Þjóðviljinn - 01.09.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1955, Blaðsíða 4
iwnwnnw 4) — ÞJÓÐ\T[LJINN — Fimmtudagur 1. september 1955 Framúrskarandi danssýning Eitt glæsilegasta atriði dag- ;.:irár kínverska æskufólksins £]. laugardag var danssýning tveggja stúlkna frá Sinki- rng, sem þrátt fyrir ungan ídur sýndu fádæma leikni cg mýkt. Túlkun þeirra á' dönsunum var slík að ekki var hægt nnað en fylgjast með af á- íaga og hrifast af hinum iogru' hreyfingum. Þótt austurlenzk dansmennt hafi verið okkur, hinum vest- jænu þjóðum, harla torskilin, voru , þessir dansar útfærðir þannig að allir gátu fylgzt raeð, jafnvel þótt maður skildi ekki til fulls hinar hárná- iivæmu hreyfingar handa, arma ' og höfuðs,- sem hver og ein táknar eitthvað sérstakt í canslýsingunni. Fyrsti ‘ dansinn sem sýnd- Tr vár er -þjóðlegur friðar- c'ans, dansaður af 16 ára gamalli stúlku Ye Na. Dans ian, sem var mjög iéttur og í.kemmtilegur, sýndi stúlku ■ sauma friðardúfu í hálsklút og gleði hennar yfir friðinumo Næst kom svo mjög vanda- namur dans er nefnist „Ðiska- r!ans“ eða „dans máltíðarinn- ar“, dansaður af Tsai Na Fu. . Sýnir hann gleði fólksins yfir máltíðinni. Var hann all ný- stárlegur, þar sem stúlkan gerði margvíslegustu hreyfingar og dansspor með 4 postulíns- skálar á höfðinu og að lokum kom í Ijós að té hafði verið í neðstu skálinni, en ekki hafði svo mikið sem einn dropi far- ið til spillis. Tsai Na Fu var marg köll- uð fram og dansaði þá sem aukadans ástardans frá Sink- iang „Dans eftirvæntingarinn- ar“. Var hann frábærlega vel dansaður. Að lokum dönsuðu þær svo . báðar saman „ástaróð til vorsins“, sérstaklega fallegan dans, þar sem tækni þeirra kom mjög vel í ljós. Þá má ekki gleyma að geta undirleiksins, sem gerði sitt til að gera dansana hrífandi. Leikið var undir ýmist á „handbumbu" eða flautu og var sérstaklega athyglisvert hlutverk undirleikarans í síð- asta dansinum. Þegar maður hugsar til þess hve ungt þett listafólk er, er ekki hægt annað en undrast stórlega hæfni þess og getu og trúi ég ekki öðru en þessi kvöldstund skilji eftir ánægjulegar minningar í hug- um viðstaddra. K.J. ■ l.k ■■•■■■■•■■■■■BSBaBaBBBBaaaaBaaHBaaMvaaBaalBaaaaBBaBaaaaHBaBaBBBBaaBBBBaaBaaBaHWBVI —Svona er pað atitaf; þegar manni er gefið bein er pað tekið frá manni aftur! — Það er ekki að undra pótt litli hvutti sé angurvœr á svipinn svona álíka og Fram- sókn þegar íhaldið neitar að fylgfa helmingaskiptareglunni. BIFREIÐ Ford’39 til sölu. Er jafnframt kaupandi að yngri gerð. Upplýsingar í síma 6484. Barnagallar Verð kr. 190,00. ★ T0LED0 j Fishersundi : : ^ > ÚTBREIÐIÐ I* * > > ÞJÓDVILJANN * Kínversk skemmtun í Austurbæjarbíó í kvöld klukkan 9 e.h. DAGSKBA: 1. KÍNVERSKUR DANS, dansaður af Ye Na af Uighur-þjóðflokknum. 2. EINLEIKUR Á PÍANÓ: Kínversk lög leikin af Wu Yi-li. 3. SÓLÓ-DANS, dansaður af Tsai Na Fu. 4. EINSÖNGUR: Kínversk lög sungin af mezzosópransöngkonunni Su- Feng-chuan. 5. HANDBUMBUSÓLÓ: leikin af A Pu Liech A Ho Ehi. 6. EINLEIKUR Á FLAUTU: leikin af Ho Wei. 7. DANSSÝNING: Kínverskur dans dansaður af Tsai Na Fu og Ye Na. 8. FLJÚGANDI GAFFALL: Fjöltista- maðurinn Wang Ching-yuan. TILKYNNING Afgreiðsla fyrir tryggingafélagið Skáne/Malmö verður framvegis á Vátryggmgaskrifstofu Sigiúsar Sighvatssonar h.f. Lœkjargötu 2, Reykjavík. — Sími 3171. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 9-12 og 1-5. Á laugardögum kl. 9-12. Góð þjónusta — fljót aigreiðsla EFNALAUGIN HJALP Bergstaðastrœti 28. — Sími 5523. VESTURBÆR: FatamóttaJca Grenimel 12. Þessi glæsiiega skemmfuu verður ekki endurtekin AÐGÖNGUMIÐAR í AUSTURBÆJARBÍÓ FRÁ KLUKKAN 4 E.H. Svíkurstjómin... Framhald af 1. síðu. áhuga á því að tryggja konum sömu laun fyrir sömu vinnu og körlum. Fengu þeir sam- þykkta tUlögu um að rannsaka skyldi hvað gera þyrfti til þess að ná þessu marki og fengu að launum samþykktar þakkir til sín í Kvenréttindafélagi ís- lands. Ekki hefur enn heyrzt um það að nokkur rannsókn hafi verið framkvæmd, enda kemur hin raunverulega afstaða mjög greinUega fram í verki. Segir Morgunblaðið í gær að „verkakonur heimti ipiklu hærra kaup en aðrir launþeg- ar hafa“, þótt staðreyndin sé sú að krafa verkakvenna hljóð- ar aðeins um tæp 80% af karla- kaupi. Alvarlegt óorð. Með athæfi sínu hefur ríkis- stjórnin þegar bakað þjóðinni stórtjón — í fjórða skipti á þessu ári. Og afleiðingarnar geta orðið alvarlegar um langa framtíð — ef rikisstjórnin svík- ur fasta samninga við Sovét- ríkin og Pólland fyrir eina sam- an óstjórn í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það er ástæða til að óttast það að þessar þjóð- ir og aðrar verði tregar til að gera við okkur fyrirfram samn- inga eftirleiðis, þegar þær sjá að svikizt er um að efna samn- ingana og ríkisstjórnin virðist ekki hafa á því nein tök að halda framleiðslukerfinu gang- andi. Með þessu rnótl getum við fengið á okkur mjög alvarlegt óorð meðal viðskiptaþjóða okk- ar, og getur það haft mjög alvarlegar aíleiðingar fyrir alla afkomu þjóðarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.