Þjóðviljinn - 28.08.1955, Page 7
| Hans Kirk:
80. dagur
Þessi feiti og þunglamalegi maður var eins aumur og
lijálparvana og hann stæöi aleinn upp í heiminum eða
Þefði villzt í dimmum, óhugnanlegum skógi. Það fóru
viprur um munn hans, honum vöknaöi um augu, en
svo tók hann sig á og baröi í borðið.
— Rétturinn er mín megin, sagði hann. Því að það
verða ÞEIR sem sigra. Þegar svo er komið fæ ég viöur-
kenningu fyrir forsjálni mína. Þeir sem hæða mig núna
eiga eftir að nefna nafn mitt með virðingu. Ég á eftir að
lifa það að Kaas komi hingaö á fjórum fótum og viður-
kenni að hann hafi haft rangt fyrir sér. Þeir hljóta aö
sigra, annað væri óhugsandi, og hvað yrði um Danmörlc
ef hún ætti ekki skynsama og glöggskyggna menn á
borð við mig?
Hann fór að hugsa um alla stjórnálaleiðtogana sem
hann hafði liitt, um ráðherra og þingmenn, um hinn
tígulega Brummel ráðsformann. Þeir voru allir á sömu
skoðun. Aðalatriðið er að skrimta, og allt í einu varö
honum hughægra. Hvaða þýðingu hafði snarruglaður
náungi eins og Kaas? Það voru til fleiri duglegir verk-
fræðingar en hann. Slíka menn var hægt að kaupa í
tugatali.
— Áfram meö starfið, hugsaöi hann. Láttu ekk ióráðs-
hjal koma þér út úr jafnvægi. Maöurinn er ekki meö
réttu ráði og við afskrifum hann. Við ráðum nýjan yfir-
verkfræðing og Kaas er úr sögunni. í rauninni hefur
hann aldrei verið til, hann er ekki annað en núll.
Kaas yfirverkfræðingur gekk hægt niður eftir göt-
unni og honum leið undarlega vel. Hann hafði unnið
í fyrirtækinu frá þvl að hann var kornungur og hann
bar djúpa virðingu fyrir Grejs gamla. Nú var hann orð-
inn hálffimmtugur og guð mátti vita hvar hann fengi
vinnu. En hvað um það, hann var ókvæntur og þurfti
ekki að hugsa nema um sjálfan sig, en hvernig sem
allt færi vildi hann skýra gamla manninum persónulega
frá því sem gerzt hafði. 1
Grejs gamli var orðinn mjög magur síðan hann missti
gömlu konuna sína. Andlit hans hafði alltaf verið
hörkulegt, en nú var það þreytulegt — en hann faðmaði
Kaas innilega að sér þegar hann birtist í dyrunúm.
— Kæri Kaas, sagði hann. Það var fallegt af yður
að koma. Fáið yður sæti. Þér þurfið að fá eld í vindil.
— Hvað er það eiginlega sem við erum að gera, Klit-
gaard? spuröi Kaas, þegar hann var búinn aö koma
sér fyrir.
— Ósómi, í einu orði sagt, sagði Grejs. Við vinnum fyr-
ir Þjóðverjana og berum við alls konar lygum og yfir-
skini. Hermang er það kallað, Kaas.
— Einmitt, sagði yfirverkfræðingurinn. Mig langaöi
til að vita álit yðar, og nú er ég hættur. Ég er búinn að
segja upp, þaö er búið og gert.
— Það er skynsamlegt af yður, sagði Grejs. Ég veit
ekki hvað gengur að Tómasi. En nú verða ungu menn-
irnir að x'áða fram úr þessu. Mér þótti gaman að byggja.
Og ég segði ósatt ef ég segöi aö peningar hefðu ekki haft
neina þýðingu. Ég fékk borgun fyrir starf mitt. Ég hef
reynt að vera sanngjarn, en kapítalisti hef ég að sjálf-
sögðu veriö, annað var óhugsandi, — Sara! hrópaði
hann. Við viljum glas af víni.
Sara bjó hjá honum sfðan Kjestín dó, og hún kom inn
með bakka sem á var vín og glös. Hún var þreytuleg og
tekin og Kaas sendi Abildgaard illar hugsanir. Hvers
vegna leiö þessari stóru, þroskuðu stúlku ekki vel?
Gi’ejs lifnaði viö. Það var eins og hann. sæti enn í
góða, heiðai'lega fyrirtækinu sínu ásamt Kaas.
— Er ekki gott að byggja? spui'ði hann. Hefur okkur
ekki liöiö vel saman?
‘ — Jú, vissulega, sagði Kaas og di'eypti á víninu. En
manni dettur svo margt í hug. Nú hef ég tekið þátt í
að byggja þýzka flugvelli, en ef það væri nú fimm ára
áætlanir? Hugsið þér yður það, Klitgaard, ef menn eins
og við fengju tækifæri til að byggja upp heilt land?
Hvers vegna þarf alltaf að lítillækka okkur vei'kfi'æö-
Sunnudagur 28. ágúst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Úr dagbók é síidveiðum
Framhald af 5. síðu.
eða reyk af henni — þessi
tilraun var „búmm“ eins og
það er kallað til sjós.
Á meðan ysinn og glað-
værðin í Dalnum heima rísa
að hámarki, á meðan hlíðar
Dalfjallsins, Blátindur og
Moldi baðast skini bálsins á
Fjósakletti og Herjólfsdalur
sindrar af flugeldum og blys-
um, látum við reka djúpt
út af Þistilfirði í von um að
einhverjar síldarbröndur láti
sjá sig á yfirborðinu um sól-
aruppkomu næsta dags eða
um það bil sem elskendur í
Herjólfsdal ljúka dansi.
Þessi dagur mótaðist hjá
okkur af heppni — gleði —
og vonbrigðum, en það eru
raunar snaxir þættir í mann-
lífinu á fjölmörgum öðrum
sviðum en á leitandi síldar-
skipi, þættir sem skapa hverj-
um heilbrigðum manni áræði,
þrek og lífsreynslu — en það
eru vissulega eiginleikar, sem
dýrmætir eru, ekki einasta
hverjum einstaklingi, sem..þá
öðlast, heldur og byggðarlagi
hans og þjóð. —
Ég rek ekki lengra frá-
sögnina úr hinu fátæklega
dagbókar-kveri — enda var
því aldrei ætlað að verða les-
efni á ræðustóii, heldur að-
eins skuggsjá liðinna atvika
til einkanota eigandans, þegar
tímar liðu. En mér hefur
fundizt hlýða að við litum í
dag yfir þessa litlu svipmynd
úr lífi þeirra sona þessa héi*-
aðs, sem við vitum, að öllum
fjarstöddum fremur eiga hug-
ann hér á þessari hátíð og
minnumst starfs þeirra eins
og það var og er.
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara
án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð
ríkisgjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess-
arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Tekju-
skatti, tekj uskattsviðauka, eignarskatti, stríðsgróða-
skatti, fasteignaskatti, slysatryggingariðgjaldi ög
námsbókagjaldi, sem féllu í gjalddaga á manntals-
þingi 5. ágúst 1955, slrirteinisgjaldi og almennu
tryggingarsj óðsiðgj aldi, er féll í gjalddaga að nokkru
leyti í janúar 1955 og að öðru leyti á manntalsþingi
sama ár, gjöldum til kirkju og háskóla og kirkju-
garðsgjaldi fyrir árið 1955, svo og lestargjaldi og
vitagjaldi fyrir árið 1955, áföllnum og ógreiddum
skemmtanaskatti, gjaldi af innlendum tollvörum og
matvælaeftirlitsgjaldi, skipulagsgjaldi, ráfmagns-
eftirlitsgjaldi, vélaeftirhfsgjaldi, skipaskoðunargjaldi
og afgreiðslugjaldi af skipum, tryggingariðgjöldum
af lögskráðtím' sjómönnum, svo og söluskatti fyrir 2.
ársfjórðung 1955, sem féll í gjalddaga 15. júlí s.l.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 23. ágúst lg55.
KR. KRISTJÁNSSON
MotÉfiráð
Áður en stórþvottur byrjar
þarf að flokka þvottinn vand-
lega vegna þess að hinar ýmsu
flíkur og stykki útheimta mis-
munandi meðferð. Meðal ann-
ars þarf maður að muna að
í fyrsta skipti sem mislitt tau
sem þolir suðu er soðið, þarf
að sjóða það sér. Stífaða flibba
og skyrtur þarf að leggja í
bleyti í kalt vatn fyrir þvott-
inn, annars gerir sterkjan hinn
þvottinn gráleitan. Mjög ljótir
blettir eru fjarlægðir fyrir þvott-
inn, vegna þess að annars geta
þeir festst í tauinu og þá er
því nær óg'erningur að ná þeim
úr.
Litir eru prófaðir með því að
dýfa horni af stykkinu niður
í þvottavatnið og vinda það
rösklega í hvítan klút. Ef það
lætur mikinn lit verður að senda
það í hreinsun, ef það lætur
aðeins örlítinn lit má þvo það
úr mildu vatni og láta edik í
skolvatnið til að festa litinn.
Flauel, riflað flauel og bóm-
ullarefni má þvo varlega úr
volgu sápuvatni. Ekki má vinda
það en meðan það er að þorna
er gott að hrista það nokkrum
sinnum svo að lóin rísi.
Everglaze og hömruð efni má
þvo úr volgu sápuvatni. Ekki
má vinda efnið, heldur þerra
það með frottéhandklæði og láta
það þorna flatt í skugga. Það
er strokið léttilega með volgu
járni.
Mjaðma- og teygjubelti á
einnig að þvo útaf fyrir sig og
ekki úr of heitu vatni. Vindið
þau í gamalt handklæði og
hengið þau til þerris í sokka-
böndin. Teygjuna má að sjálf-
sögðu ekki strjúka.
Nælon- og perlon þarf að
þvo oft úr volgu sápuvatni. Þau
mega aldrei þorna í sól, því að
þá verða þau gulleit.
Ullarprjónafatnað á að þvo
varlega úr volgu sápuvatni.
Nuddið hann ekki heldur kreist-
ið sápuvatnið gegnum hann.
Þegar búið er að skola hann
er hann undinn vel í handklæði.
Síðan eru flíkurnar teygðar til
eftir þörfum og látnar þorna
flatar á handklæðinu.
Þegar bómullareíni og léreft
eru strokin þarf að strjúka þau
rök með vel heitu járni.
Ullarefni þarf annaðhvort að
pressa á réttunni eða strjúka
á röngunni með vel heitu járni.
Er kápan oþörf?
Allir hinir snotru jakkar og úlp-
ur með sportsniði geta gjarc-
an komið í kápu stað og hafi
maður ekki efni á að eijfe bæði
kápu og jakka getur það vertð
álitamál hvort sé hentugra, síð
regnkápa eða stuttur jakki. Kon-
ur sem ferðast mikið hafa
meiri not fyrir jakka en . kálpu,
en þæf sem nota strætisyagna
og ganga um í bænurr. eru bet-
ur settar með kápu. Hér eru
mypdir af tveim sportjökkum.
Báðir fara þeir vel . við' '•sí.ðar
buxur og báðum fylgir hetta
til varnar roki og rigningu.
Jakkinn með svörtu btyddiiig-
unum er franskur, en hinp er
danskur. Svona jakkrr hafa
þann ágæta kost að þeir eru
hæfilega svalir á sumrin ; og á
veturna má nota þá utanyfir
peysu og' þá eru þeir mjögi \htý-
ir, vegna þess að þeir eru alveg
Ulgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjóiar: Magnús Kjartawsson (áb), Sigurður Guðmundsson — Frét-tarit-
Mtfbffi'Tffl stfóri: Jón Bjamason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni BenecKktsson, Gpðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torft
PeVwVIUIÍISS Óiaísson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 7500 (3
linur). — Áskriftarverð kr 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Leusasöluverð kr. 1. — Prentsm. Þjóðviljím* l' í.