Þjóðviljinn - 28.08.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.08.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagnr 28. ágúst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 j GÓÐIR Vestmannaeyingar, *■ heiðraðir þjóðhátíðargestir. Vel megum við minnast þess mitt í fögnuði þessarar hátíðar, að frumskilyrði allr- ar velmegunar, og grundvöll- ur allrar glaðværðar, er sá, að þjóð okkar framleiði verð- , mæti svo mikil að magni og gæðum, að þau hrokkvi til að gjalda með kostnaðinn af mannsæmandi lifnaðarháttum, eins og þeir gerast á hverjum tíma og geti auk þess borið uppi kostnaðinn af nýjum framkvæmdum sem horfa til framfara. t>að hefur orðið hlutverk okkar Vestmanneyinga öðrum fremur, að einbeita okkur að þeirri framleiðslu sem lengst dregur okkar þjóð um þessar mundir til framþróunar, þ. e. framleiðsla sjávarafurða. Engin er sú atvinnugrein, sem ótryggari er eigendum til arðs — og heldur engin, sem gerir jafn strangar kröfur til þeirra sem að henni vinna eða leggur þeim meira erfiði á herðar. — Á stundum finnst okkur Vestmannaeying- um líka að þáttur okkar i þjóðarbúskapnum sé ekki met- inn sem maklegt væri. En gæfan hefur verið okk- ur hliðholl. Fiskimiðin við heimbyggð okkar hafa reynzt gjöful og fiskimenn okkar harðsnúnir í sóknum. Bær okkar hefur stækkað, bygg- ingar risið ört og öll aðstaða til fiskveiða og fiskvinnslu hefur tekið örum framförum. Við höfum í sannleika sagt fyllstu ástæðu til að gera okkur glaða þessa þjóðhátíð. •— En þótt fjölmennt sé á þessari hátíð, þá vitum við með vissu, að hingað beinast nú hugir margra samborgara okkar, sem gjarnan hefðu þegið að eiga þess kost að dveljast í Herjólfsdal um þess- ar mundir, en bundnir eru við störf á fjarlægum slóðum. — Allstór hluti fiskiflotans okkar er sem kunnugt er að síldveiðum úti fyrir Norður- og Norðausturlandi, og hver einasti Vestmannaeyingur sem þar flýtur á fjölum lætur hugann reika heim á þetta hátíðasvæði þessa dagana. Fjölmargir þeirra senda okk- ur kveðjur sínar og ham- ingjuóskir í skeytum. Á sama hátt og þeir minnast þjóðhá- tíðarinnar og átthaga sinna og rifja upp liðnar stundir af þessum slóðum þykir mér hlýða að við látum hugann reika til þeirra fáein augna- blik og minnumst þeirra við störf þau, sem þjóðin á svo mikið að þakka, en hættir því miður stundum til að van- meta. Eg hef af þessu tilefni blás- ið ryk af gömlu vasabókar- slitri, sem_ velktist í rekkju- horni eins síldarbátsins 1948 og upp úr miðnættinu var oft- ast stuttlega í það punktaður ferill liðins dags. Þetta getur á engan hátt talizt merkileg kompa, hún greinir aðeins frá viðburðasnauðum hversdags- leikanum eins og hann gerist í veiðileysi, og gæti því trú- lega átt álílca vel við lífið á flestum skipanna í dag og þegar hún var skráð. En þar segir svo um upp- haf þjóðhátiðarinnar: 5. ágúst Þmmtudagur: í ■ Létuin reka mestan hluta - dagsins úti af Tjörnesi í renni- blíðu og gengu menn um þil- far naktir að beltisstað til að njóta sólskinsins og blíðviðr- isins sem bezt. Yngstu skipverjamir fóru í eltingarleik og áflog. Hér liggja mörg skip og svo þétt að þeir sem vaskast- ir em til sunds tala um að láta þá íþrótt skila sér yfir í næstu skip í kunningjahéim- sóknir. En skipstjórinn gefur út blátt bann við slíku og lætur til áréttingar fylgja ÍÍR DAGBÓK r A , SÍLD- VEIÐIM með eina hrollvekjandi sögu af því, hvemig hákarl klippti einhverju sinni sundur mann á borðstokknum á skipi einu í sama augnabliki og skipsfé- lagar hans vom að kippa hon- um upp úr baði. — Höfðu þeir að innbyrða af félaga Karl Guðjónsson samvinnu við gesti sín og nágranna. Um kl. 8 að kvöldi barst dulmálsskeyti frá síldarleit- inni og sagði það talsverða síld við Langanes. — Var nú sett á ferð austur á bóginn. U.m miðnætti vomm við úti af Núpskötlu á Sléttu. y 6. ágúst föstudagur: Á vaktinni eftir miðnættið, þar sem uppi stóðu stýrimað- ur, vélstjóri og einn háseti komst í tal að ekki væri ann- að sæmandi en að senda skeyti til þjóðhátíðarinnar í dag og helzt yrði það að vera ljóð. Þau vandkvæði vom þó þar á, að ekkert slcáld var á skipinu svo vitað væri. En þegar mikið liggur við reyn- ast stundum koma í leitirnar möguleikar sem enginn eygir ella. Og á meðan siglt var þarna í íshafinu úti fyrir koma henni suður á bóginn til viðtakenda. En rétt um það bil, sem kveðjan var farin frá skipi okkar, sem þá var statt úti’ af Fonti, yztu nöf Langa- ness, kemur skipstjóri auga á dáfallega sildartorfu. — Það er uppi fótur og fit á skip- inu. Nótinni er rennt í sjóinn í hring um þann dökka svaml- andi blett i grænum hafflet- inum. Síldin veður enn í miðri nót eftir að hringurinn er lok- aður og nú reynir hver sem betur getur að láti ekki upp á sig standa. Það er „snurp- að“ og. nótin sem umlukti síldartorfuna sem botnlaus girðing dregst saman undir vaðandi torfunni og myndar nú pott, sem hinn silfurliti fiskur á sér ekki afturkvæmt úr út i hið víða og frjálsa haf. — En þess verður fljótt vart að hér finnst hinum víð- förla úthafsfiski þröngt til veggja og gmnnt til botns og nú þrengir torfan sér út í nótargarnið á einhverjum stað svo þétt og fast að kork- flámar sem halda nótinni uppi færast i kaf á kafla und- an þunga þessarar flóttatil- raunar. Þá heyrist rekið upp fagnaðaróp hjá skipverjum, því af þessu má ráða, að nokkurt magn sildar muni innibyrgt í nótinni. Nú er vasklega tekið til hendinni að draga nótargarn- ið inn í nótarbátinn, og þar með er þrengt að aflanum í nótinni allt þar til spriklandi sildarnar liggja’ hver upp að annarri og þær efstu á þurm Á þjóðhátið Vestmannaeyinga i Hcrjólfsdal i stimar flutti Karl Guð- jónsson þessa vel gerðu frásögn af „þjóðhátiðardögum“ á sildveiðum fyrir Norðurlandi sumarið 1948. Frá Vestmannaeyjum sínum hendur og höfuð og bol niður til mittis en afganginn hirti hákarlinn. — Varð þvi ekki af sundferðum milli skipa. Við eftirmiðdagskaffið var það umræðuefnið, að nú væm þeir farnir að tjalda heima, og létu þá margir í ljósi, að ekkert væri nú að því að vera kominn heim að reka niður tjaldsúlur, máske lítið eitt byrjaður hátíðahöld elskusátt- ur við alla og í hjálpfúsri nyrztu törigum landsins var hömruð saman þessi heillaósk til þjóðhátiðarinnar: Af seltunni hugurinn leltar 'ands því lítið oss miðin gejTna. 1 anda við þreytum drykkju og dans I Dalnum með ykkur heima. Og þegar kominn var eíma- tími á Raufarhöfn var kveðj- an send þangað rnn talstöð- ina og landsimanum falið að ofan á stallsystrum sínum. Þegar þannig hefur verið „þurrkað upp“ grípur einhver, sem aðstöðu hefur til þess ár úr nótabátnum, rekur hana ofan í síldarkösina allt þangað til hann kennir botns í nótinni. — Að þessu sinni reynist það vera um það bil helmingur af árarlengdinni. Af þessu má ljóst vera að í nótinni liggur síldarmagn sem nema mun nálægt 100 málum. Þetta er að vísu harðla óriá- kvæm mæling, en hugmynd gefur hún þó um aflamagnið. Það þykir raunar býsna góður þjóðhátíðarmorgun á síldveiðum síðari ára að ná þessum árangri, þótt ekki sé hann stórvægilegur miðað við það, sem oft tíðkaðist meðan betur gekk á þeim veiðum og raunar næst oft langtum meira aflamagn í einu kasti enn, þótt rýrari afli sé en í beztu árum. En ekki breytir það því, að það kemur mönn- um í þjóðhátíðarskap að ná slíku kasti í fyrstu tilraun. hátiðardags eftir að hafa rás- að um miðin vikum saman átu þess að fá nema svo sem helming þessa magns í kasti, þegar bezt lét, en flestar vik- ur þó liðið hjá í algeru afla- leysi. Og það er eins og lífið taki f jörkipp um borð. Það er tek- ið að háfa. Silfri hafsins er lyft upp úr nótinni og inn- byrt i vélbátinn. Hver liáfur- inn af öðrum rís af vél-afli upp úr nótinni, barmaful'ur fyrsta spölinn, en síðan fer heldur lækkandi í honum, enda streymir úr honum sjórinn um leið og síldin þéttist i hon- um. — Þar sem háfpokinn hangir yfir þiljum vélbátsins er neðri endi hans opnaður og síldin fossar í bátinn. Það er glaðasólskin og kokkurinn kemur upp á þilfar til að fylgjast með hvað sé að gerast. Eflaust hefur hinn glaðværi kliður skipshafnar- innar seitt hann upp frá soð- pottunum. En andlit kokksins hefur varla birtzt á þiljuitt fyrr en einn léttlyndasti há- setinn skipar honum að hafa sig hið skjótasta niður aftur, þar eð hér sé hann fyrir birt- unni. En kokkurinn kann vel að taka gamni og segir að víst mundi sá er skipaði mega þakka fyrir, ef einhver skyggði á hann þegar hann væri heima í Dal á þjóðhátíð. Og brátt er nótin tæmd — það er hafin leit að nýrri torfu og nú er hugur í körl- um. Skipstjóri stendur í skýl- inu uppi á stýrishúsi og skim- ar út yfir sjóinn. Hann kallar fyrirskipanir sínar — eitt strik í stjór, áfram fulla ferð — í slöngu sem skilar orðurn hans til hásetans við stýiið, og kokkurinn færir mola-kaffi í fanti upp í skýli. Það er stýrt í ýmsa krqíca á fullri ferð ,eða hálfri, svo er legið og lónað. Hér eru mörg skip. Einstöku sinnum sést tonfa koma upp og þá keppast allir þeir að henni sem nokkra möguleika hafa, en hinir eru miklu fleiri, sem eru of fjarri til að gcra sér nokkra voa, Þeir verða að láta sér nægja að horfa á og fylgjast með hver hnossið hreppir, og oft kemur það einnig fyrir, að sá sem kastar nót sinni hefur erfiðið eitt en engan afla —• hann nær ekki til að um- lykja torfuna eða hún hefur stungið sér í djúpið af styggðinni áður en unnizt hef- ur timi til að loka botni nót- arinnar. Það or leitað lengi dags. En í okkar hlut fellur enginn möguleiki fyrr en að kvöldi rétt um það bil sem dans er að hefjast heima í Herjólfs- dal — þá er kastað á torfu eina sem er á fleygiferð — enda höfum við ekki veður Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.