Þjóðviljinn - 31.08.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.08.1955, Blaðsíða 6
C) — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31, ágúst 1955 tllðSVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurnn — Erlendir ieigu- Það tók þjóðviljann langan ííma að knýja utanríkisráðherr- enn til að svara fyrirspumum Jpjóðviljans um þau áform Bandaríkianna að gera flotahöfn Jbcr á landi, og er svörin bár- Uít höfðu þau að geyma mjög :fjvarlegar fréttir. Tíminn skýrði frá því — eftir að utanríkis- ráðherrann hafði neitað að nokk- vr flotahöfn væri á döfinni — ■aS það væri raunar ákveðið að Br.ndaríkjamenn gerðu stórhöfn 3 Njarðvík, framkvæmdir hefðu aóeins tafizt vegna smávegis á- 'gs einings, trúlega um helminga- Bkiptin frægu. Afneitun utanríkisráðherrans a: lekaði Tíminn með þvi að •bcfnin í Njarðvík ætti ekki að hcita flotahöfn heldur „upþskip- U: rix höfn“, en auðvitað er það ekkert annað en orðhengilshátt- ta: Þjóðviijanum er fullkunn- Uí i um það að Njarðvík á að vc ða mikiivæg bækistöð fyrir b: ndaríska flotann, enda telja hc: fræðingar nú að flotahafnir s4 ú bezt staðsettar í sem nánust- ttrý tengslum við flugvelli. Af- Sf. tanir Tímans eru aðeins cnn ein tilraun til að breyta stað- r«. ndum með nafngiftum, en st iðja hefur einkennt allt her- Eámstímabilið. ■begar Þjóðviljinn benti á h' _:rsu alvarleg tíðindi Tíminn hcíði ílutt, voru svör þessa rr. ilgagns utanríkisráðherrans nr ög lærdómsrik. Blaðið sagði: í> .3 er fyrir löngu búið að gera 3c * um landshöfn í Njarðvík; ír: í skyldum við ekki fagna því aí' Bandaríkjamenn ætla nú að gcra höfnina fyrir okkur?! Öllu c; pra verður ekki sokkið í und- jr ægjuhætti og betli og aumlegri T'- ksemdafærslu. Það eru mjög alvarleg tíð- ir.dí að hernámsliðið skuli enn fera út kvíarnar hérlendis á stma tíma og kalda stríðinu er só ljúka. Þær staðreyndir sem n i blasa við hverjum manni s?:ma að sósíalistar hafa frá v- phafi haft rétt að mæla um h rnámið, en oddvitar hins kalda s'. iðs hafa farið með staðleys- ‘t.. Sjónarmið þeirra hafa ann- í é tveggja verið vísvitandi fals- £ .ir eða rangt mat á aðstæðum. Kafi hernámsmenn ekki vitað l íur, ber þeim nú að endur- £/; oða afstöðu sína, enda skortir e-.ki fjölmörg fyrirheit um það sð hernámið væri „ill nauðsyn" cr skyldi því aflétt þegar er j?:ri gæfist. En hafi hernáms- r-.t-nn alltaf mælt gegn betri vit- tnd, munu þeir hins vegar tína t: nýjar afsakanir og undan- trögð. Fréttirnar um hafnargerðina í h arðvík benda til þess að síðari s - ýringin sé sú rétta. Hemáms- 77. enn eru ánauðugir leiguliðar h-'-is. erlenda hers og eru hættir aS hugsa eins og íslendingar. í=eir virðast ásáttir með það íö ísland verði bandarísk hjá- itnda um alla framtíð, hver svo fem þróunin verður i. heiminum. £ j.kir menn ættu að eiga skamma v-"st í ráðherrastólum úr þessu. Halldór Kiljan Laxness: Öll norðurlöndln og hln nor« TIL framhalds aðfinsium sem ég sá nýlega í blaði útaf orðinu „samnor- rænn", vildi ég leyfa mér að benda á annað atriði skylt, sem ekki virðist síður þörf á að fetta fíngur útí. Það virð- ist sumsé vera eitt áþreifan- legt merki um hve mjög íslend- íngar hafa fjarlægst Norður- lönd í anda, að segja má að heiti landa þessara hafi á síð- ustu misserum algerlega breinglast í máli voru, að minsta kosti í mállýskum þeim sem tíðkaðar eru hér á dagblöðum og í útvarpi: vér kunnum ekki leingur að tala um Norðurlönd. Klastrið með „norðurlöndin“, „hin norðurlöndin" og „öll norðurlöndin“ í merkíngunni NorðurlÖnd eða Skandinavía er glæný fyrirtekt. Sé ályktað4 af þeim skorti á menníngar- legri hefð sem þetta uppátæki ber vott um, virðist það vera runnið frá stjómmálamönnum ellegar blaðamönnum. Það er að rninsta kosti erfitt að ímynda sér aðra manngerð á íslandi, sem þvílík ambaga heíði orðið á munni. Það er gagnstætt reglu i mál- um sem okkur standa næst, en alveg sérstaklega fjandsam- legt islensku, að hafa landa- heiíi með ákveðnum greini, hvort heldur þau eru í ein- tölu eða fleirtölu; við segjum Vesturlönd, Austurlönd, Niður- lönd. Jafnvel staðanöfn eru ekki höfð með ákveðnum greini í íslensku nema í mjög fátíð- um samböndum. Þegar menn tala um Bandaríki Norðuram- eriku og segja sér til hægri verka „Bandaríkin“, þá er hér ekki átt við land eftir eðli málsins, heldur stjórnarfars- lega skipan ríkja í Vesturálfu. Það virðist, þó skringilegt sé, vera fyrir áhrif af orðinu ,,bandaríkin“, sem vér höfum farið að grauta með Norður- lönd. Það er með öllu óhugsandi að heiti landa eða staða með greini aftaní geti skrifast með stórum staf einsog þegar verið er að skrifa um „öll og hin Norðurlöndin" í blöðunum. Það væri gaman að vita í hvaða skóla eða hjá hvaða kennur- um jreir menn hafa lært sem það gera; því ekki kemur til mála að nokkur íslendíng- ur hafi lært það af foreldri sínu. Þegar talað er um „norður- löndin öll“ gæti eftir íslensk- um skilníngi máls verið átt við öll lönd þau sem nyrst liggja á jarðkrínglunni, svosem Aiaska, Aleuta-eyar, Baffíns- land, norðurhluta Grænlands, Jan Mayen, Kamsjatka, hluta af Síberíu osfrv. einsog t.d. „öll norðurhöfin“ mundu vera samsvarandi höf nyrst á hnett- inum. í sérstakri merkingu þýðir Norðurland skriíað með stórum staf, (en þá auðvitað aldrei með greini, né í fleir- tölu,) norðurhluti lands, einsog við köllum sveitir sém liggja norðan óbygða á íslandi; sama er ságt í Noregi og Sví- þjóð: Norrland og Nordland. Hugsanlegt væri að maður staddur í Norðurlandi á ís- landi gæti talað um „hin norðurlöndin“ í Skandinaviu, og átt þá við norðurhluta Nor- egs og Norrland i Svíþjóð; en það væri mjög sérhæft og an- kannalegt tal. Um „hin norð- urlöndin“ í Skandinavíu væri aftur ógemíngur að tala ef sá sem talar væri staddur á Suðurlandi á íslandi. Á sama hátt gæti maður sem staddur væri í Suðurhöfum ekki talað um „hin norðurhöfin“. Islensk málvenja þegar rætt er um lönd þessi er að segja t.d.: á Norðurlöndum; víðsvegar eða alstaðar um Norðurlönd; hvar- vetna á Norðurlöndum; með öðrum norðurlandaþjóðum; í öðrum ríkjum Norðurlanda; í norrænum löndum sumum eða öllum. Jón ferðaðist um Þýska- land alt og Norðurlönd öll, þ.e. hann ferðaðist víða um Þýska- land og Norðurlönd. Afturá- móti ef sagt er að Jón hafi ferðast um „öll norðurlöndin“, þá er átt" við að hann hafi ferðast um öll lönd sem liggja norðarlega á hnettinum: Al- aska, Baffínsland, Kamsjatka osfrv. Ef sagt er að hann hafi ferðast um „hin norðurlöndin“, væri gefið í skyn að hann hefði ferðast um norðurhelmíng allra landa á jörðu ótiltekið, nema norðurhluta þess lands sem sá er í staddur er frá segir ferð- um Jóns. Það var eitt athyglisvert í ís- lenskum skýrslum af fundi Norðurlandaráðs, sem svo kall- ar sig, á umliðnum vetri, að þar var í sífellu kiæmst á „öll- um norðurlöndunum“ (þ.e. Al- aska, BaffLnslandi, Kamsjatka osfrv.) og „hinum norðurlönd- unum“ (þ.e.a.s. norðurhelmíngi allra landa, t.d. fra ’Ákureyri séð). : Mér virtlst; ekki .ástæða til að fetta fíngur útí þétta - fáránlega tál,' með því'hér var urh að ræða skýrslur . stjóm- • málamanná; þó hafði ég þann heiður að geta þess á prenti að næsta plíklegt , væri að ís- lenskir stjórnmálamenn sæktu mikinn sórha ellegar framá í félagsskap lánda sem þeir kynnu ekki að nefna. En nú, þegar ég heyri í útvarpinu fyrir nokkrum dögum að full- trúar menníngárfélags,- einsog Norræna féiagsins ■ hér, eru búnir að glata hæfileikánum til að ráeða um Norðurlönd! á islensku, þá finnst mér (taka ; steininn úr. . I VEGGTEPPI 1 kr. 95,00. —- Divanteppi Verð kr. 190,00. TOLEDO . Fishersundi . Jóhann G. Ib memoriam Haustið 1925 komu nýsvein- ar að norðan frá Gagnfræða- skóla Akureyrar og settust i lærdómsdeild Menntaskólans í Reykjavík. Meðal þeirra var fríður og föngulegur piltur, stillilegur á svip og alvörugef- inn, fullorðinslegri i öllum hátt- um en við reykvísku götu- strákamir, sem höfðum ekki enn náð neinni stjórn á hvolþs- legum líkamshreyfingum okk- ar. Þessi norðlenzki piltur hét Jóhann G. Möller. Ég veitti honum fljótt athygli og við hændumst brátt hvor að öðrum vegna þess, að báðir höfðum við logandi stjómmálaáhuga, en á þeim árum mátti heita, að stjómmál væru ekki um hönd höfð meðal Menntaskóla- pilta. Hin pólitíska flokka- skipting þjóðarinnar hafði ekki enn komizt inn fyrir vébönd hins aldna og virðulega menntaseturs við Lækjargötu. Það var ekki örgrant um, að pólitíkin þætti of gróft við- fangsefni og áhugamál þessum fingerðu sonum menntagyðj- anna, sem stöfuðu sig fram úr Hórasi og Lívíusi. En hvað sem því líður urðum við Jó- hann mestu mátar, og fór þó vaxandi eftir því sem á leið skólaárin. í desember 1927 missti Jóhann föður sinn. Flutt- ist þá móðir hans, Þorbjörg Pálmadóttir, til Reykjavíkur og hafði hér matsölu. Bamahóp- urinn var stór, 11 alls, og Jó- hann var elztur. Honum kom þá að góðu liði hin karlmann- lega ró, sem honum var í blóð borin, því að ásamt móður hans varð það hlutskipti Jó- hanns að vera hin sterka, bol- mikla eik, er yngri systkinin hölluðust að. Meðan ég var í skóla kom ég oft á þetta heim- ili og aldrei hef ég kynnzt glaðværari og háttvísai;i heim- ilismenningu en þar. Föður- missirinn varð Jóhanni mikil reynsla, iaætii auknum klyfjúm -ábyrgðar á herðar hins unga manns. En aldrei heyrði ég hann kvarta, enda skildi ég snemma að hann mundi vera dulur um einkahagi sína, og að því leyti ólíkur okkur hin- um skólabræðrum hans, enda ævi okkar flestra áhyggju- lausari en hans. Þó fór því hijög fjærri, að Jóharin væri súr í lund. Fáa menn hef ég JÓHANN G. MÖLLER heyrt hlæja hjartanlegar að hinum kátlegu hliðum lífsins en hann. En hlátur hans varð aldrei léttúð, hann gleymdi aldrei skyldunum, sem honum höfðu urigum verið lagðar á herðar. Við Jóhann hneigðumst hvor að öðrum af stjórnmálaáhuga. En ekki var það fyrir það að við værum sömu ættar í stjórn- málalegum efnum. Ég var á ‘ þessum árum á duggarabands- árum míns kommúnisma, brennandi í andanum og vildi snúa hverjum manni til hinnar einu og réttu og sönnu trúar. En Jóhann var stálsoðinn í- haldsmaður að lundemi og sannfæringu. Þegar ég er að skrifa þetta rifjast upp fyrir mér margar kvöldgöngurnar, er við ræddum hin dýpstu rök stjómmálanna og gleymdum báðir að kveðjast og hátta fyrr en langt var liðið á nótt. Jó- hann var þá þegar farinn að lesa fræðileg stjórntaálarit og- ég fann það greinilega, að hon- uip var það rnikii nauðsyri áð gera sér fræðilega greiri fyrir stjórnmálástéfnUmV Síðar méir safnaði hann sér slikurn bóka- kosti stjórnmálarita, að mér er til efs að til sé annars staðar í eirikaeign svo auðugt bóká- safn í þeim efnum. Hann afl- aði sér mikillar póUtiskrár þekkingar og það var jafnan gaman að rökræða við hann um þau efni, því að maðuririn 1 var rökvís og vel áð sér. Oft hitnaði okkur í hamsi, en aldr- - ei varð skoðanamunur ókkar 1 að vinslitum, og hverju sinni - er við kvöddumst eftir éin- hverja sennuna, var sami glettnislegi vinarglampinn í augum Jóhanns þegar hvor gekk til síns heima. Mér varð það snemma ljóst, að Jóhann G. Möller mundi eiga mikinn frama fyrir hönd- um í þeim flokki, er hann hafði ungur aðhyllzt, Sjálfstæð- isflokknum. Gáfur hans, þekk- ing og mannkostir hlutu að skipa honum í lyftingu, hvar í flokki sem hann hefði skipað sér. En þegar í skóla tók að : beha á þeim sjúkdómi, er að lokum dró hann til dauða. Jó- hann var ákaflega bókhpeigð- ur maður og sílesandi, en sjúk- dómur hans bannaði honum . oft að hnísast, í bækur., Þá . held ég, að Jóhanni hafi liðið verst. En aldrei heyrðist frá honum æðruorð. Ég heimsótti hann á sjúkrahúsum, heima og erlendis, og hversu þungt sem hann var haldinn, heilsaði hann • mér með gamla góðlega, karl- : mannlega brosinu, sem ég : kannaðist svo vel við frá þeim árum, er við vorum báðir ung- , ir og óskaplega pólitískir og vildum báðir lækna heiminn, • annar með uppskurði, hinn með vægari meðölum. Jóhann Möller var kvæntur Edith Poulsen, hinni ágætustu ; konu, er var honum tryggur , og ástríkur ■ förunautur í þján- ingum hans, gleði og' vonbrigð- um. Við vinir og skólabræður Jóhanns vottum henni og syni hennar okkar fátæklegu saihúð í þeim harmi, sem þau mega nú bera. 'Því' að'sorgina verður hver maðUr að béra :einn. A Sverrir KrLstjánssoau

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.