Þjóðviljinn - 06.09.1955, Síða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. septémber 1955
Skemmtanir kínverskra listamanna
Það þóttu góð tíðindi og
minnisverð er óperan í Pek-
ing gisti Vesturálfu í sum-
ar og kynnti Evrópumönnum
í fyrsta sinn síg ldar og sér-
stæðar leikmenntir Kín-
verja á frægri leikhátíð í
París. Sýningar óperunnar
vöktu almenna hrifningu,
undrun og aðdáun, hinir list-
Dansmæriii TSAI NA FU
fvöndustu gagnrýnendur áttu
yarla nógu sterk orð- til að
vegsama glæsilega og háþró-
aða list ríkislns mikla í
austri.
Fyrstu kynni okkar ís-
lendinga af kínverskum lista-
mönnum urðu ekki með jafn-
Bögulegum og svipmiklum
hætti, en ánægjuleg og eftir-
minnileg engu að síður, en
hópur ungra listnema frá
Kína hefur dvalizt um skeið
á landi hér sem alkunnugt er,
pg kynnt okkur kínverska
tónlist, kínverska dansa. Sýn-
inga þeirra hefur áður ver-
ið rækilega getið og verður
hér ekki um það bætt, en
ágæta skemmtun er skylt og
ljúft að þakka. Listamenn-
irnir ungii réóust ekki í stór-
brotin viðfangsefní, reistu
sér hvergi hurðarás um öxl,
en skiluðu hverju verkefni
með sönnum ágætum, og
verður ekki öðru trúað en
þar fari efni í mikla lista-
menn. Þrjú þeirra eru ekki
ldnversk að þjóðerni eða
tungu heldur austurtyrknesk
og stórum skyldari Evrópu-
mönnum en Kínverjum að út-
liti — þau eru komin frá
þeim hluta Kína er nefnist
Sinkíang eða markirnar nýju,
hinni víðu þurru hásléttu í
Asíu miðri, landi mikilla
auðna og. fagurra vinja,
fomu menningarlandi sem
lengi svaf þyrnirósusvefni
og er nú vaknað til nýrra
dáða. Það voru tvær kom-
ungar stúlkur af Uigur-þjóð-
‘flokknum tyrkneska, Tsaj Na
Fú og Je Na að nafni, sem
sýndu hina kínversku list-
dansa, táknræna að austræn-
um sið, en mjög einfalda,
látlausa og alþýðlega, og auð-
skilda hverjum manni. Fal-
legar eru dansmeyjarnatr
báðar, mjúkar og ömggar í
hreyfingum, klæddar glæsi-
legum þjóðbúningum ogmjög
geðþekkar í framkomu, en
dans þeirra jafnan gæddur
miklum þokka, hvort sem
þær túlkuðu þrá fólksins
eftir friði, vegsömuðu ástina,
vorið og hina grænu jörð, eða
létu einfaidlega í ljós þakk-
læti fyrir góðan málsverð.
Undir var leikið á austræn
hljóðfæri af mikilli list, hand-
bumbu og reyrflautu, bumbu-
slagarinn er sýnilega hinn
mesti galdramaður. — Önnur
atriði hinna kínversku
skemmtana — píanóleikur,
einsöngur, fjöllistir, vöktu
eigi síður almenna hrifningu
áhorfenda, en hér verður að
láta staðar numið. Þess vil
ég óska að listamennirnir
kínversku hafi nokkra á-
nægju af dvöl sinni á íslandi,
þeir eru vissulega verðugir
fulltrúar sinnar miklu þjóð-
ar.
ÁHj.
k
Höfuðstaðarbúum gafst
kostur á óvenjulegri og sér-
atæðri skemmtun í Austurbæj-
arbíói á fimmtudagskvöldið
var. Kínverska æskalýðsnefnd-
in, sem hér er stödd um þess-
ar mundir, kom þar fram með
nokkurn hluta af skemmti-
atriðunum frá æskulýðsmót-
inu í Varsjá, en þessi nefnd er
hluti hinnar fjölmennu kín-
Flautuleikarinn HO WEI
versku sendinefndar, sem þátt
! tók í því móti. Hér er að ræða
um nemendur í ýmsum list-
greinum, en ekki fullnuma
listafólk, og það ætlast til, að
frammistaða þess sé metin
með tilliti til þeirrar stað-
reyndar, en eftir henni að
dæma er reyndar ekki annað
sýnna en hér séu á ferðinni
efni í eintóma snillinga.
Fyrst kom fram flautuleik-
arinn Ho Wei og lék tvö kín-
versk þjóðlög á hljóðfæri sitt.
Þessi flaututegund er mjög ó-
lík þeim, sem við eigum að
venjast, og leiktæknin frá-
brugðin, auk þess sem lögin
eru mjög annarleg frá okkar
sjónarmiði, en ekki varð bet-
ur heyrt en flautuleikarinn
kynni ágætlega með þetta
hljóðfæri að fara.
Annað atriði var það, að
dansmærin Tsai Na Fu frá
Sinkiang-héraði kom fram á
sviðið og sýndi svokallaðan
diskadans af mikilli list. Und-
ir léku flautuleikarinn Ho
Wei og handtrumbuleikarinn
A Pu Liech A Ho Ehi, sem er
hreinasti töframaður á þetta
hljóðfæri sitt, eins og bezt
kom fram í einleik á hand-
trumbu, sem hann lét til sín
heyra litlu síðar. Önnur korn-
ung dansmær, Ye Na, sýndi
„Dans fegurðarinnar“ og söng
undir. Enn nokkrum sinnum
Sívaxandi utan-
ríkisviðskipti
I hagskýrslum Sameinuðu
þjóðanna fyrir ágústmánuð er
skýrt frá utanríkisverzlun
heimsins á fyrsta fjórðungi
þessa árs. Samkvæmt þessum
upplýsingum eykst hún jafnt
og þétt.
Verði utanríkisviðskipti álíka
mikil það sem eftir er ársins
og þau voru fyrstu þrjá mán-
uðina ætti veltan að komast
upp í 80 milljarða dollara, en
það er 8% aukning frá árinu
áður. En þar sem verðlag hef-
ur lækkað að jafnaði um 2%
ætti magnið að aukast um
10%.
Banki ræður til
sín kjarnorku-
vísindamann
Alþjóðabanki Sameinuðu
þjóðanna í Washington hefur
stofnað til nýs embættis með
því að ráða til sín sérfræðing
í kjarnorkuvísindum. Banda-
ríkjamaður, Carbin Allardice
að nafni, hlaut stöðuna.
Ákvörðun bankastjómarinn-
ar að ráða til sín kjamorku-
sérfræðing er skýrð með því,
að framleiðsla rafmagns með
kjarnorku hljóti að aukast til
muna á næstu ámm, að það sé
nauðsynlegt fyrir bankann að
hafa mann í sinni þjónustu,
sem getur fylgzt með öllum
nýjungum á þessu sviði og sé
dómbær á þá hluti.
Alsír oer Marokkó
Framhald af 12. síðu.
að 7 Alsírmenn og einn Frakki
hefðu fallið í viðureign í Aures-
fjöllum í gær.
Herferðin gegn Berbaflokkun-
um í héraðinu umhverfis Oued
Zem heldur áfram, en litlar frétt-
ir berast af henni. í Casablanca
voru 25 Marokkómenn handtekn-
ir í gær, sakaðir um þátttÖku í
róstunum í síðasta mánuði.
komu dansmeyj arnar fram í
sínum glæsta glitbúningi, ým-
ist hvor um sig eða báðar
saman, og sýndu nú friðar-
dúfudans, ástardans og dans-
inn „Ástaróð til vorsins".
Allt var þetta fullt af þessum
sérstæða þokka, sem einkenn-
ir austurlenzka danslist.
Stúlkan Wu Yi-li lék mjög
vel á píanó nokkur kánversk
lög, þar á meðal sónatínu,
sem bar talsverðan keim af
vestrænni nútímatónlist þrátt
fyrir ótvíræð austurlenzk
einkenni. Einnig aðstoðaði
hún söngmeyna Su Feng-
chuan, sem söng tvö kínversk
þjóðlög og aríu úr kínverskri
óperu hárri og þróttmikilli
mezzósópran-rödd. Su Feng-
chuan bætti því næst við
aukalaginu „Lofið þreyttum
að sofa“ eftir Sigvalda Kalda-
lóns, og var hreinasta furða,
brversu til tókst um textafram-
burðinn á þessu fjarskylda
tungumálL
Síðasta sýningaratriðið var
„Þriforkurinn fljúgandi". Þar
var að verki fjöllistamaðurinn
Wang Ching-yuan, hreinasti
galdramaður, að því er virð-
ast mátti, enda er erfitt að
hugsa sér öllu meiri leikni í
meðferð forksins en þaraa.
kom fram.
Allt var þetta unga lista-
fólk óviðjafnanlega elskulegt
og geðþekkt, og áhorfendur
klöppuðu því líka óspart lof
í lófa, svo sem vert var.
B. F.
eru til sölu í skrifstofu Sósí-
alistaflokksins, Tjarnargötu
20; afgr. Þjóðviljans; Bóka-
búð Kron; Bókabúð Máls og
menningar, Skólavörðustíg
21 og í Bókaverzlun Þorvald-
ar Bjarnasonar í Hafnarfirði
V*/
ttttUðlfiCÚS
5i&uumaRrauðon
Minningar-
kortin
Vélskélinn í Reykjavík
verður settur 1. október 1955. Allir þeir, eldri sem yngri,
nemendur, sem ætla að stimda nám við skólann, sendi
skriflega umsókn, ekki síðar en 15. sept. þ. á. Um inn-
tökuskilyrði, sjá „Lög um kennslu í vélfræði, nr. 71, 23.
júní 1936“, og Reglugerð fyrir Vélskólann í Reykjvík
nr. 103, 29. sept. 1936. Þeir utanbæjarnemendur, sem
ætla að sækja um heimavist, sendi umsókn til húsvarðar
Sjómannaskólans fyrir 15. sept. þ. á. Nemendur, sem
búsettir eru í Reykjavík eða Hafnarfirði koma ekki til
greina.
Skólastjórinn
»w'nakápur
Pilsa-tweed
Fjölbreyftt úzval
MARKAÐURINN !
Bankastræti 4
í
Þjéðvlljann vantar ungling
til blaðburðar á
SÚLVELLINA
Talið við afgreiðsluna — Sími 7500. \
..... .* r jR
5