Þjóðviljinn - 31.08.1955, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 31. ág-úst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Hcms KÍFk:
82: dagur
talar svo mikið, sag'ði hann. Og mér finnst þetta líka;
standa Tómasi næst, en kerlingin hans er of fín til þess.
— Taktu þetta rólega, bjóddu þeim til hádegisveröar.
Það getur ekki komið að sök.
. .— Á veitingahúsi?
— Nei, það er betra í heimahúsum, það kostar
minna umtal.
— Og ég þarf að bjóða þessum Funchedóna líka. Á
mitt eigiö heimili ásamt Evelyn. Það er fulllangt gengið!
— Ojæja, fyn* eöa síðar ferðu áreiðanlega fram á
þennan skilnað, sagði Seidelin róandi. Láttu hann
hlaupa leiðina á enda. Það er góð og gömul reynsla að
því lengra sem eiginkonur eru sokknar í ósómann, því
auðveldara er að eiga við þær um fjármálin.
— Þú getur trútt um talað, sagði Jóhannes. Þú ert
barnlaus ekkjumaöur.
— Eg verð að fara á mis við gleði fjölskyldulífsins en
ég játa líka að mér er líka hlíft viö áhyggjum þess og
erfiðléikum. En ég hef talsverða reynslu í skilnaðar-
málum. Bjóddu bara Þjóðverjunum þínum heim og
troddu í þá góðum hádegisverði; þaö borgar sig eins og
bóndinn sagði þegar hann gaf gyltunni flesk. Og láttu
bersyndugu eiginkonuna þína ganga eins langt og
gengið verður.
Jóhannes tilkynnti Evelyn stuttlega og umbúðalaust
að hann vildi bjóða þýzkum viðskiptamönnum sínum
til hádegisverðar heima hjá sér. Hún leit undrandi á
hann.
— Hvað heldurðu að matreiðslukonan segi? spurði
hún. Og íbúarnir í húsinu? Þetta vékur feikilegt umtal.
— Þú hefur sjálf séð fyrir nægilegu umtali með þýzku
fyllibyttunni þinni, sagði Jóhannes fólskulega.
— Vertu nú ekki að ónotast, kæri Jóhannes, svaraði
Evelyn. Þú veizt að ég ætlast til þess að fá að hafa
einkalíf mitt í friði og hið sama gildir um þig. En Þjóð-
verjar í hádegisverö — nú jæja, ef þú þorir það, þá geri
ég það líka. Nú skal ég tala við stúlkurnar, en ég er
viss um að þær segja upp vistinni.
Hún fór fram að tala við þjónustustúlkumar tvær og
kom fljótlega inn aftur. Grunur hennar hafði reynzt
réttur.
— Ungfrú Hansen sagöi samstxmdis upp, hún fer
þann fyrsta, og hún þverneitar að búa til mat handa
Þjóðverjunum. Ungfrú Hermansen er sama sinnis, hún
tekur ekki í mál að ganga um beina. Þetta verðm* dá-
lítið erfitt, eins og þú skilur . ..
— Þessar bölvaöar tæfur, hvæsti Jóhannes Klitgaard.
Þær fá kaup eins og drottningar og hafa hreint ekkert
að gera, og svei mér ef þær vilja ekki líka ráða því hvaöa
fólki maöur býður heim. Þær geta farið fjandans til
strax á stimdinni, rektu þær tafarlaust . . .
— Það er erfitt að fá þjónustufólk á þessum tímum,
sagði Evelyn.
— Þá geturðu sjálf tekiö til hendi. Mér er ómögulegt
að skilja hvernig þú færð tímann til að líða. Hver hefur
beðið þig að hanga heima og leika yfirstéttarfrú með
tvær þjónustustúlkm*? Þetta er leti og ómennska sem
gerir þig ruglaða í kollinum, en nú getmðu fengið að
vinna, gex*a hreint og búa til mat.
— Þetta er alveg rétt hjá þér, Jóhannes litli, sagði
Evelyn blíðlega. Við ættum að reyna að komast af ein.
Forstjórastörf þín eru ekki sérlega tímafrek heldur og
þú getur hjálpað til. Eg* skal búa til matinn, ef þú vilt
þvo upp, rnargir karlmenn eru duglegh* við það, og svo
vei’ður þú auðvitaö að hjálpa mér við grófari verkin . . .
Þá slyppum við alveg við þjónustufólk og gætum látið
okkm líða notalega.
Hann gaut augunum til hennar. Evelyn vax* alltaf
sjálfri sér lík, skynsamleg rök eiginmannsins gátu ekki
komið fyrir hana vitinu. En hann var nú einu sinni ekki
fæddur til þess aö bursta skó, tæma ruslafötur eða þvo
skítugt leirtau, það gat kerlingin bölvað sér upp á. Og
hún fengi ekki nema eina vinnukonu næst.
— Þessar tvær kvensniftir skulu svei mér ekki ráða
neinu um það hvei’jum við bjóðum til hádegisverðar,
sagði hann með tilþi*ifum og myndugleik húsbóndaxis'.
Við höfum öimm* ráð. Eg panta matinn annars staðar,
fæ kokk og þjón og öll herlegheitin. Þessar gæsir skulu
ekki leika neinar drottningar á mínu heimili
Þýzku heri'arnir komu, von Drieberg, Funche, majór
vpn KpLpe og Srfijederfeld höfuðsmaðui*. Þeir komu þó
ekleimhiir,'við' hÍíðHxá á jvpn Driéberg stóð Fríða feita
í allri.sin.ni dýi*ð og, i*eiöubúin til að fá sér einn lítinn
í góðum,..félagsí?Kap. \ $
— Náöuga fi*ú, sagöi vorl Driebeig og kj^ssti höndina
á Evelyn með lotningu. Mér er það ánægja aö kynna
yður fyrh* tveim góöum þýzkum liösforingjum, sem báöir
ern mér ómetanlegir samstarfsmenn, hvor á sínu sviöi.
Þér þekkiö vin minn Funche . . . og ungfni Fríða hefrn
einnig haft þann heiður að hitta yður áður.
Þetta varö glæsilegur og fjörugur hádegisverðm og
tveir leiknir leiguþjónar framreiddu veltilbúna rétti og
andinn var eins og bezt varð á kosið. Jóhannes Klitgaard
hafði Fríðu feitu til borðs og skemmti henni af öllum
lífs og sálarkröftum, því að þessi feita hlussa var gulls
ígildi. Meðan hún var starfandi í fyi’irtækinu í Álaborg,
var von Drieberg ljúfur eins og lamb.
— Skál fyrir vináttunni! hrópaði von Drieberg og lyfti
glasinu. Skál fyrir heiöaflegu og tfaustu samstarfi hug-
djarfra manna. Heil!
Hann var þegar oröinn rjóöur af mat, og drykk og fjör-
I HOSMÆDUR!"
! Sultutíminit er
komirni
i Tryggið yður góðan ár-
i angur af fyrirhöfn yðar
i Varðveitið vetrarforðann
j fyrir skemmdum, það gerið
i þér bezt ipieð því að nota:
! B E T A M O N
■
i óbrigðult rotvamarefni.
ÍBENSÓNAT
bensoesúrt natrón.
jPECTINAL
j sultuhleypir.
|VA N ILLETÖFLUK
:V I,NS ÝRA
I Sl'TRÓNÚSÝ RÁ
ÍCELLOPHANE-
Ipappír
■
: í rúllum og örkum.
■ VANILLE S YKUR
ÍFLÖSKII LAR K
■ í plötum.
horfði með ódulinni aödáun á kvenlegt vaxtarlag henn-
ar.
—Hreinræk’tíiö skepna, hugsaði Jóhannes. Og svona
náunga þarf maöur að umbera á sínu éigin heimili.
Það er sannarlega ekki tekið út með sældinni aö vera
hernumin þjóð. Þegar th lengdar lætm liggm viö að
manni geðjist skást að Funche. Hann étur þó ekki kon-
una manns með augunum við matarborðið, hvað sem
hann tekur sér annars fyiir hendur.
A l> LT F B A
.1
eiiíiiMsþátciir
! Fæsf í slíum matvöru
I verzlunum.
TIL
Fruinsiæðar konur hafa ekki þörf
fyrir pelamjólk
í hinu svokallaða menningar-|
þjóðfélagi er mjög algengt að
konur geti ekki gefið börnum
sínum móðurmjólk. Oft hefur
móðirin dálitla mjólk eftir
fæðinguna, en mjólkin hverfur
fljótt svo að þœr verða að
notast við pelamjólk. í öllum
hinum vestræna heimi þekkist
þetta vandamál og menn hafa
velt fyrir sér hvað gerist
þarna í raun og veru og hvers
vegna, Það sýnir sig nefnilega
að innfæddar konur í afskekkt-
um þjóðfélögum, sem áhrif
vestursins hafa ekki enn náð
að eyðileggja, þeklcja alls elcki
þetta vandamál. Enskur kven-
læknir, dr. Mavis Gunther hef-
ur komið með mörg dæmi frá
þorpum í Vesturafríku, þar
sem konur sem lifa við mjög
erfið skilyrði, geta allar gefið
barni sínu móðurmjólk.
Taugaveiklun hjá vest-
rænum konum.
■■■ v;,
þegar harnið verður þyrst fær
það að drekka, auk þess dett-
ur innfæddu konunni aldrei í
í skýrslu sinni gerir hún það hug að hún hafi ekki næga
að umtalsefni að vestrænar mjólk og hugsar aldrei um það
konur hafi ekki nærri því eins vandamál af þvi að hún veit
náið samband við nýfætt barn; ekki að það sé til. Hún hef-
sitt og innfædda konan. Inn-: ur aldrei hlustað á neinar
fædda konan sefur á ábreiðu kenningar um pelamjólk heldur.
með barnið við hlið sér og, Vestræna konan er aftur á
LIGGUR LEIÐIN
móti frá því fyrsta hrædd ur.i
að hafa ekki nóga mjólk og
undir niðri veit liún að þá er
altént hægt að leita á náð:r
pelans. Dr. Gunther álítur &5
langflestar konur geti geftð
barni sínu brjóst og að ástæí-
an til þess að mjólkin hverfur
fljótiega úr mörgum konum sé
eingöngu af sálrænum rótum
runnin. Hún deilir á framférði
kunningja og fjölskyldu sem
skapa oft vandamál þar sera
ekkert vandamál er fyrir. Með
þvi að gera ungu móðurina
taugaóstyrka myndast svika-
mylla. Taugaóstyrkurinn hefur
áhrif á mjólkurframleiðsluna
svo að hún minnkar; því miirai
mjólk sem kemur því óstyrkaci
verður móðirin og lolcs hverf-
ur mjólkin alveg.
Við getum það þegar við er-
um tilneyddar.
Margar konur munu segja:
En það getur verið að við sé-
um öðru vísi gerðar en negra-
konurnar í Afríku, en sú af-
sökun er ekki tekin gild. Dr,
Cicely Williams styður ken:i~
ingar Dr. Gunthers með dæm-
um teknum úr japönskum
fangabúðum í byrjun stríðsias,
Fjöldi hvítra kvenna var þá
hnepptur í fangabúðir við>
mjög erfið skilyrði. Nokkrar-
kvennanna voru barnshafandi
og þessar konur gátu allar haft
börn sín á brjósti seinna. Þar-
var um líf eða dauða að téfla,.
engin pelamjólk var fvnr
hendi, og um engan annan mat
að ræða handa ungbörnum.
Ulgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjóier: Magnús Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson — Fréttarit-
jt.óri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjami Ber.ediktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfí.
Óiafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi: 7500 (3
lirii>r). — Áskriftarverð kr 31 á mánuði í Reykjavík og aágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsm. Þjóðvilj?r'°