Þjóðviljinn - 30.08.1955, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 30.08.1955, Qupperneq 12
 SMÓÐVII'ilNN Þriðjudagxir 30. ágúst 1955 — 20. árgangur — 194. tölublað Starfsár Sinfóníuliljómsveitar- innar hefst á tónleikum á föstud. Sinfóníuhljóinsveit Ríkisútvarpsins hefur nýtt starfs- ár n.k. föstudagskvöld meó tónleikum í Þjóðleikhúsinu og verða þá flutt m.a. verk eftir Beethoven og Pál ísólfsson. Kínverska listafólkið á sviðinu í Austurbœjarbíói Kínverska æskufólkið hrelf alla með list sinni og framkomu Sendinefndarmenn kynna sér íslenzkt þjóðlíf og merka staði í Reykjavík og nágrenni Kynnisfundurinn með kínverska æskufólkinu s.i. laug- ardag varð eftirminnilegur viðburður þeim sem komu í Austurbæjarbíó þá kvöldstund. Var atriðum þeim sem gestimir höfðu að bjóða, frábærlega vel tekið, enda vora þau bæði nýstárleg og hrífandi. Einar Gunnar Einarsson, for- maður Kínanefndarinnar, flutti ávarp og kynnti gestina. Síðan ávarpaði formaður sendinefnd- arinnar, Lu Chao, gesti, og jvif lagði áherzlu á að för sendi- nefndarinnar væri farin í því skyni að auka kynni og vináttu kínversku þjóðarinnar og ís- lendinga. Loks kom hvert atrið- ið af öðru, einleikur á flautu, píanó og ,,handbumbu“, sér- kennilegir og fallegir dansar frá Sinkiang, einsöngur og loks „gaffallinn fljúgandi“, en það er mjög sérstætt sirkusatriði. Síðan hefur kínverska æsku- fólkið skoðað söfn og atvinnu- fyrirtæki í Reykjavík og Hafn- arfirði. Á sunnudag fóru um þrjátíu Islendingar með þeim í ferð til Þingvalla, Hveragerðis og orkuversins við Sog. Á Þingvöllum var snæddur miðdegisverður, lét Hótel Val- höll framreiða kínverska rétti og var matseðill birtur á kin- versku og íslenzku! Að því Jóknu var staðurinn skoðaður, en dvölin varð styttri en ann- ars vegna rigningarveðursins. í Hveragerði tóku Jóhannes úr Kötlurn, varaformaður Kin- versk-íslenzka menningarfé- lagsins, Gunnar Benediktsson og Kristján frá Djúpalæk, móti hópnum, og mátti heita að þar væri slegið upp beztu skemmt- un meðan setið var að kaffi- borði á Hótel Hveragerði. Jóhannes las upp eitt af Kínakvæðum sínum og Li Hsi- fan las það á eftir í kínverskri þýðingu. Kom hvert atriðið öðru, söngur með píanó- undirleik, einleikur á flautu og ,,handbumbu“. Gestur Þor- grimsson og Sigfús Halldórs- son, sem staddir voru á hótel- inu, skemmtu einnig til mikill- ar ánægju fyrir ,,samkomuna“. Kínverjamir og fylgdarmenn þeirra sáu þarna gufugos mik- ið og skoðuðu gróðurhús Garð- yrkjuskólans, undir leiðsögn skólastjórans Unnsteins Stef- ánssonar. Var þá haldið til Sogsfossa og nýja orkuverið skoðað. Að því loknu buðu gestirnir að fara með nokkur atriði fyrir heima- Útvarpið eignast ný upptökutæki og hljóðfæri Otvarjisstjóri skýrði blaða- mönnum frá því í gær að Ríkis- útvarpið hefði nýlega endur- nýjað vélakost sinn verulega og kostað til miklu fé. M. a. hefðu verið ke}'pt ný upptöku- tæki af fullkomnustu gerð. Einnig hefði útvariiið eignazt tvo nýja Steinway-flygla, úr- valshljóðfæri. fólk, og fór það fram L samr, komusal þess, stórum og rúm- góðum. Mælti Lu Chao nokkur orð og þakkaði móttökumar, kvað gestina hafa sannfærzt um hve mikilvægt starf stöðv- arfólkið jmni fyrir íslenzka at- vinnuvegi og þjóðlíf. Ámundi Sveinsson, vélstjóri, þakkaði fyrir hönd stafsfólksins góða gestakomu. Varð þessi stund hin ánægjulegasta, bæði heima- mönnum og gestum. Treg veiði í reknei Siglutirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Fjórir bátar héðan hafa stundað reknetjaveiðar og hafa þeir undanfarið látið reka þeg- ar gefið hefur á sjó. Veiði hef- ur verið treg, mesti afli 40 tunnur. Á fundi með blaðamönnum í gær gat Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri þess að til- raun yrði nú gerð með að hefja starfsemi hljómsveitarinnar fjiT en undanfarin haust m. a. vegna þess að margt út- lendra gesta væri nú hér í bæn- unt .og þætti rétt að gefa þeim kost. á að hlýða á leik hljóm- sveitarinnar. Aukinn ákugi aluieimings Otvarpsstjóri sagði að Ríkis- útvarpið hefði haft hljómsveit á að skipa allt frá stofnun þess og hún hefði síðar orðið megin- uppistaðan í Sinfóníuhljóm- sveitinni. Útvarpið • hefur sem i kunnugt er staðið fjárhagsleg- an straum af rekstri hljóm- sveitarinnar. síðustu árin en jafnframt notið nokkurs styrks frá Reykjavíkurbæ og ríkis- sjóði. Lagði útvarpsstjóri á- herzlu á að Ríkisútvarpið vildi fúslega halda þessari menning- arstarfsemi áfram með líku sniði og hingað til. Á s.l. starfsári hefði útvarpið efnt til 20 sjálfstæðra hljómsveitartón- leika auk 3 skólatónleika og allra útvarpstónleikanna. Áhugi fyrir sinfónískum tón- leikum er ekki enn orðinn al- rnennur hér á landi en hefur þó aukizt verulega þau 2—3 ár sem útvarpið hefur haldið uppi hljómsveitarstarfsemi sinni og fer aðsókn að tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar stöðugt vaxandi. Fjölbrej’ttir tónleikar Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- arinnar á föstudag verða í þrem þáttum. Fyrst verður kammermúsík- þáttur, þar sem flutt verður eitt af frægustu og vinsælustu verkum Beethovens, Septett op. 20. Þá syngur Guðmundur Jóns- son óperusöngvari nokkur lög eftir islenzka höfunda og leik- ur Fritz Weisshappel undir á pianó. Loks verður flutt Passacaglia fyrir stóra hljómsveit eftir Pál ísólfsson og stjórnar höfundur flutningi verksins. Verk þetta samdi Páll fyrir norrænu tón- listarhátíðina í Kaupmanna- höfn 1938 og var það þá.flutt í fyrsta sinn undir stjóm höf. Sinfóniuhljómsveitin hefur áður flutt verkið undir stjóm Olavs Kielland. Elliði nteð 240 ionn Sifílufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljana. Togarinn Elliði kom af veið um í gærmorgun með 240 tonn af karfa. Aflinn fór allur tii frystingar. Bændur suðvestanlands sættu itiikið hey á laugardaginn Enn er jbó ekki séð fyrir endann á því t'jóni sem öþurrkarnir hafa valdiS Síðastliðinn Iaugardagur var bjartur og fagur framundir nón, og strax um hádegi tóku Reykvikingar að streyma í bílum sín- j um austur yflr Fjall og upp í Borgarf jörð að bjálpa vinum og venzlamönmun \ið þurrkinn. Varð áreiðanlega mikið lið að borg- jarbúum í sveitinni á laugardag; liey sem hafði legið fiatt í þrjár ivikur var komið í sæti um kvöldið. Kínverj arnir koma fram á ÆFR-fundi annað kvöld Kínverska æskulýðssendinefndin kemur fram á félags- fundi ÆFR í Tjarnarkaffi (uppi) annað kvöld. Fundui' hefst kl. 8.30 með því verður sameiginleg kaffi- að skýrt verður frá reikningum drykkja og skemmtir þá kín- félagsins, en síðan verða rædd- verska listafólkið. ar tillögur ura nýja gjaldskrá. | Það mun varla þurfa að Þá talar Lu Chao, formaður hvetja Fylkingarfélaga til að kínversku sendinefndarinnar, fjölménna á fundinum annað og Li Hsi-fan stúdent í bók- kvöld, en athygli skal vakin á menntum. Guðmundur J. Guð-J því að hann hefst stundvíslega mundsson segir lítillega frá klukkan 8.30. Varsjárferðinni en að lokumj | Fréttamaður Þjóðviljans lagði leið sína upp í Borgar- fjörð. I Kjós, á Hvalfjarðar- j strönd, í Leirár- og Melasveit-, j um var fólkið enn. að snúa J heyinu, en þegar kom upp í ! Andakíl var orðið svo áliðið I ; að bændur voru farnir að taka : saman; neðst í Stafholtstung- um þutu sáturnar upp, sömu- leiðis í Norðurárdal. Mikið af þessu heyi hafði legið flatt um : þriggja vikna skeið, og var I orðið stórskemmt; en um á- gústmánuð gildir hið sama ogj um júlí: að það hefur verið úrkoma þvínær á hverjum degi — enginn dagur til enda trygg- ur. Varð mikil björg að laug- ardagsþun’kinum; náðu allir bændur upp einhverju af heyj- um, og sumir öllu. En ekkert af hejúnu mun háfa orðið nægi lega þurrt til hirðingar, enda gerði rigningu á sunnudags- nótt, og á sunnudag rigndi mikið í Borgarfirði og um Suð- urland. Annars hefðu ýmsir reynt að hirða. Jón bóndi á Klettstíu i Norð- urárdal sagði fréttamanninum að þetta sumar væri hið óliag- stæðasta sem haira myndi — það væri þá helzt að sumarið 1913 kæmi til samjafnaðar. Um þetta leyti í fyrra vom Klett- stíubændur búnir að hirða um 1200 hesta, og voru um það bil að hætta heyskap. Það er til dæma um sumarið, að ná hafa þeir aðeins náð inn 150 hestum þurrheys, en um 250 hafa þeir sett í súrhey —sam- tals um 400 hestar. Nú áttu þeir um 300 hesta flata fyrir laugardaginn, og náðist það allt í sæti í þessum skammvinna þurrki; en um 500 hesta eiga þeir óslegna til að ná hey- fengnum í fyrrasumar. Er þetta dæmi nefnt til þess að fólk geti auðveldlegar áttað sig á því hvað ótíðin í sumar þýð- ir fyrir bændur. Höfuðdagurinn í gær hafði litla veðurbreytingu í för með sér; enn getur svo farið að heyið sem var sætt víða um byggðir á laugardag komi bændum að litlum notum. Það hefur þegar orðið stórtjón af völdum óþurrkanna í sveitum Suður- og Vesturlands; og er ekki enn séð fyrir endann á því.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.