Þjóðviljinn - 01.09.1955, Page 3
Fimmtudagur 1. aeptemher 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (£
Bréf úr Vepnaiirði:
Hikil bilaumferð, lítil sild
arsöltun, skuldir aukast#
Safnhúsið er vegleg bygging, en jafnvel þótt Landsbókasafnið hefði hana alla til um-
ráða mundi hún fyrr eða síðar sniða Jr\í of þröngan stakk, enda fullnægir húsið ekki
isútimakröfum til bókasafnsbyggingar. Smíði nýs húss yfír Landsbókasafnið verður
því senn aðkallandi.
Landsbókasafnið býr við húsnæði sem háir
vexti þess og íslenzkii vísindastarfsemi
Iupphafi nýútkominnar Ár-
bókar Landsbókasafns ís-
lands um árin 1953-1954 ræðir
Finnur Sigmundsson landsbóka-
vörður ýms efni bókasafnsins;
og verður ljóst af orðum hans
að safnið býr við húsnæðisörð-
ugieika sem há eðlllegum vexti
þess og valda því ennfremur
að það getur ekki séð vísinda-
og fræðimönnuni fyrir æskileg-
um starfsskilyrðum.
Lartdsbókavörður segir nieðal
annars:
Skólanemendur fvlla
lestrarsalinn
„Etos. og að undanfömu hef-
ir aðsókn að lestrarsal verið
mikil og stundum meiri en
rúm leyfði. Nokkrum erfið-
leikum veldur aðsókn ungra
Skólanemendá, - sem sækjast
eftir að sitja- þar með náms-
bækur sinar. En að sjálfsögðu
er lestrarsalurinn fyrst og
fremst ætlaður þeim gestum,
sem þangað koma til að nota
bækur safnsins eða handrit,
en ekki skólanemendum til
venjulegs lexíulesturs. Þess er
ekki að vænta, að lestrarsalur
LandSbókasafnsins með 40 sæt-
um geti bætt úr tilfinnanlegum
skorti á lesstofum fyrir unga
skólanemendur, enda er hlut-
verk safnsins allt annað. Mikl-
um óþægindum ,veldur það
einnig, að engin sérherbergi
eru fyrir hendi handa þeim
fræðimönnum, sem vinna að
staðaldri í safninu og þurfa
fleiri bækur til afnota en
vénja er að lána samtímis í
lestraxsal. Úr þessu væri auð-
veit að bæta, ef safnið fengi til
umráða sal þann á fyrstu hæð,
sem enn er í höndum Náttúru-
gripasafnsins þrátt fyrir marg-
itrekaðar óskir Landsbóka-
safnstos um að fá hann til
sinna þarfa“.
•
Það er ekki einungis
fornsaga
Það liggur í augum uppi að
mikill fjöldi skólanemenda
hefur lítið næði til að lesa
Jexlur sínar á heimilunum;
margir þelrra búa í þröngu og
köldu húsnæði, oft með mörg-
um yngri systkinum — og hafa
ekki sitt eigið herbergi. Það
eru vitaskuld einkum þessir
nemendur sem leita á náðir
Landsbókasafnstos, þótt það sé
að sjólfsögðu e-kki hlutverk
þess að sjá þeim fyrir hús-
næði, heldur allt annarra að-
ila. Þetta er mál sem einmitt
þarfnast athugunar nú fyrir
haustið. Hvað geta skólarnir
sjálfir gert til bráðabirgða fyr-
ir þessa nemendur sína? Vafa-
laust er að fyrir erfiðar náms-
aðstæður tekst ýmsum vel
gefnum unglingum aldrei að
sýna hvað í eþim býr; ýmsir-
þeirra heltast úr lestinni. Það
er ekki einungis fomsaga á
íslandi að fátækum unglingum
sé basgt frá námi.
•
VÍ8Índin sitja á
hakanum
Landsbókavörður drepur á
óskir safnsins að fá til afnota
handa fræðimönnum sal þann
sem Náttúrugripasafniö notar
í húsinu. Það er víst ekki mikil
furða þótt Náttúrugripasafnið
haldi fast um þennan sal, sUk-
an kost sem það býr við í
Þjóðminjasafninu. Lesendur
minnast þess ef til vill að fyrir
nokkru skýrði Finnur Guð-
mundsson frá því í viðtali við
Þjóðviljann að nýsöfnuðum
náttúrugripum á Grænlandi
yrði hvergi komið fyrir vegna
þrengsla, heldur yrðu þeir
fyrst um sinn að geymast í
kössum. Langt er síðan smíðí
stórhýsis yfir Náttúrugripa-
safnið var ákveðin, lóð hefur
verið fengin, teikningar gerðax
— og það sem meira er; pen-
ingar til smíðinnar eru þegar
firir hendi. Á hverju stendux
þá? Það stendur á fjárfesting-
arleyfi. Um það hefur verið sótt
árlega undanfarin ár; en það
er lögskipuð trú á íslandi að
fjárfesting sé undirrót alls
ills, og þessvegna bólar ekki
enn á leyfinu. En vísindto,
sem eiga að efla alla dáð, sitja
á hakanum; þeirra höll er kass-
inn.
Því er þó ekki að neita að
síðan Þjóðminjasafnið fluttist
„heim til sín“, hefux rýmk-
azt mikið um Landsbókasafnið.
Hefur rykið verið dustað af
miklum fjölda bóka í safninu
á síðustu árum og þeim kom-
ið íyrir í rishæð hússins, þann-
ig að þær eru aðgengilegar.
Um þetta segir landsbókavörð-
ur syo í áðumefndri grein:
•
Barátta við þrengsli
framundan
„Eins og á var drepið í síð-
ustu Árbók hefir verið veitt
nokkurt fé til umbóta á ris-
hæð Landsbókasafnsins. Hefur
nú verið sett nýtt ,þak á húsið,
lagfærðir reykháfar o.fl. Þá
hefur verið kömið fyrir hiU-
um í miklum hluta rishæðar-
innar, sem var skipt Thiíli
Landsbiókasafns og Þjóðminja-
safns. Hefur Landsbókasafnið
fengið þar til umráða 1800
hillumetra, og er nú lokið að
mestu að flytja þangað bækur,
sem áður voru óaðgengilegar í
kössum eða hlöðum. Einnig
hefur verið flutt þangað tals-
vert af bókum af neðri hæðum
hússins til þess að rýma fyrir
nýjum. Eru þessar viðbótar-
hillur nú fullskipaðar bókum.
Var að því miklð hagræði að
fá þetta nýja geymslurúm, þó
að enn sé barátta við þrengsli
fram undan. Bæði Landsbóka-
safn og Þjóðskjalasafn vaxa
ört og verður óhjákvæmiiegt
að sjá öðru hvoru þeirra fyrir
nýju húsnæði áður en langt líð-
ur“.
Að lokuni segir landsbóka-
yörður:
•
Það verður að reisa
nýtt hús
„Þrátt fyrir ítrekaðar óskir
hefir eigi enn tekizt að fá lóð
Landsbókasafnsins færða í það'
horf sem hæfði hinni stílfögru
byggingu. Von er þó um að
úrlausn fáiist innan skamms.
Þá er einnig til athugunar að
gera neðanjarðargeymslu við
húsið fyrir dýrmæt handrit og
skjöl“.
Er af öllu sýnilegt að kom-
Eftir kaldan vetur gerði frem-
ur góða tíð upp úr jafndægrun-
um, og í apríllok vottaði fyrir
gróðri. Fyrstu viku maí ríkti
hæg norðan- og austanátt með
éljum, og fór gróðri lítið fram.
Hinn 8. maí versnaði veður, og
12.—16. maí voru verstu stór-
hríðar með frosti. Varð þá mann-
gengt á lækjum og sumstaðar á
ám. 18. maí er svo komið bjart-
viðri, en frost 7 stig um nóttina.
Þann 20. er frostið komið niður
í 3 stig kl. 4 að morgni. Síðan
fer að hlýna, og við teljum þetta
vor með hinum betri allt frá
1941; síðan þá hafa vorin yfir-
leitt verið köld, gróðurrýr og
erfið.
Sauðburður gekk með ágætum,
en flestum þóttu lömbin of fá;
við Vopnfirðingar kunnum illa
þá list að hafa 2 hausa á hverri
kind.
Hey gengu mjög til þurrðar í
vor. Eru menn mjög farnir að
spara fóðurbæti, en nokkuð mik-
ið sullaðist upp af honum í
maíkuldunum, enda víðast gef-
inn því nær út mánuðinn.
Deilt var um kaup og kjör,
og náðu verkamenn um það bil
Dagsbrúnarsamningum. Mestur
ágreiningur varð um kaup
kvenna, en að lokum náðist all-
veruleg kjarabót þeim til handa.
Alvarlegastur var þá ágreining-
ur um fiskverð milli sjómanna
annarsvegar og Kaupfélags
Vopnfirðinga hinsvegar. Varð
sú deila til þsss að enginn uggi
af aflahrotunni miklu við Langa-
nes í vor kom til hraðfrystihúss-
ins hér frá aðkomubátum, þó
margír hefðu viljað leggjá' hér
upp. Halldór Ásgrímsson kaup-
félagsstjóri sagði þó á kaup-
félagsfundi í vor, að ef meira
magn af fiski fengist yrði rekst-
ur frystihússins öruggari. En að-
komubátarnir sættu sig ekki viÁ
rögun á fiskverðinu, heimasjó-
menn slökuðu dálítið , til, en
náðu litlu af nefndri aflahrotu,
og fiskuðu síðan sáralítið þar til
nú fyrir skömmu að afli fór að
glæðast.
Júlí hefur verið einn sólskins-
dagur og nýting heyja ágæt, en
spretta á túnum víða rýr, sums-
staðar mjög léleg. Vatnsskortur
hefur orðið víða. Hinsvegar éru
laxagöngur miklar í ánum og
mikil laxveiði í Hofsá.
í sumar hefur verið lagður
jarðsími yfir Búr og Haug, brú
bvggð yfir Fuglabjargsá og einn-
íg á Selá. Leggja á veg að Böð-
varsdal, og á norðurhluta Sand-
víkurheiðar er unnið að vegi til
Vopnafjarðar.
Bilaumferð er gífurleg hér í
sumar og skipakomur tíðar með
köflum.
Síldarsöltun er lítil á Vopna-
firði, eitthvað á 3. þúsund tunn-
ur til þessa.
Bændur vinna hörðum hönd-
um að byggingum og öðrum
framkvæmdum, en tilfinnanlegur
skortur er á fagmönnum, og
tæknilegar leiðbeiningar nær,
engar. Róðurinn þyngist stöð-
ugt hjá flestum vegna skulda,
allar framkvæmdir gífurleg-ai
dýrar, en óáran í búpeningi.
GVald.
Hálfrar aldar afmælisrit
búnaðarblaðsins Freys
í tilefni af því að hálf öld er liðin síðan búnaðarblaðið
Freyr hóf göngu sína hefur verið gefið út stórt og mynd-
arlegt afmælisrit. Aðeins 3 íslenzk tímarit munu hafa
verið gefin samfellt út í lengri tíma en Freyr.
Riti þessu, sem er rúmlega
300 blaðsíður í allstóru broti,
er eftir efni skipt í þrennt.
Nefnist fyrsti hlutinn Af
heimaslóðum, annar hlutinn
För íslenzkra bænda til Norð-
urlanda árið 1953 og sá þriðji
Frá vettvangi frænda vorra.
Um efnisval segir m. a. svo
í ávarpsorðum útgáfunefndar
Freys: „Á fyrstu árum þessar-
ar aldar var löggjöf mótuð og
félagslegt framtak hafið, sem
stuðlað hefur að því að skapa
undirstöður og máttarviði í nú-
tíma búskap. Um þessi efni eru
til óskráðar heimildir og prent-
uð söguleg gögn, en þar eð
mörg af gögnum þeim eru lítt
notuð af þorra búenda, virðist
útgáfustjóm Freys viðeigandi
að marka þessi tímamót með
þvi að birta, í stuttu máli,
sögu nokkurra atriða sem til-
inn er tími til að hefja undir-
búning (að pmíði nýs húss
handa Landsbókasafninu. Næst
á eftir íslenzkum mönnum eiga
íslenzkar bækur heimtingu á
góðu húsnæði; og íslenzk vís-
indi mega ekki við því að búa
á hrakhólum.
heyra samtíð hans. I öðru lagl
hefur Freyr að mjög litlu leytl
getað veitt rúm efni um bænd-
ur og búháttu í öðmm lönd-
um. Þótti því éðlilegt að bæta
nokkuð úr þessum annmarka,
einkum þegar tækifæri var til
að fá samvinnu allmargra ís-
lenzkra bænda, er séð höfðu
og skoðað ýmis þau atriði fra
byggðum og óbyggðum frænda
vorra í grannlöndunum, sem
þóttu frásagnarverð. Að þessu
samanlögðu ákvað útgáfu-
stjómin að birta umrædd efnl
í afmælisriti, er gefið væri út
sem sjálfstæður árgangur
Freys, en sem kunnugt er
tmflaðist útgáfan á árunum
1932—34, þannig að einn ár-
gang vantar svo að svari til
aldurs Freys“.
Alls eiga 28 höfundar grein-
ar í þessu afmælisriti, sumir
fleiri en eina. Mjög margar
myndir em í ritinu sem er hið
vandaðasta að öllum frágangi.
Utgefendur Freys em Bún-
aðarfélag Islands og Stéttar-
samband bænda. Ritstjóri er
Gisli Kristjánsson en í útgáfu-
nefnd Einar Ólafsson, Pálmi
Einarsson og SteingrimuW;
Steinþórsson. J '