Þjóðviljinn - 04.10.1955, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 04.10.1955, Qupperneq 3
Þriðjudagur 4. október 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (3 Erlendsr toprar gera mlkím usla á Enium Austf jarSaláta Kr ehfoert eftirlit á Austfjörðum? Fréttaritari Þjóöviljans í Neskaupstaö símar a'ö báta-^ sjómenn eystra hafi í haust oröiö fyrir tilfinnanlegu veið- | arfæratjóni af völdum erlendra togara og þykir sjómönn um illt undir slíku aö búa. Allmikið hefur verið róið frá Neskaupstað í haust og afla- brögð verið sæmileg. Sjómenn segja þó ágang erlendra togara mikinn á fiskimiðum bátanna. Hafa erlendir togarar oft tek- ið af veiðafærum frá bátunum og hrakið þá af fiskimiðuixum. Er mikil og almenn óánægja. meðal sjómanna út af þessu. Barnaskélum lokað í Reykjavík Framhald af 1. síðu. gert ráðstafanir til að tryggja sjúklingum sjúkrahúsvist og við- eigandi læknishjálp og hjúkrun, ef svo skyldi fara að faraldur- inn breiddist út. Þegar mænusótt er á ferðinni taka sýkina roiklu fleiri en verða þess varir eða lamast. Smithætta stafar því ekki ein- göngu af sjúklingum, heldur einnig af fjölmörgum öðrum, þótt þeir hafi engin einkenni sjúkdómsins. Þótt talið sé, að smit berist oftast frá manni til manns við beina snertingu, mun það einn- ig geta borizt með dauðum hlut- um, svo sem mat og borðbún- aði, ef ekki er gætt fyllsta hreinlætis við matreiðslu og framreiðslu. Reynslan sýnir, að mikil lík- amsáreynsla, vökur og kæling veldur því stundum, að lam- anir verða meiri en ella. Ástæða þykir til að beina til almennings eftirfarandi ráðlegg- ingum: 1. Þvoið yður oft um hend- ur, einkurn á undan mál- tíðum og er þér hafið not- að salerni. 2. Gætið þess, að flugur ó- hreinki ekki matvæli, og þvoið mat, sem ekki verð- ur soðinn, svo sem græn- meti og ávvexti. 3. Forðist nána snertingu við fjölskyldumeðlimi mænu- sóttarsjúklings fyrstu þrjár vikurnar eftir að hann veikist (handaband, sam- eiginlegan borðbúnað og handþurrkur). 4. Gætið varúðar við hvern þann sjúkdóm, sein sótthiti TIL LIGGUR LEIÐIN fylgir, og gerið lækni þeg- ar viðvart. Meðan á maenu- sóttarfaraldri stendur er ráðlcgt að láta alla slíka sjúklinga vera í rúminu í vikutíma og forðast á- reynslu. 5. forðizt mikla líkamlega áreynslu, kuida og vvosbúð, einkum ef þér kennið ein- hvers lasleika. 6. Rétt er að ferðast ekki að nauðsynjalausu tii eða frá stað, þar sem mænusóttar- faraldur gengur. 7. Börnum og unglingum er ráðlagt að sækja ekki skemmtanir eða aðramann- fundi, þar með taldir opin- berir staðír. Því er bíóum ekki lokað? Full þörf virðist á þvi að banna bíósýningar og dans- skemmtanir vegna mænuveiki- liættunnar ekki síður en loka skólum. Verði bíóin opin, eru líkindi til að skólafóikið sæki þau jafnvel meira en venju- lega, þegar skólunum er af því létt. Kópavogur Framhald af 1. síðu. þess hafði fólkið í Kópavogi ekkert nema samheldni sína og staðfastan ásetning um að láta ekki kúga sig. Og samstarf og samheldni fólks- ins er stóð að G-listanum brást ekld. Þar stóðu falið sögu rfð hlið sósíalistar, Þjóðvam- armenn, vinstri Framsókn- armenn og vinstri Alþýðu- fiokksmenn. Kosningu lauk ekki í Kópa- vogi fyrr en nokkru eftir kl. 1 e.m.n. og talningu atkvæða var ekki lokið fyrr en um kl. hálffjögur. Mikiil mannfjöldi beið kosn- ingaúrslitanna á kjörstað og þegar þau voru tilkynnt gullu við fagnaðaróp, Finnbogi Bút- ur, efsti maður G-listans var ákaft hylltur. í fögnuði sínum yfir sigrinum sungu menn ætt- jarðarsöngva. Samheldni fólksins í Kópa- vogi og sigur þess mun verða aiþýðunni hvarvetna á landinu hvatning og lýsandi fordæmi. Þing Æskulýðs- fylkingarmnar v kJ Framhald af 12. síðu. stjórnmálaviðhorfið í landinu og samdi ávarp til íslenzkrar æsku, og mun hvorttveggja birtast hér í blaðinu einhvern næstu daga. Mikill og djarfur sóknarhug- ur sósíalískrar æsku einkenndi þingið. Þingið sátu þrír ' fulltrúar Sósíalistaflokksins, þeirra á meðal Einar Olgeirsson for- maður flokksins. Merki nr. 69 fékk Morrisbifreið í gær var dregið um aðal- vinninginn í „merkjum berkla- varnardagsins“, og kom upp nr. 6ú. Eigandi þess merkis hef- ur því hlotið 4ra manna Morris- bifreið, er verður afhent nú þeg- ar gegn framvísun merkisins. Merk nýmæli írá 14. þingi Æ.F.: Bezta ritverk ungs ritliöfundar livert ár sé verðlaunað Ungu listafólki verSi veitSir 5 ntynáar- legir ferðastyrkir ár hvert Meðal þeirra mála, sem 14. þing Æskulyösfylkingarinr.- ar ræddi, voru kjör íslenzkra listamanna og skálda, eink- um hinna yngri. Voru þingfulltrúar á einu máli um a<S þeir byggju við óviðunandi kæruleysi af hálfu hins opin- bera og .yrði úr því aö bæta. Fyrir því samþykkti þingið og greiði þeim góð ritlaun fyr- tvær áskoranir á þingmenn Só- síalistaflokksins um að þeir flyttu í frumvarpsformi tvö ný- mæli sem æskilegt væri að komið yrði á. Fyrri samþykktin var þess efnis að þingmennirnir bæru fram á, Alþdngi frumvarp á þá leið að bókaútgáfa Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins efni til árlegrar verðlaunaveitingar til þess rithöfundar innan 35 ára aldurs sem birt hefur á árinu bezt ritverk að dómi þar til kjörinnar nefndar, hvort heldur það er skáldverk eða annars eðlis. í öðru lagi hefji bókaútgáfan skipulega útgáfu þeirra ritverka ungra innlenda höfunda er til þess teljast hæf, ír. Hin samþykktin var á þá leið að menntamálaráði verði falið að úthluta árlega ferðastyrkj- uiír til ungra rithöfunda, hlið- stæðum venjulegum náms- styrkjum, og sé miðað við að styrkurinn geri þeim kleift að ferðast til útlanda, skoða sig þar um, kynnast fólki og við* horfum. Enn var samþykkt áskortm á þingmennina að þeir flyttu frumvarp á komandi þingi þess efnis að 2 Færeyingum verði árlega veittur styrkur til að stunda nám við íslenzkatt menntaskóla og öðrum tvein* ur við Háskólann. Sex ára afmmlis Kínversfoa áiþýðulýðveld- isins miunzt á samfoomu KÍM í Tjarnarbíé Kínversk-íslenzka menningarfélagið minntist sex ára afmælis Alþýöulyöveldisins Kína með samkomu í Tjarnar- bíói á sunnudag. m innincjarópj ölcl GLUGGAR h.f. Skipholt 5. Sími 82287 Þar flutti Jakoh Benedikts son, formaður KÍM, ávarp. Jó hannes úr Kötlum flutti snjalla og áhrifamikla frásögn úr Kína för 1952, og sýndar voru kín verskar kvikmyndir. Ávarp Jakobs Benediktsson- ar var á þessa leið: Góðir áheyrendur, félags menn og gestir. Fyrir hönd KÍM leyfi ég mér að bjóða ykkur velkomin til þessarar samkomu. Félag okk ar minnist þess í dag að í gær voru liðin 6 ár síðan kínverska alþýðulýðveldið var formlega stofnað. Sex ár eru skammur tími í sögu þjóðar, ekki sízt í ævafornrar menningar- þjóðar eins og þeirrar kín- versku, og þó hefur á þessum sex árum orðið meiri breyting á högum kínversku þjóðarimi- ar en ef til vill nokkru sinni fyrr á jafnskömmum tíma. Þegar stærsta þjóð heims brýtur af sér hlekki lénsskipu- lags og tekur stökkið beint úr myrkri miðalda út í dags- birtu nútímans, stofnar sósíal- istískt þjóðfélag og tekur að hagnýta auðæfi lands síns í þágu almennings og með tækni nútimans, — þá er það við- burður sem kemur öllum heimi við. Sú þjóð sem hér á hlut að máli er ekki aðeins mann- flesta þjóð í heimi heldur einn ig ein elzta menningarþjóð ver- aldar. Áhrif hennar á gang mála hvarvetna í heimi munu þvi verða æ afdrifaríkari eftir þvi sem lengra líður og æ'ljós- ara verður að Kínverjar ráða fram úr vandamálum sínum sjálfir án íhlutunar annarra. Við höfum þegar séð þess greinileg dæmi á umliðnu ári og meira mun á eftir koma. Það er þess vegna ekki út í bláinn að KÍM hefur leitazt við að gefa Islendingum kost á því að fylgjast betur með í þeim viðburðum sem gerast austur þar. Þess gerist líka þeim mun meiri þörf sem stjórnarvöld okkar hafa enn þrjóskazt við að viðurkenna þær staðreyndir sem gerðust 6 Kína fyrir sex árum og taka upp eðlilegt stjórnmálasambarvl við Kínverska alþýðulýðveldið. Um leið og við flyt.jum kía- verska alþýðulýðveldinu beztiíE árnaðaróskir á þessu afmæI8 megum við minnast þess að nú er íslenzk fimm manna sentíí- nefnd stödd í Peking og hefur, flutt þaú heillaóskir íslenzkrtt æskumanna, svo og kveðjor Kínversk-íslenzka menningarfé* lagsins. Noiræn ljósmyndasýning í Stokkhólmi \ Þar verður sýnd 100 ára þroun 1 Þessa dagana stendur yfir norrænt ljósmyndaramót I Stokkhólmi, og er þaö haldiö aö tilhlutan sænska ljós- myndarasambandsins, og í tilefni af að 60 ár eru liöia síöan atvinnuljósmyndarar stofnu'öu félagsskap þar i landi. Mótið stendur dagana 4. til 6. okt., og er hið mesta sem sænskir ljósmyndarar hafa efnt til. Á mót þetta hafa nor- rænir ljósmyndarar fjölmennt mjög, og eru þrír fulltrúar Ljósmyndarafél. íslands mættir þar, þeir Sigurður Guðmunds- son form., sem er aðalfulltrúi félagsins á mótinu, Sigurhans Vignir, varaform. og Hannes Pálsson form. menningarsjóðs félagsins. Allar helztu Ijósmyndastofur Stokkhólmshorgar verða skoð- aðar, og fyrirlestrar haldnir í sambandi við það. Aðalviðburð- nr hátíðahaldanna er Ijós- myndasýning, sem hefur verið komið fyrir í tæknisafninu. í sambandi við sýninguna er tæknisýning, sem sýnir 100 ára þróun iðnarinnar í Svíþjóð. Svíar hafa lengi verið álitnir mjög góðir ljósmyndarar, og er því ánægjulegt að íslenzkir starfsbræður þeirra skuli fá' þetta tækifæri til að kynns ifi verkum þeirra og starfi. Formaður sænska ljósmyr.í- arasambandsins er einn kuna- asti ljósmyndari Svía, K. W. Gullers, og mun hann hafa, haft mestan veg og vanda af undirbúningi mótsins. — (Frá Ljósmyndarafélagi Islands). Filmur Blöð Tímarit Frímrrki SÖLUTURNINN við Arnarhól

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.