Þjóðviljinn - 04.10.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.10.1955, Blaðsíða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjtidagur 4. október 1955 Tónleikar í Þjóðleikhúsinu N lÉG VAR AÐ TALA um það um - daginn, að haustið væri komið og átti þá aðallega við breytt veðurfar. 1 gær var ég aftur á móti minntur á komu hausts- ins með öðrum hætti. Ég gekk framhjá verzluninni Pennan- um á Skólavörðustígnum, og Aðrir tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar i Þjóðleik- húsinu 30. september voru með nokkuð svipuðu sniði og tón- leikarnir næst á undan, fyrir réttum mánuði, sem sveitin hóf starfstíð sína með. Dr. Victor Urbancic stjómaði hljómsveitinni að þessu sinni, vel og kunnáttusamlega eins og hans er vandi. Hljómleik- arnir hófust á skemmtilegum og hressilegum „Gamanforleik í C-dúr“ eftir stjórnandann sjálfan, en því næst kom „Sin- fóníetta op. 7“, hljómsveitar- verk í þrem þáttum og hóflega nýtízkulegum stíl eftir Dag Wirén, eitt hinna kunnari af nútímatónskáldum Svía. Kristinn Hallsson söng því næst nokkur óratóríu- og ó- perulög, en hljómsveitin lék með. Fyrst var „Recitativ og aría“ úr „Sköpuninni“ eftir Haydn, því næst „Recitativ og aría“ úr „Messías" eftir Handel og enn „Recitativ og aríu“ úr óperunni „Simon Boccanegra" eftir Verdi, allt skilmerkilega og skörulega flutt. Sérstaklega tókst Kristni þó að dómi undir- ritaðs vel upp í „Aríu Lepor- ello“ úr óperunni „Don Gio- vanni“ eftir Mozart og „Ariu Galitsky“ úr óperunni „ígor fursti“. (f efnisskránni er ópre- an kölluð „ígor prins“. Það er miður rétt og auðsjáanlega á- hrif frá enska heitinu „Prince Igor“, en á ensku hefur orðið „prince“ nokkru víðtækari merkingu en samstofna orð á málum annarra grannþjóða vorra. Á málum annarra Norð- urlandaþjóða og þýzku heitir óperan „Fyrst“, „Furst Igor“, „Fúrst Igor“). Bezt mun hljómsveitinni hafa tekizt í flutningi síðasta þátt- ar efnisskrárinnar, en það voru hinir frægu „Polovets-dansar“ úr fyrrnefndri óperu, „ígor fursti“. (Hér er enskan enn að draugast í efnisskránni, því að þar er ritað „Polovec“, en eng- in ástæða er til þess fyrir okk- ur að vera að elta þann rit- hátt, þar sem „Polovets" mun vera eins nákvæm eftirmynd- un rússneska ritháttarins og framburðarins og kostur er á íslenzku. í efnisskránni eru dansar þessir auk þess kallaðir „Dansar frá Polovec“, eins og Polovets væri staður, en hér er í rauninni að ræða um nafn á sérstakri þjóð eða þjóðflokki, sem kallast Polovets-þ.ióð flokkur). . — Eitt var óskemmtilegt við þessa ágætu tónleika, og má ekki undir höfuð leggjast að geta þess, en það er sú staðreynd, að hljómsveit og söngvari skyldu verða að flytja tónlist sína fyrir hálftómum áheyrendasal. Nú um skeið hefur verið á sveimi orð- rómur um, að leggja ætti Sinfóníuhljómsveitina niður Eftir því sem fram hefur kom- ið, er þetta, sem betur fer, mjög orðum aukið. Fyrir þessu mun þó vera sá fótur, að tví- sýnt mun talið um fjárhags- grundvöll að rekstri sveitar- innar á næsta ári. Hver sá maður, sem lætur sig nokkru skipta menningu þjóðarinnar, hlyti að harma það sárlega, ef starfsemi sveitarinnar skyldi þurfa að dragast saman, hvað þá leggjast niður. En með því að sækja tónleika hennar get- ur hver og einn lagt nokkuð af mörkum til þess, að svo þurfi ekki að fara. B.F. rett i somu andranm komu 2 Skolamir eru byr]aðir — Sjo ara telpa með skola- telpur út úr búðinni. Önnur ,,,,,, „ , . , . þeirra var hún frænka mín, tosku — Frestun íramhaldsskola — Fall a landsproíi þessi sem safnar frímerkjum og servíettum og varð sjö ára einhvern tíma í vor. Ég heils- aði kumpánlega, af því að ég þekkti frænku mína að því að kunna því illa, að maður létist ekki sjá hana á götu. — Sæll, heyrðu, áttu nokkur frímerki núna? sagði frænka. — Nei, ertu að safna frímerkjum í þessa tösku ? spurði ég og benti á skrautlega tösku, sem hún bar undir hendinni. Telp- urnar litu hver á aðra og furðuðu sig auðsæilega á svona heimskulegri spurningu. — Þetta er skólataskan mín, sagði frænka svo, og ég heyrði ekki betur en það kenndi nokkurs stolts í röddinni. Og þá minntist ég þess, að skól- arnir eru fyrir nokkru byrjað- ir, yngstu aldursflokkarnir eru líklega búnir að sitja á skólabekk einar tvær vikur eða svo, eldri krakkamir fara í skólann núna upp úr mán- aðamótunum. Hins vegar byrja framhaldsskólarnir ekki fyrr en um miðjan október, sam- kvæmt tilmælum Stéttarsamb. bænda. Mér virðist að það sé ekki nema gott fyrir náms- fólkið að fresta skólavistinni um tvær vikur og vinna að framleiðslustörfum þann tíma, en kennarar eru ekki á sama máli. Þeir telja að tveggja vikna stytting skólavistarinn- ar muni e.t.v. orsaka það, að óeðlilega margir nemendur falli á landsprófi í vor. Kenn- ararnir vita án efa, hvað þeir eru að segja, en ég get ekki stillt mig um að spyrja: Á það fólk, sem ekki þolir að skóla- tíminn styttist um tvær vikur nokkurt erindi gegnum lands- próf? Það er ástæðulaust að leyna því, að margir nemend- ur framhaldsskólanna líta á námið aðeins sem leiðinlega skyldu, sem þeir verði að af- plána, hvort sem þeim likar betur eða verr. Og það viðhorf er ekki vænlegt til góðs ár- angurs á menntabrautinni. EN ÉG VAR NÚ AÐ TALA um hana frænku mína, sem er rétt nýbyrjuð í skólanum, og er ekki almennilega læs ennþá. Langflestu fólki á hennar aldri finnst gaman að vera í skóla, þótt því gangi auðvitað mis- jafnlega vel að læra. Og.þeg- ar sjö ára börnin syngja: I skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera, þá er vel líklegt, að einstaka barn mæli þvert um hug sér og syngi falskt, jafnvel í fleiri en einni.merkingu. En hin eru miklu fleiri, sem syngja af lífi og sál,af því að þeim finnst virkilega skemmtilegt í skólan- um. Til að byrja með, er það aðallega lestur, reikningur og skrift, sem þeim er boðið upp á, enda er það ærið nóg. Ég get svona hér um bil ímynd- að mér, hvernig frænka mín. lítur út, þegar hún er að leggja saman þrjá og fjóra eða draga tvo frá sex. Það er nefnilega engin smáræðis kúnst, og lengi vel var hún ekki öruggari í talnafræðinni en svo, að fingumir á henni voru ýmist níu eða ellefu, en næstum því aldrei tíu. Það er- svo ekki fyrr en eftir tveggja til þriggja vetra nám, sem börnin kynnast merkilegum fræðibókum, eins og dýrafræði og landafræði. En þá sjá þau lika svart á hvítu, að fíllinn hefur hvorki meira né minna. en fimm tær á hverjum fæti, og austur á Indlandi eru þrjú skaðræðisfljót, sem heita Ind- us, Ganges og Bramapútra. Og ef þau festa sér slíkar- staðreyndir vel í minni, þurfa. þau sennilega aldrei að óttast. það, að falla á landsprófi, jafn- vel þótt tvær vikur af skóla- tímanum fari forgörðum, ein- hverra orsaka vegna. -<S> Hinn glæsilegi sigur G-listans 5 Kópavogi er táknrænasti sigur sem íslenzk alþýða hefur unnið tim langt skeið; hann- er eld- Stólpi sem lýsir fólkinu á allri landsbyggðinni út úr eyðimörk þeirri sem núverandi stjórnar- Völd hafa hrakið hana út á með lögbrotum og ofbeldi. Sigurinn sýnir það, að vindgapi á vegum Ljós yfir Norðurslóð kirkjumálaráðuneytisins dregst ekki nema í hálfa stöng og „guðs- lögin“ þaðan, sem gilda áttu í Kópavogi, verka ekki. Það var unnið fyrir gýg þó forsætiss léti setja hátalara í kosningabílana til að spú lygi og blekkingum yf- íGullbrúðkaup áttu í gær hjónin Jónína G. Jónsdóttir og Jón Indriðason, skósmiður, á Patreksfirði. Þau hafa búið á Vatneyri við Patreksf jörð allan búskap sánn. Eignuðust þau 14 börn, og «ru 11 þeirra á lífí.— I*au hjónin dveljast þessa dagana hér syðra. ir byggðina. Fólkið hafði tekið ákvörðun og fylgdi henni fram af óbifanlegri festu og sigurinn var og er þess. Þetta sýnir okkur Ijóslega að allir sigrar eru sýndarsigrar ut- an þess, sem fólkið vinnur sjálft. Ríkisstjórnin hefur nú beðið sinn stærsta ósigur og henni mun reynast erfitt að sleikja sárin. Kópavogsofbeldið og lögleys- urnar áttu að vera prófmál hennar á hendur öðrum lands- hlutum. Nú hefur hún sett ofan og bráð- ustu hættunni hefur verið bægt frá dyrum annarra byggðarlaga. Sigur byggist fyrst og fremst á því að skilja eðli hans og kunna að hagnýta sér verkanir hans og áhrif. í Kópavogi tók heilbrigðasti hluti fólksins höndum saman án pólitískra’ sjónarmiða og þetta er árangurinn; hvað mundi ger- ast ef böndin væru treyst enn betur? Fólkið í svonefndum vinstri flokkum hefur nú komið auga á það, að foringjamir hafa spennt Framhald á 11. síðu. Höíum tekið ímm mikið úrval ai haust- fötum 09 stökum buxum, Innlend eg eriend efni, nýjustu snið. Hagkvæmt stærðakerfi tryggir flesfum föt við sitt hæfi. Fylgist með Gef juni — Gef jun fylgir tízkunni Kirkjustræti — Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.