórnarmerrihlut- ans í húsnæðismálum. — íhaldið felldi að umræðum loknum till. Sigurðar Guðgeirssonar. þióÐvujniN Sunnudagur 21. ágúst 1955 — 20. árgangnr — 187. tölublaö Uppsögn loftferðasamningsins gerð vegna þrýstings frá SAS Svíar segjast hafa sagt honum upp fyrir hönd Dana og Norðmanna! Uppsögn Svia á loftferöasamningnum \áð íslendinga er svo greinilega beint gegn Loftleiðum og samkeppni þeirra við SAS í Atlanzhafsfluginu, að enginn hefur gert tilraun til að neita þvi. Svo segir í ritstjómargrein 11. þ.m. í norska blaðinu Bergens Tidende, sem er eitt þeirra blaða á Norðurlöndum, sem hollust hafa verið Islendingum í deil- unni við Svía. Blaðið svarar skrifum sænska stjóraarblaðsins Morgon-Tidn- ingen um málið og segir m.a.: „Okkur dettur ekki í hug að ef- ast um, að sænska stjórnin hafi farið eftir „ákvæðum samnings- ins um uppsagnarfrest'* og beð- ið um nýja sajnninga, þegar hún sagði upp loftferðasamn- ingnum við tsland fyrir 8 mán- uðum. Við höfum heldur ekki Kjarnorkan breytir eyðimörkum í akra Ráðstefnunni í Genf um friðsamlega hag- nýtingu kjamorkunnar lauk í gær Vonir standa til, að hægt verði að nota kjarnorkuna til að breyta fúafenum og eyðimörkum í frjósamt akur- lendi. Brezki kjarneðlisfræðingurinn John Cockroft ræddi um þetta í fyrirlestri sem hann flutti á kjarnorkuráðstefnunni í Genf í fyrradag. Sagði hann, að eitt af framtíðarverkefnum kjarnork- unnar myndi vera að þurrka upp mýrlendi, eins og það sem gerir stór héruð í Afríku óbyggi- leg mönnnum. Jafnframt væri von til að með kjarnorkunni mætti á ódýran hátt eima sjáv- arvatn til að veita á eyðimerkur og breyta þeim í frjósama akra. f gær, síðasta dag ráðstefn- unnar, var aðalléga rætt um, á hvern hátt mjmdi bezt og örugg- ast að losna við hín geislavirku úrgangsefni kjamorkuofnanna. Var það samhljóða álit vísinda- mannanna, að ekki mætti að órannsökuðu máli fleygja þeim niður í hafdjúpin, enn væri of lítið vitað um eðli sjávarbotns- ins og hafstraumanna í djúp- unum. gagnrýnt hina formlegm hlið málsins. Við höfum lagt ríka á- herzlu á, að Noregur. eigi ekki yfirleitt að skipta sér af samn- ingum milli tveggja annarra ríkja. En háttsettur fulltrúi sænska u t an rí kis ráðuneytisins hefur sagt, að Sviþjóð hafi sagt upp samningum eftir ósk og vegna þrýstings frá SAS og að heita má einnig fyrir hönd hinna tveggja SAS-landanna, Danmerkur og Noregs, af því að þessi lönd af ýmsum til- greindum ástæðum gátu ekki gert það. Þess vegna þykjumst við hafa fulla heimild til að fylgjast með gangi þessa máls og gagnrýna þessa ósæmilegu framkomu gagnvart hinni minnstu og veikustu hinna norrænu grannþjóða". Dómari dæmdur Hæstiréttur Svíþjóðar dæmdi i gær Folke Lundqvist, dómara við undirréttinn í Stokkhólmi, í 3 ára fangelsi fyrir svik, skjala- fals ofl. Mál þetta hefur verið lengi fyrir dómstólum og vakið mikla athygli í Svíþjóð, og er þvá þó ekki lokið. Hæstiréttur á .enn eftir að fjalla um þrjár ákærur á Lundqvist. Clement Attlee leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, hefur undanfarinn hálfan mán- uð legið sjúkur. Var sjúkdómi hans haldið leyndum, .en i gær var tilkynnt, að hann væri orð- inn heiil heilsu. Búast má við breytingum á landslfðinu eftlr leik þess vfð „pressuliðir Leikurinn var skemmtilegur og vel leikinn af báSum liSum þrátt fyrir slæmt veður t>rátt fyrir mjög slæmt veður rok og rigningu var sýnilegt að hér reyndu menn „pressuleikurinn" s.l. föstudagskvöld hinn ágætasti. Fjöl- menni var mikið, um 5000 manns. Við aðstæður sem þessar, er Skipuleggjari og fyrirliði liðs- mjög erfitt að sýna góða ins, Albert Guðmundsson, á knattspyrnu en áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum. Allir leikmenn iögðu sig fram miklar þakkir skiiið fyrir þátt sinn í leik þessum og fullvíst er, að það er honum f\Tst og og var á köflum sýnd ágæt j fremst að þakka, hve góður knattspyma, báðum Jiðum til hins mesta sóma og svo var spenningurinn mikill, að enginn áhorfenda varð til þess að yfir- gefa völlinn, fyrr en dómari hafði flautað leikinn af. Það var næsta furðulegt hve ,,pressuliðið“ féll saman, þegar þess er gætt, að sumir leik- menn höfðu ekki sézt áður. og gagnlegur leikur þessi var fyrir landsliðið. Landsliðið á.tti góðan leik og tók hlutverk sitt alvarlega, enda hefði því a.nn- ars ekki tekizt að \inna. Haldi landsliðið þannig áfram má mikils af því vænta í næsta stórleik. Leikurinn var a.ll harð- ur á köflum, en fá ódrengileg afbrot voru framin. Það var að ná sínu bezta og það tókst flestum. Eftir þennan leik ætti að vera nokkuð auðvelt að velja endaniega í landslið, en það verður gert nú um helgina. Sennilega verða fáar breyting- ar gerðar en ætla má þó að vinstri sóknarvængurinn sé of veikur og sterkara. væri að setja. þá Gunnar Guðmannsson og Sigurð Bergsson inn í stað Þórðar Jónssonar og Jóns Leós- sonar, en þeir fyrrnefndu eru báðir gamalreyndir knatt- spyrnumenn og stóðu sig mjög vel í þessum leik. Hörður Felix- son hefur ekki áður leikið með Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.