Þjóðviljinn - 30.08.1955, Qupperneq 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. ágúst 1965
Norðurlandaskákmótið
Framhald af 6. síðu.”
ið að þeim afdrifaríka 40. leik,
þá eru tímamörk og við þau
tapast margar skákir. Friðrik
kemst að vísu yfir sina 40
leiki, en tafþð er þá tapað,
þótt lengur megi verjast. í
tímaþrönginni hefur Bent
slitið af honum tvö peð og
vinnur mann til viðbótar vegna
þess, hve kóngnum er hætt.
Friðrik gefst því upp.
Loftið hafði verið þrungið
eftirvæntingú, enginn áhorf-
endá hafði hugsað um annað
en þessa einu skák af þeim
fimmtíu ^sem í gangi voru, og
nú spurði hver annan: Hvað
nú? Er Bent Larsen orðinn
Norðurlandameistari, eða verð-
ur gert út um sakirnar í ein-
vígi.
Samkvæmt reglum Norður-
landaskáksambandsins á að
þreyta um fyrsta sæti, ef því
verður komið við, en ella er
.beitt svokölluðu gæðamati, sem
kennt er við tvo þjóðverja:
Sonnenbörn — Berger: Séu tyeir
keppendur jafnir að vinning-
um, skal sá teljast hærri, sem
hlotið hefur vinninga sína
gegn betri andstæðingum
(betri miðast hér við vinn-
ingafjölda). Og samkvæmt því
er Bent hærri, þar sem hann
vann Friðrik. Ég talaði við
forseta norska skáksambands-
ins rétt eftir að skákin hófst,
og hann sagði mér þá, að Bent
Larsen hafi komið til sín fyr-
ir skákina og sagt að ef hann
ynni, vildi hann ekki láta
reikna sér vinning eftir kerfi
Sonnenborn-Bergers, heldur
þreyta einvígi ef unnt væri.
Við töluðum svo nokkru nán-
ar um þetta við Bent. Hann
getur ekki teflt einvígi strax
því að verkfræðingaskólinn,
sem hann stundar nám við,
hefst 1. september, en hins-
vegar á Bent frí í janúar og
væri tilvalið að halda keppn-
ina þá. Bent stakk upp á að
teflt yrði í HÖfn, því að það
lægi beinast við, ef Friðrik
væri erlendis hvort eð væri —
á skákmóti í Hastings — en
ég sagði honum að ég byggist
við að mikill áhugi væri fyrir
því á íslandi að fá hann
til að tefla í Reykjavík, en
vitaskuld var ekki unnt að á-
kveða neitt að svo stöddu. Það
er örlítill aðstöðumunur býst
ég við, betra fyrir Friðrik að
tefla í Reykjavík, hagkvæm-
ara fyrir Bent að tefla í Höfn.
Á móti því vegur að einhverju
leyti, að Bent er ungur og
langar að sjá heiminn, hann
vill gjarnan koma til Reykja-
víkur.
Úrslitin í landsliði eru þvi
þau að Danmörk og fsland
skipta bróðurlega með sér öll-
um aðalverðlaununum, Frið-
rik og Bent jafnir efstir með
8% vinning, Axel Nielsen og
Ingi 3.—i. með 7 vinninga.
Norðmenn áttu svo fimmta
mann, Vestöl með 6 vinninga.
Ég tel þetta afrek af Inga að
ná gvona hátt, að undantek-
inni fyrstu skákinni tefldi
hann vel og örugglega og loka-
spretturinn, þrír vinningar í
3 síðusfeu umferðunum, er
mjög snarpur.
í meiataraflokki gekk allt
að óskum. Ingvar vann og var
annar, eins og hann hefði
reyndar líka orðið þótt hann
hefði tapað, en Börge Ander-
sen vann líka og tryggði sér
með því efsta sæti í öllum
rrieistaraflokknum. Arinbjörn
vann fjórðu skákina í röð
og tryggði sér með því þriðja
sætið. þ>ví hefði enginn búist
við, er sá hann tefla í fyrstu
umferðunum sóttfölan og sveitt-
an og ýmiát tapandi eða hang-
andi á jafnteflisþröm. þ>etta var
prýðileg frammistaða.
í hinum riðlinum áttust
þeir við félagarnir Lárus og
Jón og hinsvegar Sviamir
Körling og Lund. Þetta voru
afdrifarikar skákir, því imd-
ir þeim var komið hver röð-
in yrði. Lárus og Körling
jafnir efstir fyrir umferðina,
en Jón með hálfum vinn-
ing meira en Lund. Báðar
skákimar urðu langar. Hall
aðist litið á með þeim ís-
lendingunum, en smám saman
varð ljóst að Körling mundi
ekki sækja gull i greipar
Lundi. í biðstöðunni átti Lár-
us aðeins betra gegn Jóni en
Körling peði undir gegn Lund.
Körling tapaði sinni skák, en
Lárus vann mjög snoturlega
í þeim stíl sem honum er lag-
inn, fómaði drottningunni
tvisvar og mátti Jón í hvor-
ugt skiptið þekkjast boðið.
Lárus varð því einn efstur en
Körling annar, Heilimo, Krar-
up Dinsen, og Lund skiptu
3.-5. verðl., en Jón missti af
verðlaunum vegna tapsins.
Þetta kom flatt upp á mig,
mér fannst Lund alveg úr leik
og var svo viss í minni sök
að ég sagði þ>orsteini Jóseps-
syni blaðamanni er hringdi
gagngert til að fá úrslitin, að
6 af 7 íslendingum fengju
verðlaun. Þetta reyndist því
miður ekki rétt, við fengum
ekki nema fimm verðlaun, en
engu að síður held ég að við
megum vel við það una. Eng-
in hinna þjóðanna náðu svip-
uðum árangri miðað við kepp-
endafjölda. Norðmennirnir
sjálfir, sem flesta keppendur
sendu til mótsins, máttu láta
sér nægja 5. verðl. í landsliði
og helminginn af 4.—5. verðl.
i meistaraflokki, en þeir unnu
svo 1. flokk.
Mótinu var svo slitið með
veizlu í gær. Norska skák-
sambandið bauð þátttakendum
öllum og ýmsum gestum til
miðdegisverðar. þ>ar skemmtu
menn sér við ræðuhöld og
söng, auk þess ágæta matar
sem boðið var upp á. Af hálfu
gestanna talaði einn maður
frá hverju landi, en auk þess
voru haldnar margar ræður
af hálfu Norðmanna og ann-
arra sjálfboðaliða. Borðhaldið
mátti ekki taka nema tvo tíma
samkvæmt áætluninni og var
mesta furða hve vel það gekk,
en allir komust að sem eitt
hvað höfðu á hjarta án þess
að til tímahraks kæmi, enda
eiga skákmenn að vera þjálf-
aðir í því að nota tíman á hag-
kvæman hátt, þótt stundum
vilji útaf bregða. Ekki þarf
að geta þess, en allt fór þama
fram með hinum mestu kær-
leikum og voru allir glaðir er
staðið var upp frá borðum.
þf' Þá var haldið upp. í skáksal
og þar vo.ru vgrðlaun afhent.
Fyrstu og öðrum verðlaunum
var skipt milli Bents og Frið-
riks, en heiðursverðlaunin, sem
þeim fylgja, bikarinn konungs-
naut og heiðursverðlaun Oslo-
borgar, fengu þeir aðeins að
sjá, þeim verður ekki hlutað
út fyrr að loknu einvígi. Eft-
ir verðlaunaafhendinguna sátu
menn svo við söng og dans
fram eftir kvöldi, en síðan var
kvaðst af miklum innileik.
Gestirnir voru allir á einu
máli um það, að mótið hefði
tekizt með ágætum. Skipu-
lagning öll var í góðu lagi,
stjórnin örugg en þó tekið til-
lit til aðstæðna eftir því sem
unnt var. Oslo hefur sýnt sig
frá sinni beztu hlið, sífellt
sólskin frá morgni til kvölds
nema einn dag. þ>rátt fyrir
þann mikla tíma sem skák-
imar hafa tekið, hafa ýmsir
komið því við að sjá margt
af því fagra og stórfenglega
sem þessi borg hefur upp á að
bjóða: ráðhúsið, Vigelandsgarð-
inn, málverka og höggmynda-
söfn, söfnin á Bygdöy, Fram,
Kontikiflekann og víkinga-
skipin. Oslo er ótrúlega mikil
ferðamannaborg. hótelið sem
við búum á, er eins og alþjóða-
stofnun, hér má heyra öll
heimsins tungumál og sjá
menn af ólíkustu þjóðemum.
Oslo er dreifbyggð eins og
Reykjavík, hún er eiginlega
byggðasafn frekar en borg,
enda talin þriðja stærsta borg
heimsins — að flatarmáli.
Við kjmntumst líka norsku
skáklífi, Norðmenn eiga ekki
sérstaklega snjalla skákmenn
sem stendur, en þeir eru á
leiðinni, —• hver veit nema
Sverre Johannessen verði orð-
inn skæður keppinautur Frið-
riks og Bents næst þegar teflt
verður um skákmeistaratitil
Norðurianda, hann er ekki
nema 17 ára, en stóð sig þó
ágætlega á unglingamótinu í
Antverpen.
Mér varð hugsað til Tafl-
félags Reykjavíkur, þegar ég
kom í rúmgóð og vistleg húsa-
kynni skákfélags Oslo (Oslo
sjakkselskap). Félagið á þessi
húsakynni sjálft og leigir
bridgefélagi hluta af þeim. En
þarna geta menn komið hve-
nær sem er, fengið sér skák,
litið í skákblöð, er liggja
frami, snyrtilega heft inn í
hlifðarmöppur, eða fengið sér
hressingu. Þetta húsnæði er á
7. hæð og fylgja því rúmgóðar
svalir, svo að stór hópur getur
setið úti og teflt þegar veðr-
ið er eins og það hefur verið
hér undanfarið.
Ég skrifa þessar síðustu lín-
ur á föstudagsmorgunn. í dag
erum við boðnir til Bjarna
Ásgeirssonar, en hann hefur
komið í skáksalinn á hverju
kvöldi og tekið þátt í gleði
okkar og áhyggjum eins og
einn af okkur. Síðan dreifist
hópurinn, sumir fara héðan
með fyrstu flugferð beint til
Reykjpvíkur, aðrir ætla til
Hafnar og ná í Gullfoss þar,
en þeir nota þá tækifærið til
að koma við í Gautaborg óg
horfa á eina eða tvær um-
ferðir á skákmótinu þar. Við
biðjum allir að heilsa.
Geymsluhúsnæði
Þjóðviljann vantar strax geymsluhús-
næði fyrir blaðapapjur. — Þarf að vera
.' götuhæð.
Má vena í úthverlum bæjarins.
ÞJOÐVILJINN, sími 7500
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
Þjóðviljann vantar unglinga
til að bena blaðið til kaupenda við
Drápuhlíð
Talið við afgreiðsluna, sími 7500.
»■*■■•»■»■•■•■■■■•■■■■■■■■■••■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■••■»••■•■■■•■•■■•■•■■••
Innilega paJcfca ég ykkur, er sýnduð mér rkn-
arhug á sjötugsafmœlinu.
ÞORSTEINN JÓNSSON.
Þakka vinum og vandamönnum og öðrum
kunningjum mínum, er glöddu mig á sextugsaf-
mœlinu, 28. ágúst, meö gjöfum, heimsóknum og
kveðjum.
EIÐUR EIRÍKSSON,
Hverfisgötu 80.
##################<#####################<###################)
Nýtt þvottahús
tekur til starfa þriðjudaginn 30. ágúst að
Bánargötu 50.
Vönduð vinna — fljót afgreiðsla.
Vinsamlegast reynið viðskiptin.
Nýja þvottahúsið,
sími 5238.
• mmmm*■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■»•■■■■■«■■■■■■■■■■■«■■■•■■i<i . t*■■■■■■■■■■■■■■■••n■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
■■■•■■■«■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■•■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
I. S. í.
K. S t.
Reykjavíkurúrval: Bandaríkjamenn
keppa á íþróttavellinum í kvöld klukkan 7. — Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 1 í aðgöngumiðasölu íþróttavallarins.
Dómari: HALLDÓR SIGURÐSSON
Athugið:
Þetta er síðasti leikur hinna snjöliu bandarísku knattspyrnumannanjia og um leið iýkur heim-
sókntun erlendra knattspyrnuliða á áriua 1955.
HÖTTðKUNEFNDIN