Þjóðviljinn - 25.09.1955, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 25.09.1955, Qupperneq 3
Suxmudagur 25. september 1055 — ÞJÓÐVTLJINN — (3 Funái samgöngumálanefndarinnaj lokið Nefndin taldi sér „ekki heimilt.... nu’ ai ræða loftferðadeiluna við Svía Annar fundur ákveðinn í Siokkhólmi í nóv. Fundi norrænu nefndarinnar um bættar samgöngur milli ís- lands og Skandínavíu lauk 'í fyrrakvöld eftir tveggja daga við- ræður. Nefndarmenn samþykktu að safnað skyldi margvísleg- um upplýsingum varðandi samgöngur milli Islands og Norður- landa. Ivoftferðadeíla Islendinga og Svía var hinsvegar ekld rædd þar sem nefndin taldi „ekki heimilt að taka málið tíl umræðu nú, þar eð bíða yrði árangurs af samningaumleitunum ríkisstjóraa Happdrættisíbúð DAS beggjia landa“. Áður hefur verið sagt hverj- ir voru fulltrúar á fundi þess- um. Magnús Jónsson var kos- inn forseti fundarins og ákveð- ið var að norski ritarinn ann- aðist samningu fundargerðar nefndarinnar. Nefndin sam- þykkti að skýra sjálfa sig: „Is- lenzk-skandinaviska samgöngu- málanefndin". Þjóðviljamun barst í gær eft- irfarandi skýrsla um störf nefndarinnar: Vlðfangsefni nefndarinnar Raeitt var um viðfangsefni nefndarinnar og var stuðzt við fulltrúatillögu, mál nr. 22 á 3. fundi Norðurlandaráðs, álit efnahagsnefndar ráðsins í mál- inu og. meðmæli nr. 7/1955. Samkomulag varð um að taka eftirgreind atriði til meðferð- ar: 1. ’Aukin fræðslustarfsemi fyrir ferðamenn. 2. Fjárhags- legar forsendur ferðalaga til Is- lands. a) Fargjöld til og frá Islandi. b) Dvalar- og ferða- kostnaður á Islandi. c) Ástand- ið í gistihúsamálum. d) Tolla-, gjaldeyris- og vegabréfamál. 3. Samgöngur með skipum og flugvélum. 4. Möguleikar á auknum viðskiptum milli Is- lands og hinna Norðurland- anna. Magnús Jónsson gerði fyrir hönd íslenzku fulltrúanna grein fyrir þvi hversu ríka áherzlu Islendingar legðu á málið varð- Ókeypis dvöl í Bandáríkjunum . Dagblaðið New York Herald Tribune hefur ritað ráðuneyt- inu og tjáð því, að á vegum þess. verði efnt til alþjóðlegs kynningarmóts skólafólks í New York frá 26. des. nk. til 1. apríl 1956. Er svo ráð fyrir gert, að þátttakendur verði valdir með ritgerðarsamkeppni. Ritgerðar- efnið er: „Veröldin eins og við viljum að hún sé“. Lengd rit- gerðarinnar sé um 1500 orð. Frá Islandi verður valinn einn nemandi úr hópi þátttak- enda i ritgerðarsamkeppninni. Öllum framhaldsskólanem- endum, sem fæddir eru hér á landi, eru islenzkir ríkisborg- arar, hafa sæmilega þekkingu á enskri tungu og orðnir eru fullra 16 ára fyrir 1. janúar 1956 og eigi eldri en 19 ára þann 30. júní 1956, er frjálst að taka þátt í ritgerðarsam- keppninni. Ritgerðirnar eiga að vera á ensku og skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 20. okt. (Frá menntamálaráðuneytinu). andi loftflutningasamning Is- lands og Svíþjóðar, og benti á, að nefndin gæti ekki komizt hjá að fjalla um það mál, ef samningaumleitanir milli land- anna bæru ekki fullnægjandi árangur. Aðrir nefndaxmenn létu i ljós ósk um að deilan yrði leyst á þann veg að báðir aðilar mættu vel við una. Sam- kvæmt meðferð málsins í Norð- urlandaráði taldi nefndin sér þó ekki heimilt að taka málið til umræðu nú, þar eð bíða yrði árangurs af samningaumleitun- um ríkisstjóma beggja landa. Greinargerð um ferðamál á Islandi Samkvæmt beiðni nefndar- manna gaf ungfrú Ragna Samúelsson frá Ferðaskrifstofu ríkisins ýmsar upplýsingar og svaraði spumingum um land- kynningu af íslands hálfu fyr- ir ferðamenn, möguleika fyrir ferðalögum, ferðakostnað og um ástandið í gistihúsamálum á Islandi. Nefndarmönnum voru afhentir bæklingar Ferða- skrifstofunnar. Auldn fræðslustarfsemi fyrir ferðamenn Menn voru sammála um að fyrsta Skilyrði þess að ræða aukna fræðslustarfsemi varð- andi ferðir til Islands og ferða- lög þar, væri að afla yfirlits um hveraig fræðslustarfseminni væri nú hagað. Islenzku nefnd- armennimir tóku að sér að út- vega greinargerð um málið. Menn vom einnig sammála um að af hálfu hinna landanna skyldi gert yfirlit um, hvemig fræðslustarfsemi um ferðir til íslands væri hagað hjá hverju landi um sig svo og hvernig! starfsemi ferðamálafélaga og fræðslustarfsemi fyrir ferða- menn væri hagað í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Efni það sem útvegað yrði frá hverju landi, skyldi sent nefndarmönn- um hinna landanna beint. Fjárhagslegar forsendur ferðalaga Islenzku nefndarmennimir tóku að sér að semja greinar- gerð um ferðakostnað til og frá Islandi, dvalar- og ferða- kostnað á íslandi, ástandið i gistihúsamálum og atriði varð- andi tolla, ferðamannagjald- eyri og vegabréf. Saingöngur með skipum og flugvélum Látin var í ljós ósk um að gerður yrði viðauki við grein- argerð þá sem fyrir hendi er, um samgöngumar milli íslands og hinna Norðurlandanna (fylgiskjal með fulltrúatölu, mál. nr. 22 á 3. fundi Norður- landaráðs), þannig að sundur- liðað yrði hve mikið vörumagn og farþegafjöldi varðaði sam- göngurnar milli Islands og hinna Norðurlandanna ein- göngu, þegar fyrirliggjandi hagskýrslur næðu einnig til annarra flutninga, og sömu- leiðis að veitt verði nánari vitneskja um þjóðerni farþega. Af hálfu Islands var lofað að útvega umbeðnar upplýsing- ar, eftir þvi sem unnt væri. Nefndin ræddi nýtingu flutn- ingatækja og samkeppnisað- stöðu á skipaleiðum sem nú em og betri hagnýtingu núverandi áætlunarferða m.a. með því að hafa fastar viðkomur í Vest- ur-Noregi. Islenzku nefndar- mennirnir tóku að sér að út- vega nánari vitneskju um gjöld fyrir vöm- og farþega- flutninga á hinum ýmsu leið- um, svo og um gjaldeyrisákvæði og áhrif þeirra á farþega- og vömflutninga. Vakið var máls á því, hvort skip er kæmu við í íslenzkum höfnum til þess að taka elds- neyti, þyrftu að greiða hafnar- gjöld á sama hátt og þegar um fermingu skipa og afferm- ingu er að ræða, en þetta skipti m.a. máli í sambandi við hring- ferðir. Islenzku nefndarmenn- imir lofuðu að rannsaka þetta atriði nánar. Þá vom nefndarmenn sam- mála um að útvega vitneskju um álit hlutaðeigandi félaga á skipaleiðuni þeim sem nú em og hugsanleg ný áform í því sambandi. Dönsku,. íslenzku og norsku nefndarmennirnir tóku að sér að ræða málið við hlut- aðeigandi félög. Möguleikar á auknum verzlunarviðskiptum Nefndin samþykkti að af hálfu hvers lands um sig skyldi samin skýrsla um verzlunar- viðskiptin milli Islands og hlut- aðeigandi lands, og skyldi þar sérstaklega gerð grein fyrir þeim „tilbúnu" tálmunum (inn- flutningshöftum og gjaldeyri) sem fyrir hendi kjrnnu að vera. Næsti fundur Ákveðið var að nefndin kæmi næst saman til fundar í Stokk- hólmi dagana 17. og 18. nóv. 1955, og að reynt skyldi að senda gögn þau er að framan greinir svo tímanlega að allir nefndarmenn gætu kynnt sér þau áður en fundur hefst“. Seinni íbúð Dvalarheimilis aldraðra sjómanna í Hamrahlíð 21 verður til sýnis um þessa helgi, í dag sunnudag frá kl. 2—6, en íbúð þessi er vinn- ingur í yfirstandandi flokki og verður útdregin 3. okt. n.k. íbúðin er 83 ferm. að stærð, 3 herbergi og eldhús, smekklega máluð og vel vönduð að öllu leyti. í eldhúsi er stálvaskur, Rafha- eldavél og mikið af skápum og innbyggðir skápar eru í svefnherbergi og andyri. Stof- an er mjög rúmgóð með stórum glugga og svölum er snúa í vestur. Auk þess er barnaher- bergi og bað. íbúðinni fylgir geymsla og geymsluskápur í kjallara, eign- arhlutdeild i ketilhúsi, barna- vagnageymslu, þvottahúsi og fíjótvirkri þvottavél, þurrkher- bergi og þurrkara. íbúðin er teitonuð af Sigvalda Thordarsyni og byggð af Hom- steini s/f. Þá hefur Happdrætti DA.S. fengið úthlutað 4 lóðum fyrir einbýlishús (raðhús) í Ásgarðl 2, 4, 6 og 8 í Bústaðahverfi og er þegar byrjað á framkvæmd- um við tvö fyrstu húsin. Bandariskir sérfræðingar i heildsölu og vörugeymslu Hinn 2. okt. n.k. eru væntanlegir til Reykjavíkur á vegum Iðnáöannálastofnunar íslands fjórir sérfræðingar í heildverzlun og vörugeymslu. Sérfræðingar þessir starfa herzla á að fá frá Framleiðni- hjá Framleiðniráði Evrópu. Sérf ræðingarnir munu starf a hér á landi í tvær vikur- með eftirfarandi samtökum: Félagi íslenzkra iðnrekenda, Húsameistarafélagi íslands, Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Verkfræðingafélagi ís- lands, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, Verzlunarráði ís- lands f.h. Félags byggingarefna- kaupmanna og Félags íslenzkra stórkaupmanna, og Vinnuveit- endasambandi fslands f.h. skipa- félaganna. Heimsókn sérfræðinganna er einn þáttur í aukinni hagnýt- ingu okkar íslendinga á þeirri þjónustu, sem Framleiðniráð lætur aðildarríkjum Efnahags- samvinnustofnunar Evrópu í té. Á þessu ári hefur verið lögð á- Gömlu dansarnir í 1 kvöld klukkan 9. Hljómsveit Svavars Gests Sigurður Ólafsson syngur með hljómsveitinni Á skemmtuninni verður spilað B I N G Ö Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8 Hljómsveit leikur frá kl. 3.30—5 ráði . sérfræðinga í verzlunar- málum. Hafa sex slíkir sérfræð- ingar dvalizt hér á landi. Sérfræðingahópurinn i heild- verzlun og vörugeymslu, sem er væntanlegur í byrjun október eins og áður er getið, er hinn síðasti, sem koma mun til ís- lands á þessu ári á vegum IMSÍ. Meðan sérfræðingamir dvelj- ast hér munu þeir halda tvö námskeið. En námskeið þessi eru fyrst og fremst ætluð þeim, sem fást við heildverzlun og hafa með geymslu að gera,, byggingu og skipulagningu vöru- geymsluhúsa. Þátttökugjald hefur verið á- kveðið kr. 10.00 fyrir hvern fyrirlestur. Þeir, sem hugsa sér að taka þátt í nárriskeiðunum og teljast til framangreindra samtaka, geta snúið sér beint til skrifstofu þeirra og tilkynnt þátttöku. Aðbir er áhuga kynnu að hafa fyrir þátttöku, geta snú- ið sér til skrifstofu IMSÍ. Áríðandi er að menn tilkynni þátttöku sína fyrir þriðjudags- kvöld 27. sept. n.k. Um tilhögun að öðru leyti má geta þess, að sérfræðingarn- ir munu heimsækja heildverzl- anir, vörugeymsluhús og fyrir- tæki, sem óska eftir að ræða við þá um einhver ákveðin vandamal, og skal beiðnum um slíkar heimsóknir vísað til ofangreindra samtaka.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.